Morgunblaðið - 28.02.1985, Page 23

Morgunblaðið - 28.02.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 23 Þráður orðsins Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Rimma Texti og teikningar: Bjarni Bernhardur Bjarnason. ÍJtgáfa höfundar 1984. í Rimmu kennir margra grasa. í ekki stærra kveri eru sögur, ljóð, hugleiðingar, ritgerðir. Bjarni Bernharður Bjarnason hefur hingað til sent frá sér ljóð, en nú er hin ljóðræna tjáning honum ekki nægjanleg. Eftir Rimmu að dæma telst ljóðagerðin enn sterkasta hlið Bjarna Bernharðs, en samt hefur hún aldrei verið veigaminni en í þessari bók. Bjarni Bernharður gerist nú spámannlegur, boðar endalok heimsins og þar með fall mannsins. Eitt skásta sýnishorn- ið er Reiði guðs: Guð almáttugur í reiði sinni — vegna þess að líf jarðarinnar er barmafullt af hatri, öfund og grimmd mun hann senda hersveitir himnanna til að granda öllum þjóðum heims — brenna akra og skóga þurrka upp vötnin og uppnema allan sjó. Deyða líf hvar sem það finnst — rífa hjartað úr sérhverjum manni því það er hjarta haturs, öfundar og grimmdar og kasta því út í ystu myrkur. Ekki getur þetta kallast frum- legt. En þegar Bjarni Bernharð- ur nálgast að vera frumlegur verður myndmálið of ruglings- legt. Á þessu bar nokkuð í bók sem Bjarni Bernharður gaf líka út í fyrra, en nú er þetta einkenni til meiri skaða. í ljóði eins og Inn i sal dauðans þar sem ort er um fingralangt sólskin eru til dæmis góðir part- ar, en ljóðið er ofhlaðið og verður þess vegna áhrifaminna en það hefði getað orðið. Bjarna Bern- harði lætur að þessu sinni illa að vinna úr hugmyndum sínum. Þorpið er til dæmis ekki fjarri því að vera raunsæileg smásaga um alþekkt efni, skáld og samfé- lag, en ekki tekst að koma boð- Bjarni Bernharður Bjarnason skapnum til skila á fullgildan hátt. Höfundurinn missir þráð- inn úr höndum sér. Nefna mætti fleiri slík dæmi í Rimmu. Hún nálgast það að vera gilt ádeiluljóð um konu sem fórnar sér fyrir þak yfir höfuðið með prjónaskap og skúringum. En besta dæmið um skáldskaparvið- leitni Bjarna Bernharðs er ofur- einfalt og heitir bara Ljóð: I upphafi var Orðið Það óf þráð milli myrkurs og ljóss — í vef þann sem kallast Lífið Myndir Bjarna Bernharðs minna á það sem helst háir hon- um sem skáldi. hogstœtt verð Kalt boið og snittur fyrir fermingarnar: Bjóðum úrvals kalt borð og snittur Úrvals matvara: Kryddleginn lambaframpartur, úrb. . kr.kg. 253,00 Reykt folaldakjöt ........ kr.kg. 145,00 Hangiframpartur, úrbeinaður. kr.kg. 290,00 Kalt borð fyrir manninn Kaffisnittur pr. stk. 4Sa- Folaldahakk...................... kr.kg. Perur, niðursoðnar .............. Vi ds. Blandaðir ávextir, niðursoðnir... Vi ds. Bulgar jarðarber................. Vi ds. Coop tekex ...................... 200 gr. Hrökkbrauð ..................... 125 gr. ^23• - WC pappír.................. 12 ro. 96,00 49.90 64,55 69.90 14,60 14,30 99.90 Málningartilboð: frá Hörpu Hvítt 4 I. dósir ... .53Í- 385.- Ljósir litir 4 I. dósir 420.- ■■ Vðrukynning: Sanitas hf. kynnir framleiðslu sína: Gos - Sultur - Saft - Avaxtasafar - Tómatsósa JXL /VIIKLIG4RDUR MIKIÐ FYRIR LJTIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.