Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 ÚT VARP / S JÓN VARP Enn er von Ykkur hefir máski komiö á óvart, lesendur góðir, hvernig ég nálgaðist f gærdagsgrein minni þetta eilífa umræðuefni dagskrá út- varps og sjónvarps. En ég kaus þar að spinna smá sögu í kringum mánudagsmyndina i stað þess að grípa á efni hennar. Þessi litla saga mín sagði frá „eilífðarhippa" er kemst allt í einu aö því, að hann er orðinn dálítið gildur borgari, er set- ur sig í menningarlegar stellingar í hæsta lagi einu sinni í viku, það er þegar mánudagsmyndirnar birtast inní sjónvarpsstofunni. Þessi eilífð- arhippi er samt ekki alveg orðinn hreinræktaður ístrusafnari, því hann rifjar ætíð upp ljúfsárar minningar frá hinum gullnu mánu- dagsmyndakveldum í Háskólabíói, þá hann er sestur í sjónvarpsstólinn með dagskrá mánudagssjónvarpsins í höndunum. Og að lokinni mynd- inni hringir hann í vin sinn, sem var efni í skáld á menntaskólaárunum, en fær svarið: Æ, ég sofnaði nú yfir þessu. Enda er vinurinn löngu búinn að fá sér „víðsjá" og raunar kominn vel áleiðis inní Dallas-öidina. Hugarflugið blífur Menn geta auðvitað dregið þá lærdóma er þeir kjósa af þessari litlu dæmisögu minni. Sumir kunna aö túlka hana sem svo, að það sé bara lífsins gangur að menn missi áhuga á því að eltast við listviðburði út um borg og bí, þegar umönnun ungviðisins hefst, aðrir þakka ríkis- sjónvarpinu fyrir þá menningarvið- leitni er kemur gjarnan fram í val- inu á mánudagsmyndunum, þriðji hópurinn telur menningaráhuga „eilífðarhippans" barnaskap og hleypur sem fætur toga út í sjoppu eftir einum pakka af Dallas/Falcon Crest/Dynasty-ættarsögunni. Ég mátti annars til með að rifja upp þessa litlu dæmisögu í tilefni af Kastljósi þriðjudagskveldsins. Þar fannst mér nefndilega gæta þess uggs í umræðum um nýkvatt Norð- urlandaráðsþing, að við værum ef til vill að síga hægt og bítandi inní Dallas-öldina. Þannig hélt Árni Johnsen, alþingismaður, einn viö- mælenda Ögmundar Jónassonar í þættinum, því fram að við Islend- ingar þyrftum að halda fram tungu vorri á þingum þjóðanna því í reyndinni væri ... íslenskan heims- mál, enda á þeirri tungu ritaðar heimsbókmenntir. Og annar þátt- takandi í Kastljósumræðunum, Páll Pétursson, fráfarandi forseti Norð- urlandaráðsþings, sagði: „... við Is- lendingar eigum miklu meiri sam- stöðu með bræðraþjóðunum á Norð- urlöndunum, en hinum engilsaxn- eska menningarheimi. Og „eilifð- arhippinn" í hópnum, Jón Baldvin Hannibalsson, lét ekki sitt eftir liggja er hann lagði fram þá kröfu að .. að sjálfsögðu á að túlka mál vort yfir á skandinavísku, eins og nú er gert fyrir Finna. Fjórði þátttak- andinn í þessu spjalli, Guðrún Helgadóttir, alþingismaður, vildi láta ... góða þýðendur snara bók- menntaverkum þeim, sem lögð verða fram af okkar hálfu til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs, yfir á móðurtungur Norðurland- anna. Að sama brunni öll ber ummæli þessa góða fólks að sama brunni. Það vill efla okkar eigin menningu og styrkja samnor- rænar menningarhefðir. Á meðan við eigum slíkt fólk í forsvari og jafn öflugan menningarvettvang og Norðurlandaráð að bakhjarli, er kannski von til þess að „eilífðar- hippar" lands vors fái áfram sínar mánudagsmyndir, er þrátt fyrir allt opna auganu víðari sýn yfir veröld- ina en engilsaxneskar ættarsögur. Ólafur M. Jóhannesson Lestur hafinn á „Eld- rauninni“ — eftir Jón Björnsson ■I Helgi Þor- 0« láksson byrjar í dag lestur sinn á skáldsögu Jóns Björns- sonar Eldrauninni sem hann skrifaði 1952. Gerist sagan á 17. öld og spinnst utan um galdramál. Jón Björnsson fæddist 1907 á Holti á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Jón var búsettur í Kaup- mannahöfn 1933—1945, en hefur búið í Reykjavík síðan. Hann starfaði sem bókavörður við Borgar- bókasafn Reykjavíkur, var um skeið ritsjóri tfm- Jón Björnsson rithöfundur aritsins „Heima er best“ og var ritdómari við Morgunblaðið. Jón hefur ritað fjölda skáldsagna og meðal þeirra má nefna Jón Ger- reksson, Smyglararnir í skerjagarðinum, Máttur jarðar, Sonur öræfanna, Bergljót, Steini í Ásdal og Jómfrú Þórdís. Þá samdi Jón leikritið Valtýr á grænni treyju 1953 eftir samnefndri skáldsögu sinni sem út kom 1951. Minnisstætt fólk — fjallað um Hendrik Ottósson ■i í kvöld kl. 21.40 40 verður Emil Björnsson með annan þátt sinn af fimm í þáttaröðinni Minnisstætt fólk. Segir Emil í þessum þætti frá kynnum sínum af Hendrik Ottóssyni og nefnist þátturinn „Kommúnisti og manna- vinur“. Hendrik Jón Siemsen Ottósson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Reykjavík 1897. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1918 og cand. phil. prófi frá Háskóla Is- lands 1920. Á árunum 1920 til 1938 stundaði hann laganám og guð- fræði við Háskóla Islands og málvísindi við Lund- únaháskóla. Hendrik stofnaði mála- skóla og rak undir eigin nafni í 16 ár. Hann starf- aði sem fréttamaður Ríkisútvarpsins frá 1946 Hendrik Óttósson og veitti í mörg ár for- stöðu deild þeirri í Hljóð- færahúsi Reykjavíkur sem sá um tónlistarhald. Hendrik hóf fyrstur manna söltun á grá- sleppuhrognum til út- flutnings 1928. Hann var stofnandi Jafnaðar- mannafélags Reykjavíkur 1917 og var stofnandi og fyrsti formaður Félags ungra kommúnista 1922— 24. Þá var hann stofnandi og fyrsti formaður Sam- bands ungra kommúnista 1925—27. Hendrik var fé- lagi í Kommúnistafélagi íslands og Sósíalista- flokknum frá stofnun. Hann var um langt skeið í IOGT, sat oft Stórstúku- þing og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hendrik ritaði fjölda bóka: Svikamiðillinn Ein- ar Nielsen 1924, frá Hlíð- arhúsum til Bjarmalands 1948, Vegamót og vopna- gnýr 1951, Gvendur Jóns og ég I-IV 1949, 1950, 1960. Hvíta stríðið, 1962. Auk þess skrifaði hann smásögur sem birtust í tímaritum og lesnar voru í útvarpi. Hendrik lést 1966. Tónlistar- krossgátan Hér birtist Tónlistar- krossgáta rásar 2 númer 22. Þáttur Jóns Gröndal er á dagskrá rásar 2 sunnudaginn 24. marz. Gefst þá hlustendum kostur á að svara einföld- um spurningum um tón- list og tónlistarmenn og ráða krossgátu um leið. Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins rásar 2 Hvassaleiti 60 108 Reykjavík Merkt krossgátan Flosi Ólafsson þriðji maðurinn ■■■■ Þátturinn ty-t oo Þriðji maður- ílt X — inn er á dagskrá rásar 2 í kvöld kl. 21.00. Umsjónarmenn eru þeir Ingólfur Margeirsson og Árni Þórarinsson. Gestur þáttarins að þessu sinni er Flosi Ólafsson leikari. Flosi Ólafsson leikari er gestur þáttarins að þessu ÚTVARP FIMMTUDAGUR 21. mars 7.00 Veðurfregnfr. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Málræktarþáttur. Endurt. páttur Baldurs Jönssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Sigurveig Guðmundsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Agnarögn" eftir Pál H. Jónsson. Flytjendur: Páll H. Jónsson, Heimir Pálsson og Hildur Heimisdóttir. Sögulok (12). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra. Þáttur i umsjá Þóris S. Guðbergs- sonar. 11.00 .Ég man þá tlö". Lög frá liðnum árum. Umsjón: Her- mann Ragnar Stefánsson. 11J0 Fyrrverandi þingmenn Vesturlands segja frá. Eð- varð Ingólfsson ræðir við Ingiberg J. Hannesson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynnlngar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar, Tón- leikar 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 Tónleikar. 14.00 „Eldraunin" eftir Jón Björnsson. Helgi Þorláksson flytur inngangsorð og byrjar lesturinn. 14.30 A frlvaktinni. Sigrún Sig- urðardóttír kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. a. Flautukvartett l G-dúr K. 285 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. William Bennett og Grumiaux-trlóið leika. b. Fiðlusónata I G-dúr eftir Guillaume Lekeu. Georges 17.10 Slðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.15 A döfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Knapaskólinn. Nýr flokkur — fyrsti þáttur. Breskur myndaflokkur I sex þáttum fyrir bðrn og ungl- inga. Aðalhlutverk Dana Humphri- es. Sðguhetjan er unglingsstúlka sem leggur hart aö sér til að geta látiö rætast þann draum sinn að verða knapi. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Johann Sebastian Bach — 300 ára minning. a. Frá tónleikum Sinfónlu- hljómsveitar Islands I Há- skólabfói. (Fyrri hluti). Pólý- fónkórinn syngur. Stjórn- andi: Ingólfur Guðbrands- son. Einsöngvarar: Jaquelyn Fugelle, sópran, Bernadette Manca de Nissa, alt, Renzo Casellato, tenór, og Carlo de Bortoli, bassi. Messa I h-moll eftir Johann Sebastian Bach. Kynnir: Jón Múli Arna- son, b. Jón Þórarinsson tónskáld flytur ávarpsorð. 22. mars 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Olafur Sig- urðsson. 21.15 Boy George og Culture Club. Frá tónleikum I Bandarlkjun- um. 22.20 Skóli f hers höndum. (The Blackboard Jungle.) Bandarlsk blómynd frá 1955, s/h. 21.40 Minnisstætt fólk — Kommúnisti og mannvinur. Emil Björnsson segir frá kynnum slnum af Hendrik Ottóssyni. 22.00 Lestur Passlusálma (40). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Milli stafs og huröar. Um- sjón: Hilda Torfadóttir og Ölafur Torfason. 23.45 Johann Sebastian Bach — 300 ára minning. Frá tón- leikum Sinfónluhljómsveitar Islands fyrr um kvðldiö. (Slö- ari hluti.) 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Leikstjóri Richard Brooks. Aðalhlutverk: ' Glenn Ford, Anne Francis, Richard Kiley, Louis Calhern, Margaret Bayes og Sidney Poitler. Myndin er um viöleitnl nýs kennara til að ná tökum á bðldnum unglingum I stór- borgarskóla. Forsprakkar óknyttastrákanna svlfast ein- skis til að klekkja á kennar- anum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.00 Fréttir I dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Sigurður Sverr- isson. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 I gegnum tiðina Stjórnandi: Ragnheiður Dav- lösdóttir. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Asmundur Jónsson og Arni Danlel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áöur var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller HM 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vlnsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorstelns- son. 21.00—22.00 Þriðji maðurinn Stjórnendur: Ingólfur Mar- geirsson og Arni Þórarins- son. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Öákveðið. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.