Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 21 Líkan af Grafarvogsskóla Brotið blað í skóla- sögu Reykjavíkur eftir Bessí Jóhannsdóttur Það mun vera nýmæli hér í Reykjavík að hverfi, sem er í upp- byggingu fái skóla um leið og íbúar flytjast í sitt nýja húsnæði. Því ber að fagna. Skólinn, sem verið er að hefja framkvæmdir við í Grafarvogi er um margt sérstakur. Reykjavík- urborg gerði samning við mennta- málaráðuneytið, sem Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra staðfesti þ. 11.4.84. I samningnum er gert ráð fyrir að skóiinn teljist til- raunaverkefni við skólabyggingar. Lögð er áhersla á að við hönnun skólans skuli að því stefnt að ná fram sem bestri nýtingu húsnæðis og sem lægstum byggingakostnaði án þess að gæðakröfur séu lækkaðar. Hönnunarnefnd undir- býr framkvæmdir í september 1983 tilnefndi fræðsluráð fulltrúa sína í hönnunar- nefnd Grafarvogsskóla. Formaður nefndarinnar var skipuð Bessi Jó- hannsdóttir, en auk hennar eru i nefndinni frá fræðsluráði Hafdís Sigurgeirsdóttir kennari, og Elín Ól- afsdóttir kennarafulitrúi sem áheyrnarfulltrúi. Frá menntamála- ráðuneyti er deildarstjóri bygg- ingardeildar ráðuneytisins, Hákon Torfason, í nefndinni og frá skóla- skrifstofu Reykjavíkur Björn Hall- dórsson forstöðumaður, sem jafn- framt er formaður byggingarnefnd- ar skóians. Hönnunarnefndin þurfti í upphafi að taka ákvörðun um stærð og hlut- verk skólans að öðru leyti en sem skólastofnun af hefðbundinni gerð. Þegar í upphafi komu fram hug- myndir um að gera þennan skóla nokkuð sérstakan að allri gerð. Nefndin skilaði tillögum til fræðslu- ráðs, sem fólu í sér að skóiinn verði hannaöur sem þriggja hliðstæöna grunnskóli (þ.e. þrír bekkir í hverj- „Gert er ráð fyrir að Graf- arvogsskóli verði félags- og menningarmiðstöð hverfís- ins. Hér er nýmæli á ferð- i»«ni. Sú stefna að byggja fé- lagsmiðstöðvar fyrir hverfín sérstaklega hefur verið fram- kvæmd á undanförnum ár- um.“ um aldursflokki) með forskóla. Hús- næðisþörfin verði miðuð við sam- felldan skóladag nemenda og ein- setningu að mestu. Fyrirkomulag og gerð húsnæðis verði miðuð við að skólinn geti einnig verið félags- og menningarmiðstöð hverfisins. Þess- ar tillögur voru samþykktar í fræðsluráði með 7 samhljóða at- kvæðum. Félags- og menningarmiðstöð Gert er ráð fyrir að Grafarvogs- skóli verði félags- og menningarmið- stöö hverfisins. Hér er nýmæli á ferðinni. Sú stefna að byggja félags- miðstöðvar fyrir hverfin sérstaklega hefur verið framkvæmd á undan- förnum árum. Má þar nefna Bústaði, Fellahelli og Tónabæ, sem reknir eru af æskulýðsráði ásamt Þróttheim- um. Sú hugmynd hefur oft verið rædd i æskulýðsráði að byggja fé- iagsmiðstöð í tengsium við skóla. Samstarfsnefnd æskulýðsráðs og fræðsluráös fjallaði um þetta mál á fundum sinum haustið 1983. Þá samdi Arnfinnur Jó'nsson skólastjóri greinargerð um málið, og var sú greinargerð send hönnunarnefnd Grafarvogsskóla. Hugmyndir sam- starfsnefndarmanna komu að flestu leyti heim og saman við hugmyndir hönnunarnefndar, þ.e.a.s. að það verði sem fjölbreyttust þjónusta við íbúa hverfisins í skóianum. í félags- álmu skólans, sem nú er áætluð i 2. áfanga, á að verða aðstaða fyrir nemendur og þá aðila utan hans, sem vilja nýta húsnæði utan skóla- tíma til fundahalda, tónleikahalds, leiksýninga og fl. Gert er ráð fyrir kaffiteríu í skólanum. Við hönnun húsanna hefur verið lögð áhersla á að auðvelt sé að loka félags- og menningarmiðstöðinni frá skóla- húsnæðinu. Skóla- og almenningsbókasafn { fyrsta áfanga hússins er m.a. gert ráð fyrir bókasafni. Þetta bóka- safn á að geta þjónað hverfinu eftir þvi sem hægt er í framtíðinni. Slík söfn þekkjast viða erlendis og þykir mörgum þau gefa góða raun. Ekki er ljóst hvort hægt verður að hefja rekstur safnsins að hluta í haust t.d. með barnabókadeild eða hvort nýta verður húsnæði safnsins um sinn sem kennslustofur. Fer það eftir nemendafjölda í skólanum í haust. Skólinn hefur og fengið „Bókasafn kennarafélags Miðbæjarskólans“ til varðveislu. Mikilvægt er að gott samstarf náist við Borgarbókasafn Reykjavíkur um rekstur þessa safns. Skóladagheimili og athvarf t þriðja áfanga skólans er gert ráð fyrir að auk kennsluhúsnæðis verði rými fyrir skóladagheimili og at- hvarf. Það hefur sýnt sig á undan- förnum árum að þörfin fyrir dag- vistun barna fer æ vaxandi. Skólinn hlýtur að hafa hér hlutverki að gegna. Æskilegast væri að börn gætu verið í skólanum samfellt hluta dagsins, t.d. frá kl. 8—12 eða 1 e.h. yngstu deildirnar, og þau eldri jafn- vel lengur. Fyrir heimilin er slíkt mikið öryggi, einkum þau, þar sem báðir foreldrar starfa á vinnumark- aðnum. Þetta kallar á aukna þjón- ustu af hálfu skólans og þá um leið á starfsfólk til að annast þessa þjón- ustu og spurning vaknar um það hver eigi að borga brúsann. Annars staðar á Norðurlöndunum er þessu nokkuð ólíkt fyrir komið. Foreldrar greiða beint þessa auknu þjónustu sums staðar eru annars staðar er hún greidd af sveitarfélaginu og/eða ríkinu. Án efa eru foreldrar tilbúnir til að taka þátt í kostnaði viö slíka þjónustu hér í Reykjavík, ef hún stæði til boða í ríkari mæli en nú er. Skóli fyrir framtíðina Það er vissulega skemmtilegt verkefni að fá að taka þátt í hönnun skóla, sem á að hafa framtíðarsýn að Ieiðarljósi í öllu skipulagi og starfi. Arkitekt skólans, Guðmundur Þór Pálsson, er nútímamaður, sem vill byggja hagkvæmt en um leið sveigj- anlegt húsnæði þannig að auðvelt sé að laga það að breyttum þörfum. Þetta eru mikilsverðir kostir. Val á skólastjóra var og mikilvægt. Arn- finnur Jónsson, sem skipaður hefur verið skóiastjóri, er þekktur fyrir störf sín að skóla- og félagsmálum. Hann er einn af þeim, sem mörkuðu þá stefnu er lögð var til grundvallar við hönnun skólans, og er það vel að hann fái tækifæri til að móta starfið í skóla framtíðarinnar. Bessí Jóhannsdóttir er formaóur hönnunarnetndar Grafarvoga- skóla. Ætlir þú að ávaxta fé þitt í lengri eða skemmri tíma er þér óhætt að setjast niður, loka eyrunum fyrir öllum gylliboðum og bera saman kjör og öryggi á sparitjármarkaðnum. Niðurstaðan verður áreiðanlega sú að þú velur spariskírteini ríkissjóðs að því loknu og stendur upp með pálmann í höndunúm. Verðtryggö spariskírteini með 7% vöxtum. Innleysanleg eftir 3 ár. Verðtryggö spariskírteini með 6.71% vöxtum sem greiðast misserislega. Innlevsanleg eftir 5 ár. Verðtryggð spariskírteini til 18 mánaða með vöxtum sem eru meðaltal vaxta \ iðskiptabankanna á 6 mán. verðtr. reikn. + 50% VAXTAAUKA. Gengistryggð spariskírteini með 9% vöxtum til 5 ára. ENGIR LEYNDIR VARNAGLAR - ENGIR LAUSIR ENDAR HREINIR OG KLÁRIR SKILMÁLAR MEÐ MEIRIÁVÖXTUN OG FULLKOMNU ÖRYGGI. 91 ■ Sölustaðir eru: Seðlabanki íslands. viðskiptabankamir. sparisjóðir, nokkrir verðbréfasalar og pósthús um land allt. RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.