Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
Við höfum góða reynslu af fólki
sem er í jafn nánu sambandi
við náttúruna og íslendingar
— segir Ferdinand Richard, söngvari frönsku rokksveitarinnar
Etron Fou Leloublan, sem spilar á tónleikum hér í kvöld
Franska rokkhljómsveitin Etron Fou Leloublan kemur
hingað til lands 21. mars nk. Þann sama dag mun hún koma
fram á tónleikum, ásamt íslensku hljómsveitunum Dá og
Oxsmá og dúdettinum Björk & Sigtryggi, í veitingahúsinu
Safarí. Af því tilefni leituðum við forsprakka Etron Fou Le-
loublan, söngvarann og bassaleikarann Ferdinand Richard,
uppi. Hann reyndist vera staddur í Mezoargues í Frakklandi
og þótt ekki nema sjálfsagt að svara nokkrum spurningum.
Árshátíð í
Hólminum
Stykkishólmi, 1S. man.
í GÆRKVÖLDI var árshátíð gagn-
fræða- og framhaldsskólanema í
Stykkishólmi. Var hún haldin í Fé-
lagsheimilinu við góða aðsókn. Nem-
endur sáu um alla dagskrá sem var
bæði skemmtileg og QöibreytL Þar
var söngur nemenda, bæði gaman-
vísur og annar kveðskapur. Tísku-
sýning o.fl. o.fl.
Voru áheyrendur á einu máli
um að þessi árshátíð hefði tekist
vel og verið nemendum til sóma.
Ágóði af árshátíð rennur í nem-
endasjóð og fyrir hann er svo ferð-
ast um landið að vori.
Kennsla í skólunum hér í Stykk-
ishólmi hefir gengið eðlilega síðan
í verkfallinu í haust og ekki heyrir
maður annað en að allt gangi vel í
skólanum og engir dagar hafi fall-
ið úr þótt hér hafi á tímabili geng-
ið flensufaraldur.
Árni
Góöar stundir
með MS sam-
lokum -hvar
og hvenær
sem er.
Mjólkursamsalan
Við báðum Ferdinand Richard fyrst
að segja okkur frá hljómsveitinni
sjálfri.
— Etron Fou Leloublan var
stofnuð 1973. Fyrsta platan okkar
kom á markað þremur árum síðar.
Sjötta platan okkar kemur svo á
markað núna í sumar. Að auki höf-
um við Guigou Chenever, trommu-
leikari og blásari, sent frá okkur
tvær sólóplötur hvor. Við höfum
einnig séð um undirleik fyrir aðra,
t.d. spiiuðum við á plötu breska git-
arleikarans Freds Frith (úr Henry
Cow, Art Bears og Residents),
„Speachless".
Hvað með tónleikaferðir? Annar
hver íslendingur virðist hafa séð Etr-
on Fou Leloublan á tónleikum í Hol-
landi, Svíþjóð, Þýskalandi og víðar.
— Við erum dugleg við tónleika-
ferðir. Meðal þeirra landa sem við
höfum spilað í eru Belgía, England,
Ítalía, Spánn, Svíþjóð, Bandaríkin,
Júgóslavía, Þýskaland, Sviss, Aust-
urríki og, ja, ég gleymi áreiðanlega
einhverju ...
í andstöðu við
sölupoppið
Hefur aðsóknin hvarvetna verið
jafn góð?
— Já, við höfum ekki þurft að
kvarta undan aðsókninni. Við eig-
um fastan kjarna áhangenda sem
mætir á hvern konsert hjá okkur.
Við erum þessu fólki mjög þakklát
því það tekur okkur eins og við er-
um, það kann vel við þá hluti sem
við stöndum fyrir, en er ekki að elt-
ast við okkur vegna einhverrar
tískubylgju. Þetta fólk á það sanr>
eiginlegt með okkur að vera í and-
stöðu við sölupoppið sem er dælt i
fjöldann með útspekúleruöum aug-
lýsingabrögðum undir slagorðinu
„Tískan í dag!“
Hver er staða Etron Fou Leloublan
í heimalandinu, Frakklandi?
— Við erum að sjálfsögðu vel
þekkt nafn í Frakklandi, þó ekki
væri nema vegna þess að hljóm-
sveitin er 12 ára gömul. Það er hár
aldur á rokkhljómsveit. Hins vegar
fer 80% af okkar starfi fram utan
Frakklands. Frakkar eru lítið fyrir
nýskapandi músík í dag. Öfugt við
það sem var fyrir fimm árum. Þó
reynir franska menningarmála-
ráðuneytið að styðja við skapandi
listir sem mest það má. Það má sín
bara svo lítils gegn alþjóðadótinu
sem er allsráðandi í Frakklandi um
þessar mundir. Ég sé ekki fram á
breytt ástand í þeim málum næstu
10 árin. Ég vona samt allt hið besta
og styð viðleitni menningármála-
ráðuneytisins heils hugar.
Diskótekdagskrá
alla daga
Fyrír nokkrum árum afnámu
Frakkar einkarétt ríkisútvarpsins.
Hvernig hafa mál þróast á þeim vett-
vangi gagnvart poppmúsikinni?
— Góð spurning! Við bundum
miklar vonir við frjálsu útvarps-
stöðvarnar á sínum tíma. Og þær
fóru glæsilega af stað. Þessar stöðv-
ar skiptu hundruðum og flestar út-
vörpuðu þær áhugaverðri dagskrá.
En þegar nýjabrumið var farið af
þeim og alvaran tekin við breyttust
stöðvarnar. Þær breyttust úr lif-
andi og sjálfstæðum litlum svæðis-
stöðvum í einhæfa flatneskju. í dag
eru þessar stöðvar ekkert annað en
segulband og manneskja sem skipt-
ir um spólu á fjögurra tíma fresti.
Spólurnar eru unnar af sérhæfðum
og stórum stofnunum úti í bæ sem
blanda inn í músíkina sérhæfðum
auglýsingum og sérunnum plötu-
fréttum. Allt svo gelt og litlaust.
Tvær stærstu útvarpsstöðvarnar
hér um slóðir eru i eigu tveggja
stærstu diskótekanna í borginni.
Þessar stöðvar spila alla vikuna
sömu dagskrá og þær spila á diskó-
tekunum á laugardagskvöldum. Þið
getið ímyndað ykkur fjölbreytnina!
Gamla ríkisútvarpið reyndi þó að
gera öllum til hæfis. Það útvarpaði
öllu frá framsæknu nýbylgjurokki
til skallapopps.
Þreyttur á ad
tala um RIO
Árið 1978 settu framsæknar rokk-
hljómsveitir frá hinum ýmsu löndum
á laggirnar samtökin „Rock in Oppo-
sition". Það var mikið skrifað og
skrafað um þessi samtök til að byrja
með en nú er eins og fæstir félagar
samtakanna vilji nokkuð af þeim vita.
Etron Fou Leloublan var áberandi í
RIO.
— RIO er ekki lengur til og voru
heldur aldrei nein skipuleg samtök.
RIO var aldrei annað en losaralegur
félagsskapur músíkanta með svip-
aðar skoðanir. Þeir skiptust á heim-
ilisföngum og tónleikaaðstöðu.
Þrátt fyrir svipaðar skoðanir á
mönnum og málefnum þá áttu
sumar þessara hljómsveita fátt
annað sameiginlegt. Ég nefni
Stormy Six frá ftalíu og Univers
Zero frá Belgíu sem dæmi. Þessar
hljómsveitir eru svo ólíkar að þær
hefðu áreiðanlega aldrei hist án
þessa RlO-ævintýris. Mig langar
líka að taka fram að við í Etron Fou
Leloublan vorum alltaf mótfallin
því hvað mikið var gert úr RIO og
öllu þessu „óháða“ dóti. Ég er orð-
inn dauðþreyttur á þvf að tala um
RIO í hverju einasta viðtali.
Lindsay Cooper er í
sérstöku uppáhaldi
Því verður samt varla á móti mælt
að Etron Fou Leloublan er einna best
þekkt á alþjóðamarkaði vegna tengsl-
anna við RlO-poppara á borð við Fred
Frith og hljómsveitina Henry Cow.
— Við erum mjög hreykin af
tengslum okkar og kynnum við
Fred Frith. Hann er einn helsti
músíkant okkar tíma. Fred hefur
séð um upptökur á plötum okkar og
spilað með í nokkrum lögum. Hann
sá um tónleikaferð okkar til Banda-
ríkjanna. Hann er mjög náinn vin-
ur okkar. Hann heldur til heima hjá
mér í Frakklandi þegar hann er f
sumarfríi, eins og f fyrra, og þegar
hann er á tónleikaferð um Frakk-
land. Lindsay Cooper úr Henry Cow
er einnig í sérstöku uppáhaldi hjá
okkur. Við höfum alla tíð reynt aö
fylgjast náið með þvi sem hún er að
gera.
Músík Etron Fou Leloublan minnir
einmitt stundum á fallegustu músík-
kafla Lindsay Cooper. Annars gengur
fólki illa að skilgreina músík ykkar.
Kannski Andrea Jónsdóttir hafi kom-
ist næst réttri skilgreiningu þegar hún
kallaði músík ykkar djasspönk í rás 2
um daginn.
— Etron Fou Leloublan flytur
fyrst og fremst lagríka músík. Við
leggjum áherslu á hefðbundna
hljóðfæraskipan. Ég er á bassa,
Guigou Chenever á trommur, Jo
Thirion á hljómborð og Bruno
Millier á saxófóna. Við þrjú fyrst-
HEIMSINS MESIA ÚRvAL
AF ZOOM UÓSRÍIUNAÍA/ÉLUM
Minolta býöur stœrsta úrval ZOOM
Ijósritunarvéla sem völ er ó, enda ZOOM
tœknin þeirra eigin uppfinning. Með
ZOOM bjóðast nœr ótakmarkaðir
minnkunar og stœkkunarmöguleikar.
Minolta Ijósritunarvélarnar taka fró 15 til
50 eintök ó mín., hafa allt að 1500
eintaka pappírsforða og eru allar með
kyrrstœðu myndborði.
ZOOM LJÓSRITUNARVÉLAR - HREIN TÖFRATÆKI
KJARAN HF ÁRMÚLA 22 REYKJAVÍK SÍMI83022 MINOLTA