Morgunblaðið - 28.02.1985, Page 32

Morgunblaðið - 28.02.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985 33 JHt1p0iDU uMísMib Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Ríkið, borgararnir og verðmætasköpunin Aætlaðar þjóðartekjur árs- ins 1985 eru rúmlega 86,4 milljarðar króna. Þessar tekj- ur þyrftu, ef vel á að vera, að rísa undir öllum kostnaðar- þáttum í búskap þjóðar og þegna. í fyrsta lagi rekstrar- kostnaði atvinnuveganna, sem verðmætin skapa, og helzt ein- hverri framvindu hjá þeim. í annan stað sameiginlegum kostnaði þegnanna hjá ríki og bæ. í þriðja lagi æskilegum lífskjörum heimila og ein- staklinga. Á þetta hefur nokk- uð skort, samanber viðvarandi viðskiptahalla við umheiminn sem og skuldasöfnun erlendis, sem tekur til sín í greiðslu- byrði hátt í fjórðung útflutn- ingstekna. Fjárlög ársins 1985 gera ráð fyrir rúmlega 26 milljarða króna ríkisútgjöldum. Þetta er nálægt 30% af áætluðum þjóð- artekjum. Þegar útgjöld sveit- arfélaga bætast við má gera ráð fyrir að allt að 38% áætl- aðara þjóðartekna sé ráðstaf- að gegn um hinn opinbera geira. Þessi 38% af þjóðar- tekjum eru sótt til fólks og fyrirtækja í formi eigna- tekju- og eyðsluskatta. Skatta- stefna stjórnvalda hverju sinni hefur því afgerandi áhrif á ráðstöfunartekjur fólks. Ef litið er um öxl yfir tutt- ugu ára tímabil má glöggt greina, hvern veg vinnuafl í landinu hefur færzt frá fram- leiðslugreinum, þar sem verð- mætin í þjóðarbúskapnum verða til, yfir í opinbera stjórnsýslu og þjónustu margskonar. Árið 1963 var 13,2% vinnandi fólks starf- andi hjá ríki, sveitarfélögum og bönkum. Árið 1983, tuttugu árum síðar, hefur þetta hlut- fall nær tvöfaldast. Þá vinna 25,3%, þ.e. fjórðungur starf- andi íslendinga, hjá hinu opin- bera, samkvæmt könnun sem Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri VSÍ kynnti ný- lega. Á sama tíma (1963—1983) og 3tarfandi fólki í landbúnaði fækkar sem hlutfall af mann- afla úr 13,7% í 5,3%, fiski- mönnum fækkar úr 6,6% í 5%, fiskvinnslufólki úr 9,9% í 9%, fólki í iðnaði úr 28,9% í 27,1%, fólki í verzlun og almennri þjónustu fjölgar lítillega eða úr 27,7% í 28,3%, fjölgar fólki í opinberri stjórnsýslu, opin- berri þjónustu og bönkum um 25,3%. Þróunin hefur orðið í sömu átt svo að segja hvar- vetna á byggðu bóli, þ.e. að fjölgun starfa hefur orðið hvað mest í þjónustugreinum. Munurinn er helzt sá að þjón- ustugreinar eru í ríkara mæli hér innan hins opinbera geira. Þegar við íhugum þá þróun í tilfærzlu vinnuafls frá helztu atvinnugreinum þjóðarbú- skaparins til hins opinbera verðum við að hafa tvennt í huga: • I fyrsta lagi smæð þjóðar- innar. Við erum aðeins 240 þúsund talsins, þar af tæplega helmingur á vinnualdri. Það eru takmörk fyrir því hvað ekki stærri hópur getur fjár- magnað innan hins opinbera geira; takmörk fyrir því hve yfirbygging ekki fjölmennara samfélags má vera stór. • í annan stað hljótum við að leggja höfuðáherzlu á að styrkja efnhagslegar stoðir í þjóðarbúskapnum, atvinnu- og afkomuöryggi þjóðarinnar; þá verðmætasköpun, sem ber uppi öll lífskjör í landinu, þar á meðal kostnaðarþátt þess hluta kjara okkar sem felst í samneyzlu um opinbera geir- ann. Eina leiðin til raunhæfra, viðvarandi lífskjarabóta er að auka þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur, skiptahlutinn í samfélaginu. Þessi skiptahlut- ur hefur farið rýrnandi sl. þrjú ár, m.a. vegna aflasam- dráttar, verðfalls sjávarvöru, og vegna þess að við höfum ekki náð vopnum okkar til jafns við sumar aðrar þjóðir á sviði tækni og þekkingar í at- vinnulífi. Erlend skuldabyrði rýrir þennan skiptahlut veru- lega, „fram hjá skiptum", ef nota má sjómannamál. Út- gjöld ríkis og sveitarfélaga, sem samsvara um 38% af áætluðum þjóðartekjum, hafa svo umtalsverð áhrif á hverjar eftirstöðvar til almennings og atvinnuvega verða. Laun og launatengd gjöld, sem greidd eru í landinu, sam- svara 70% af hreinum þjóðar- tekjum. Það skiptir því megin- máli, hve háar þessar „netto" tekjur eru á hverjum tíma. Það skiptir öllu að efla at- vinnulífið, skjóta nýjum stoð- um undir atvinnu og afkomu landsmanna; auka framleiðni og arðsemi atvinnugreinanna. Kollhnís í kjaramálum, sem farinn var sl. haust, færði okkur nýja verðbólguöldu í stað aukins kaupmáttar. Hann bætti engra hag. Við þurfum þjóðarsátt meðan við vinnum okkur út úr vandanum — í stað þess að slást innbyrðis um minnkandi skiptahlut. Ljós- myndir í Boga- sal Myndlist Valtýr Pétursson Alltaf er maður að sjá betur og betur, hve menningarsaga okkar er ófullkomin. Margur merkur mað- urinn liggur enn sem komið er í kyrrþey og margt afrekið ótíundað, ef svo mætti að orði kveða. Einn þessara manna er Pétur Brynj- óifsson Ijósmyndari, sem var einna fremstur í flokki sinnar stéttar upp úr aldamótum. Það eru ekki margir í samtíðinni sem gera sér ljóst, hver hann var og hvert verk hann vann með listgrein sinni. Enn stendur hið reisulega hús, sem Pét- ur reisti við Hverfisgötu nr. 18, og enn er þar ljósmyndari til húsa, þótt á öðrum stað í húsinu sé en upprunalega ljósmyndastofa Pét- urs Brynjólfssonar. Nú hefur Þjóðminjasafnið tekið sig til og komið afar skemmtilegu úrvali af myndum Péturs fyrir í Bogasalnum. Þar kennir margra grasa, og yrði of langt mál að fara nánar út í efni þessara mynda hér. En í plötusafni Péturs, sem nú er í eigu Þjóðminjasafns íslands, munu vera yfir 27.000 plötur, og má af þessu sjá, hve gríðarlega afkasta- mikill ljósmyndari Pétur Brynjólfsson var. Hann má sann- arlega kalla Ijósmyndara Reykja- víkur, svo mikið myndaði hann bæði innan húss og utan í þessari borg. Margar af myndum hans eru ómetanlegar heimildir um lifnað- arhætti, menn og byggingar, og má fullyrða, ef plötusafn Péturs er vel Á myndinni sjást, frá v.: Matthías Jochumsson skáld, Steingrímur Thorsteinsson skáld og rektor, Kristín Matthíasson, f. Thoroddsen, Pétur Thoroddsen, síðar læknir, Steingrímur Matthíasson, Anna Lovísa Thoroddsen, f. Guðjohnsen, Þorvaldur Thoroddsen, síðar forstjóri, Emil Thoroddsen, síðar tónskáld, l'órður Thoroddsen læknir. skoðað, að hér sé um afar menning- arlegar heimildir að ræða, sem skemmtilegt og fróðlegt er að kynnast. Pétur Brynjólfsson var meir en ljósmyndari Reykjavíkur, hann var fyrstur manna hérlendis til að öðl- ast titilinn Konunglegur ljós- myndari, og bera myndir hans frá konungskomunni 1907 þess glöggt vitni. Þar má finna verulegar perl- ur, og sama er að segja um margar Reykjavíkurmyndir Péturs. Hann hefur haft mjög næmt listamanns- auga fyrir myndbyggingu, og hand- verk hans er af fyrstu gráðu. Það fer ekki milli mála, að hér er mað- ur á ferð, sem lent hefur í skugga annarra og er því minna þekktur en til dæmis Sigfús Eymundsson, sá merki starfsbróðir Péturs. Sýningunni í Bogasalnum fylgir ágæt sýningarskrá með ritgerð um Pétur, sem skrifuð er af Ingu Láru Baldvinsdóttur, en hún mun manna fróðust um sögu ljósmyndunar hér á landi. Sýningin er afar vel upp sett, og hafa Guðmundur Ingólfs- son og Hallgerður Arnórsdóttir haft veg og vanda af stækkunum og kópíum frummyndanna, en Hall- dór J. Jónsson og Inga Lára Bald- vinsdóttir haft umsjón með sýning- unni. Þetta er stórmerkileg sýning, sem fólk ætti að kunna að meta og skoða gaumgæfilega. Ég hafði mikla ánægju af að sjá þessi verk og að kynnast svolítið við huldu- manninn Pétur Brynjólfsson. Myndin er tekin á verkstæði Jóhannesar Johnsonar beykis á Bergstaðastræti 11, vorið 1908. Tveir fullnuma lærlingar hans standa þarna við sveinstykki sín, Ástráður, bróðursonur Matthíasar skálds Jorhumssonar. Dó 1918 í spönsku veikinni. Fyrir miðju: Júlíus Sveinsson, lengi trésmiður í Reykjavík. Lengst t.h. Jóhannes Johnson beykir, sonur Jóns beykis á Klapparstíg 26, norskur í móðurætt, borinn og barnfæddur í Noregi. Fór til Ameríku um 1913 og dó þar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir DENIS D. GRAY Endalok Eauðu Khmeranna í nánd Kambódískur skæruliði með herfang sitt. TÆPUM TÍU árum eftir sigursæla árás sína á höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, fieyja Rauðu Khmerarnir örvæntingarfulla baráttu upp á Iff og dauða í vesturjaðri Kambódíu. Árið 1975 var fjandmaðurinn ríkisstjórn Lon Nols forseta, sem naut stuðnings Bandaríkjamanna. Stjórn hans dró hvítan griðarfána að húni 17-. apríl, þegar bardagavanir skæruliðar höfðu brotizt í gegnum síðustu varnarlínu Phnom Penh. Iár eiga Rauðu Khmerarnir í höggi við Víetnama, sem undanfarna daga hafa lagt undir sig mikilvægustu frumskógavígi þeirra í Phnom Malai með þeim afleiðingum að tugþúsundir óbreyttra borgara, sem fylgja þeim að málum, hafa flúið inn í Thailand. Víetnamar réðust inn í Kam- bódíu í árslok 1978 og boluðu rík- isstjórn Rauðra Khmera frá völdum i janúar 1979. Líða Rauðu Khmerarnir undir lok ár- ið 1985? Það getur haft úrslitaþýðingu að þeir hafa misst mikilvægustu herstöðvar sínar, þvi að margar lestir hergagna, sem Kínverjar sendu þeim um Thailand, streymdu um Phnom Malai- svæðið. Rauðu Khmerarnir og Víet- namar virðast sammála um að vettvangur átakanna muni fær- ast og næsta lota Kambódíu- stríðsins fari fram lengra inni í landi. „Vígstöðvarnar inni í landi,“ ritaði varalandvarnaráðherra Hanoi-stjórnarinnar, Le Duc Anh hershöfðingi, nýlega, verða „síðasti staðurinn, þar sem úrslit kambódísku byltingarinnar verða ráðin“. Þar sem Rauðu Khmerarnir hafa misst bækistöðvar sínar í Phnom Malai verða þeir hins vegar að treysta á stuðning heimamanna, ef vettvangur bar- áttunnar færist til vigstöðvanna inni í landi. Og Rauðu Khmer- arnir virðast hafa glatað stuðn- ingi margra Kambódiumanna. Síðan Phnom Penh féll hafa Rauðu Khmerarnir skilið eftir sig blóði drifna slóð. Hundruð þúsunda, ef til vill milljónir, hafa týnt lífi — annað hvort dá- ið úr hungri eða verið teknir af lífi. Rauðu Khmerarnir halda því fram að þeir hafi sagt skilið við öfgafulla, róttæka túlkun sína á hugsjónafræði kommúnismans og grimmdarlegar aðferðir, sem þeir hafa verið sakaðir um að beita. En þegar orrusturnar á landa- mærum Thailands og Kambódíu stóðu sem hæst sögðu flótta- menn, sem flúðu úr röðum þeirra, að kúgun og virðingar- leysi fyrir mannslífum og lífi óbreyttra borgara gegnsýrði hreyfinguna sem fyrr. Rauðu Khmerarnir og stuðn- ingsmenn þeirra, þar á meðal Thailendingar og Kínverjar, reyna að sýna ástandið í sem beztu ljósi. t nýlegri fréttatilkynningu frá kambódísku andspyrnuhreyfing- unni, sem Rauðu Khmerarnir standa að ásamt tveimur öðrum hópum, sagði, að þar sem svo margir hermenn frá Víetnam væru bundnir á landamærum Thailands og Kambódíu, gæfist „andspyrnuöflum okkar gullið tækifæri til þess að ráðast lengra inn í upplönd Kambódíu". Areiðanlegir vestrænir stjórn- arerindrekar segja að Rauðu Khmerarnir stundi raunar að- gerðir í flestum héruðum Kam- bódíu og i þessum mánuði héldu þeir því fram að þeir hefðu gert velheppnaðar árásir á tvær mik- ilvægar fylkishöfuðborgir í Vestur-Kambódíu — Battam- bang og Siem Reap. Ekki er vitað hve margir hafa fallið og særzt. Víetnamar segja að 5.000 andspyrnumenn hafi verið felldir eða særðir. Ef sú staðhæfing er rétt ráða Rauðu Khmerarnir enn yfir fjölmennu herliði þrátt fyrir allt. Um 35.000 hermenn berjast undir fánum Rauðu Khmeranna og þar af voru um 10.000 til varnar á Phnom Malai-svæðinu. Norodom Sihanouk fursti, sem er í forsæti samsteypustjórnar Kambódíumanna, nefur sjálfur látið í ljós nokkra svartsýni. Rauðu Khmerarnir eru vold- ugasti aðilinn, sem stendur að stjórninni. Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt hana og hvetja árlega til brottflutnings víet- namska herliðsins frá Kambód- iu. „Þeir líta einnig yfir vígvöll- inn,“ sagði Sihanouk í Thailandi þegar Víetnamar voru að leggja undir sig bækistöðvar Rauðu Khmeranna. „Og ef við virðumst hafa beðið mikla ósigra, ef við virðumst hafa misst aðalbækistöðvar okkar, og ef svo virðist að flytja verði allar aðalstöðvar okkar inn í Thailand í stað þess að við verðum um kyrrt í Kambódíu, kynni þetta að lita illa út fyrir okkur á Allsherjarþinginu." Lavy Som, stuðningsmaður Þjóðfrelsisfylkingarinnar, hreyfingar, sem fylgir ekki kommúnistum að málum og er í bandalagi með Rauðu Khmerun- um, segir að ef Rauðu Khmer- arnir „komi aftur til valda, muni þeir leiða Kambódíu aftur til vít- is“. Þetta er einnig skoðun svo að segja allra óbreyttra borgara á landamærunum, sem styðja ekki Rauðu Khmerana, og fólks, sem vestrænir blaðamenn hafa talað við í Kambódíu. Pol Pot, sem var við völd með- an ógnarstjórnin stóð yfir, er yf- irhershöfðingi Rauðu Khmer- anna. Ta Mok, yfirböðull Rauðu Khmeranna, er hægri hönd Pols Pot. Sömu menn eru i æðstu stjórn Rauðu Khmeranna og voru við völd í Kambódíu áður en Víet- namar gerðu innrás í landið, sviptu Rauðu Khmerana völdun- um og hrundu skærustríðinu af stað — þeirra á meðal eru Khieu Samphan, Ieng Sary og Son Sen. Ek Chun, fyrrverandi embætt- ismaður Rauðu Khmeranna, sem flúði frá búðum þeirra í Klong Wah í október í fyrra ásamt 598 öðrum, sagði um búðir Rauðu Khmeranna að þær væru ekki eins og gúlögin grimmdarlegu á árunum 1975—1978, en engu að síður væru þær drungalegar og gleðisnauðar og þar ríkti strang- ur agi. Þeirra sem þar væru væri gætt eins og nautgripa og þeir fengju ekkert að vita nema um skipanir og stefnu Rauðu Khmeranna. Hann sagði að sér hefði verið bannað að hafa samband, jafn- vel skriflega, við foreldra sína, sem voru í búðum Þjóðfrelsis- fylkingarinnar. Hann sagði að gagnstætt því sem Rauðu Khmerarnir héldu fram í áróðri sínum hefðu þeir ennþá óbeit á búddatrú og öðrum trúarbrögð- um. Rauðu Khmerarnir reistu búddahof í fyrirmyndarþorpi sínu í Phum Thmei, sem Víet- namar hafa náð á sitt vald. „Það var farsi,“ sagði Ek Chun. „Það var reist til þess eins að sýna það blaðamönnum.“ Denis D. Gray er fréttaritari AP í Aranayaprathet.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.