Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 42 Þórhildur Brynjólfs- dóttir — Minning Fædd 3. október 1948 Dáin 11. mars 1985 Dáin horfin! harmafregn! Hvílíkt orö mig dynur yfir! En ég veit, að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hún Þórhildur er dáin. Það var sár frétt sem barst að morgni 11. mars. Hún sem alltaf geislaði af llfskrafti. Upp í hugann koma ótal góðar minningar frá bernsku til þessa dags. Frá því að ég man eft- ir mér hefur hún verið góð og trygg vinkona. Þó við höfum ekki alltaf haft samband daglega, þá var alltaf gott samband á milli okkar og ef að langur tími leið milli funda okkar, þá leitaði hug- urinn á, hvað ætli sé að frétta af henni Þórhildi. Þá brást ekki að hún birtist, eða við hittumst, eða ég leit inn til hennar, þar sem allt- af var svo gott að koma, þá var viðkvæðið gjarnan „Nei sæl ég var svo mikið að hugsa til þín.“ Nú hefur hún verið kölluð til æðri starfa þar sem við munum hittast að lokum þessa jarðlífs. Jón, Vally, Sallý litla og Val- gerður, Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Megi minn- ingin um góða konu, móður og dóttur veita huggun. Ykkur og öðrum aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð. Dagný Að standa frammi fyrir þeim sára missi að hún sé ekki lengur hér á meðal okkar er þungbært og óraunverulegt. Við spyrjum: Af hverju hún, sem var í okkar aug- um uppfull af orku og óþrjótandi lífskrafti, sem því miður er ekki öllum gefið. Við viljum með þess- um fáu línum þakka þann tíma er við áttum i sama fjölbýlishúsi og þau bros og kraft er hún gaf okkur báðum. Við vissum alltaf hvar við höfðum hana. Því traust var henni gefið, okkur finnst henni hafa ver- ið gefið svo margt, sem fáir hafa í dag og er þvi ógleymanlegt að hafa fengið að kynnast henni. En mestur er missir eiginmanns hennar og dætranna tveggja. Guð gefi þeim styrk og þrek í þeirra mikla missi, og öllum ástvinum hennar sendum við okkar dýpstu samúð. Oft er það ef illa fer að einhver hulinn kraftur Guð á himnum gefi ykkur gleði og trúna aftur. (El. Jóh.) Elínborg og Sólveig Fram hjá, fram hjá fljúga árin. Föst og mikil vængjatök kveikja bros á bak við tárin, birta spár og dulin rök. Allt er mannsins tímatal tál og blekking, fánýtt hjal. Ein og sama eilífð tengir allt, sem var og koma skal. (Davíð Stefánsson.) Okkur í saumaklúbbnum setti hljóðar þegar við fréttum andlát vinkonu okkar Þórhildar, en hún lést í Landspítalanum aðfaranótt 11. mars síðastliðins. Reyndar vissum við að Þórhildur gekk ekki heil til skógar að undanförnu. Þórhildur var alltaf hress og kát, ef til vill þess vegna óraði okkur ekki fyrir að hún ætti stutt eftir ólifað. Við munum ávallt minnast Þórhildar með hlýhug og þakklæti fyrir samveruna. Við vottum eig- inmanni, dætrum, móður og öð- rum aðstandendum dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja þau. Guðný, Helga, Ingibjörg, Jóna, Margrét. Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Þegar okkur barst sú harma- fregn að Þórhildur vinkona okkar væri látin, hugsuðum við fyrst: þetta getur ekki verið, en það er staðreynd sem veldur okkur djúp- um sársauka sem við verðum að reyna að sætta okkur við. Enn spyrjum við hver getur tilgangur- inn í því að taka unga konu, aðeins 36 ára gamla frá eiginmanni og tveimur dætrum, en við eigum engin svör til. Síðari hluta sumars kenndi hún þess hræðilega sjúk- dóms er hún lést úr. Við töluðum oft um veikindi hennar og trúðum á lækningu. Yfirleitt hafði hún meiri áhyggjur af öðrum sem henni fannst eiga bágt og var ekki að vorkenna sjálfri sér. Lífsglað- ari og hamingjusamari manneskju höfum við ekki hitt. Hvenær sem við töluðum við Þórhildi var hægt að slá á léttari strengi. Hennar einkenni var, að hún sá alltaf björtu hliðarnar á öllum málum. Þannig munum við alltaf minnast hennar. Við þökkum fyrir að hafa kynnst Þórhildi og megi Guð gefa henni frið og ró. Elsku Jón, Vallý, Sallý litla og aðrir ástvinir, megi góður Guð vernda ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Krissa og Grímur Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem). Það er erfitt að trúa því að hún Þórhildur sé ekki lengur í tölu lif- enda. Ég minnst þess þegar bróðir minn kynnti okkur fyrir tæpum átta árum. Ég hreifst strax af persónu hennar. Hún var hlát- urmild, jákvæð og opin. Hvers manns hugljúfi, dugleg og dríf- andi, þannig að maður smitaðist af orku hennar. Henni var einkar lagið að sjá ljósu punktana í til- verunni og gekk hún brosandi á móti viðfangsefnunum. Tengsl okkar styrktust með ár- unum og við áttum margar góðar samverustundir með fjölskyld- unni. Ég man vel eftir sameigin- legum afmælisdegi okkar þann 3. október 1980, en þá í Þrastarskógi. Þar hittumst við systkinin og fjöl- skyldur okkar, til að vígja sumar- húsið og halda afmælisveislu okkar Þórhildar. Við spiluðum og sungum, fórum í gönguferðir og nutum lífsins. Þórhildur eignaðist eina dóttur í fyrra hjónabandi, Valgerði Steinþórsdóttur f. 26.7. ’68, sem er mannvænleg myndarstúlka. Það voru taldar litlar líkur á að hún gæti eignast fleiri börn. Þó gerð- ust þau undur að líf kviknaði innra með henni og hún eignaðist litla stúlku með eftirlifandi eigin- manni sínum, Jóni Guðmundssyni, þann 16. desember 1983. Mikil var hamingja þeirra. Væntumþykja og þakklæti skein úr augum henn- ar. Við áttum margt sameiginlegt á þessum tíma, því ég gekk einnig með varn, sem fæddist mánuði síðar. Við ræddum fram og aftur um vöxt og þroska telpnanna, brjóstagjafir og barnaföt. Svo var ákveðið að halda sameiginlega skírnarathöfn. Það var yndisleg samverustund heima í stofu. Presturinn þeirra kom og skírði börnin inn í kristinn söfnuð við hátíðlega athöfn, þann 11. mars 1984. Nákvæmlega ári síðar, var Þórhildur burt kölluð úr þessum heimi, hverns vegna? Það er erfitt fyrir okkur að skilja tilgang lífs- ins og sætta okkur við ótímabær- an dauðdaga. Guð gefur og Guð tekur. Við höfum lífið í raun að láni. Við verðum því að kunna að lifa lífinu lifandi. Ég þakka innilega fyrir að hafa fengið að kynnast Þórhildi, minn- ing hennar vakir, þó hún sé sofn- uð. Guð gefi eiginmanni hennar og dætrum, móður hennar og systk- inum styrk til að yfirstíga söknuð- inn. Kveðja frá mágkonu. Aðfaranótt mánudagsins 11. mars lést mágkona mín Þórhildur Brynjólfsdóttir. Ég má til með að kveðja hana nokkrum orðum. Það eru mörg ár liðin síðan ég sá hana fyrst, en það var þegar hún kynntist Jóni bróður mínum. Ég fann það strax þá. hvað mikil hlýja og gleði streymdi frá þessari manneskju. Eftir að þau giftu sig fór ég að sjá hana meir, og þá sérstaklega í hestamennskunni, sem ég og Jón bróðir höfum stundað í fjölda- mörg ár og Jón þó miklu meir. Ég tók strax eftir því hvað mikinn áhuga Þórhildur fékk fyrir hest- unum, hún var öllum stundum með manni sínum, hvort sem var í hirðingu þeirra, eða útreiðum. Ég man vel hvernig hlátur hennar fyllti hesthúsið, og glað- legt tal hennar kom okkur öllum í gott skap, eða þegar hún þeysti fram úr okkur á honum Sindra skellihlægjandi og frískleg og var komin langt á undan okkur áður en varði. Einnig eru þær stundir ógleymanlegar, þegar við systkin- Fæddur 24. febrúar 1919 Dáinn 17. mars 1985 Eðvald var fæddur í Borgar- gerði í Reyðarfirði. Foreldrar hans voru Kristrún Bóasdóttir ljósmóðir og Jóhann Pétur Malmquist. Þegar við kveðjum þá sem gengnir eru til feðra sinna, leita á huga okkar allar þær mörgu minningar sem við eigum um þann sem farinn er, og sann- arlega á ég margar góðar minn- ingar um Eðvald frænda minn. Mæður okkar voru systur, og því mikill samgangur á milli heimila þeirra meðan báðar lifðu. Átta ára gamall missir Eðvald móður sína og kemur þá á heimili foreldra minna að Stuðlum í Reyðarfirði. Er mér ógleymanlegur fyrsti dag- ur hans á Stuðlum, þar sem þessi litli, ljóshærði fallegi frændi minn sat á stól og gaf sig ekkert að frændsystkinum sínum. Á þeirri stundu var mér ekki fullkomlega ljóst hve þungbær var byrði þessa Jitla frænda míns. Ég var þá að- eins fjórtán ára og vissi fá ráð til að bæta hans sára söknuð önnur en þau að lesa fyrir hann sögur. Dagar liðu og hann virtist taka gleði sína og samlagast heimilinu og frændsystkinum sínum, enda kom faðir hans að Stuðlum um vorið og var með syni sínum þar þangað til Eðvald fór til náms að Hólum í Hjaltadal. Þegar Eðvald var fjórtán ára lést móðir mín sem hafði gengið honum í móður stað frá því hann missti sína móður. Það kom því í minn hlut að útbúa in riðum austur í Fljótshlíð, sem hefur verið árviss viðburður. Hvort sem hún reið með okkur eða fylgdi okkur á bíl, var hún ætíð hress og glöð og naut ferðar- innar, enda er varla hægt að vera öðruvísi en glaður á hestbaki úti í náttúrunni ég tala ekki um á vor- degi og það á leið í Fljótshlíðina, og þá sérstaklega Hlíðarendakot. Þar höfum við öll komið mikið, fyrst til Árna Jónssonar bónda þar, sem hefur reynst okkur öllum mikill og góður vinur, og nú síðast hefur Matthías bróðir minn búið þar. Jón og Þórhildur voru ólöt að fara þangað og dvöldu þau oft þar á sumrin í sumarfríum sínum. Jón bróðir og Þórhildur áttu mjög vel saman, hann gekk Val- gerði dóttur Þórhildar í föður stað, og fyrir rúmu ári, eignuðust þau dóttur, Salbjörgu sem var þeim mjög kærkomin. Sú hugsun, að Þórhildur sé farin frá okkur er erfið, og það tómarúm sem hún skilur eftir, er erfitt að fylla. Hún hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna alla, þennan stutta tíma, sem við höfum notið návist- ar hennar, en það er víst að við munum alltaf geyma minningu hennar, eins og hún var, glaðleg ung kona sem kunni að hlæja. Eg vil þakka henni fyrir allt hann að heiman þegar hann lagði út í heiminn. Minnisstæður var mér haustmorguninn þegar við stóðum í forstofunni heima á Stuðlum, varla orðið fullbjart. Eð- vald var ferðbúinn og ekkert eftir nema að kveðja. Mér var kvíði í huga, því að ég vissi að nú yrði hann að standa einn og óstuddur bæði gagnvart skólanum og öðru sem mætti honum í ókunnu um- hverfi. Ég vissi að hann var blíð- lyndur og hrifnæmur, en ég vissi líka að hann var bæði duglegur og áhugasamur á því sem hann vildi koma í verk. Eðvald lauk námi sínu á Hólum, og sigldi síðan til Noregs þar sem hann var fjögur ár við nám í land- búnaðar- og garðyrkjufræðum. Hann kom heim árið 1940 og gegndi störfum varðandi jarðrækt alla tíð síðan, bæði fyrir austan og norðan en þó lengst hér í Reykja- vík. Ég veit að einhverjir sam- starfsmenn hans á þessum sviðum munu skrifa um þau störf hans svo að ég rek þann þátt ævi hans ekki frekar. Fyrir fimmtíu árum þurftu þeir sem fátækir voru mik- inn dugnað og sterkan vilja til að fá einhverja menntun. Ég var því reglulega stolt af Eðvaldi frænda mínum, þegar hann hafði lokið námi sínu og fékk þegar í stað góða vinnu. Stærsta gæfa hans í lífinu var þegar hann kvæntist 2. júlí 1942 Astu Thoroddsen, mik- ilhæfri og góðri konu sem hefur staðið honum við hlið, traust og umhyggjusöm. Mikið þrek hefur hún sýnt þessa fjórtán mánuði, sem hún hefur gefið okkur með nærveru sinni, og bið Guð að styrkja ættingja hennar, börn og eiginmann og votta þeim öllum samúð mína og fjöslkyldu minnar. Páll H. Guðmundsson Er við nú kveðjum æskuvinkonu okkar leitar margt á hugann. Fyrir örfáum dögum sátum við saman í glaðværum kunningja- hópi. Þórhildur greindi okkur frá því á sinn eðlilega hátt að nú væri komið að fyrirhugaðri skurðað- gerð. Síst hvarflaði að okkur að aðeins væri nokkurra daga sam- vist eftir. Við vorum hins vegar með ráðagerðir um eitt og annað sem gera mætti þegar hún hefði jafnað sig í vor. En stundum er skammt milli gleði og sorgar, meinsemdin hafði náð lengra en svo að vísindi nútímans gætu við ráðið. Þórhildur hélt sinni bjart- sýni og léttu lund og tókst að dylja alvöru veikindanna. Aldrei heyrð- ist hún kvarta þrátt fyrir þján- ingafullar meðferðir sl. haust. En mestu ólíkindin eru þau, að hún, sem mestan hafði lifsþróttinn, skyldi fyrst kölluð úr kunningja- hópnum. Þórhildur fæddist í Hafnarfirði 3. október 1948, dóttir hjónanna Valgerðar Þórarinsdóttur og Brynjólfs Guðnasonar, þriðja í röðinni af 5 systkinum. Kynni okkar hófust á unglingsárum og héldust óslitið síðan. Snemma kom í ljós áhugi hennar á útiveru og ótaldar eru ferðirnar sem farn- ar voru á þeim árum, ýmist á eigin vegum eða með skátahreyfingunni í Hafnarfirði. Þórhildur lagði stund á íþróttir og lék um tíma með meistaraflokki FH í hand- knattleik. Hún giftist ung Steinari Guð- mundssyni úr Reykjavík og stofn- uðu þau heimili þar. Þau eignuð- ust eina dóttur, Valgerði, sem nú er á sautjánda ári. Þórhildur og Steinar slitu samvistir eftir skamma sambúð. Eftir það flutt- ust þær mæðgur til Hafnarfjarðar og hóf hún störf hjá Glerborg hf. og starfaði þar æ síðan. Þann 22. september 1979 giftist sem maður hennar hefur háð harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Mestan þann tíma var hann á sjúkrahúsi og vitjaði Ásta hans daglega og sat þar tímum saman uns yfir lauk. Nú að leiðarlokum þegar ég kveð Eðvald frænda minn er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu hans og tryggð um dagana. Eftir að hraka tók heilsu okkar hjóna kom hann vikulega til okkar, stansaði stutt í einu, færði okkur eitthvað að lesa og bauðst til að sendast eitthvað fyrir okkur. Svona umhyggja verður aldrei fullþökkuð nú á þessum tíma hraðahs þegar helst enginn má vera að neinu. það gladdi mig þeg- ar hann kom í þessar stuttu heim- sóknir. Oftast var hann með eitthvert af barnabörnum sínum með sér og ég sá hvað hann var góður og umhyggjusamur afi. Eftirlifandi konu Eðvalds, börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og systrum hans, vottum við hjón- in innilega samúð. Guðrún Emilsdóttir Minning: Eðvald B. Malm- quisl yfirmatsmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.