Morgunblaðið - 28.02.1985, Side 15

Morgunblaðið - 28.02.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 15 Huga nú að heimsmeti í pönnukökubakstri „Ef okkur virðist það vera við- ráðanlegt, þá reynum við við heimsmetið í pönnukökubakstri í mars,“ sagði Gunnar Páll Gunn- arsson, sem á sæti í nemendaráði Hótel- og veitingaskólans við blm. Mbl. í gær. En nemendur skólans settu íslandsmet í pönnuköku- bakstri í skólanum í g»r, að við- stöddum um 100 áhorfendum, sem nutu afrakstursins af metinu með góðri lyst. Það voru fjórir nemendur þriðja bekkjar skólans, sem bökuðu sam- tals 1.200 pönnukökur. En metið í bakstrinum átti Kristín Krist- jánsdóttir, sem bakaði 304 pðnnu- kökur á einni klukkustund. Það þýðir að Kristín hafi bakað u.þ.b. fimm kökur á mínútu. Þegar gest- irnir höfðu sporðrennt því sem þeir gátu torgað af pönnukökum voru 800 stykki eftir og ákváðu nemendur að senda þaer á nokkur sjúkrahús og elliheimili og enn- fremur munu slökkviliðið og lög- reglan hafa fengið að smakka á krásunum. Bakað var á 4 hellum og fóru í baksturinn 40 kg af hveiti, 15 kg af sykri, 0,75 1 af vanilludropum og 240 egg, en þann efnivið lagði Arn- arbakarí til. Þá gaf Mjólkur- samsalan þá u.þ.b. 60 lítra af mjólk og 25 af rjóma, sem til þurfti. „Við erum nú að kanna hvað heimsmetið í pönnukökubakstri er,“ sagði Gunnar Páll. „Og ef það útheimtir ekki of mikinn mara- þonbakstur að hnekkja því er lík- legt að við reynum við það helgina 10. til 12. mars nk. En þá verður skólinn með alhliða matvæla- og veitingasýningu." Fjölskyldu- messa á Djúpavogi Djúpavogi, 26. febrúar. FJÖLSKYLDUMESSA verður í Djúpavogskirkju á sunnudaginn, 3. mars. Séra Ingólfur Guð- mundsson messar og fermingar- börn sýna helgileik. Auk þess leika yngri borgararnir á hljóð- færi og þrjár stúlkur frá Suður- Afríku, sem eru við vinnu á Djúpavogi, segja frá landi sínu og málefnum þar. — Fréttaritari Tveir gerðu jafntefli við Jusupov SOVÉSKI stórmeistarinn Artúr Jusupov, sem varð í 5.-6. sæti á nýafstöðnu Afmælismóti Skáksam- bands íslands, tefldi fjöltefli á veg- um MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, í félags- heimilinu á Vatnsstíg 10 sl. mánu- dagskvöld. Teflt var á 22 borðum og vann Jusupov 20 skákir, en jafntefli varð í tveimur skákum. Þeir sem gerðu jafntefli við stórmeistarann voru Steingrímur ólafsson og Sævar Guðjónsson. RITVIIW5LA m • Yfir 600 manns hafa þegar sótt ritvinnslunámskeið okkar. A næstunni verða haldin eftirfarandi námsheið: • Word • Easywriter II • Wordstar • Hugriti (Ritvinnsla II) • Appleworhs Upplýsingar og skráning í slma ATh! Starfsmannafélag Reykjavíkur, Starfsmenntunarsjóð- ur starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunarmannafélag Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessum námskeiðum. STJÓRNUNARFÉIA3 ISLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 ífsSKAPAK] Hollensk hágæðavara ARF 844 ☆☆☆☆☆ Kæliskápur 310 Itr. meö 65 Itr. frystihólfi. H 159. B 55. D 58 cm. Verö kr. 21.200.- stg. M '1 t ARF 842 ☆☆ Kæliskápur 340 Itr. meö 33 Itr. frystihólfi. H 144. B 59. D 64 cm. Verö kr. 17.500.- stg. HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI25999 HU OM * HEIMIUS * SKRIFST OFUTÆ Kl ARF 843 ☆☆☆☆☆ Kæliskápur 265 Itr. meö 55 Itr. frystihólfi. H 139. B 55. D 58 cm. Verö kr. 18.500.- stg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.