Morgunblaðið - 28.02.1985, Qupperneq 64
OfUÍ 1Q.00-C0.30
TIL DAGUEGRA NOTA
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1985
VERÐ I LAUSASOLU 25 KR.
Sótt um 78,4 %
hækkun ábyrgðar-
trygginga bifreiða
Tryggingafélögin fara fram i
78,4% hækkun iögjalda ibyrgðar-
trygginga bifreiða fyrir komandi
tryggingatímabil. (íjalddagi iðgjald-
anna er i morgun, 1. mars. Trygg-
ingaeftirlitið leggur mat i beiðni fé-
Bjami Herjólfsson:
Landsbanki
ár
og UA semja
BANKASTJÓRN Landsbanka ís-
lands hefur ikveðið að ganga til
samninga vk) Útgerðarfélag Akur-
eyringa hf. um sölu i togaranum
Bjarna Herjólfssyni. í skipið birust
itta tilboð.
Aft því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá Landsbanka íslands
byKRÍst ákvörðun bankastjórnar-
innar annars vegar á hagstæðu
tilboði Útgerðarfélagsins en hins
vegar á því mati hennar, að fjár-
hagur og rekstur félagsins sé með
þeim hætti, að því sé kleift að taka
á sig þær skuldbindingar, sem
kaupin hafa í för með sér.
Gísli Konráðsson, annar af
tveimur framkvæmdastjórum Út-
gerðarfélags Akureyringa, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að næsta skref yrði að ræða við
bankastjórnina á grundvelli til-
boðsins, en hann kvaðst á þessu
stigi ekki vilja greina nánar frá
kaupverði eða skilmálum tilboðs-
ins. Landsbanki íslands keypti
togarann Bjarna Herjólfsson AR
200 á nauðungaruppboði síðastlið-
ið haust, en fyrri eigandi skipsins
var Árborg hf. á Stokkseyri.
laganna og ákveður hvort við henni
verður orðið. Algengt iðgjald einka-
bifreiðar, sem í fyrra gæti hafa verið
5.000 kr., hækkar um tæpar 4.000
krónur, í tæpar 9.000 kr., verði
hækkunarbeiðni tryggingafélaganna
samþykkt.
Samstarfsnefnd bifreiðatrygg-
ingafélaganna hefur að undan-
förnu unnið að útreikningi ið-
gjaidanna. Bruno Hjaltested, for-
maður nefndarinnar, sagði í sam-
tali við Mbl. í gærkvöldi að for-
sendur þessarar hækkunarbeiðni
væri annarsvegar slæm útkoma
trygginganna á síðasta ári og spá
fyrir yfirstandandi ár. Á si. ári
hefði aðeins verið heimiluð 10%
hækkun iðgjaldanna sem reynst
hefði óraunhæft. Fjöldi almennra
tjóna hefði verið svipaður og árið
á undan en slysatjónum hefði
fjölgað mikið og mörg þeirra væru
stór.
MorgunbUAiA/Sig. Sjgmundsaon
Bifreið gjöreyðilagðist í eldi
FÓLKSBIFREIÐ af gerðinni Austin
Allegro gjöreyðilagðist er eldur kom
upp í henni eftir árekstur á Kringlu-
mýrarbraut í gærkvöldi. Ung stúlka,
sem var ein í bílnum. slapp út í tæka
tíð, en bfllinn varö alelda á svip-
stundu. Þrír bflar lentu í árekstri
þessum og var tvennt flutt á slysa-
deild, en meiðsli munu ekki hafa
verið alvarleg.
Áreksturinn varð laust fyrir
klukkan 21.00 í gærkvöldi og vildi
þannig til að Austin-bifreiðinni
var ekið norður Kringlumýrar-
braut er hún rakst aftan á kyrr-
stæða bifreið sem þar var. Bifreið
af gerðinni Fiesta 1100, sem kom
á eftir, lenti við það aftan á
Austin-bílnum, sem klesstist milli
hinna tveggja. Er talið líklegt að
gat hafi komið á bensíntankinn og
varð bíllinn alelda á svipstundu.
Ungu stúlkunni tókst þó að kom-
ast út og var hún flutt á slysa-
deild, ásamt annarri ungri stúlku,
sem ók Fiesta-bifreiðinni. Eftir
því sem Morgunblaðið fregnaði í
gærkvöldi munu meiðsli þeirra
hafa verið lítil og skemmdir á
hinum bílunum tveimur litlar.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks vill greiða niður kartöflur:
„Ætti að tryggja samkeppn-
isgrundvöll verksmiðjanna"
— segir Guðmundur Þórisson, formaður Félags kartöflubænda við Eyjafjörð
ÞINGFLOKKIJR Sjálfstæðisflokks-
ins samþykkti á fundi sínum í gær að
fela ráðherrum sínum umboð til að
ganga frá samþykkt í ríkisstjórninni
á þeim grundvelli að kartöflur til
kartöfluverksmiðjuframieiðenda
verði greiddar niður um 12 krónur
kflógrammiö, og verði þær niður-
greiðslur við lýði í sex mánuði, eða til
I. september nk. Flutningsmaður til-
lögunnar, Matthías Bjarnason, heil-
brigðis-, trygginga- og samgönguráð-
hcrra, sagöist telja að þetta hefði í fór
með sér um 10 milljóna króna útgjöld
ríkissjóðs.
„Það var samþykkt að ráðherr-
arnir fengju umboð til þess að
Lögreglukona varð þunguð
— og því lækkuð í launum
Jafnréttisráð höfðar mál fyrir hennar hönd
„Ánægð að fleiri eru sömu skoðunar og ég,“
segir Sigrún Ólafsdóttir, lögreglukona
„ÞAÐ ER auðvitað leiðinlegt að standa í málaferlum og ég hefði heldur
viljað að samkomulag næðist um leiðréttingu minna mála. En ég er
ánægð að vera ekki ein um þá skoðun, að á mér hafi verið brotið," sagði
Sigrún Olafsdóttir, lögreglukona, í samtali við Mbl., en meirihluti Jafn-
réttisráðs samþykkti á fundi sínum í gær að fengir.ni beiðni Landssam-
bands lögreglumanna, að höfða mál á hendur bæjarfógetanum í Kópa-
vogi annars vegar og dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra hins vegar
fyrir meint brot á jafnréttislögunum.
„Samkvæmt kjarasamningum
bar henni meðaltal vaktaálags
og aukavinnu í barnsburðarleyfi
síðustu sex mánuði fyrir orlof
sitt. Þar sem Sigrún var færð til
í starfi, auk þess að hafa veiks.
þá reyndist meðaltal yfirvinnu
mjög lágt. Mun lægra en ef hún
hafði haft tðk á að vinna regiu-
bundin störf allt til enda með-
göngu. Sigrún ieitaði til Lands-
sambandsins með leiðréttingu
mála sinna og við höfum reynt
að ná samkomulagi um lausn
þessa máls en án árangurs. Við
höfum því ákveðið að fcla jafn-
Málavextir eru þeir, að Sigrún
Ólafsdóttir hóf störf sem lög-
reglumaður við embætti bæjar-
fógetans í Kópavogi árið 1976 og
síðar skipuð rannsóknarlög-
reglumaður. Um vorið 1983 varð
Sigrún barnshafandi og var færð
til í starfi og látin starfa við
sektarinnheimtu, sem einungis
felur í sér dagvinnu. Við þessa
breytingu minnkuðu laun henn-
ar til muna, vaktaálag var tekið
af henni, svo og aðrar fastar
greiðslur, hún var svipt réttind-
um til einkennisbúninga og færð
niður um 4 launaflokka.
-.JÉ
Morgunblaðið/Júlíus
Sigrún Ólafsdóttir ásamt dóttur sinni.
réttisráði að höfða mál fyrir
hönd Sigrúnar og krefjumst þess
að henni verði greitt meðaltal
vaktaálags og aukavinnu eins og
hún hefði verið í fullu starfi sem
rannsóknarlögreglumaður,"
sagði Ragnheiður Davíðsdóttir,
sem sæti á í stjórn Landssam-
bands lögreglumanna, í samtali
við Mbl.
„Lögreglustarfið er eina starf-
ið þar sem konur þurfa að ganga
úr starfi á meðgöngutímanum
vegna öryggis ófæddra barna
sinna. Við teljum eðlilegt að
konur haldi launum sínum þann
stutta tíma sem meðganga varir.
í Reykjavík hafa þessi mál verið
leyst á þann hátt, að barnshaf-
andi konur hafa starfað á fjar-
skiptamiðstöð og því getað unnið
vakta og aukavinnu og því haldið
launum sínum,“ sagði Ragnheið-
ur.
„Við erum ekki sáttir við að
verði lögreglukona ófrísk, þá
skuli hún lækkuð í launum.
Lögreglumenn hafa haft full
laun í veikindum og meðaltal yf-
irvinnu og því teljum við óeðli-
legt að lögreglukonur séu látnar
gjalda þess að verða ófrískar,"
sagði Tómas Jónsson, formaður
Landssambands lögreglumanna
í samtali við Mbl.
leysa þetta mál á þessum grund-
velli,“ sagði Þorsteinn Pálsson for-
maður Sjálfstæðisflokksins í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, og að-
spurður um hvort eining hefði ver-
ið um þessa afgreiðslu málsins,
sagði Þorsteinn: „Þingflokkurinn
ákvað þetta svona."
Valið stóð á milli þess að fara
niðurgreiðsluleiðina, eða að banna
innflutning á frönskum jtartöflum
og mun meirihluti þingflokksins
fremur hafa kosið að velja niður-
greiðsluleiðina. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins var nokkur
eining um leiöina, þótt bannleiðin
eigi sér talsmenn innan þingflokks-
ins, en margir þingmannanna
munu hinsvegar vera ósáttir við
það hversu upphæðin á hvert kíló í
niðurgreiðslur er há — 12 krónur.
Einn þingmaðurinn orðaði það svo
að frelsið væri þarna dýru verði
keypt.
„Þetta er alveg út í hött. Þeir eru
nú þegar með 125% vernd með toll-
um og vörugjaldi á innflutning-
inn,“ sagði Magnús Magnússon hjá
Garra hf. sem er stór innflutnings-
aðili á frönskum kartöflum. Sagði
hann að íslensku kartöflurnar
væru einfaldlega of dýrar og ef
verksmiðjurnar gætu ekki keypt
þær ætti frekar að lækka hráefnis-
verðið en að hlaupa alltaf til ríkis-
valdsins eftir hjálp. Vísaði hann
ásökunum um undirboð innflutn-
ingsaðilanna á bug, sagði að alltaf
væri reynt að ná betri kaupum þeg-
ar samkeppnin harönaði.
Guðmundur Þórisson í Hléskóg-
um, formaður Félags kartöflu-
bænda við Eyjafjörð, sagði að þessi
niðurstaða ætti að tryggja sam-
keppnisgrundvöll kartöfluverk-
smiðjanna. Framleiðsla þeirra ætti
nú að geta lækkað eitthvað til við-
bótar við þá 20% lækkun sem orðið
hefði fyrir skömmu vegna undir-
boða innflutningsaðilanna í kjölfar
vörugjaldsins.