Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 25 algengara með degi hverjum að stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta hreinlega ekki valið hag- kvæmustu leiðirnar í rekstri fyrir- tækjanna vegna þess að þá skortir verkfærin, aðganginn að fjár- magninu. Fjármagnskreppan er liklega orðin stærsti uppsöfnun- arvandinn í íslensku atvinnulífi í dag. Almennar örvandi stjórnvaldsaðgerðir flýta fyrir vexti Almennar örvandi aðgerðir stjórnvalda eru áhrifamestu tæki allra ríkisstjórna til að örva vöxt í atvinnulífinu og á þeim grundvall- arsjónarmiðum byggir stefnuskrá félagsins í þessum efnum. Sértækar björgunaraðgerðir stjórnvalda hafa því miður verið alltof áberandi í atvinnumálum á undangengnum árum. Þó mátti sjá hjá núverandi ríkis- stjórn ákveðna viðleitni til þess að örva atvinnulifið með almennum aðgerðum á fyrstu mánuðum hennar í starfi, svo sem með að- gerðum í skattamálum, breytingu á iðnlánasjóði með stofnun vöru- þróunar- og markaðsdeildar við sjóðinn og fjárveitingum til hans. Þá hefur iðnaðarráðherra mark- visst unnið að því að minnka beina þátttöku ríkisins í atvinnurekstri. Satt best að segja hef ég stundum óskað þess að iðnaðarráðherra hefði vald á fleiri þáttum um mál iðnaðarins en raun ber vitni, því ekki verður kvartað undan að- gerðaleysi hans sl. 20 mánuði. All- ar hafa þessar aðgerðir verið í samræmi við þau meginmarkmið sem við setjum fram í stefnu- skránni. En eftir góða byrjun verð- ur að segjast eins og er, að heldur hefur rikisstjórninni fatast flugið upp á síðkastið. Almennar örvandi aðgerðir hafa vikið en sértæku björgunaraðgerðirnar skjótast fram úr ríkiskassanum hver á fæt- ur annarri smáar sem stórar, kart- öflur einn daginn, viðbótar- skattfríðindi til lausnar kjaradeil- um einstakra hópa þann næsta. Sérstækar björgunaraðgerðir hafa ávallt verið táknrænar fyrir ríkisstjórnir sem eru búnar að missa fótanna. En nóg um það. Ríkisstjórnir koma og fara, en bar- átta okkar fyrir bættum starfs- skilyrðum heldur áfram. 1 stefnuskránni er fyrst vikið að skattamálum í umfjöllun um al- mennar opinberar aðgerðir, enda á ríkið engin áhrifameiri tæki til örvunar atvinnulífinu en aðgerðir á því sviði. í upphafi kaflans um skattamál segir svo „lagt er til að tekju- og eignaskatti verði breytt í því skyni að auka áhættufé í atvinnurekstri og styrkja fjárhagsstöðu fyrir- tækja“. Síðan er fjallað í sex liðum um æskilegar breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt. Stefna félagsins um niðurfell- ingu launaskatts og aðstöðugjalda er ítrekuð svo og niðurfelling að- flutningsgjalda af aðföngum. Þá er lagt til að sérstakt vöru- gjald verði lagt niður og fært yfir í almenna neysluskatta. í niðurlagi kaflans um skatta- mál segir: „Framangreindar tillögur fela í sér verulega lækkun skatta. Æski- legt er að sú lækkun verði til að draga úr heildarskattheimtu og dregið verði úr opinberum útgjöld- um á móti. Að svo miklu leyti sem það verður ekki gert verður að færa skattheimtuna i almenna neyslu- og tekjuskatta." Hér eru ítrekuð þau meginsjón- armið að skattheimtan valdi ekki kostnaðaruppsöfnun i atvinnu- starfseminni sem skerði sam- keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Beina tilvisun til virðisaukaskatts er ekki að finna í stefnuskránni þar sem ákveðið hefur verið að viðhafa sérstaka skriflega atkvæðagreiðslu i félaginu um hann. í stefnuskránni er ítarlega fjall- að um peninga- og lánamál og grundvallaratriði gengismálanna ítrekuð jafnframt þvi sem gerð er bein tillaga um frekari breytingar á þeirri gengisvog sem ísl. krónan hvílir á. Nauðsynlegt að efla útflutningsstarfsemi Sérstaklega vil ég vekja athygli á itarlegum kafla um eflingu út- flutnings en þar er fjallað um nauðsynlegar aðgerðir allra aðila til þess að örva útflutningsstarf- semina. Nú er þvi ekki að leyna að veru- lega skortir á að við trúum á möguleika okkar til að stórauka útflutning iðnaðarframleiðslu. Það er ljóst að til þess að veruleg aukn- ing eigi sér stað þarf gífurlegt sameiginlegt átak viðkomandi að- ila fyrir tækja og stjórnvalda. Meginmálið er að möguleikarnir eru til staðar og þeir eru miklir. Einstök dæmi sýna okkur að ná má góðum árangri í þessari starf- semi ef markvisst er unnið. Eða hver hefði trúað því árið 1971 við upphaf átaks í útflutningi ullarvara að þessi grein myndi flytja út vörur fyrir 30 milljónir dollara, árið 1984. Á þessum árum hefur ullariðnaðurinn 14-faldað útflutningsverðmætið í dollurum þrátt fyrir óhagstæð skilyrði flest árin vegna óðaverðbólgu og geng- issveiflna. Annað dæmi um nýja útflutn- ingsgrein í iðnaði sem hér er óðum að eflast er útflutningur á fjárfest- ingar- og rekstrarvörum fyrir sjávarútveg, á 7 árum hefur út- flutningur þessarar framleiðslu 5 faldast í dollurum. Er það sann- færing mín að hér sé að skjóta upp kollinum ný útflutningsgrein sem hefur örugglega jafnmikla eða meiri vaxtarmöguleika og ullar- iðnaðurinn. Þannig má áfram telja. Það er fjöldinn allur af smásprotum að skjóta upp kollinum í útflutn- ingsstarfseminni og þeir muna vaxa og dafna á komandi árum verði að þeim hlúð og færa okkur drjúgan skerf til aukningar þjóð- artekna. Samfara aukinni áherslu á út- flutningsstarfsemi þurfum við að efla verulega hagnýtar rannsóknir í þágu atvinnuveganna og styrkja betur en nú samband fyrirtækja rannsóknarstofnana og Háskólans. í stefnuskránni er mjög eindreg- ið lagt til að afnema núverandi höft í gjaldeyrisviðskiptum og opna fyrirtækjum aðgang að erl- endu lánsfé og er slík aðgerð veig- amikil forsenda þess að verulegur árangur náist í útflutningsstarfs- eminni. Jafnframt er að finna það ný- mæli í stefnuskránni að hvatt er til þess að fjárfestingar erlendra fyrirtækja í íslenskum iðnaði verði örvaðar og þau starfi á jafnréttis- grundvelli við íslensk. Samstarf um uppbygg- ingu og vöxt atvinnulífsins Góðir ársþingsgestir, mér hefur orðið tiðrætt um vandamálin í tali mínu í dag og kveður þar nokkuð við annan tón en i ræðu minni hér fyrir einu ári síðan. Því miður hafa aðstæður breyst mjög til hins verra á þessu ári. Á sl. vori var ríkjandi bjartsýni og sóknarhugur í íslenskum iðnaði. Nýgerðir kjarasamningar vöktu vonir um að takast mætti að koma böndum á óðaverðbólguna. í þeirri trú voru fyrirtækin að búa sig til nýrra átaka og aukinna fjárfest- inga. í stað bjartsýni og sóknar- hugs ríkir nú kviði og ótti í is- lenskum fyrirtækjum, menn eru minnugir kollsteypunnar sl. haust og óttast aðra slika á hausti kom- anda. Þessi breyting kemur glöggt fram í tveimur athugunum félags- ins á sl. mánuðum. í könnun félagsins sl. sumar meðal fyrirtækja ríkti bjartsýni og sóknarhugurinn enn og fyrirtækin höfðu uppi víðtækar áætlanir um fjárfestingu í vöruþróun, mark- aðsmálum og nýrri framleiðslu- tækni. í nýafstaðinni könnun kemur hins vegar skýrt fram að þessar áætlanir hafa verið lagðar á hill- una að sinni. Stjórnendur fyrir- tækjanna óttast nú nýja og lang- varandi verðbólguhrinu og búast til varnar. Trúin á stöðugleika í efnahagsmálum er horfin. í henn- ar stað ríkir óttinn við áframhald óðaverðbólgunnar og þær hrika- legu afleiðingar sem slíkt ástand myndi leiða af sér. Fyrirtækin eru einfaldlega ekki í stakk búin til að gera- hvort tveggja í senn að byggja upp og berjast við verðbólguna. Hér verð- um við að velja á milli. Viljum við óðaverðbólguna áfram með meðfylgjandi sam- drætti og atvinnnuleysi eða viljum við koma á stöðugleika í efna- hagsmálum. Viljum við upplausn og afturför eða uppbyggingu og vöxt þess vel- ferðarríkis sem við höfðum komið okkur upp. Við erum komin á leiðarenda á verðbólgugöngunni. Vandamálin verða ekki lengur flúin með því að snúa verðbólguhjólinu hraðar, það eru engar forsendur lengur til að fjármagna meiri verðbólgu. Við iðnrekendur höfnum því að ganga áfram leiðina til upplausn- ar. Við leitum samstarfs við alla ís- lendinga um uppbyggingu og vöxt atvinnulifsins. Við leitum samstarfs til að bæta að nýju lífsafkomuna í landinu. Við viljum samstarf um að við íslendingar endurheimtum á ný sess okkar meðal rikustu þjóða heims. { slíku samstarfi má enginn skerast úr leik. til stjórnvalda um skjóta lausn kennaradeilunnar Hverri menningarþjóö er mikil nauðsyn að annast vel I alúö og óskiptum huga. Við skorum því á stjórnvöld að uppfræðslu vaxandi kynslóða. Launakjör kennara þurfa bregða skjótt viö og ganga til móts við kennara með að vera með þeim hætti að þeir geti sinnt starfi sínu af I viðunandi hætti svo þeir hrekist ekki frá störfum. Agúst Þorvaldsson. fv. alþm., Brunastööum Albert Jóhannsson, Iv. form. LH, Skógum Alfhelóur Ingadóttlr, blaóamaöur Arnl Bergmann, rltstjórl Asgerður Búadóttir, myndlistarmaöur Benedlkt Bogason, verkfræöingur Séra Bernharöur Guömundsson, fréttafulltrúl Bjðm Th. Björnsson, listfræöingur Björn Lindal, deildarstjóri Séra Bolll Gústavsson, Laufási Bríet Héöinsdóttir, leikari Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri Einar Þorvaröarson, iþróttamaöur Séra Eiríkur J. Eiríksson, fv. þjóögarösvöröur Erlingur Gislason, leikari Gisli Alfreösson, þjóöleikhússtjóri Guömundur Arnlaugsson, fv. rektor Guöný Guömundsdóttir, konsertmeistari Gunnar G. Schram, próf. Quðrún Agnarsdóttir, alþm. Magnús L. Sveinsson, form. VR Dr. Guðrún P. Helgadóttir, fv. skólastj. Dr. phil. Matthías Jónasson Dr. Gylfi Þ. Gislason, fv. ráöherra Njöröur P. Njarövík, ríthöfundur Sr. Hanna María Pétursdóttir, Ásum Ólafur Helgi Kjartansson, skattstjóri, ísafiröi Halldór Guöjónsson, kennslustjóri HÍ Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur Halldór Laxness, rithöfundur Ólöf Kolbrún Haröardóttir, óperusöngvari Hannes Pótursson, skáld Óskar Vigfússon, form. Sjómannasambands islands Haraldur Ólafsson, alþm. Páll Lyösson, oddviti, Litlu Sandvtk Helga Ðjarnadóttir, hreppstjóri Pétur Bjarnason, fræöslustjóri Vestfj. Helgi Ólafsson, stórmeistari Pétur Sigurösson. forseti Alþýöusamb. Vestfj. Jakob Jakobsson, fiskifraeöingur Ragnar Arnalds, alþingismaöur Jóhanna Siguröardóttir, alþingismaöur Ragnheiöur Jónsdóttir, myndlistarmaöur Jón Nordal, tónskáld Rögnvaldur Sigurjónsson, píanoleikari Jónas Jónsson, búnaöarmálastjóri Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup Jónas Pálsson, rektor Siguröur Björnsson, læknir Jónatan Þórmundsson, prófessor Séra Siguröur Pálsson, vigslubiskup Kolbrún Jónsdóttir, alþingismaöur Siguróur Pálsson, rithöfundur og leikstjóri Kristján frá Djupalæk, skáld Sigurlaug Bjarnadóttir, fv. alþingismaöur Kristján Karlsson, skáld Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir, alþingismaöur Sigriöur Theodóra Sæmundsdóttlr, húsfrú, Skaröl Stefán Baldursson, leikstjóri Valgeröur Bjarnadóttir, bæjarfulltr. Ak. Þór Magnússon, þjóöminjavöröur Þóra Kristjánsdóttir, listfræöingur Þórarinn Eldjárn, rithöfundur Þórdis Þorvaldsdóttir, borgarbókavöróur Þorgeir Ibsen, skólastjóri Þórir Kr. Þóröarson, prófessor Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld Þóroddur Th. Sigurösson, vatnsveitustjóri Þorsteinn Gyttason. dósent Þorsteinn Hannesson, óperusöngvori Þorsteinn ö. Stephensen, fv. leiklistarstjóri Þuriður Pálsdóttir, óperusöngvari Ögmundur Jónasson, tréttamaður Örlygur Háltdánarson, bókaútgefandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.