Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR2LMARZ1986 59 Líf saklausra friðheilagt Kæri Velvakandi! „Kona“ beinir þeim orðum til mín í þessum þætti 1. febrúar, að það sé „dálítið kaldhæðnislegt að Iíta á fóstureyðingu sem mann- dráp, þegar erlendis (sé) það í lög- um, að allir karlmenn verði að gegna herþjónustu til að fá nægi- lega þjálfun í að drepa óvininn." Og svo vaknar þessi spurning hjá henni: „Því á að skylda stúlkur til þess að ala upp óvelkomin bórn til þess eins að missa þau svo út í stríð og ófrið?“ Spurningu hennar er tiltölulega auðvelt að svara. Engir foreldrar geta bent á sitt ófædda barn og sagt með vissu: „Það mun áreið- anlega verða hermaður og falla í stríði!“ Þessi spurning — hversu vel sem hún var meint — var því byggð á hreinum getgátum. Það er eins og sagt væri við sjómann: „f þessu starfi áttu það greinilega á hættu að drukkna eða lenda i dauðaslysi, — það er því bezt að aflífa þig strax!“ Við getum naumast samþykkt það við nánari íhugun, að kald- hæðnislegt sé að líta á fósturdeyð- ingu sem manndráp aðeins af þeirri ástæðu, að til séu laga- ákvæði um herþjónustu, sem leiða til mannvíga. Við verðum að kannzt við það hreinskilnislega, að í báðum tilvikum er um manndráp að ræða. En hvernig get ég þá hjálpað þessari ónefndu konu til að viður- kenna friðhelgi hins ófædda barns, þegar lög um herþjónustu gera ekki ráð fyrir slíkri friðhelgi mótherja í stríði, heldur þvert á móti réttlæta manndrápin? Eru þá ekki fósturdeyðingar alveg eins réttmætar? Fóstriö er ekki árásaraðili Það fer ekki milli mála, að mikil óhæfuverk hafa verið unnin í styrjöldum frá upphafi tíma. Um slík verk gildir það sama og um deyðingu saklausra barna í móð- urkviði: engin „lög“ geta breytt neinu um siðleysi verksins, heldur eiga lögin sjálf að laga sig eftir réttu siðferði. Sú er einmitt ástæðan fyrir mörgum alþjóða- samþykktum, sem fordæma árás- arstríð, banna hernað með eitur- vopnum og fyrirskipa mannúðlega meðferð á stríðsföngum. Þó er enn til hugmynd um „réttlátt stríð", þar sem leyfilegt sé að drepa í sjálfsvörn. En slík sjálfsvörn hefur aðeins verið talin réttlætanleg, ef og þegar árásaraðili, sem var í órétti, hafði ráðizt á við- komandi. En hver treystir sér til þess að lýsa ófæddu barni sem ranglátum árásaraðila?! Öll siðmenntuð þjóðfélög hafa fordæmt það, að saklausir séu drepnir. Ofæddu börnin hljóta ævinlega að teljast saklaus. í riti sínu, What’s wrong with abortion?, kemst próf. Scarisbrick svo að orði: „Kristnir siðfræðingar fordæma þær sprengjuárásir og kjarnorkuhernað þar sem ekki er skeytt um, hvort skotmarkið sé hernaðarlegt eða íbúabyggð, ein- mitt af þeirri ástæðu, að þannig er beinlínis reynt að drepa saklausa. — Allar „tilslakanir" varðandi sjálfsvörn eru jafnan umgirtar miklum takmörkunum. Þar á með- al er sú, að einstaklingi leyfist að- eins að grípa til þeirra lágmarks- aðgerða, sem óhjákvæmilega eru til að verja líf hans — og oft þurfa þær ekki að fela í sér manndráp. Hér býðst því engin bakdyraleið til að réttlæta fósturdeyðingu, því að sú aðgerð er ávallt gerð með þeim beina ásetningi að drepa.“ Við þetta þarf engu að bæta, og ég vona, að það hjálpi fyrrnefndri konu til að gera sér grein fyrir því, hversu einstætt það siðleysi er í löggjöf okkar, að heimila deyðingu ófæddra barna. Jón Valur Jensson SOS-nistið eykur öryggið Ágæti Hannes Oskarsson I Hnífsdal. Þú hefur farið rétt að með að fá aðstoð þíns læknis við útfyllingu upplýsingastrimilsins í SOS-nist- inu. í leiðbeiningabæklingi sem fylg- ir hverju SOS-nisti stendur orð- rétt: „Allar venjulegar persónu- upplýsingar geturðu skráð sjálfur, en sjúkdóma- og/eða lyfjaskrán- ingar skulu gerðar af eða í sam- ráði við lækni." Ef fólki er annt um líf sitt, er tæpast von til þess að það skrái í nistið ófullnægjandi eða rangar upplýsingar, heldur leiti aðstoðar lækna eða hjúkrun- arfræðinga, eins og þú hefur rétti- lega gert. Áður en dreifing hófst á SOS- nistunum fyrir tæpu ári var fyrst af öllu leitað samþykkis landlækn- is. Og ekki stóð á því. Jafnframt var SOS-nistið kynnt Hjúkrunar- félagi Islands og í Fréttabréfi Læknafélags íslands, Tímariti um Heilbrigðismál, svo og í fjölmiðl- um. Flestir ættu því að þekkja til- gang og not SOS-nista. Þar sem vitað er til, hvetja læknar skjólstæðinga sína til að bera SOS-nisti og hjúkrunarfólk hefur fúslega aðstoðað við útfyll- ingu upplýsingastrimils. Ef rétt er, að læknar taki ekki mark á SOS-nistum, eins og þú hefur „heyrt“, þykir okkur það ákaflega leitt og eigum jafnframt bágt með að trúa því að svo sé, því þá ganga þeir þvert á gerðir starfsfélaga sinna erlendis. Hjúkrunarfræðingur hefur tjáð, að kæmi hann á slysstað þar sem maður lægi slasaður, en með SOS-nisti, yrði eitt af fyrstu verk- unum að aðgæta hvað stæði f nist- inu, til þess síðan að geta veitt hinum slasaða nauðsynlega fyrstu hjálp. Þurfi að flytja þann slasaða í sjúkrahús, geta sjúkraflutnings- menn veitt allar nauðsynlegar upplýsingar gegnum talstöð til viðkomandi stofnunar, svo haga megi undirbúningi undir komu þess slasaöa svo sem best verði á kosið. Þannig sparast dýrmætur tími, því eins og þú veist má skrá í SOS-nistið allar nauðsynlegar persónu- og læknisfræðilegar upp- lýsingar, allt eftir því hver á í hlut. En SOS-nistið er ekki eingöngu ætlað sjúklingum, heldur öllum sem óska sér og fjölskyldu sinni hins besta ef þeir kynnu að kom- ast í hann krappan. Kæri Hannes, þú ert nú einn af 10.000 Islendingum sem bera SOS-nisti dag hvern. Við hjá LHS teljum nistið hafa aukið öryggi i för með sér og vitnum í lokin enn á ný í upplýsingabækling um SOS-nistið: „Vertu vinur vina þinna, segðu þeim frá SOS-nistinu. Með því Bréfritari segir það vera mikið ör- yggi fyrir fólk að bera allar nauð- synlegar upplýsingar um sig sjálft f slíku SOS-nisti, t.d. ef það iendir í slysL gætir þú verið að gera þeim meiri greiða en þig órar fyrir.“ Kveðjur, Gunnar H. Ingimundarson, Landssambandi hjálparsveita skáta. Bjórfrumvarpið og ríkisstjórnin HJS. skrifar. Kæri Velvakandi. Frumvarp um að leyfa sölu á sterkum bjór liggur fyrir Alþingi eina ferðina enn. Það hefur varla farið fram hjá neinum svo ræki- lega sem það hefur verið kynnt í sjónvarpi og útvarpi, enda víst í samræmi við gáfnafar frétta- manna þessara fjölmiðla að telja það mikilsverðast mála. En al- þingismenn ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir berja þetta frumvarp í gegnum þingið með naumum meirihluta. Skoðana- könnun í þessu máli, eins og mörg- um öðrum, er markleysa ein. Ef þingmenn telja sig þurfa að fara eftir þjóðarvilja en ekki rökum og heilbrigðri skynsemi í þessu máli þá eiga þeir að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Og þá mun annaö koma upp á teningnum en í þessari margumtöluðu skoð- anakönnun. Þjóðaratkvæðagreiðsla gæti farið fram við næstu kosningar, sem verða fyrr eða síðar á þessu ári og varla liggur þessu bjór- frumvarpi svo mjög á. En það er blátt áfram óumflýjanlegt að kosningar til Alþingis fari hið fyrsta fram, ríkisstjóminni hefur mistekist allt eða flest og komið hér á úlfúð og illindum, upplausn og vandræðum, meiri en áður hafa þekkst. Og kemur hér hvort tveggja til, röng stefna í mörgum málum og líka að í ráðherrastól- um sitja fleiri en einn og fleiri en tveir sem ekki ættu að vera þar, þó af ólíkum ástæðum sé. En hvað sem öllu öðru líður: Þjóðaratkvæðagreiðsla um bjór- inn og alþingiskosningar sem allra fyrst. Auglýsing um umferð í Hafnarfirði Aö fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarfjaröar og samkvæmt heimild i 65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 eru hér meö settar eftirfarandi reglur um umferö i Hafnarfirði: 1. Umferö um Hraunbrún nýtur forgangs fyrir umferö um allar hliöargötur sem aö götunni liggja (biöskýlda). 2. Umferð um Helluhraun nýtur forgangs fyrir umferö um allar hliöargötur, sem aö þeirri götu liggja. Ákvæöi auglýsingar þessarar taka gildi 20. mars 1985. Lögreglustjórinn í Hafnarfiröi. 11.mars 1985. Einar Ingimundarson. Trésmíðavélar SAMCO C 26 Alsambyggð m/2 motorum Kr. 83.000.00 ROBLAND K 260 Alsambyggö m/3 motorum Kr. 79.260.00 SAMCO 165 Afréttari/þykktarhefill/sög/bor - 1 fasa Kr. 43.600.00 STENBERG Afréttari/þykktarhefill/fræsari IONVÉLAR & TÆKI Kr. 65.000.00 Smiöjuvegi 28 S. 76444 ISUZU TROOPER isuzuTROOPER - lúxusvagn í bæjarakstri, ósvikið hörkutól á fjallvegunum og allt þar á milli. þetta er einstakur bíll, búinn þægindum fólksbílanna, krafti og styrk jeppanna og farþegarými fyrir allt að 9 manns án þess að nokkurs staðar þrengi að! isuzuTROOPER á fáa sína líka! Kynntu þér verð og greiðslukjör - við tökum flestar gerðir notaðra bíla upp í og það bjóða fáir betur í góðum greiðslukjörum. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.