Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 JOAN COLLINS „Já, ég á eftir að verða gömul og grá“ Sambúð þeirra Joan Collins leikkonu og Svíans Peter Holm hefur verið í fréttum allar götur síðan hún hófst og margir sem þekkja til leikkonunnar hafa orðið til þess að lýsa undrun sinni á því hve vei virðist ganga, því leikkonan er sögð hin skapstærsta og hefur áður sent ýmsa karlmenn heim til föðurhúsa eftir mislukk- aðar sambúðartilraunir og hjóna- bönd. Annað virðist uppi á ten- ingnum nú og það þrátt fyrir að ýmsar af fyrri vinkonum Holms hafi verið duglegar að lýsa þvf blaðaviðtölum hvurs lags skúrkur hann sé. Flokka margir viðtöl þau undir öfund og slúður í ljósi vel- gengni þeirra Péturs og Joan. Joan er komin á sextugsaldur- inn, 51 árs, ekki kornung lengur, en margur myndi segja hana á besta aldri. Sannarlega ber hún aldurinn vel. Pétur er talsvert yngri, 37 ára gamall. Hún sagði nýlega og skaut mörgum aðdáend- um sínum skelk f bringu: „Við Pét- ur sjáum fyrir okkur þessa mynd: Okkur gangandi hönd i hönd, gömul og gráhærð einhvers staðar í Svíþjóð á fögrum sumardegi, rabbandi um gömlu góðu dagana. Já, það er satt, ég á eftir að verða gráhærð. Annars eru þessar vikur og mánuðir hamingjusamasti tími ævi minnar, mér hefur aldrei gengið betur i vinnu, aldrei átt annað eins samband við karlmann og þó ég hafi sagt i fyrstu að ég myndi aldrei ganga i hjónaband, hvorki með Pétri eða öðrum, hafa allir leyfi til að skipta um skoð- un.“ Hún er rómuð fyrir stóra skapið og dynti og Pétur er ekki sagður neitt blávatn sjálfur í þeim efnum. Það mætti því ætla að það sé „stál í stál“ þegar misklfð verður. Hvað segir Joan? „Það er alveg ná- kvæmlega rétta lýsingin á ástand- inu, við eigum það til að rifast heiftarlega og þá er engu likara en að tveir skriðdrekar skjóti hvor á annan úr návígi. En við kunnum á hvort annað og vitum hvað hægt er að ganga langt. Þegar við för- um yfir strikið finnum við það þrátt fyrir hita leiksins og skelli- hlæjum." Pétur Holm segir: „Það besta við Joan er hlýja hennar og kraft- ur, bæði sem vinur og elskhugi. Það versta er hvernig hún á til að tryllast gersamlega út af smáat- riðum. bað veldur rifrildunum og þá er eins gott að vera jarð- bundinn og halda áttum.“ Chamberlain leikur Wallenberg að er ekki ýkja langt síðan við greindum frá því, að Richard Chamberlain (Anjin San, séra Ralph og fleiri) væri að leika sænsku mannréttindahetjuna Raoul Wallenberg í nýjustu sjón- varpskvikmynd sinni. Það var ekki átakalaust fyrir hann, því hann þurfti að læra sænsku og að tala ensku með sænskum hreim. Margir fagna tilkomu sjónvarps- þátta þessara, því æ fleiri telja aö Wallenberg sjálfur sé enn á lífi, i prísund í Sovétríkjunum, hann hafi í raun og veru ekki látist f Ljubjankafangelsinu i Moskvu árið 1947 eins og Sovétmenn hafa full- yrt alveg fram á þennan dag. Wall- enberg var stjórnarerindreki í síð- ari heimsstyrjöldinni og hann bjargaði 100.000 gyðingum frá dauða. Er stríðinu lauk var Wall- enberg handtekinn af Sovét- mönnum í Ungverjalandi og siðan veit enginn neitt, utan hvað frést hefur öðru hvoru að einhverjir hafa telið sig sjá Wallenberg í hin- um ýmsu sovésku fangelsum. Sfð- ast var talið að hann hefði sést með vissu árið 1962 og grunur leik- ur á að hann hafi verið á lífi á áttunda áratugnum. Ýmsir vinna að því að fá Sovétmenn til að segja allt sem þeir vita um málið. Svörin hafa ætíð verið hin sömu, Wallen- berg lést árið 1947... í starfskynningu á ljósmyndadeild Tveir nemendur í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, þeir Hlynur Hendriksson og Steinar Ólafsson, voru fyrir nokkru í starfskynningu á ljósmyndadeild Morgun- blaðsins og tóku þá meðal annars þessar myndir. „Dyttað að bátum í góða veðrinu úti á Granda“ kallar Steinar þessa mynd. Þessa mynd tók Hlynur og nefnir hann hana „Fjör í Laug- ardalslaug". Hlynur Hendriks- son, nem- andi í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Steinar Olafsson, nemandi í Fjölbrauta- skólanum í Breióholti. V m $ ■ W' fclk í fréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.