Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
47
töldu syngjum að auki. Það sem
gerir músík okkar nýstárlega eða
öðruvísi er það hvernig við notum
þessi gömlu góðu hljóðfæri. Við út-
hlutum þeim ný hlutverk.
Stundum er laglínan spiluð á
trommur. Þá sjá önnur hljóðfæri
um taktinn. Stundum er bassagít-
arinn látinn skila gítarhljómum og
trommurnar látnar spila bassa-
línuna. En við leggjum alla jafna
áherslu á sterka og raunverulega
laglínu. Einnig leggjum við mikið
upp úr textunum. Þar situr húmor-
inn í fyrirrúmi. Engin rómantík,
takk fyrir! Við syngjum eingöngu á
frönsku. Þið þurfið samt ekki að
óttast neitt þótt þið skiljið lítið i
frönsku. Við munum útskýra alla
okkar söngva á ensku áður en við
flytjum þá í Safarí.
Höfum góöa reynslu
af fólki eins
og íslendingum
Að lokum: Hvað er það sem rekur
Etron Fou Leloublan til litlu eyjunnar
í Norður-Atlantshafi?
— Við höfum alla tíð verið
áhugasöm um landafræði og sögu.
Við vitum að íslensk tunga stendur
á mjög gömlum merg. Okkur er
hlýtt til þjóðfélaga sem eiga sér
jafn djúpar rætur og hafa jafn
djúpstæðar mannlegar tilfinningar
og íslenska þjóðin. Við höfum góða
reynslu af fólki sem lifir í jafn nánu
sambandi við náttúruna og mann-
eskjuna og þið. Og svona til að
standa við ímynd um ósamræmi
sem blaðamenn elska að draga upp
af okkur þá vil ég að sfðustu segja
að við erum þess fullviss að Island
er einhver sá heitasti staður sem
við munum nokkurn tímann spila á!
Texti: Jens Kr. Guömundsson
Skotíst undan svörum
— eftir Magdalenu
Schram
Líklega þykir fólki fátt neyðar-
legra en fyrirspyrjandi í sjón-
varpi, sem fer með misskildar töl-
ur í spurningu. Nema ef vera
skyldi stjórnmálamaður, sem vík-
ur sér undan spurningunni með
misfærðum tölum. Það vill til
happs í því tilviki sem hér um
ræðir, að bæði hafa tök á að klóra
í bakkann í víðlesnu dagblaði, sbr.
Morgunblaðið þ. 14. febrúar sl. og
leiðréttingu þess á tölum undirrit-
aðrar og siðan á tölum borgar-
stjóra Davíðs Oddssonar hér og
nú:
í sjónvarpsþættinum „Setið
fyrir svörum“ þriðjudaginn 12.
febrúar sl. var spurt hvernig stæði
á hækkun á aksturskostnaði borg-
arinnar og vísað til þess, að í áætl-
un þessa árs væri gert ráð fyrir 75
milljónum króna í þennan lið. Tal-
an 75 milljónir er rétt en var not-
uð til samanburðar við rangar töl-
ur eins og fram kom í orðum borg-
arhagfræðings í Mbl. þ. 14. þ.m.
Einnig var í spurningunni vísað til
þess, að núverandi borgarstjóri
hafði á orði háan aksturskostnað
borgarinnar í tíð vinstri meiri-
hlutans; vist hefði hann alltaf vit-
að, að sá meirihluti var borginni
dýr, en að hann væri „svona úti að
aka“ — það væri með ólíkindum.
Ekki síst með tilliti til þessa var
forvitnilegt hver skýringin er á
sí-hækkandi aksturskostnaði í tíð
núverandi meirihluta. Svar borg-
arstjórans við spurningunni var,
að 75 milljónir væri röng tala og
að í rauninni væri aðeins um að
ræða hækkun úr 10,2 milljónum í
11,2 milljónir milli áranna 1984 og
1985. Hér fer borgarstjórinn með
rangar tölur. Þær, sem hann nefn-
ir, eiga aðeins við um leigubíla-
kostnað borgarinnar en ekki um
aksturskostnað eins og hann þó
fullyrti. Fyrir klaufaskap undir-
ritaðrar og misfærslu borgarstjór-
ans fékkst því aldrei svar við
spurningunni né heldur komu
fram hinar réttu tölur um akst-
urskostnað borgarinnar, þ.e.
kostnað vegna leigubíla og bíla-
styrkja, en þær eru þessar: 1982:
9.935,041, 1983: 13.450.172 (Fjár-
hagsáætlun þess árs var jafn-
framt fyrsta fjárhagsáætlun nú-
verandi borgarstjóra), 1984:
25.067.081 og 1985: 31.193.753. Sú
upphæð, sem borgarstjóranum
blöskraði svo mjög í eina tíð, hefur
sem sagt þrefaldast, eða, svo talið
sé í prósentum að hætti stjórn-
málamannsins: hækkað um
131,9% síðan 1983, um 213,9% síð-
an 1982. En spurningunni um það,
hvernig stendur á þessum hækk-
unum, er enn ósvarað.
Launahækkun
umfram aöra
Vegna þess að Davíð Oddsson
borgarstjóri sá ástæðu til að beita
samskonar aðferðum í „svörum"
sínum við fleiri spurningum án
þess að fyrirspyrjendum gæfist —
vegna fyrirkomulags þáttarins —
kostur á að bera hönd fyrir höfuð
sér, er ástæða til að leiðrétta enn
nokkrar athugasemdir borgar-
stjórans við spurningar fulltrúa
Kvennaframboðsins: Vegna fyrir-
spurnar varðandi 37% launa-
hækkun borgarstjórans fullyrti
hann, að Kvennaframboðið hefði
enga tillögu lagt fram um lækkun
á launum borgrstjóra. Þetta er eki
rétt. Svohljóðandi tillaga til
breytingar á fjárhagsáætlun árs-
ins 1985 var lögð fram af Kvenna-
framboðinu: „Borgarstjórn sam-
þykkir, að við gerð fjárhagsáætl-
unar fyrir árið 1985 verði gjöld
vegna gjaldaliðanna 01—001 til
01—023 lækkuð um 10% eða úr
13.743 í 12.031.869.“ Greinargerð
tillögunnar hljóðaði þannig: „Til-
lagan felur í sér að hækkun launa
borgarfulltrúa, borgarráðsmanna
og annarra fulltrúa í nefndum
borgarinnar verði í samræmi við
almennar launahækkanir ný-
gerðra kjarasamninga launþega.
Jafnframt er gert ráð fyrir, að
niður falli greiðslur bifreiða-
styrkja til borgarfulltrúa og borg-
arráðsmanna." Um staðfestingu
þess, að launakjör borgarstjóra
séu innifalin í þessari tillögu vís-
ast til greinargerðar fjárhags-
áætlunar.
Neyðarathvarf unglinga
Vegna fyrirspurnar um neyðar-
athvarf fyrir unglinga fullyrti
borgarstjórinn, að vissulega bær-
ust margar tillögur frá minnihlut-
anum, sem virði væru athugunar
(„óskatillögur"!), en þær kæmu
fram of seint, þ.e. þegar fjár-
hagsáætlun er frágengin og myndi
hún því raskast við tilfæringar.
Um þetta er tvennt að segja:
— Tillaga Kvennaframboðsins
um neyðarathvarf fyrir unglinga
var lögð fram í júní árið 1984 og
gafst því nægur tími til að rúma
hana í fjárhagsáætlun, a.m.k. ef
einhver vilji er til þess hjá borgar-
stjóranum.
— Það er undarlegur hroki gagn-
vart fulltrúum um helmings
Reykvíkinga, sem minnihluti
borgarstjórnar er núna, að taka
tillögur þeirra ekki til greina
vegna þess, að það gæti raskað
hugmyndum fulltrúa hins helm-
ings Reykvíkinga, sem eru sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn. Næst
liggur að trúa, að borgarstjóra
þyki fundir borgarstjórnar og
nefnda og ráða borgarinnar til
trafala, því að þar sé aðeins verið
Magdalena Schram
„— um 5.200 börn í
Reykjavík eiga ekki inni
hjá Reykjavíkurborg. Á
meðan þetta ástand rík-
ir verður það ekki nefnt
öðru nafni en neyðar-
ástand, a.m.k. frá
sjónarhóli þeirra for-
eldra, sem annaðhvort
njóta ekki lögbundins
jafnréttis á vinnumark-
aðnum eða, vinni þeir
úti, hafa ekki örugga
gæslu fyrir börn sín á
meðan. Og þá er ótalinn
sjónarhóll barnanna
sjálfra.“
að ónáða meirihlutann við sína
stefnumörkun! (Orð borgarstjór-
ans um fækkun fulltrúa í þeim til-
gangi að gera stjórn borgarinnar
„skilvirkari" má skilja á alveg
sama hátt og mest furðan, að
borgarstjórinn skuli ekki leggja til
burtrekstur allra nema sjálfs sín í
nafni skilvirkninnar.)
SÁÁ
Vegna fyrirspurnar varðandi
nýlegan samning borgarstjórans
við SÁÁ fullyrti borgarstjórinn að
samningurinn „gengi út á“ fyrir-
byggjandi aðgerðir, en téður
samningur hefur meðal annars
verið gagnrýndur fyrir þá sök, að í
honum falli engin orð um varnað-
araðgerðir á sviði áfengismála.
Samningurinn er samtals átta
greinar. Aðeins í einni þeirra
kemur fram starfslýsing og þá á
þennan hátt: „Starfsemin er fólgin
í leiðbeiningu og ráðgjöf fyrir að-
standendur áfengissjúklinga og
fellur undir starfsemi heilsu-
verndarstöðva samkvæmt ákvæð-
um laga um heilsuvernd." Þetta
hefur fulltrúum minnihlutans
ekki sýnst þýða annað en lesa má
úr orðunum.
Neyöarástand
Vegna fyrirspurnar um dagvist-
unarmál í Reykjavík fullyrti borg-
arstjórinn að ekki ríkti neyðar-
ástand í þeim efnum i Reykjavík.
Hér er auðvitað mat borgarstjór-
ans á þessum staðreyndum:
— um fimm hundruð börn for-
gangshópa (þ.e. einstæðra for-
eldra og námsmanna) eru nú á
biðlista eftir dagvistun,
— um 5.200 börn í Reykjavík eiga
ekki inni hjá Reykjavíkurborg. Á
meðan þetta ástand ríkir verður
það ekki nefnt öðru nafni en neyð-
arástand, a.m.k. frá sjónarhóli
þeirra foreldra, sem annaðhvort
njóta ekki lögbundins jafnréttis á
vinnumarkaðnum eða, vinni þeir
úti, hafa ekki örugga gæslu fyrir
böm sín á meðan. Og þá er ótalinn
sjónarhóll barnanna sjálfra.
Gildismat
Vegna fyrirspurnar um það,
hvers vegna borgin teldi sig hafa
efni á að kosta 45 milljónum í
byggingu einnar brúar en ekki
meiru en 39 milljónum í að leysa
dagvistunarvandann, fullyrti
borgarstjórinn að Kvennafram-
boðið gerði sér ekki grein fyrir þvi,
að það er í mörg horn að líta við
stjórn borgarinnar. Þett er fölsun
á starfi og tillöguflutningi
Kvennaframboðsins, sem erfitt er
að láta kyrra liggja. I tillögum
Kvennaframboðsins, svo aðeins sé
tekið eitt dæmi, um breytingar á
fjárhagsáætlunum hefur marg-
þætt ábyrgð borgaryfirvalda ein-
mitt verið ígrunduð. Hér er því
ekki um að ræða ágreining um
það, hvort það beri að líta í mörg
horn, heldur um hitt, gagnvart
hvaða hornum borgaryfirvöld hafi
mestum skyldum að gegna. Svo
tekið sé mjög nærtækt dæmi:
gagnvart börnum eða bifreiðum.
Lengri verður þessi listi ekki —
að sinni. Hinu er svo við að bæta
að sjónvarpið gerði betur við lýð-
ræðið með því að efna til um-
ræðna um öll þau sjónarmið, sem
eiga fulltrúa í borgarstjórn í stað
þess að gefa einu þeirra tækifæri
til að „svara“ fyrirspurnum með
óréttmætum fullyrðingum um
störf og eðli allra hinna.
Magdaleaa Schram er varafulltrúi
Kvennaframboös í borgarstjórn
Rejkjavíkur.
Neytendafélag Reykjavíkur:
Hvetur til þess að höfuð-
borgarsvæðið verði gert
að einu gjaldskrársvæði
STJÓRN Neytendafélags Reykja-
víkur og nágrennis lýsir yfir ánægju
sinni með þá nýbreytni og fjöl-
breytni í þjónustu, sem Bifreiðastöð
Steindórs hefur bryddað upp á.
Skal þá nefnt aukið úrval bif-
reiðategunda, afnám aukataxta
vegna bæjarmarka innan félags-
svæðis Neytendafélags Reykjavík-
ur og nágrennis, greiðslukorta-
þjónustu o.fl.
Neytendafélag Reykjavíkur og
nágrennis hvetur til þess að höf-
uðborgarsvæðið verði almennt
gert að einu gjaldskrársvæði. Fé-
lagið hvetur ennfremur til þess að
startgjaldið svonefnda verði
endurskoðað, enda hlutfallslega
hærra hér á landi en víðast annars
staðar. Það er álit félagsins að
startgjaldið sé leyfar gamla tím-
ans, áður en talstöðvaþjónusta
varð almenn. Neytendafélagið
vekur athygli neytenda á þeirri
breytingu sem varð við síðustu
gjaldskrárhækkun leigubifreiða,
sem felst í því að nú hækkar taxt-
inn við 5. farþega i stað 6. áður.
(Fréttatilkynning)
Vertu hlýlega klædd í vetur í
faUegum og hlýjum hnésokkum
eða sokkabuxum frá I^
Fjölmargir klæðilegir litir
Þér líður vel í
Hlýr og litríkur
vetur