Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 15 Huga nú að heimsmeti í pönnukökubakstri „Ef okkur virðist það vera við- ráðanlegt, þá reynum við við heimsmetið í pönnukökubakstri í mars,“ sagði Gunnar Páll Gunn- arsson, sem á sæti í nemendaráði Hótel- og veitingaskólans við blm. Mbl. í gær. En nemendur skólans settu íslandsmet í pönnuköku- bakstri í skólanum í g»r, að við- stöddum um 100 áhorfendum, sem nutu afrakstursins af metinu með góðri lyst. Það voru fjórir nemendur þriðja bekkjar skólans, sem bökuðu sam- tals 1.200 pönnukökur. En metið í bakstrinum átti Kristín Krist- jánsdóttir, sem bakaði 304 pðnnu- kökur á einni klukkustund. Það þýðir að Kristín hafi bakað u.þ.b. fimm kökur á mínútu. Þegar gest- irnir höfðu sporðrennt því sem þeir gátu torgað af pönnukökum voru 800 stykki eftir og ákváðu nemendur að senda þaer á nokkur sjúkrahús og elliheimili og enn- fremur munu slökkviliðið og lög- reglan hafa fengið að smakka á krásunum. Bakað var á 4 hellum og fóru í baksturinn 40 kg af hveiti, 15 kg af sykri, 0,75 1 af vanilludropum og 240 egg, en þann efnivið lagði Arn- arbakarí til. Þá gaf Mjólkur- samsalan þá u.þ.b. 60 lítra af mjólk og 25 af rjóma, sem til þurfti. „Við erum nú að kanna hvað heimsmetið í pönnukökubakstri er,“ sagði Gunnar Páll. „Og ef það útheimtir ekki of mikinn mara- þonbakstur að hnekkja því er lík- legt að við reynum við það helgina 10. til 12. mars nk. En þá verður skólinn með alhliða matvæla- og veitingasýningu." Fjölskyldu- messa á Djúpavogi Djúpavogi, 26. febrúar. FJÖLSKYLDUMESSA verður í Djúpavogskirkju á sunnudaginn, 3. mars. Séra Ingólfur Guð- mundsson messar og fermingar- börn sýna helgileik. Auk þess leika yngri borgararnir á hljóð- færi og þrjár stúlkur frá Suður- Afríku, sem eru við vinnu á Djúpavogi, segja frá landi sínu og málefnum þar. — Fréttaritari Tveir gerðu jafntefli við Jusupov SOVÉSKI stórmeistarinn Artúr Jusupov, sem varð í 5.-6. sæti á nýafstöðnu Afmælismóti Skáksam- bands íslands, tefldi fjöltefli á veg- um MÍR, Menningartengsla íslands og Ráðstjórnarríkjanna, í félags- heimilinu á Vatnsstíg 10 sl. mánu- dagskvöld. Teflt var á 22 borðum og vann Jusupov 20 skákir, en jafntefli varð í tveimur skákum. Þeir sem gerðu jafntefli við stórmeistarann voru Steingrímur ólafsson og Sævar Guðjónsson. RITVIIW5LA m • Yfir 600 manns hafa þegar sótt ritvinnslunámskeið okkar. A næstunni verða haldin eftirfarandi námsheið: • Word • Easywriter II • Wordstar • Hugriti (Ritvinnsla II) • Appleworhs Upplýsingar og skráning í slma ATh! Starfsmannafélag Reykjavíkur, Starfsmenntunarsjóð- ur starfsmannafélags ríkisstofnana og Verslunarmannafélag Reykjavíkur styrkja félagsmenn sína til þátttöku á þessum námskeiðum. STJÓRNUNARFÉIA3 ISLANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 ífsSKAPAK] Hollensk hágæðavara ARF 844 ☆☆☆☆☆ Kæliskápur 310 Itr. meö 65 Itr. frystihólfi. H 159. B 55. D 58 cm. Verö kr. 21.200.- stg. M '1 t ARF 842 ☆☆ Kæliskápur 340 Itr. meö 33 Itr. frystihólfi. H 144. B 59. D 64 cm. Verö kr. 17.500.- stg. HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI25999 HU OM * HEIMIUS * SKRIFST OFUTÆ Kl ARF 843 ☆☆☆☆☆ Kæliskápur 265 Itr. meö 55 Itr. frystihólfi. H 139. B 55. D 58 cm. Verö kr. 18.500.- stg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.