Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 3 Einsöngvar- ar í H-moll- messu I KVÖLD munu Sinfóníuhljóm- sveit íslands og Pólýfónkórinn ásamt fjórum erlendum einsöngv- urum flytja H-moll-messu Bachs í Háskólabíói í tilefni af 300 ára af- mæli tónskáldsins. H-moll-messan þykir eitt hið mesta af verkum tón- skáldsins og verðugt viðfangsefni til heiðurs snillingnum. í fyrrakvöld komu til landsins erlendu einsöngvararnir fjórir sem taka þátt í flutningi verks- ins og tók Friðþjófur ljósmynd- ari mynd af þeim, en þau eru Jacquelyn Flugelle sópransöng- kona, Renzo Castellato tenór, altsöngkonan Bernadette Manca di Nissa og að lokum bassa- söngvarinn Carlo de Bortoli. Sjá nánar í blaðinu í dag bls. 20 grein Árna Kristjánssonar Andi Bachs, bls. 18 og 19 300 ára minning, Johann Sebastian Bach eftir Ingólf Guðbrands- son og að lokum bls. 26 viðtöl við nokkra kórfélaga í Pólý- fónkórnum. Kveðst ekki muna hvað olli deilunum SIGURÐUR Adolf Frederiksen hefur lýst því við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins með hvaða hætti hann réð Jósef Liljendai Sigurðssyni bana í kaffistofu trésmíðaverk- stæðisins við Smiöjuveg í Kópa- vogi. Þeir hafi setið sitt hvorum megin við borð, þar sem Jósef heitinn hefði ætlað að hringja og hafi þá komið til átaka þeirra í millum. Sigurður kveðst ekki muna hvað olli deilum þeirra, en hann hefði ætlað að kveikja í húsinu til þess að afmá um- merki ódæðisverksins. Hann hefði kynnst Jósef heitnum á veitingastaðnum Ypsilon um eittleytið aðfaranótt fimmtu- dagsins 14. mars. Þeir hefðu farið yfir á trésmíðaverk- stæði Jósefs heitins, sem er skammt frá veitingastaðnum Ypsilon. Alþjóðlega skákmótið á Húsavík: Lein efstur með 4 vinninga Hnmvík, 20. mars Að lokinni 6. umferð Alþjóðlega skákmótsins hér á Húsavík er Lein efstur með 4 vinninga og eina bið- skák og Jón L. er í öðru sæti með 4 vinninga. Sjötta umferðin var tefld hér í dag og sigraði Jón L Sævar. Jafntelfi gerðu Áskell og Helmer, Tisdall og Zuckerman, Guðmundur og Lombardy og Helgi og Karl. Skák þeirra Páima og Lein fór f bið. Úrslit í 4. umferð, sem tefld var sl. mánudagskvöld, voru sem hér segir: Helgi vann Pálma, Lein vann Sævar, en skákum þeirra Áskels og Zuckerman, Helmer og Lombardy, Tisdall og Jóns L. og Guðmundar og Karls lyktaði með jafntefli. Fimmta umferðin var tefld í fyrrakvöld og þá vann Karl Sævar, en öllum öðrum skákum lyktaði með jafntefli. Lein er því efstur með 4 vinn- inga og biðskák, Jón L. í öðru sæti með 4 vinninga, Helgi er með 3% vinning og eina skák óteflda og Lombardy og Zuckerman með 3Vi vinning hvor. Á morgun (fimmtudag) verður frí, en þó tefla þeir Helgi og Guð- mundur skák þá sem frestað var, vegna þess að Helgi var ekki kom- inn, en 7. umferð vcrður svo tefld á föstudag. Fréttaritari. Áfram í gæzlu- varðhaldi vegna Grettis- götumálsins í GÆR var í Sakadómi Reykjavík- ur framlengt gæzluvarðhald yfir manni þeim, sem hefur játað að hafa lent í átökum við Sigurö Breiðfjörð Olafsson, sem fannst látinn á heimili sínu að Grettis- götu 19b þann 25. febrúar síðast- liðinn. Gæzluvarðhald var fram- lengt til 1. maí næstkomandi, en Rannsóknalögregla ríkisins gerði kröfu um gæzlu til 1. júní. Rannsóknalögreglu ríkisins hefur enn ekki borist niðurstaða krufningar, þannig að dánaror- sök Sigurðar heitins liggur enn ekki fyrir. Sigurður var tví- kjálkabrotinn og með áverka á andliti þegar hann fannst lát- inn. Við íslendingar eyðum miklum hluta ævinnar innandyræ^^ - skiptir því máli hvernig híbýli okkar eru innréttuð og höosntjp svo að plássið nýtist sem best. /jftp''' Innanhússarkitekt okkar hjálpar viðskiptavinui^áð skipu- leggja plássið með það fyrir augum að öllum líðfvel innandyra Það er sérsvið okkar að innrétta á smekklegan hátt þar sem hver lófastór blettur nýtist að fullu. Komdu til okkar með óskir þínar. Við teiknum fyrir þig, smíðum utan um hugmyndir þínar og gerum tilboð. BoM>aíti£íi 27 Sími 28450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.