Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 Stuttar þingfréttir Ríkis- reikningur 1980 Fram hefur veriö lagt frumvarp til fjáraukalega fyrir árið 1980 vegna umframútgjalda það ár að fjárhæð gkr. 53.045.000 þúsund. Jafnframt hefur verið lagt fram frumvarp til samþykktar á ríkis- reikningi fyrir árið 1980, þannig breyttum, sem sýnir heildarútgjöld upp á gkr. 378.985.371.000 í stað áætlunar gkr. 343.240.052.000. Vatnstaka íslands- lax hf. í Grindavík Karl Steinar Guðnason (A) hef- ur borið fram eftirfarandi spurningar til landbúnaðarráð- herra: 1. Var ráðherra ljhóst þegar hann heimilaði íslandslaxi hf. vatnstöku í landi Staðar í Grindavík að samningavið- ræður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja og íslandslax hf. um sölu á heitu vatni voru á lokastigi? 2. Var haft samráð við bæjar- stjórn Grindavíkur eða aðra aðila á Suðurnesjum um samning ráðuneytisins við ís- landslax hf.? 3. Var haft samráð við iðnaðar- ráðherra um þessa samnings- gerð? 4. Hafa verið gerðar rannsóknir á því hvað vatnsbólin á Suð- urnesjum þola mikla vatns- töku án þess að það hafi áhrif á neysluvatn íbúanna? 5. Hefur ráðuneytið í hyggju að gera hliðstæða samninga við aðrar laxeldisstöðvar sem fyrirhugað er að reisa við strendur Grindavíkur? Stuðningur við tónlistarskóla Magnús Reynir Guðmundsson (F) hefur flutt frumvarp til laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla, sem gerir ráð fyrir því að slíkum skólum beri styrkur til að byggja eða kaupa skólahús eftir því sem veitt er fé til á fjárlögum. Styrkurinn geti numið allt að 50% af bygg- ingarkostnaði eða kaupverði, enda leggi viðkomandi sveitarfé- lag jafnhátt framlag á móti. Hagkvæmni útboða Helgi Seljan (Abl.) hefur iagt fram tillögu til þingsályktunar, ásamt fjórum öðrum þingmönn- um, um könnun á hagkvæmni útboða og nánari reglur um framkvæmd þeirra. Hitaveita Reykjavíkur Stefán Benediktsson (BJ) hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um hitaveitu Reykjavíkur. Frumvarpið er flutt í þeim tilgangi að afla Hitaveitu Reykjavíkur samskon- ar heimildar til raforkufram- kvæmda og önnur sambærileg orkuver hafa þegar, eins og segir í greinargerð. Lagt er til að að- flutningsgjöld og söluskattur verði felld niður af vélum, tækj- um og efni til þeirra raforkuvera sem hitaveitan reisir. gripið var til svo vafasamrá aðgerða? 4. Voru aðfarir þessar hinar einu réttu að mati ráðherra? Verðuppgjör til bænda Hjörleifur Guttormsson (Abl.) hefur lagt fram fyrirspurn til landbúnaðarráðherra um verð- uppgjör til bænda. Þingmaður- inn vill í fyrsta lagi fá að vita ástæður þess að endanlegu upp- gjöri fyrir verðlagsárið 1983—84 lá ekki fyrir fyrr en í janúar síð- astliðnum. í annan stað hvort vænta megi breytinga á upp- gjöri. Væntanlegt verð á áburði Sami þingmaður hefur lagt aðra fyrirspurn í fjórum liðum fyrir landbúnaðarráðherra um væntan- legt verð á áburði. Þá spyr Hjör- leifur hvort fyrirhugaðar séu ráð- stafanir til að auðvelda bændum kaup á áburði og hvort greiða eigi hann niður úr kjarnfóðursjóði. Lög um lagmetis- iðnað og þróunar- sjóð lagmetis Fram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp sem fram- lengir gildistíma ákvæða laga um lagmetisiðnað og Þróun- arsjóð lagmetisiönaðarins, er varða Sölustofnun lagmetis og breytt ákvæði um stjórnun Þróunarsjóðs. Frumvarpið ger- ir m.a. ráð fyrir að Sölustofnun lagmetis „hafi áfram einkarétt til að annast sölu á niðursoðn- um og niðurlögðum sjávaraf- urðum til landa þar sem ríkis- stofnun, ríkið sjálft eða aðili fyrir þess hönd er aðalkaup- andinn“. Alþjóðleg tækni í rekstri, framleiðslu og viðskiptum Davíð Aðalsteinsson (F) og fjórir aðir þingmenn úr Al- þýðubandalagi, Alþýðuflokki, Bandalagi Jafnaðarmanna og Samtökum um kvennalista flytja tillögu til þingsályktun- ar, sem felur ríkisstjórninni, verði hún samþykkt, að „stofna til aðgerða sem hafi það markmið að aðstoða íslenzk fyrirtæki til að tileinka sér al- þjóðlega tækni í rekstri, fram- leiðslu og viðskiptum. Aðgerð- irnar verði tvíþættar: 1) Að sett verði upp kerfi viðskipta- fulltrúa sem aðstoði íslenzk fyrirtæki í þeim löndum sem lengst eru komin í tækni og stjórnun fyrirtækja. 2) Lagðar verði fram áætlanir um að að- stoða íslenzk fyrirtæki við að tileinka sér nýjustu aðferðir við framleiðslu, stjórnun og sölu .. “ Hús Ríkisútvarpsins við Háaleitisbraut. Útvarpslagafrumvarpið: Breytingartil- lögur settar í salt Jóhanna Sigurðardóttir hvetur til frekari skoðunar málsins Stjórnarfrumvarp að nýjum útvarpslögum kom til atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu í fyrri (neðri) þingdeild í gær. Fjölmargar breytingartillögur komu hinsvegar ekki til atkvæða, heldur vóru teknar aftur (frestað) til þriðju umræðu í þingdeildinni, þ.á m. tillaga Friðriks Sophussonar (S) um leyfi nýrra útvarpsstöðva til auglýsinga, tillaga meirihluta menntamála- nefndar (stjórnarliða) um menningarsjóð útvarpsstöðva, tuttugu og ein breytingartillaga frá Jóni Baldvin Hannibalssyni (A) við fjölmargar frum- varpsgreinar, sem og nokkrar breytingartillögur frá Hjörleifi Guttorms- syni (Abl.), Kristínu S. Kvaran (BJ) o.fl. þingmönnum. Jóhanna Sigurðardóttir (A) kvaddi sér hljóðs um þingsköp áður en frumvarpið kom til at- kvæða. Hún rakti fjölþættar breytingartillðgur frá Alþýðu- flokki, sem ákveðið væri að draga aftur til þriðju umræðu, bæði til að auðvelda flókna atkvæðagreiðslu nú og freista þess að ná frekari samstöðu um ýmsa þætti málsins milli ann- arrar og þriðju umræðu. Hún kvatti til þess að menntamála- nefndir beggja þingdeilda fjöll- uðu um málið í millitíð. Halldór Blöndal (S), formaður menntamálanefndar neðri deild- ar, kvað þingnefndina þegar hafa grandskoðað einstaka þætti frumvarpsins. Nú væri komið að þingdeildinni að taka af skarið í atkvæðagreiðslu. Hann kvað þann áhuga á útvarpsmálum, sem fram hafi komið í máli Jó- hönnu, fagnaðarefni, ekki sízt vegna þess að fulltrúi Alþýðu- flokksins í þingnefndinni, sem um frumvarpið fjallaði, hafi ekki verið tíður gestur á nefndar- fundum. Frumvarpið gekk síðan til at- kvæða. Þingdeildin samþykkti fjölda breytingartillagna frá stjórnarliðum, sem til atkvæða komu, en breytingartillögur stjórnarandstöðu, sem ekki vóru teknar aftur til þriðju umræðu, vóru felldar. Meðal breytingar- tillagna sem samþykki hlutu má nefna: • Útvarpsstöðvum er heimilt að reisa sendistöð og endurvarps- stöð, eiga og reka senditæki, við- tæki og önnur slík tæki sem eru sérstaklega framleidd fyrir út- varpssendingar enda fullnægi tækin reglum þar um. • Heimilt skal ( undantekning- artilvikum að leyfa útvarp á miðbylgju þar sem landfræði- legar aðstæður torvelda útsend- ingar á metra- og desimetra- bylgju. • Ríkisútvarpið skal stefna að þvf að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins. • Ríkisútvarpið skal starfrækja fræðsluútvarp í samvinnu við fræðsluyfirvöld og skal veita til þess fé á fjárlögum. • Ríkisútvarpin er rétt að hafa til útlána eða sölu dagskrárefni, sem flutt hefur verið, enda sé gengið frá samningum við rétt- hafa efnis um að slíkt sé heimilt. • Hver sá sem heimild hefur til rekstrar útvarps, samkvæmt lögum, skal varðveita í a.m.k. 18 mánuði hljóðupptöku af öllu frumsömdu, útsendu efni; þó er heimilt að varðveita fréttir í handriti. Skylt er að láta þeim, sem telur misgert við sig í út- sendingu, í té afrit af hljóðupp- töku þeirrar útsendingar. Atkvæði um ákvæði til bráða- birgða var frestað til þriðju um- ræðu, en það fjallar m.a. um að leyfi til útvarps, sem veitt er í fyrsta sinni, gildi ekki nema til þriggja ára. Breytingartillaga frá Hjörleifi Guttormssymi (Abl.) þess efnis, að óheimilt sé að veita erlendum aðilum leyfi til útvarpsrekstrar eða félagi eða stofnun sem út- lendingar eiga hlut í var felld með 20:7 atkvæðum. Athugasemdir við fmmvarp um sóknargjöld: Getur tafið álagningu opinberra gjalda — segir fjármálaráðherra Albert Guðmundsson, fjármálaráóherra, gerði í efri deild í gær ýmsar athugasemdir við stjórnarfrumvarp um sóknargjöld, sem meirihluti stjórnarflokkanna í viókomandi þingnefnd hafói mælt meó. „Þar sem frumvarpió er um margt snúió í framkvæmd,“ sagói ráóherra, „er líklegt aó gildistaka þess nú þegar kunni að valda því að álagning opinberra gjaida dragist fram á haustió. Er þetta áhyggjefni bæói ríkisskattstjóra- embættisins og Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar." Skotárás á sauðfé Þingmennirnir Karvel Pálma- son og Magnús Reynir Guðmunds- son hafa beint til landbúnaðar- og dómsmálaráðherra spurning- um um „skotárás lögreglu og Landhelgisgæslu á sauðfé“. Fyrirspurnin hljóðar svo: 1. Hver ákvað skotárás þá sem gerð var úr þyrlu Landhelg- isgæslunnar á sauðfé í Siglu- neshlíðum og fjallinu Tálkna á sunnanverðum Vestfjörðum 15. mars sl.? 2. Var hún gerð með vitund eða samþykki ráðherra? 3. Hverjar voru ástæður þess að Aðrar athugasemdir ráðherr- ans vóru efnislega þessar: • Samkvæmt frumvarpinu nær gjaldskylda sóknargjalda til allra manna sem greiða útsvar. Af þessu leiðir að útlendingar með takmarkaða skattskyldu hér verða gjaldskyldir með sókn- argjöld. • Samkvæmt 4. gr. er trúfélög- um utan þjóðkirkju veitt annars konar svigrúm en þjóðkirkju- söfnuðum til gjaldtöku af safn- aðarbörnum. • Sóknarnefndum er veitt mun víðtækara vald til gjaldniður- fellingar en skattstjórum, skv. 66. gr. laga nr. 75/1981, og sveit- arstjórnum, skv. 27. gr. tekju- stofnslaga. • Einfaldast er að veita inn- heimtumönnum ríkissjóðs og/eða sveitarfélaga innheimtu sóknargjalda. • Álagning sóknargjalda er í höndum skattstofa og það auð- veldar ekki framkvæmd að fela öðrum aðila (kirkjúmálaráð- herra) að setja framkvæmda- reglur í stað fjármálaráðherra. • Lögunum er ætlað að öðlast gildi við álagningu 1985 vegna tekna ársins 1984 (sóknargjald breytist úr nefskatti í prósentu- skatt af útsvarsstofni) og sýnist því alltof stuttur tími til stefnu til undirbúnings framkvæmda. Mikil umræða varð um málið, sem gekk að henni lokinni til þriðju umræðu í þingdeildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.