Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 gorenje %^SKANDINAVIEN* Gæða ísskápar V á. Mf **. JE ------^ Gorenje HDS 201K rúmai 260 lítra. Þar af er 185 lítra kælii og 65 lítra djúpfrystir. Sjálfvirk affrysting. Hæð 138 cm, breidd 60 cm, dýpt 60 cm. Verð aðeins ki. 15.865.- stgr. Sami gæðaflokkur og ísskápar í mun hærri verðflokkum. iir afborgunarskilmálar, átið ekki happ úr hendi sleppa. Þetta er ekki bara draumur - þetta erjblakaldur veruleikinn. ___________ Gunnar Ásgeirsson hf. Sudurtandsbraut 16 Simi 9136200 Söluturn Til sölu er einn af betri söluturnum í Reykjavik. Staösett- ur i austurhluta borgarinnar. Mikil velta. Langur leigu- samningur. Góð aöstaöa fyrir vídeóleigu i húsnæöinu. Aöeins fjársterkir kaupendur koma til greina. Tilboö leggist inn á afgreiöslu Mbl. fyrir 26.' mars merkt: „Söluturn 3246“. LJOSRITUNARVÉLIN Meöal margra kosta má nefna að: U-BÍx 180 Z Ijósritar í lit U-BÍX 180 Z „zoom“ linsa sem stækkar og minnkar (65% uppí 155%) U-BÍX 180Z sjálfvirkt pappírsval U-BÍX 180 Z sjálfvirk lýsing U-BÍX 180 Z hægt að fá 10 hólfa raðara aukalega 'i<? ■ mhm SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. + = + Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377 Úr sýningu Þjóðleikhússins á leikriti Valgarðs Egilssonar. Dags hríðar spor Leikrit Valgarðs Egilssonar frumsýnt í Belfast LEIKHÓPURINN The Delphic Players sem starfar við Queen’s Uni- versity í Belfast frumsýnir leikrit Valgarðs Egilssonar, Dags hríðar spor, þar fímmtudaginn 21. marz. Leikhópurinn hefur áður sýnt leikrit eftir íslenzka höfunda, þ.e. Odd Björnsson og Jökul Jakobsson, en hann starfar undir stjórn Lewis Muinzer sem kennir Norðurlanda- bókmenntir við háskólann. Muinzer hefur unnið að Ijóðaþýðingum úr ís- lenzku og hefur m.a. þýtt verk eftir Einar Braga og Sigfús Daðason. Hann var hér á sl. sumri ásamt hópi nemenda sinna þeirra erinda að skoða land og þjóð. Leikritið Dags hríðar spor var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu veturinn 1980—’81 undir leikstjórn Brynju Benediktsdóttur og Erlings Gísla- sonar. Það var fyrst sett upp á Litla sviðinu en var fært upp á aðalsvið leikhússins á miðjum vetri vegna mikillar aðsóknar. Hina ensku þýðingu leikritsins hefur Maureen Thomas gert en verndari sýningarinnar í Belfast er Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. „Upphafið að þessari sýningu var eflaust það að Almenna bóka- félagið gaf leikritið út á bók og hún mun hafa dreifzt allvíða," segir Valgarður Egilsson er hann er spurður um tildrög sýningar- innar. „Delphic-hópurinn sýndi áhuga á að fá verkið til sýningar en í bréfi sem Lewis Muinzer skrifaði mér er farið fram á að niðurlaginu sé breytt. Leikritið er kannski svartsýnisverk og lýkur með því að það er nánast ekki gef- in nein von. „Hér í þessu landi verðum við að hafa von,“ sagði Lewis. Svo ég skrifaði til baka að þeir skyldu þá bara breyta niður- laginu og bætti þvi við að þetta væru aðrir áhorfendur og aðrir tímar og að kannski hefði ég líka breytzt síðan leikritið var fyrst sýnt. Og þetta varð úr. Lewis full- yrðir svo í bréfi til mín að maður sem sé að búa til börn hljóti að hafa einhverja von — sem er alveg rétt.“ „Verða menn ríkir á því að fá leikrit sýnt í útlöndum?" „Nei, því fer nú fjarri. Delphic- hópurinn hefur lítið sem ekkert fé til ráðstöfunar og sjálfur hef ég staðið straum af kostnaði við þýð- inguna, auk þess sem ég ætla að vera viðstaddur frumsýninguna og kostnað af því ferðalagi ber ég sjálfur. Hefði ég látið fjárhagslegt sjónarmið ráða hefði ég orðið að afþakka það að leikritið yrði tekið til sýningar en það gerði ég nú ekki. Auðvitað hefur maður áhuga á því að koma því á framfæri sem manni liggur á hjarta, ekki síður erlendis en hér heima. Ég er líka að halda að það sé einhvers virði að flytja út íslenzk hugverk og vera má að svo sé.“ Selfoss: Árshátíð barnaskólans SelfoMt, 19. mars. BARNASKÓLINN á Selfossi héit sína árlegu árshátíð um sl. helgi. Sam- komuhald þetta er orðið það viðamikið að það rúmast ekki f öðrum húsa- kynnum en íþróttahúsi skólanna. Húsfyllir var á árshátíðinni og kunnu gestir vel að meta þau skemmtiatriði sem boðið var upp á. í setningarávarpi eins nemandans kom fram að um fjórðungur nemenda skólans tæki þátt í skemmtiatriðunum. Eftir því sem fjölgað hefur í skólanum hefur árshátíðin vaxið að umfangi og sprengdi loks utan af sér það húsnæði sem skólinn hefur yfir að ráða. Áhersla er lögð á að sem flestir komi fram á árs- hátíðinni enda er hún lokaþáttur í félagsstarfi skólans. Foreldrar barnanna sýna þessari skemmtun mikinn áhuga og fjölmenna jafn- an þegar að henni kemur. Dagskráin var mjög fjölbreytt og skiptust á leikþættir, fimleikar, hljóðfæraleikur og söngur, en inn- an skólans er starfandi ágætur barnakór. Meðal leikþátta má að öðrum ólöstuðum nefna leikþátt um Jóru í Jórukleif, sem byggður var á þjóðsögunni, nærtækt efni enda ömefnin í næsta nágrenni barn- anna. Sérstaka athygli vakti hversu skemmtunin var vel undirbúin og hvað hún fór vel og snurðulaust fram. Auðséð var að kennarar og nemendur hafa lagt sig mjög fram um að hún yrði sem best. Samkoma sem þessi sýnir mjög vel þýðingu þess að brydda upp á nýjum og ferskum verkefnum í skólastarfi þar sem sköpunargleði barnanna fær að njóta sín og þau finna tilgang í starfinu. Þegar vel tekst til í því efni er miklu tak- marki náð. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.