Morgunblaðið - 28.02.1985, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
Iwo Jima
l^ess var nýlega minnzt að 40 ár eru sídan orrustan á Iwo Jima á Kyrrahafi var háð. Nokkur hundruð gamlir
bandarískir og japanskir hermenn og ættingjar komu þá saman á eynni. Afhjúpað var minnismerki um
orrustuna, einhverja þá blóðugustu sem háð var á Kyrrahafsvígstöðvunum í síðari heimsstyrjöldinni. Á mynd-
inni sjást Edward J. Moraniec frá Connecticut með lítinn bandariskan fána og Isao Oshima frá Japan með fána
japanska sjóhersins.
HöfuÖpaurar Mafíunnar
í greipum réttvísinnar
WaHhington, 27. febrúar. Al\
FIMM menn, sem taldir eru vera höfuöpaurarnir í bandarísku Mafíunni,
hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að hafa skipulagt morð, fjárkúgun og
fjársvik. „Stjórnendur áhrifamestu glæpasamtaka Bandaríkjanna hafa verið
færðir í hendur réttvísinnar," sagði William Webster, yfirmaður alríkislög-
reglunnar, FBI, þegar frá þessum tíðindum haföi verið greint í morgun.
Flugvirkjar hjá
Pan Am hóta að
gera verkfall
New York, 27. febrúar. AP.
FLUGVIKKJAR hjá Pan American-
flugfélaginu hafa hótað að fara í
verkfall í þessari viku. Sagði John
Kerrigan, leiðtogi flugdeildar TWU,
Sambands flutningaverkamanna, í
gær, þriðjudag, að verkfallið mundi
lama starfsemi félagsins, þar eð af-
lýsa þyrfti 400 ferðum dag hvern.
TWU hefur átt í linnulausum
viðræðum við Pan Am í gær og
dag í því skyni að semja fyrir
hönd 5.800 flugvirkja, afgreiðslu-
manna, burðarmanna og fram-
reiðslufólks, áður en verkfallið
skellur á. Flugvirkjarnir hafa hót-
að að leggja niður vinnu kl. 12.01 á
hádegi (5.01 að ísl. tíma) á morg-
un, fimmtudag.
Talsmenn Pan Am vildu ekkert
láta hafa eftir sér um málið í gær,
en félagið á í viðræðum við fimm
stéttarfélög um kjör samtals um
19.000 starfsmanna. Aðeins TWU
hefur boðað verkfall.
Bandaríkin:
„Þetta er slæmur dagur, senni-
lega hinn versti sem nokkru sinni
hefur runnið upp í sögu Mafíunn-
ar,“ sagði Rudolph Giuliani sak-
sóknari. „Aldrei fyrr hafa jafn
margir höfuðpaurar samtakanna
verið ákærðir samtímis." Auk
fimmmenninganna eru fjórir aðr-
ir menn, sem taldir eru tilheyra
Mafíunni, ákærðir.
Fimmmenningar, sem sagðir
eru leiðtogar fjögurra „Mafíu-
fjölskyldna", en svo nefnast
glæpahóparnir, heita Anthony
Salerno, Paul Castellano, Anthony
Corallo, Gennaro Langella og
Phillip Rastelli.
Því er spáð að í kjölfar handtak-
anna komi til mikillar valdabar-
áttu innan „Mafíufjölskyldn-
anna“.
Bandarísk yfirvöld hafa látið í
ljós von um að fréttirnar af hand-
töku höfuðpauranna muni hvetja
fjölda manns, sem orðið hefur
fyrir barðinu á giæpaverkum
Mafíunnar, til að aðstoða lögregl-
una. „Nú er stundin runnin upp,
sem þetta fólk hefur beðið eftir,"
sagði Steven Trott, aðstoðar-
dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna, í dag og hvatti fórnarlömb
Mafíunnar til að hjálpa lögregl-
unni við að uppræta samtökin.
Skæruliðar Polisario:
Skutu niður
vestur-þýska
flutningavél
Algeirsborg, 27. febrúar. AP.
SKÆRULIÐAK Polisario-fylkingar-
innar segjast hafa skotið niður
vestur-þýska flutningavél í Dakhla-
héraði í vesturhluta Sahara á sunnu-
daginn.
Flugmálayfirvöld í Lanzarote á
Kanaríeyjum greindu frá því 24.
febrúar sl., að þau hefðu misst
samband við vestur-þýska tví-
þekju af gerðinni Dornier D228,
sem var á leið til Lanzarote eftir
vísindaleiðangur til Suðurskauts-
landsins, er hún var á flugi yfir
vesturhluta Sahara. Þriggja daga
leit að vélinni hefur engan árang-
ur borið.
í yfirlýsingu Polisario segir, að
allir um borð í vélinni hafi látið
lífið, en ekki er upplýst hverjir
það voru eða hve margir. Enn
fremur segir, að vestur-þýska vél-
in hafi verið óþekkjanleg frá eftir-
litsvélum, sem herir Marokkó-
stjórnar noti. Er allri ábyrgð á at-
vikinu lýst á hendur stjórnarinn-
ar.
Skæruliðar Polisario hafa í ára-
tug barist fyrir sjálfstæði Dakhla,
sem Marokkóstjórn innlimaði
1975. Þeir hafa sett á stofn Arab-
íska alþýðulýðveldið í Sahara, sem
61 ríki hefur viðurkennt.
108 víet-
namskir
hermenn
flýja
Hangkok, 27. febrúar. AP.
RÚMLEGA eitt hundrað víet-
namskir hermenn hafa hlaupist
undan merkjum og beðið um
hæli í Thailandi að undanfornu.
Hafa víetnömsku hermenn-
irnir tekið þátt í bardögum við
kambódíska skæruliða í vest-
urhluta Kambódíu frá því
þurrkatíðin hófst í nóvember
sl.
Fregnir þessar eru hafðar
eftir Chettha Thanajaro, sem
er háttsettur ofursti í Thai-
landsher, og yfirmaður herafl-
ands við austurlandamæri
Thailands. „Það bætast nýir
flóttamenn við daglega," sagði
hann. Eru þeir flestir frá suð-
urhluta Víetnam.
Chettha sagði að 108 víet-
namskir hermenn hefðu flúið
af vígvellinum í þessari
þurrkatíð og hafa flóttamenn-
irnir aldrei verið fleiri í einni
þurrkatíð frá því Víetnamar
réðust inn í Kambódíu 1978.
Hafa víetnömsku hersveitirnar
staðið í útistöðum við kambód-
íska skæruliða við thailensku
landamærin og kann nálægðin
við landamærin að skýra mik-
inn flótta Víetnamanna að ein-
hverju leyti.
Ferð geimferj-
unnar frestað
Kanaveralhöfóa, Plórída, 27. febrúar.
í GÆR sagði embættismaöur banda-
rísku Geimvísindastofnunarinnar,
NASA, að smávægilegar bilanír
kynnu að tefja fyrirhugað skot
geimferjunnar ('hallenger á mánu-
dag. í áhöfn hennar eru m.a. banda-
rískur öldungadeildarþingmaður og
franskur geimfari.
Vatnsefnisleki fannst fyrir
nokkrum dögum við loka í elds-
neytisgeymi. Þá reyndist vera
galli í hleðslurafhlöðu ferjunnar.
Talið er að viðgerð geti tekið
allt að viku.
Theodorakis gagnrýnir
stjórn jafnaðarmanna
Grikkland að verða að „menningareyðimörk“
Aþenu, 26. febrúar. AP.
GRÍSKA tónskáldið Mikis Theo-
dorakis hefur ásakaö ríkisstjórn
jafnaðarmanna í Grikklandi um að
setja hömlur á tónlist hans með
„sama hætti og herforingjastjórnin
gerði“. Ástæðan er sú, að hætt var
við fyrirhugaða sjónvarpsútsend-
ingu á tónleikum hans á mánu-
dagskvöld.
„Hömlur eru lagðar á mig á
ný. Fyrst var það herforingja-
stjórnin. Nú er það PASOK
(gríski jafnaðarmannaflokkur-
inn). En það hefur mjög óþægi-
legar afleiðingar í för með sér
fyrir hverja ríkisstjórn að banna
tónlist mína,“ var haft eftir
Theodorakis í dag. Sjálfur á
hann sæti á gríska þjóðþinginu
fyrir kommúnistaflokkinn.
Á mánudagskvöld sýndi rás 2 í
gríska sjónvarpinu, sem er ríkis-
rekið, gríska kvikmynd í stað
tónleika Theodorakis, sem teknir
höfðu verið upp í sjónvarpssal.
George Tsougipoulos, stjórnandi
rásar 2, gaf þá skýringu á, að
tónleikarnir yrðu sýndir við ann-
að tækifæri. „Það var ekki um
það að ræða, að verið væri að
hætta við útsendingu á tónleik-
unum, heldur var það fljótfærni
af dagskrárdeild okkar að
ákveða útsendingu á tónleikun-
um á mánudagskvöld," sagði
Tsougipoulos.
Á það hefur þó verið bent, að í
sjónvarpsdagskrá þeirri, sem
blöð og tímarit í Grikklandi
birtu í síðustu viku fyrir þessa
viku, var þegar gert ráð fyrir
tónleikum Theodorakis á mánu-
dagskvöld, svo að vart getur
hafa verið um fljótfærnis-
ákvörðun að ræða hjá dag-
skrárdeild sjónvarpsins.
„Ef þessar hömlur eiga rót
sína að rekja til þess stjórn-
málaboðskapar, sem fram kemur
í tónlist minni, þá er alvarleg
deila í uppsiglingu," sagði Theo-
dorakis í dag. „Allt frá því að
PASOK kom til valda hefur tón-
list mín verið limlest í útvarpi og
sjónvarpi í svo miklum mæli, að
ég hef farið fram á það, að söng-
lög mín yrðu alls ekki leikin
þar,“ sagði Theodorakis enn-
fremur.
Grískir tónlistargagnrýnend-
ur hafa haldið því fram, að sum
af ljóðunum við sönglög Theo-
dorakis hefðu að geyma óbeina
gagnrýni á stefnu grísku stjórn-
arinnar og á einstaka menn, sem
sæti ættu í henni.
I viðtali við Lundúnablaðið
Times, sem birtist í síðustu viku,
sagði Theodorakis, að Grikkland
væri á góðri leið með að verða að
„menningareyðimörk" undir
stjórn jafnaðarmanna.