Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 43 hún eftirlifandi eiginmanni sín- um, Jóni Guðmundssyni. Jón og Þórhildur voru einstaklega sam- rýnd og hamingjusöm hjón. Gest- risni og örlæti einkenndi þeirra heimili. Þau stunduðu ötullega hverskonar útivist, s.s. hesta- mennsku, skíðaferðir og ferðalög. Það sem okkur er minnisstæðast í fari vinkonu okkar er hennar létta lund, jákvæða hugarfar og hress- ileikinn sem ávallt fylgdi henni. Ósjaldan dreif Þórhildur okkur þessi framtaksminni í útilegur og hlustaði ekki á mótbárur um rign- ingarspár, enda sá hún ævinlega einhverstaðar sólarglennu. Skemmst er að minnast ferðar er við fórum sl. sumar austur í Þjórsárdal, ferð sem hafði verið ákveðin af stórum kunningjahópi nokkuð löngu áður. Ýmislegt varð til þess að fólk heyktist á för, þó helst slagveður og kuldi, en Þór- hildur lét ekki slíkt aftra sér. „Ég er viss um að það verður sól á morgun," sagði hún og við það sat, þrjár fjölskyldur lögðu upp og tjölduðu í roki og rigningu. En viti menn, þvert á spá veðurstofunnar snerist vindur til norðanáttar með glaða sólskini og við nutum veður- blíðu, náttúrufegurðar og góðs fé- lagsskapar. Þann 16. desember 1983 kom langþráður sólargeisli inn í líf þeirra Þórhildar, Jóns og Vallýar, en þá fæddist Salbjörg litla. Er sárt til þess að hugsa að Þórhildi skildi ekki auðnast að njóta henn- ar lengur slíkur gleðigjafi sem hún var henni. Nú á skilnaðarstund viljum við þakka fyrir góða samfylgd og trygga vináttu. Jóni, Vallý og Sallý litlu, móður Þórhildar, Val- gerði svo og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Sóldís og Hulda. Enn hefur verið höggvið skarð í hóp okkar starfsfélaganna og enn er höggvið stórt. Það er óskiljan- legt að á tæplega einu ári höfum við þurft að sjá á bak tveimur starfssystrum okkar, sem áttu það sameiginlegt að vera báðar ein- „Ekkert líf er án dauða enginn dauði án lífs.“ f dag er til moldar borinn elsku bróðir okkar og mágur, Eðvald B. Malmquist, Rauðalæk 5 hér í borg. Hann er fæddur að Borgargerði í Reyðarfirði, sonur hjónanna Kristrúnar Bóasdóttur frá Stuðl- um og Jóhanns Péturs Malmquist frá Áreyjum. Eðvald var búinn að heyja all- langt stríð við banvænan sjúkdóm með óvenjulegri karlmennsku og æðruleysi en naut jafnframt að- stoðar umhyggjusamra aðstand- enda, eiginkonu, barna og barna- barna. Á liðnu ári, mitt í veikindum sínum, gekkst hann ásamt fleirum fyrir ættarmóti „Stuðlaættarinn- ar“ sem haldið var austur á Reyð- arfirði með glæsibrag. Þangað fór Eðvald þrátt fyrir veikindi sín og var það í hinsta sinn sem hann leit æskustöðvar sínar sem hann unni. Jafnframt gafst honum þá tæki- færi til að hitta frændfólk og aðra vini. Eðvald var vinsæll maður og ávallt hrókur alls fagnaðar og ættrækinn með afbrigðum. Þessi vinafundur mun hafa veitt honum mikla gleði og létt undir baráttu hans við dauðann. Með fráfalli Eðvalds eru nú að- eins 8 systur eftir af barnahópn- um, en þau voru alls 16, 4 bræður eru látnir og 4 systur. Þessi stóri systkinahópur tvístraðist við frá- fall móðurinnar þegar börnin voru flest á unga aldri, en þau samein- uðust aftur og varð óvenjulega samrýndur systkinahópur og átti Eðvald sinn stóra þátt í því. Eðvald var einstaklega greiðvik- inn maður og nutu þess margir. Hann unni blómum og fögrum hlutum, þekkti land sitt og unni því. Við söknum í dag bróður og vin- ar, sem of fljótt féll fyrir sigð dauðans, og við biðjum honum staklega lífsglaðar og hafa þann eiginleika að geta séð bjartari hliðar lífsins, en litið fram hjá þeim dekkri. Er við í dag kveðjum Þórhildi Brynjólfsdóttur finnst okkur ótrúlegt og ósanngjarnt að hún skuli burt kölluð í blóma lísins. Lífið brosti ekki alltaf við Þór- hildi þó hún hafi alltaf brosað við lífinu, en sannarlega vað það farið að brosa við henni nú, og fram- undan virtist allt bjart. Hún átti góðan eiginmann, sem hún mat mjög mikils og kom það glöggt fram er hún talaði um hann, þá sagði hún gjarnan, „Hann Jón minn er alveg sérstakur." Hvernig hún sagði það og lagði áherslu á það, sýndi að það var hennar inn- stal sannfæring. Hún átti líka tvær yndislegar dætur sem hún unni mjög heitt. Saman var fjöl- skyldan að byggja húsið sem átti að verða framtíðarheimilið. Allt var komið í fastar skorður og framtíðin blasti við björt og fögur. Þá er skyndilega klippt á þráð- inn og Þórhildi kippt í burt og við stöndum eftir agndofa og finnum hve lítils megnug við erum gegn almættinu. En við verðum að trúa að tilgangurinn sé einhver og að hennar hafi verið meiri þörf hjá hinum almáttuga en hjá okkur. Við minnumst hennar sem heil- steyptrar og heiðarlegrar mann- eskju sem bar með sér birtu hvar sem hún fór því hún var alltaf kát og glöð. Það var gott að vinna með henni, hún var hörkudugleg og ósérhlífin og skipti sjaldan skapi. Það var gaman að skemmta sér með henni, hún var félagslynd og á gleðistund var hún hrókur alls fagnaðar. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst henni í leik og starfi og sökum þess að fá ekki oftar að sjá bjarta brosið sem ein- kenndi Þórhildi. En sárastur er söknuðurinn hjá eiginmanni, dætrum, móður og systkinum. Biðjum við Guð að styrkja þau á sorgarstund. Við þökkum Þórhildi samfylgd- ina og biðjum góðan Guð að geyma hana. Starfsfólkið í Glerborg velfarnaðar á þeirri göngu sem hann nú hefur hafið í dag, til þess mikla ljóss, sem allir leita. Sérstakar kveðjur eru sendar frá systur okkar sem búsett er í Noregi og fjölskyldu hennar. Elsku Ásta, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúð og afabörnunum öllum, sem elskuðu afa sinn svo mjög, enda var hann einstakur afi, sem allt vildi fyrir þau gera. Guð gefi ykkur styrk. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt“ (V.Br.) Systur og mágar Mig langar i örfáum orðum að minnast Eðvalds tengdaföður míns, sem við kveðjum í dag með djúpum trega og söknuði. Það var árið 1971. sem ég kom fyrst inn á heimili Ástu og Eðvalds. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Einkum leita þó á hugann minningar um Eðvald tengdar afahlutverkinu. Hann elskaði það hlutverk og því hlut- verki skilaði hann sérlega vel. Áð- ur en veikindin komu til, naut Eð- vald lífsins og þráði hann að eyða sem mestum tíma með barnabörn- unum. Þau áttu hug hans allan og hann elskaði hverja stund, sem hann átti með þeim. Missir Ástu og okkar allra er mikill, en minn- ingin um elskulegan og góðan afa lifir áfram í huga okkar. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég þakka hjúkrunarfólki og læknum á deild 11-G á Landspítalanum fyrir frá- bæra umönnun. Bið ég góðan guð að blessa minningu Edvalds. Hvíli hann í friði. Svana Friðriksdóttir jrtt opnaö s or, ' i 790, v,n uxur a ir ó 2' barnabuxur a t á 850, aúskona á 290—49C , ha»a 'ág ikaupinl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.