Morgunblaðið - 28.02.1985, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
31
■■
#*.
William Schroeder sést hér bita i sneið af pizzu í rúmi sínu á sjúkrahús-
inu í Louisville í Bandaríkjunum. f gær voru liðnir 92 dagar síðan
gervihjarta af gerðinni Jarvik-7 var sett í hann.
Ákærður fyrir að hafa
stolið spólu með óút-
gefnum lögum Bítlanna
Bora Katon, Flórída, 27. febrúar. AP.
í GÆR LAGÐI alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, fram kæru á hendur
þrítugum manni fyrir að hafa stolið frumeintaki af segulbandi, sem hafði að
geyma viðræður og óútgefin lög Bítlanna.
Var maðurinn, sem heitir
Michael Keith Reibel og er fyrrum
starfsmaður hljóðritunarfyrir-
tækis í New Jersey, handtekinn í
Boca Raton i Flórída og hald lagt
á segulbandið, sagði Michael
McDonnell, talsmaður FBI í New-
ark í New Jersey.
Reibel hefur verið ákærður fyrir
að hafa þýfi í fórum sínum, sagði
talsmaðurinn.
Eigandi segulbandsins hafði
sent spóluna til hljóðritunarstof-
unnar, sem Reibel vann hjá, til
frekari vinnslu og útgáfu.
Verði Reibel sekur fundinn, á
hann yfir höfði sér allt að 10 ára
fangelsisdóm og 10.000 dollara
sekt.
Reibel var gert að sæta gæslu-
varðhaldi, þangað til yfirheyrslur
fara fram, en þær hefjast á morg-
un, fimmtudag.
Bretland:
Kennarar í skipulögð-
um skæruverkföllum
London, 26. febrúar. AP.
BRESKIR skólakennarar hófu í dag
skipulögð skæruverkföll til að leggja
áherslu á launakröfur sínar, sem eru
u.þ.b. þrisvar sinnum hærri en boðið
hefur verið. Tugir þúsunda nemcnda
þeirra fóru því beina leið heim aftur
í morgun.
Landssamband kennara fór
fram á það við 4.000 af 232.000
félagsmönnum sínum í 216 skólum
í Englandi, að þeir héldu sig frá
vinnu. Skólastjórafélagið og sam-
band kennslukvenna lögðu niður
vinnu um land allt hálfan daginn.
Kennarar, sem hafa hótað að
herða verkfallsaðgerðirnar, fara
fram á 12,4% kauphækkun, en
kennaralaun eru að meðaltali um
9.600 pund á ári (um 420.000 ísl.
kr.). Vinnuveitendur hafa boðið
þeim 4% hækkun.
Meðal þeirra sem fóru í verkfall
í London var Glenys Kinnock, eig-
inkona Neil Kinnocks, leiðtoga
Verkamannaflokksins.
Glenys Kinnock hefur kennt í 20
ár og sagði þetta í fyrsta sinn sem
hún hefði farið í verkfall. „Við
höfum verið neydd út í þessar að-
gerðir vegna þvergirðingsháttar
viðsemjenda okkar og íhalds-
flokksins," sagði hún. „Kennarar
eru orðnir dauðþreyttir á að láta
móðga sig, dauðþreyttir á að látið
sé eins og menntun þeirra sé lítil-
sigld og þeir séu ekki starfi sínu
vaxnir.“
Rússar halda áfram
að endurbæta flotann
Wa.shington, 27. febrúmr. AP.
RÚSSAR hleyptu ekki eins mörgum nýjum skipum af stokkunum 1984 og
árið áður, en þeim miðar enn mikið áfram í því að breyta flota sínum í
nútímahorf og þeir geta með réttu haldið því fram að „fáni sovézka sjóhers-
ins blakti á öllum heimshöfunum", að því er John L Butts flotaforingi sagði
í dag í vitnaleiðslum í einni updirnefnd öldungadeildarinnar.
Butts, sem er yfirmaður leyni-
þjónustu bandaríska sjóhersins,
sagði að Rússar hefðu einnig
mjókkað tæknibil það sem hefur
frá gamalli tíð tryggt Bandaríkja-
mönnum yfirburði á hafinu.
Hann sagði að sovézki flotinn
héldi áfram að senda eldflauga-
kafbáta upp að strönd Bandaríkj-
anna til þess að vega upp á móti
uppsetningu Pershing- og stýri-
eldflauga í Evrópu. Enn fremur
sagði hann að Rússar hefðu lokið
því verki að breyta Cam Ranh-
flóa-herstöðinni í Víetnam í
„fyrstu raunverulegu sovézku flot-
astöðina í annarri heimsálfu".
Bandaríska landvarnaráðuneyt-
ið telur líka að Rússar hafi aukið
rannsóknir á tækni, sem gerir það
að verkum að flugvélar og eld-
flaugar sjást ekki í ratsjám, þ.e.
felu-flugvélum og -eldflaugum.
Butts sagði að sovézki flotinn ætti
að geta teflt fram nokkrum flug-
vélum og stýriflugvélum, sem mun
erfiðara yrði að sjá í ratsjám en
nú, á þessum áratug.
Butts sagði að Rússar hefðu
hleypt 48 herskipum af stokkun-
um 1984 miðað við 60 1983, auk
ótiltekins fjölda kafbáta.
Meðal nýrra skipa, sem bættust
við 1984, voru: nýtt, stórt Kirov-
beitiskip, beitiskip af Slava-gerð,
sjötti tundurspillirinn af Sovre-
mennyy-gerð, stórt skip, sem nota
á í sambandi við geimferðir, og
fyrsta freigátan af gerðinni Kri-
vak III, sem KGB fékk til að halda
uppi eftirliti við strendur Sovét-
ríkjanna.
Auk þess er haldið áfram smíði
fyrsta kjarnorkuknúna flugvéla-
móðurskipsins og verið getur að
það fari í reynsluferðir 1988.
Butts sagði að Rússar legðu
áherzlu á stór, sjálfstæð skip, sem
geti athafnað sig fjarri Sovétríkj-
unum.
Þetta á jafnvel enn frekar við
um kafbáta og Rússar leggja nú
áherzlu á að taka í notkun kjarn-
orkuknúna kafbáta. Þeir eiga nú
79 kafbáta búna skotflaugum.
Rúmur helmingurinn er af gerð-
unum Typhoon og Delta. Þeir bát-
ar geta ráðizt á Bandaríkin frá
sovézkum hafsvæðum.
Þessa kafbáta er nú verið að búa
nýjum, margodda SS-NW-23-
eldflaugum, sem eru taldar ná-
kvæmari en fyrri kafbátaflaugar
Rússa að sögn Butts.
Einstakt
tflbod!
iW
W* \
Otrúlegt en satt
Af sérstökum ástæöum getum viö boöiö takmarkaöan fjölda af
mjög lítið útlitsgölluöum reiöhjólum á hálfviröi í þessari og næstu
viku í unglinga- og fulloröinsstæröum.
50% afsl.
v . f.. 4 600
Verð tra kr. “• V/V/ • • • • Spítalastíg8 viö Oóinstorg simar 14661,26888
Opið laugardag til kl. 4
^__________—_______________________
G('xkin daginn!