Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 67. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hóta árásum á farþegaþotur Muuma, Bahrain, og Nikósíu, 20. man. AP. ÍRAKAR réðust úr lofti á sex borgir í íran og olíuútflutningsmiðstöð frana i Kharg-eyju. Hæfðu þeir íranskt skip við Kharg og fórust sex úr áhöfn þess í árásinni. Olíumannvirki löskuðust ekki og heldur ekki tvö skip, sem lestuðu olíu. Hundruð útlendinga voru fluttir með sérstökum flugvélum Luft- hansa og tyrknesks flugfélags frá Teheran til Evrópu í dag. Var sel- flutningurinn skipulagður eftir hótanir fraka um að skjóta niður allar flugvélar á flugi í lofthelgi frans. Treysta útlendingar tak- markað á ríkisflugfélag íran, sem flýgur enn áætlunarferðir að degi til og hagnast hefur á því að önnur flugfélög hafa hætt flugi til Teheran. Hussein Musavi forsætisráð- herra íran sagði hótun fraka að granda öllum flugvélum vera til marks um sturlun. Ef írakar gerðu alvöru úr hótun sinni yrði flugvöll- urinn i Bagdað eyðilagður í eld- flaugaárás og höfuðborgin lögð í rúst. frakar gerðu loftárásir á „valin skotmörk" í borgunum Tabriz, Hamadan, Dezful, Bushehr, Kerm- anshah og Isfahan. Ráðist var á hinar þrjár fyrsttöldu í kvöld en hinar í morgun. Fregnir hafa ekki borist um afleiðingar árásanna. Þá kváðust frakar hafa fellt 4.000 hermenn á fenjasvæðinu á suðurhluta landamæranna og manntjón írana næmi því 27.200 mönnum frá því 11. marz. Segjast írakar hafa hrundið innrás frana á svæðinu og vera að „hreinsa til“ þar um slóðir. Einnig sögðust frak- ar hafa skotið niður íranska orr- ustuþotu yfir íran í dag. Að sögn fraka héldu franir uppi árásum á Basra í suðurhluta frak og landamæraborgirnar Mandali og Khanaqin. Sögðu þeir lítið tjón hafa hlotizt, en sendingar útvarps- ins í írak, sem heyrðust í London, voru rofnar og sagt að loftárás væri yfirvofandi. Lukkunar pamfílar Bretarnir Graham Barwell og David Gully höfðu ástæðu til að fá sér snúning meÖ dönsurunum í söngleik, sem nú er sýndur í Lundúnum, því þeim voru afhentar í gær ávísanir fyrir vinning í knattspyrnugetraun Littlewoods. Unnu þeir hvor um sig tæp 800 þúsund sterlingspund, eða um 40 milljónir króna. AP/ Símamynd ísraelskir hermenn á eftirlitsferð við yfirgefnar byggingar á suðurbakka Litani-árinnar í suðurhluta Líbanon, þar sem róstusamt hefur verið síðustu daga. Reynt að grafa unaan Gemayel Beirvt, 20. nn AP. Harðir bardagar voru háðir þriðja daginn í röð í hafnarborginni Sídon í suðurhluta Líbanons og hafa 10 manns a.m.k. týnt lífi og 40 særst. Þar eigast við stjórnarhermenn og bardagasveitir kristinna manna, sem er aðskilnaðarhreyfing úr flokki falangista. Leiðtogi andróðursmanna í flokki Amins Gemayel forseta, Samir Geagea, var skipaður yfir- maður bardagasveitanna i dag í stað Abu Nader frænda Gemayels, sem gerður var að leiðtoga löggjafarsamkomu aðskilnaðar- samtakanna. Tilgangurinn er að grafa undan forsetanum og efla ítök samtakanna á svæðum krist- inna. Sveitir Geagea náðu mestum hluta landsvæða kristinna norðan við Beirút úr hendi stjórnarhers- ins í síðustu viku. Talsmenn að- skilnaðarmanna segja tilgang sinn ekki að sækjast eftir sjálfs- forræði kristinna manna í Líban- on. Gemayel sagði á ríkisstjórnar- fundi í dag að hann teldi uppreisn bardagasveitanna vera svar við myndun öfgahópa múhameðstrú- armanna í Beirút. Uppreisn sveita kristinna hófst 12. marz og kvörtuðu aðskilnað- armenn yfir því að Gemayel léti stjórnast af Sýrlendingum og hann hefði verið of undanlátssam- ur við múhameðstrúarmenn. Stýriflaugarnar í Belgíu: Sigur fyrir stjórn Belgíu og NATO Braasel, 20. marz. AP. Ríkisstjórn Belgíu og Atlantshafsbandalagið unnu sigur er þing Belgíu studdi ákvörðun stjórnarinnar að hefja uppsetn- ingu stýriflauga í landinu, í samræmi við samþykktir Atl- antshafsbandalagsins. Atkvæði féllu þannig að 116 þingmenn studdu uppsetningu flauganna og 93 voru á móti. Einn þing- maður sat hjá og tveir voru fjarverandi. Niðurstaða fékkst ekki fyrr en eftir 15 klukkustunda langar um- ræður, sem á stundum urðu all snarpar. Voru sérfræðingar á báð- um áttum um afstöðu þingsins, þar til Luc van den Brande, for- sprakki andstæðinga stýriflaug- anna í flokki Maertens forsætis- ráðherra , ákvað á síðustu stundu að styðja ákvörðun stjórnarinnar. Kvað hann einingu í flokknum Tónlistin yfir- gnæfði lestarskrölt Stokkhólmi, 20. nurz. AP. Nítján ára frjálsíþróttakona, Anita Sundberg, sem var efnilegur lang- hlaupari, lézt samstundis er hún varð fyrir járnbrautarlest á æfingu í dag. Var hún með hlustunartæki á höfði (vasadiskó) og heyrði ekki í lestinni og hljóp í veg fyrir hana. Sundberg var úti að skokka nærri heimaborg sinni, Sollefteá í Norður-Svíþjóð, er hún hljóp yfir brautamót járnbrautar akvegar, sem ekkert hlið er við. sama mund kom farþegalest eft- ir teinunum og skipti engum tog- um að lestin ók á stúlkuna. Segulbandstækið, af gerðinni Walkman, var stillt eins hatt og unnt var. Að sögn lögreglu- stjórans í Sollefteá var enginn möguleiki á að hún heyrði í lest- inni nálgast. Sagði hann það áhyggjuefni að stöðugt fjölgaði skokkurum með slík tæki á höfði og lýsti hann sig fylgjandi banni við notkun slíkra tækja á al- mannafæri. mikilvægari en persónulegan metnað sinn. Embættismenn í höfuðstöðvum NATO segja stuðning þingsins við flaugarnar kunna að hvetja stjóm Hollands til að ákveða uppsetn- ingu 48 stýriflauga þar í landi. Bú- ist er við ákvörðun stjórnarinnar fyrir 1. nóvember. Mikil gremja ríkti meðal leið- toga hreyfingar, sem barist hefur gegn uppsetningu flauganna í Belgíu. Efndi hreyfingin til mik- illa mótmælaaðgerða á sunnudag í Brussel. Segjast forsprakkar hennar munu einbeita sér að kosn- ingunum 8. desember nk. og stuðla að falli stjórnarinnar þá. Stjórnin ákvað í síðustu viku að hefja uppsetningu fyrstu 16 flaug- anna af 48 í flugstöð í suðurhluta landsins. Ákvörðunina studdu 111 stjórnarþingmenn af 113 og 5 þingmenn flokka íhaldsmanna og óháðra, sem eru í stjórnarand- stöðu. Atkvæði gegn ákvörðuninni greiddu þingmenn Jafnaðar- flokksins, umhverfissinnar, kommúnistar og þingmenn frönskumælandi þjóðernissinna. Stýriflaugarnar, sem settar verða upp í Belgíu, eru hluti af 572 stýriflaugum og Pershing-2- flaugum, sem NATO ákvað 1979 að setja upp í Evrópu til að vega upp á móti miklum fjölda SS-20- flauga, sem Sovétmenn beina á skotmörk í Evrópu. Stækkun EB: Leysist deilan í dag? Braaœl, 20. marz. AP. Utanríkisráðherrar ríkja Evr- ópubandalagsins (EB) luku fjórða fundardeginum án þess að ná samkomulagi um skil- mála fyrir inngöngu Spánar og Portúgals og framlengdu fund sinn um einn dag. Ráðherrarnir hafa setið á fundum frá þvi á sunnudag og reynt að höggva á hnútinn. Bú- ist er við að einhverjum ágreiningsefnanna verði vísað til leiðtogafundar EB i næstu viku. Helztu ágreiningsefnin eru kröfur Spánverja um aðgang fiskveiðifiota síns að fiskveiði- lögsögu EB. Jaeques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, sagðist i dag sjá þess merki að árangur hefði náðst á fundunum og batt 'nann vonir við að á morgun tækist að út- kljá óleyst ágreiningsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.