Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
Mismunur í launakjörum
og rangsnúningur BHM
— eftir Indriða H.
Þorláksson
Athugasemd við grein Stefáns
Olafssonar í Morgunblaðinu 19.
mars 1985.
í tilraun Stefáns Ólafssonar for-
manns Launamálaráðs BHM til að
svara gagnrýni minni á meðferð
hans og samstarfsmanna á tölum
úr könnun Hagstofunnar reynir
hann að snúa sig út úr þeirri klípu
með rangsnúningi.
í grein minni 12. mars sl. sýni
ég fram á það að aðgreining launa
í hrein dagvinnulaun og laun fyrir
yfirvinnu hefur mistekist. Til að
gera þetta ljóst var brugðið upp
nokkrum dæmum úr talnasafninu
þar sem fram kom að laun sem
Launamálaráð kallar dagvinnu-
laun voru hærri en laun fyrir dag-
vinnu að viðbættri yfirvinnu. Tek-
ið var fram að hér voru á ferðinni
valin dæmi til að sýna fram á
þverstæðu í málflutningi Launa-
málaráðs. Fullyrðing Stefáns nú
um að í þessum dæmum séu of fáir
einstaklingar til að niðurstaðan sé
marktæk á ekki við nein rök að
styðjast, hvorki tölfræðilegum né
öðrum, enda var ekki í grein minni
sett fram nein fullyrðing um
marktækan mismun.
Það er hverjum sem til tölfræði-
legra vinnubragða þekkir fullljóst
að dæmi eins og ég tók með yfir
hundrað einstaklingum og eru
andstæð fullyrðing um „hreinar
dagvinnutekjur" er meira en nógu
stór til að gera hana marklausa.
Talsmenn Launamálaráðs ríkis-
starfsmanna innan Bandalags há-
skólamanna hafa mjög haldið á
lofti fullyrðingum um stórfelldan
mun á launakjörum háskóla-
menntaðra ríkisstarfsmanna og
manna með sambærilega menntun
og í hliðstæðum störfum á hinum
almenna vinnumarkaði. Telja þeir
mun þennan vera 50—80% og
byggja í því efni á könnun, sem
Hagstofa íslands vann á síðasta
ári fyrir fjármálaráðuneytið og
Launamálaráð BHMR.
Svo virðist sem fjölmargir hafi
ginið gagnrýnislaust við agni
þessu og fjölyrt um þennan mun
án þess að kynna sér hvort og þá
hvers konar rök eru fyrir fullyrð-
ingum þessum. í þessum hópi er
m.a. að finna þingmenn og blaða-
menn, sem ættu þó vegna starfs
síns og starfsheiðurs að kynna sér
málin áður en gripið er til fullyrð-
inga.
Talsmönnum Launamálaráðs
hefur á réttum vettvangi, í við-
ræðum og í málflutningi fyrir
Kjaradómi, verið bent á rökleysur
í málflutningi þeirra og rangar
fullyrðingar. Hafa þeir þó ekki
látið sinnast, halda uppteknum
hætti í fullyrðingaseminni að
viðbættum kveinstöfum yfir því
að vondir menn í fjármálaráðu-
neytinu með undirritaðan i broddi
fylkingar leyfi sér að draga full-
yrðingar þeirra í efa. Eitt láta þeir
ógert. Það er að hrekja gagnrýni
með rökum og yfirleitt að styðja
mál sitt rökum.
Til að fyrirbyggja misskilning
skal það tekið fram að undirritað-
ur hefur aldrei haldið því fram að
enginn munur sé fyrir hendi í því
efni sem um er rætt enda hefur
Tafla 1. Föst mánaöarlaun háskólamenntaðra starfs-
manna á almennum markaði og hjá ríkinu í maí 1984.
Alra. raarkaóur Kíkisstarfsm. Misraunur á
Mánaóarlaun Mánaóarlaun ríkÍHHUrfa-
Fjöldi ríkiæ f maf 1984 meðalul í maf- monnum og
sUrfsm. meóaltal á verólagi 1984 alm. raarkaói
Tæknim., viðsk.fr., lögfr. 613 37395 26049 -30.3
Hásk.k., læknar, prestar 538 30161 25911 +14,1
Ýmsir BA/BS próf og samb.l. 1093 26103 21751 ♦16,7
SjunUla allir 2244 30161 23922 +20,7
Tafla 2. Heildarlaun háskólamenntaðra starfsmanna á
almennum markaði og hjá ríkinu í maí 1984.
Alm. markaóur RfkirwUrfsm. Mismunur á
Heildarlaun Ileiklarlaun rfkirtHUrfH
Fjoldi ríkis- í maí 1984 meóaltal á maí- mönnum og
starfsm. meóaltal rerAlagi 1984 alm.markaói
Tæknim. viðsk.fr. lögfr. 613 46171 41580 +9,9
Hásk.k., læknar, prestar 538 39621 31273 ♦21,1
Ýmsir BA/BS próf og s&mb.l. 1093 35948 31172 +13,3
KamtaLs allir 2244 39621 34039 + 14,1
því löngum verið haldið fram að
ríkisstarfsmenn njóti ýmissa
hlunninda umfram starfsmenn á
almennum vinnumarkaði sem
meta eigi við samanburð á kjör-
um. Deilan stendur um það hvort
munur þessi sé nú svo stórfelldur
sem Launamálaráð vill vera láta
eða ekki meiri en svo að með hóf-
legum samningum megi leiðrétta
hann svo að viðunandi sé.
Til að gefa lesendum kost á að
átta sig nokkuð á máli þessu eru
hér birtar tvær töflur er sýna
samanburð á niðurstöðum úr
könnun Hagstofu íslands um
launagreiðslur á almennum
vinnumarkaði og launagreiðslum
til starfsmanna ríkisins. í báðum
tilvikum er miðað við launakjör í
maí 1984. Hjá ríkisstarfsmönnum
er miðað við meðaltal alls ársins
1984 fært til maíverðlegs.
í báðum tilvikum er um að ræða
starfsmenn í fullu starfi, öðrum er
sleppt. Meðaltöl eru í báðum til-
vikum reiknuð með fjölda ríkis-
starfsmanna sem vog, þannig að
þau eru samberanleg. Fyrir mið-
hópinn er heildarmeðaltal á al-
menna markaðnum notað þar sem
annað þrýtur.
Starfsmönnum er skipt í þrjá
hópa með hliðsjón af tekjuskipt-
ingu. í einum hópnum eru arki-
tektar, verkfræðingar, tæknifræð-
ingar, viðskiptafræðingar og lög-
fræðingar. í öðrum hópi háskóla-
kennarar, læknar og prestar. I
þriðja hópnum eru þeir, sem enn
eru ótaldir.
Launamálaráð BHM telur með-
altalið vera 72%, að vísu reiknað
sem hundraðshluti af launum rík-
isstarfsmanna. Þannig reiknað
verða -20,7% að 26,1%. Sé þessi
greining brotin frekar niður á
starfsheiti fást í einstökum tilfell-
um tölur á bilinu +10,4 til +37,6%
sem þó aldrei ná því meðaltali,
sem Launamálaráð vill vera láta.
Sýnt hefur verið fram á sbr.
grein undirritaðs í Morgunblaðinu
12. mars að svokölluð dagvinnu-
laun eins og þau koma fram í
könnun Hagstofunnar og einnig
hjá rikisstarfsmönnum er vafa-
samur mælikvarði á laun fyrir
sama vinnutíma. Til þess liggja
margar orsakir eins og þar er tí-
undað. Fróðlegt er því að skoða
heildarlaunagreiðslur og gera
samanburðinn á þeim grundvelli
og er það gert í töflu 2.
Eftir útreikningum Launamála-
ráðs er mismunur á heildarlaun-
um 47%.
Það eru fleiri en blaðamenn,
sem taka talnafullyrðingum
Launamálaráðs án nauðsynlegrar
gagnrýni. Þannig hafa aðildarfé-
lög Launamálaráðs fallið í þá
gryfju og sett fram kröfur, sem
rökstuddar eru með tölum ráðsins.
Kröfurnar eru á bilinu rúmlega
70-100%.
Tafla 3. Föst mánaöarlaun háskólamenntaðra starfs-
manna á almennum markaöi og fóst mánaðarlaun há-
skólamenntaöra ríkisstarfsmanna hækkuð til samræmis
við almenna kröfu Launamálaráðs BHMR.
Alm. markaóur Mánaóarlaun Mánaóarlaun
Mánaóarlaun rfkisstarfsm. ríkisstarfsm.
Fjöldi ríkis- í maí 1984 meó 72% umfram alm.
starfsm. meóaltal hækkun markaó
Tæknim. viðsk.fr. lögfr. 613 37395 44804 % 19,8
Hásk.k., læknar, prestar 538 30161 44567 47,8
Ýmsir BA/BS próf og samb.l. 1093 26103 37412 43,3
SamtaLs allir 2244 30161 41147 36,4
Tafla 4. Heildarlaun háskólamenntaðra starfsmanna á
almennum markaði og heildarlaun háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna hækkuð til samræmis við almenna
kröfu Launamálaráðs BHMR.
Alm. mnrkadur Heildarlaun Heildarlaun
HeildarUnn ríkisstarfsm. rfkisstarfsm.
Fjöldi ríkis- i maf 1984 meó72% umfram alm.
aurfmn. meöalul hækkun markaó
Tæknim. vidsk.fr.lögfr. 613 46171 71518 % 54,9
Hásk.k .læknar, prestar 538 39621 53789 35,8
Ýmsir BA/BS próf og samb.l. 1093 35948 53616 49,1
Samtals allir 2244 39621 58548 47,8
F0TSKEMILL
AF FULLKOMNUSTU GERÐ
fótskemillinn er hannaöur í nánu samstarfi
viö sjúkraþjálfara og skrifstofufólk, stöðugur
og auöveldur í meðförum. Pú stillir hallann
sjálfur, velur honum hentugan stað framan við
stólinn og finnur fljótt muninn á að hvíla
fæturna á stöðugu gúmmíi í þægilegri hæð.
VERÐ AÐEINS
KR. 1.250
Hringið í síma 82420
og fáið allar nánari
upplýsingar.
uhdirstaða
skÍiÍstofustarfs
KONRÁÐ AXELSSON
SKRIFSTOFUVÖRUR_______
ÁRMULI 30 - 128 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 8736
Á
Indriði H. Þorláksson
„Til að fyrirbyggja mis-
skilning skal tekið fram
að undirritaður hefur
aldrei haldið því fram
að enginn munur sé
fyrir hendi í því efni
sem um er rætt... Deil-
an stendur um það
hvort munur þessi sé nú
svo stórfelldur sem
Launamálaráð vill vera
láta eða ekki meiri en
svo að með hóflegum
samningum megi leið-
rétta hann svo viðun-
andi sé.“
Til þess að gera ljóst hversu
fjarstæðukennd röksemdafærsla
Launamálaráðs er skal sýnt
hvernig dæmið liti út ef farið yrði
að kröfum ráðsins og launataxtar
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna hækkaðir um 72%. Sýnd
eru áhrif þess á föst mánaðarlaun
og heildarlaun í töflum 3 og 4.
Samræming og jöfnun eftir for-
skrift Launamálaráðs myndi leiða
til þess að föst mánaðarlaun ríkis-
starfsmanna yrðu nærri 40%
hærri en þau laun, sem Launa-
málaráð BHM vill nota til saman-
burðar á almennum markaði og
heildarlaunin nærri 50% hærri og
eru þó ekki meðtaldar ýmsar
aukagreiðslur til miðhópsins. Svo
virðist sem sumir vilji vera jafn-
ari en aðrir.
P.S. Væntanleg viðbára Launa-
málaráðs um að einhverjir fram-
angreindra viðmiðunarhópa séu of
fámennir til að byggja á þeim út-
reikning meðaltals fær ekki stað-
ist. Unnt er að sýna frma á það
með tölfræðilegu prófi að svo er.
Indriði H. Þorláksson er skrit-
siotustjóri í fjirmilaráðuneytinu.
Japan:
Eiturbyrlar-
ar hóta illu
Tókýó, 18. mars. AP.
HÓPUR fjárkúgara, sem fyrr í vetur
stóð fyrir því að eitra sælgæti í hill-
um verslana og gerði fjárkröfur á
hendur framleiðendum varanna,
kvaðst á sunnudag mundu láta
„eitthvað stórt“ af sér leiða í sumar,
að sögn lögreglunnar.
Þetta kom fram í bréfi, sem
fjárkúgararnir sendu fjölmiðlum í
Osaka í vesturhluta Japans. Bréfið
fannst í turni Osaka-kastala, sem
er þekktur ferðamannastaður i
miðborginni.
Skuggasveinar þessir hafa
smogið í gegnum greipar lögregl-
unnar í meira en ár og sent henni
ögrandi bréf með hvers kyns köp-
uryrðum.
Að sögn lögreglunnar hefur
ekkert þeirra fyrirtækja, sem
fengið hafa hótunarbéf, látið und-
an kfl^fum fjárkúgaranna.