Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
Framhaldsskólanem-
endur settust að í
fjármálaráðuneytinu
TUGIR framhaldsskólanema settust að í anddyri og göngum
Arnarhvols í morgun, þar sem fjármálaráöuneytið er til húsa,
og sögðust ætla aö ná tali af Albert Guðmundssyni, fjármála-
ráöherra. „Við höfum beðið aðgerðalaus í 19 daga, en nú er
nóg komið og við viljum að kennaradeilan verði leyst strax,“
sagði piltur einn við blaðamann Mbl.
Unglingarnir hlustuöu á útvarp-
ið, tefldu, helltu upp á könnuna og
spjölluðu saman, þar til ráðherr-
ann birtist, en þá afhentu þeir
honum bréf „til ráðamanna þjóð-
arinnar". í bréfinu segir: „Það
ástand, sem ríkt hefur undanfarið
í menntamálum þjóðarinnar er
óþolandi og hefur þegar höggvið of
stórt skarð í hóp nemenda og
kennara. Því krefjumst við þess að
strax verði gengið að kröfum
kennara og þeim gert kleift að
sinna skyldum sínum. Hagsmunir
kennara eru hagsmunir okkar.“
Unglingarnir hugðust dvelja í
Arnarhvoli í nótt, en um kl. 17.30 í
gær kom lögreglan á vettvang og
krafðist þess að þeir yfirgæfu
staðinn. Ekki voru þeir fúsir til
þess, en svo fór að lokum að lög-
reglan rýmdi húsið. Sögðu nokkrir
unglinganna, að ofbeldi hefði ver-
ið beitt, en lögreglan sagði að ekki
hefði verið um slíkt að ræða, en
valdbeitingu hefði þurft til að
koma unglingunum út.
Fjármálaráðherra:
Skömmu fyrir hádegi í gærmorgun settust nokkrir tugir framhaldsskólanema að í anddyri Arnarhvols, þar sem
fjármálaráðuneytið er til húsa.
Skólameistarafélag
íslands:
„Tekið verði tillit til saman-
burðar á dagvinnulaunum“
Skorar á kenn-
ara að hverfa
aftur til starfa Skref í rétta átt en bíðum málflutnings fyrir Kjaradómi, segir varaformaður HIK
Skólameistarafélag íslands
samþykkti á fundi sínum í gær að
skora á þá kennara, sem lagt
hafa niöur störf til að árétta
launakröfur sínar, að snúa aftur
til kennslustarfa hiö bráðasta.
í ályktun Skólameistarafé-
lagsins segir, að verulegur
hluti háskólamenntaðra kenn-
ara við framhaldsskólana hafi
ekki komið til starfa í þessum
mánuði. Þetta valdi skólunum
miklum vanda, sem fari vax-
andi með hverjum deginum
sem líði.
Jafnframt því, sem Skóla-
meistarafélagið skorar á kenn-
arana að koma aftur til starfa,
leggur félagið ríka áherslu á að
varanleg lausn á þeim vanda,
sem nú blasi við skólunum, fá-
ist því aðeins að kjör kennara
verði verulega bætt.
Ályktun þessi var samþykkt
samhljóða á fundinum.
ALBERT Guðmundsson, fjármálaráðherra, hélt fund með talsmönnum Hins
íslenska kennarafélags í gær. Á fundinum lagði ráðherra fram skjal þar sem
segir, að hann telji að við kjararannsóknir eigi að taka tillit til allra kjaraat-
riða, þar á meðal til samanburðar á launum fyrir dagvinnu, eftir því sem
haldbærar upplýsingar liggi fyrir um það efni.
'O
INNLENT
Albert Guðmundsson sagði, að sí-
fellt væri talað um óbilgirni stjórn-
valda í máli kennara, en bókun
hans í dag hefði verið fimmta skref
ríkisins til sátta. „í fyrsta lagi lét
menntamálaráðherra vinna að
endurmati á störfum kennara, eins
og þeir óskuðu eftir, síðan bauð rík-
ið kennurum 1—3 launaflokka
hækkun, í þriðja lagi var boðið upp
á hækkun á yfirvinnustuðli, í fjórða
lagi var bókun ríkisstjórnarinnar
frá 12. mars lögð fram og loks er
þessi bókun mín í dag,“ sagði fjár-
málaráðherra. „Allt þetta hefur
verið gert með það í huga að sýna
áhuga stjórnvalda á samkomulagi
sem allra fyrst, en kennarar hafa í
engu slegið af kröfum sínum. Það
gera sér allir grein fyrir því að
ástandið getur ekki verið áfram
eins og það er í dag,“ sagði fjár-
málaráðherra að lokum.
í bókun ríkisstjórnarinnar frá 12.
þessa mánaðar, þar sem fjallað var
um reglubundið samstarf á sviði
kjararannsókna við samtök opin-
berra starfsmanna, segir m.a.: „Til-
gangur slíkra rannsókna yrði að
tryggja eðlilegt samræmi f kjörum
milli ríkisstarfsmanna og manna í
sambærilegum störfum á hinum al-
menna vinnumarkaði."
Á fundinum með fulltrúum HÍK í
dag sagði fjármálaráðherra, að af
hans hálfu væri litið svo á að slíkur
samanburður eigi m.a. að ná til
samanburðar á launum fyrir dag-
Helsti ásteytingarsteinn í við-
ræðum samninganefndar ríkisins
og HÍK hefur verið sá, að HÍK vill
að samanburður á launum sé
miðaður við dagvinnulaun, en
samninganefnd ríkisins hefur borið
saman heildargreiðslur til ríkis-
starfsmanna og starfsmanna á al-
mennum markaði. Gunnlaugur
Ástgeirsson, varaformaður HIK,
var inntur eftir því hvort yfirlýsing
fjármálaráðherra breytti stöðu
mála í kennaradeilunni.
„Þessi yfirlýsing fjármálaráð-
herra er vissulega skref í rétta átt,“
svaraði Gunnlaugur. „Þess ber þó
að geta, að í yfirlýsingunni er sá
varnagli sleginn, að samanburður á
dagvinnulaunum sé miðaður við
haldbærar upplýsingar, sem fyrir
liggja um það efni. Þær upplýs-
ingar, sem HÍK hefur hafa ekki
verið taldar fullgildar af samninga-
nefnd ríkisins hingað til, en von-
andi verður þar breyting á. Kennar-
ar geta þó ekki tekið yfirlýsingu Al-
berts gilda sem grundvöll að ein-
hvers konar bráðabirgðasamkomu-
lagi fyrr en ljóst er hvernig mál-
flutningi fjármálaráðuneytisins
fyrir Kjaradómi verður háttað og
hvernig þessi yfirlýsing verður
túlkuð þar. Það kemur í ljós kl. 13 á
morgun og við getum í raun ekkert
ákveðið um framhald málsins fyrr
en það er ljóst,“ sagði Gunnlaugur
Ástgeirsson, varaformaður HÍK, að
lokum.
Margir nemendur
hafa misst vonina
— segir mennta-
málaráðherra
Albert Guðmundsson, fjármálaráó-
herra, tekur á móti Kristjáni Thorl-
acius, formanni HÍK, í fjármálaráðu-
neytinu í gær.
„ÉG GET alls ekki verið bjartsýn á að
einhvers konar samkomulag náist við
kennara nú,“ sagði Ragnhildur
Helgadóttir menntamálaráðherra {
samtali við Mbl. í gærkvöldi
Menntamálaráðherra kvað hegð-
an kennara ekki gefa tilefni til
Útflutningur á rekstrarvörum í sjávarútvegi:
Hefur fimmfaldast á
síðastliðnum sjö árum
ÚTFLUTNINGUR í fjárfestingar- og rekstrarvörum fyrir sjávar-
útveg hefur á 7 árum fimmfaldast í dollurum. Þetta kom fram í
ræðu Víglundar Þorsteinssonar formanns Félags íslenskra iðn-
rekenda við setningu ársþings iðnrekenda í gær.
Víglundur telur að hér sé að f ræðu sinni kom Víglundur inn
skjóta upp kollinum ný útflutn- á baráttuna um fjármagnið á
ingsgrein sem hafi örugglega
jafnmikla eða meiri vaxtamögu-
leika en ullariðnaðurinn. Víglund-
ur benti á, að fáir hefðu sjálfsagt
trúað því árið 1971, við upphaf
átaks í útflutningi ullarvara, að
þessi grein myndi flytja út vörur
fyrir 30 milljónir dollara árið
1984.
markaðnum og sagði þá m.a. að
samkeppni um fjármagnið á
frjálsum markaði væri af því
góða, þar sem hún að öllu jöfnu
leiddi til þess að jafnvægi skapað-
ist, auk þess sem hún tryggði að
fjármagnið leitaði þangað sem
arðsemi yrði mest. Víglundur
sagði hinsvegar stóra lántakendur
á þessum markaði láta arðsemi
lönd og leið, en það væru alþingis-
mennirnir í nafni ríkissjóðs. Orð-
rétt sagði Víglundur: „Allt tal
stjórnmálamanna um vaxtalækk-
un í landinu er innihaldslaust á
meðan þeir sjálfir þrýsta jafnt og
þétt upp vöxtunum og verðbólg-
unni með lántökum innanlands
sem utan.“
Víglundur sagði að kröftug at-
vinnuuppbygging væri bráðnauð-
synleg, og grundvöllur þess að
hún gæti hafist væri að verðbólg-
unni væri náð niður og jafnvægi
kæmist á i peningamálum. Sagði
Víglundur að tækifærin til upp-
byggingar lægju víða, svo sem í
fiskeidi, rafeinda- og upplýsinga-
iðnaði, lífefnaiðnaði, vexti eldri
fyrirtækja eða í stóriðju. Þótt
iðnrekendur þyrftu að herða sókn
á heimamarkaði lægju stærstu
tækifærin til vaxta á erlendum
mörkuðum og þau yrðu iðnrek-
endur að nýta vel.
Sjá ræðu Víglundar á
bls. 24 og 25.
bjartsýni. „Kennarar segja alltaf að
eitthvað lítið vanti upp á til að þeir
fari aftur til starfa, en þegar komið
er til móts við þá segja þeir það
ekki nóg. Kennarar verða að fara
eftir lögum landsins eins og annað
fólk og þeirra mál fara fyrir Kjara-
dóm eins og mál annarra BHMR-fé-
laga. Nemendur eiga rétt á að þeir
komi tií starfa og afstýri meira
tjóni en orðið er og bæti fyrir það
tjón sem þeir hafa þegar valdið."
Ragnhildur kvaðst hafa fundað
með formönnum allra nemendafé-
laga í framhaldsskólum i gær og
greinilegt væri að aðgerðir kennara
væru ekki aðeins ólöglegar, heldur
og grimmúðleg aðför að nemendum.
„Það hafa margir nemendur misst
vonina um að þeir geti bætt sér upp
það tjón sem þeir hafa orðið fyrir,“
sagði ráðherra að lokum.
Besta ávöxtunin
HÆSTU raunvextir sem almennt hafa
staðið til boða á verðbréfamarkaói
hér á landi sl. 12 mánuði eru af geng-
istryggðum ríkisskuldabréfum en þeir
reyndust vera 19% umfram lánskjara-
vísitölu. Þetta kom fram í máli Vfg-
lundar Þorsteinssonar, formanns Fé-
lags íslenskra iðnrekenda, við setn-
ingu þings iðnrekenda í gær.
Víglundur sagði að raunvextir
yrðu að vera hér á landi, öðruvísi
yrði fjármagnið ekki hamið, né
heldur myndaðist sá nýi sparnaður
í þjóðfélaginu sem nauðsynlegur
væri. Taldi hann vænlegustu leiðina
til þess að örva sparnað frjálsan
fjármagnsmarkað þar sem leik-
reglur væru virtar.