Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 33 Jttwgsnslilfifetft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Er samdráttar- skeiðinu lokið? að er því ljóst, segir Þjóð- hagsstofnun í fréttatil- kynningu til fjölmiðla í fyrra- dag, að samdráttarskeiðinu, sem hófst 1982, lauk í fyrra, þ.e. 1984. Þetta eru gleðileg tíðindi, ef þau verða viðvarandi, en ýmsir óvissuþættir einkenna íslenzk- an þjóðarbúskap á líðandi stund. Spár Þjóðhagsstofnunar fyrir árið 1984 stóðu til lítils- háttar samdráttar í fram- leiðslu sjávarafurða en óbreyttrar útflutningsfram- leiðslu í heild frá árinu 1983. Þetta gekk ekki eftir. Sjávar- vöruframleiðslan jókst um 11% og útflutningsframleiðsl- an í heild um 12%, að verð- mæti. Útflutningur í heild jókst ekki eins mikið og fram- leiðslan, eða aðeins um 3%, enda var allnokkuð selt 1983 af birgðum útflutningsvöru. Framleiðsla á áli jókst um 5,5% á si. ári, á kísiljárni um 22% og á öðrum iðnaðarvörum um 21%. Meginskýringu þess að þjóð- arframleiðslan jókst á heildina litið um 2,5% 1984 telur Þjóð- hagsstofnun rýmkun á veiði- heimildum, sem byggð hafi verið á sjávarrannsóknum er sýndu hagstæðari niðurstöður en fyrr. Loðnan reyndizt sér- lega gjöful á síðustu mánuðum liðins árs og þorskur og rækja fóru verulega fram úr áætlun. Hvort framhald verður á skal ósagt látið. Svipull er sjávar- afli. En Þjóðhagsstofnun spáir 1% vexti þjóðarframleiðslu 1985. Innlend eftirspurn jókst verulega á liðnu ári, einnig þvert á fyrri spár Þjóðhags- stofnunar. Þjóðarútgjöld til neyzlu og fjárfestingar jukust um 3%. Það er á þessum punkti fréttatilkynningar Þjóðhags- stofnunar sem sú staðhæfing er sett fram, að samdráttar- skeiði liðinna ára sé lokið. Atvinna var nokkuð stöðug, á heildina litið, þrátt fyrir staðbundið atvinnuleysi á viss- um svæðum, og atvinnuleysi í heild aðeins 1% af fólksfjölda á vinnualdri. Það þætti hátíð í bæ í flestum iðnríkjum heims. Færri vóru á atvinnuleysisskrá í ársbyrjun 1985 en tvö sl. ár. Þrátt fyrir nokkurn vöxt þjóðarframleiðslu var við- skiptajöfnuður við útlönd óhagstæður um 4.100 m.kr. eða 6% af þjóðarframleiðslu, skv. fréttatilkynningu Þjóðhags- stofnunar. Spár standa til litlu minni viðskiptahalla 1985. Þessu veldur fyrst og fremst tvennt: mikil aukning inn- lendrar eftirspurnar, þ.e. inn- flutnings, og þung vaxtabyrði erlendra skulda. Mikið dró úr verðbólgu á síð- ustu mánuðum ársins 1983 og fram á haust 1984. Þá vóru verðbreytingar, umreiknaðar á árshraða, komnar niður í 15%. í kjölfar nýrra kjarasamninga og gengislækkunar á sl. hausti tók verðbólgan hinsvegar mik- inn vaxtarkipp. Meðalverð- hækkun milli áranna 1983 og 1984 var þó aðeins 29%, eða minni en nokkru sinni síðan 1973. Horfur virðast á því að óbreyttu að verðbreytingar hafi hjaðnað í svipað form um mitt þetta ár og þær vóru fyrir kjarasamninga á sl. hausti, þ.e. í 15%—20% árshraða. Hins- vegar ríkir sú óvissa í kjara- samningum, að erfitt er að spá um framhaldið; flestir þeirra eru uppsegjanlegir frá 1. sept- ember nk., þótt þeir gildi form- lega til ársloka. Verðbólga árs- ins 1985 er í hönnun hjá oddvitum áhrifaaflanna í þjóð- félaginu. Viðskiptahalli og verðbólga eru stærstu efnahagsvandamál íslendinga. Ef við náum tökum á þeim og nýsköpun atvinnu- lífsins erjum við þjóðarakurinn til vænlegrar uppskeru. Ef þessi sami þjóðarakur verður hinsvegar orustuvöllur stétta- striðs, sem óróaöfl vænta, sitj- um við áfram í öldudal lakra lífskjara, ásamt þeim þjóðum öðrum, er þráastar eru á verk- fallsvopnið. Spurningunni, hvort sam- dráttarskeiðinu sé lokið, svör- um við sjálf í verki á næstu mánuðum og misserum. Varanleg vegagerö Samkvæmt vegaáætlun, sem fram hefur verið lögð á al- þingi, á að verja níu milljörð- um króna til vegamála 1985—1988. Þetta sam3varar því að 1,9% af áætlaðri þjóðar- framleiðslu gangi til vegamála í ár en 2,4% þar næstu þrjú ár. Áætlað er að um 200 m.kr. gangi til varanlegrar vegagerð- ar, þ.e. bundins slitlags, að meðaltali á ári á þessu fjögurra ára áætlunartímabili. Hér er sízt of í gert. Fáar fjárfestingar skila sér fljótar eð betur en varanleg vegagerð: í minna vegaviðhaldi, minni benzíneyðslu, minni varahluta- kostnaði og iengri endingu öku- | tækja. Þeir vegarkaflar, sem j sæta mestum umferðarþunga, eiga og að hafa forgang um bundið slitlag, enda arðsemi framkvæmda þann veg bezt tryggð Einkaskólar — eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Það hlýtur að teljast líkleg af- leiðing þeirra átaka, sem nú eiga sér stað milli ríkisvaldsins og framhaldsskólakennara, að upp rísi einkaskólar á framhaldsskóla- stigi í mun ríkari mæli en nú er. Þessi kjaraátök munu ýta undir kennara sjálfa til að athuga það í alvöru, hvort ekki sé mögulegt að reka skóla með öðrum hætti en nú er. Það má einnig búst við því að foreldrar muni knýja á um að eiga aðgang að öðrum skólum en ríkis- skólum eftir þá röskun, sem orðið hefur á skólahaldi tvisvar á þess- um vetri. Þriðja atriðið, sem eykur líkurnar á þessari þróun, er sú staðreynd, að einkaframtaki hefur verið að vaxa fiskur um hrygg í rekstri skóla á síðustu árum. Þetta á sérstaklega við um tölvu- kennslu af öllu tagi, en auk henn- ar hafa einkaskólar boðið upp á margvíslega fræðslu. Einkageir- inn á menntunarmarkaðnum hef- ur vaxið að undanförnu. Þótt einkarekstur í skólamálum hafi farið vaxandi, er ekki sjálf- sagt mál í ljósi þess eins, að það sé æskileg þróun. Ég tel að vísu að það sé æskilegt, en til þeirrar skoðunar þarf frekari rök. Áður en ég tilgreini þau er rétt að leggja áherslu á eitt meginatriði. Það mætti skilja það sem svo, þeg- ar sagt er að efla ætti einkarekst- ur í skólakerfinu, að það væri áfellisdómur um ríkisskólana, eins og þeir hafa verið reknir. Þetta held ég að væri misskilningur. Á ýmsan hátt hefur íslenska skólak- erfið verið til fyrirmyndar. Það hefur skilað af sér fólki, sem hefur staðið sig vel í framhaldsnámi og það hefur á margan veg auðgað líf þeirra, sem hafa notið þess, þótt þeir hafi ekki eytt stærstum hluta æskunnar á skólabekk. Þegar ég og ýmsir fleiri teljum ástæðu til að brydda upp á einkarekstri í skólakerfinu, er það fyrst og fremst í þeim tilgangi að bæta það. Það er sú leið, sem er lang- líklegust til að skila árangri í því efni. En hver eru rökin til þess að hvetja til stofnunar einkaskóla? í fyrsta lagi fjölgar það kostunum, sem nemendur eiga. Það verður ekki með neinu skynsamlegu móti séð, að það geri skólakerfið verra að bjóða upp á fleiri kosti en þá, sem nú eru í boði. í öðru lagi hlýt- ur það að teljast æskilegt að þegn- arnir geti neytt réttar síns að velja um skóla eins og um flesta aðra hluti. í þriðja lagi eru einka- skólar vænlegasta leiðin til að auka það fé, sem veitt er til menntunar. Það er líka líklegt að laun kennara í einkaskólum yrðu betri en þau, sem nú bjóðast í rík- isskólum. 1 þeim hefðu kennarar einnig raunhæfa markaðsviðmið- un við laun sín. Einkaskólar eru því ein af skynsamlegustu leiðun- um til að hækka laun kennara. Fyrstu viðbrögð við því að stinga upp á einkaskólum í is- lenska skólakerfinu eru vanalega þau, að þeir muni auka ójöfnuð meðal landsmanna. Hjá mörgum byggist þessi skoðun á því að jöfn- uður í skólamálum sem öðru sé réttlætismál. Þess vegna beri að forðast einkaskóla. En hér er að mörgu að hyggja. Ef þessi and- mæli eru hugsuð þannig, að skólar eigi að draga úr mismun, sem er á þjóðfélagshópum, þá eru skólar einfaldlega ekki félagsleg stjórn- tæki af því tæi og þeir eiga ekki að vera það. Það er beinlínis and- stætt markmiðum menntunar og skólahalds að beita skólum sem jöfnunartækjum í þjóðfélaginu. í öðru lagi mætti skilja þessa rétt- lætishugmynd þannig, að hver þegn þjóðfélagsins ætti að hafa sömu tækifæri og aðrir að njóta skólagöngu, hvort sem hann nýtti sér þau eða ekki. Þessu markmiði má ná með nægu framboði af skól- um, almennri velmegun í samfél- aginu og aöstoð við þá, sem bágast eru staddir. I þriðja lagi gætu andstæðingar einkaskóla átt við að ójöfnuðurinn fælist í því að hver nemandi fengi ekki kennslu og aðstoö eftir þörfum, heldur fengju allir sömu eða sams konar kennslu vegna þess að það væri ódýrasta leiðin. En þvert á móti myndu einkaskólar líklega upp- fylla þessa réttlætiskröfu betur en ríkisskólar í núverandi mynd. Venjulega býr að baki andmæl- um gegn einkaskólum sú hugsun að þeir myndu koma í veg fyrir að efnalitlir námsmenn gætu stund- að það nám, sem þeir helst kysu. Forsjá ríkisins í þessum efnum væri trygging fyrir því að þeir gætu það. Svarið við þessum and- mælum er tvíþætt. Annars vegar er fyrir hendi ýmislegur manna- munur í íslensku samfélagi, efna- legur og af öðru tæi. Það er þýð- ingarlaust að neita því. Það kemur ekki í veg fyrir að mannjöfnuður er að öllum líkindum meiri hér en annars staðar. Hvort skólakerfið er ríkisrekið eða af einkaaðilum breytir engu um það efni. Hins vegar gera þessi andmæli ráð fyrir, að einkaskólarnir verði al- gerlega kostaðir af þeim nemend- ur, sem þá sækja. Það er útilokað að reka einka- skóla á íslandi, sem er algerlega kostaður af nemendum sjálfum og aðstandendum þeirra. Enda þyrftu þeir að borga tvöfalt fyrir menntunina. Fyrst að greiða til ríkisskólanna í gegnum skatta, síðan að greiða einkaskólanum. En þriðji kosturinn er til, sem sameinar bæði kosti ríkisrekins skólakerfis og einkaskóla. Við skulum gera ráð fyrir því, að það kosti ríkið nú um 40.000 kr. á ári að kenna einum nemanda á framhaldsskólastigi. Við skulum líka gera ráð fyrir því, að ríkið greiði alla skólagöngu á fram- Guðmundur Heiðar Fríraannsson „Þegar ég og ýmsir fleiri teljum ástæðu til að brydda upp á einka- rekstri í skólakerfinu, er það fyrst og fremst í þeim tilgangi að bæta það. Það er sú leið, sem er langlíklegust til að skila árangri í því efni.“ haldsskólastigi. Einnig gerum við ráð fyrir því að hver nemandi geti sótt í hvaða skóla, sem hann kýs helst. í stað þess að ákveða hverj- um skóla upphæð í fjárlögum, eins og nú er gert, yrði því fé, sem á að fara til framhaldsskóla, dreift eft- ir öðrum reglum. Markmiðið ætti fyrst og fremst að vera að skapa markað í skólakerfinu. Til að ná því markmiði mætti dreifa fénu með að minnsta kosti tvennum hætti. Það mætti dreifa því til nemendanna með ávísunum upp á 40.000 kr., sem þeir gætu einungis framvísað í viðurkenndum skóla- stofnunum, sem innleystu þær sjálfar hjá ríkinu. Fénu mætti einnig dreifa til skólanna sjálfra eftir því, hve margir stunduðu nám við þá. Á þessum tveimur leiðum er bitamunur en ekki fjár. Báðar skapa þær markað, sem veitir upplýsingar um eftirspurn og framboð. Hvaða stofnun sem er gæti boðið upp á kennslu á fram- haldsskólastigi, ef hún uppfyllti skilyrði, sem menntamálaráðu- neytið setti. Það ber að leggja sérstaka áherslu á, að þessi breyting, sem hér er verið að ræða um, nýtti bæði kosti markaðarins og og það velferðaröryggi, sem ríkisrekna skólakerfið veitir. Þessi breyting myndi ekki á neinn hátt auka ójöfnuð meðal landsmanna um- fram það, sem nú er, en hún myndi áreiðanlega bæta skóla- kerfið, auka framboð á menntun. Eitt af því, sem heyrst hefur sem andmæli gegn einkareknum skólum, er, að heimild sé í lögum fyrir einkaskólum, enda eru nú þegar einkaskólar í landinu eins og Samvinnuskólinn og Verslun- arskólinn, svo að dæmi séu tekin. Þessu er til að svara, að þótt stofnaðir séu skólar, er ekki nokk- ur trygging fyrir því, að fé fáist til rekstrar þeirra eftir neinum til- teknum reglum. Það er eitt af því raunalegra sem ég hef séð, þegar skólastjórar skóla sem ekki eru inni á fjárlögum, þurfa að enda- sendast landshornanna á milli til að sannfæra stjórnmálamenn um nauðsyn þess að veita fé til þeirrar stofnunar, sem þeir reka. Eftir áralanga baráttu komast þeir kannski inn á fjárlög og eru trygg- ir eftir það, hvernig sem til tekst með skólahaldið. Það er ekki nóg, að heimild sé í lögum fyrir einka- skólum. Fyrsta skrefið er, að ráð- uneytið semji einhverjar reglur, sem skólamenn geta gengið að sem vísum. Þá geta þeir snúið sér að því að laða til sín nemendur og sinna þeim, eins og þeir best geta. Markaðurinn skapast ekki fyrr en slíkar reglur eru fyrir hendi. Væri staðið með þeim hætti, sem hér hefur verið lýst, að því að skapa einkaskólum skilyrði til að starfa, er ekki nokkur vafi á, að þeir spryttu upp margir í senn. Það er ekki líklegt að inn í þá veld- ist einungis fólk úr hópi þeirra, sem betur mega sín. Og þeir yrðu heilbrigt aðhald ríkisreknum skól- um. CuAmundur Heiðar Frímannsson er menntaskólakennarí á Akureyrí. Vanskilaskuldir og tap BÚH tæpar 200 milljónir KOMIÐ HEFUR í Ijós að staða Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar er ólíkt verri en gert var ráð fyrir samkvæmt bráðabirgðaupp- gjöri sem gert var miðað við 1. október á síðasta ári, en það var gert eftir að ákveðið var að gera BÚH að hlutafélagi. Það sýndi að tap útgerðarinnar var talið um 60 milljónir króna og á því voru áætlanir um stofnun hlutafélagsins byggðar. End- anlegt uppgjör sýnir hins vegar tap upp á 112 milljónir á síðasta ári, þegar búið er að færa verðbreytingafærslu upp á 64 milljónir. Af þessari upphæð er tapið á togaranum Júní tæpar 40 millj- ónir, en bæjarstjórn Hafnar- fjarðar ákvað á fundi sínum í gær að selja togarann. Þá er ljóst að vél togarans Maí er mjög léleg og á undanþágu fram til 1. júní. Þarf að gera á vélinni kostnaðarsama viðgerð eða kaupa nýja og er viðgerðar- kostnaðurinn á þremur togurum BÚH metinn á 40 milljónir. Framangreindar upplýsingar komu fram samtali við Árna Grétar Finnsson, forseta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. „Síðan kemur ennfremur 1 Ijós i þessum reikningum núna begar beir loksins iiggja fyrir, að í vanskil- um af langtímalánum í vöxtum og afborgunum eru samtals 60 milljónir, auk þess sem greiðsl- ur af þessum lánum í ár eru hátt í 40 milljónir. Um þessar greiðslur verður að semja áður en fyrirtækið kemst af stað,“ sagði Árni. „Þetta hefur auðvitað breytt dæminu mikið, en engu að siður er það áfram vilji manna að leita eftir hlutafjárútboði, þó því fylgi að bærinn þurfi að taka á sig verulegar skuldir. Það verður að fást nýtt fjármagn og ef fyrirtækið á að geta gengið verður það að nafa einhvern höfuðstól. Það er nú verið að út- búa endanlega reikninga um .vf- irtöku á eignum og skuldum nýja félagsins byggða á þessu uppgjöri og síðan á að bjóða át hlutafé á grundvelli þess. Þá þarf að semja um þau vanskil sem þarna eru, en auk þessara 100 milljóna, sem eru í vanskil- um og borgast eiga í ár, eru tug- ir milljóna af lausaskuldum í vanskilum. Enn er þannig ekki séð út úr því hvort og hvenær tekst að leysa þetta dæmi, þar eð fyrirtækið er komið svo langt niður,“ sagði Árni. Árni sagði að þetta ástand hefði átt sér nokkurra ára að- draganda, fyrirtækið hefði verið á bullandi niðurleið á undan- förnum árum og hallanum verið mætt með aukinni skuldasöfn- un. „Við höfum óskað eftir athug- un bankans á því, og þú verður að leita eftir upplýsingum um það hjá bankanum," sagði Árni Grétar, er hann var spurður hvort það gæti verið , sem hald- ið hefur verið fram, að afurðir BÚH stæðu ekki undir þeim af- urðalánum sem fyrirtækið hefur fengið. Ekki tókst að ná í tals- menn Útvegsbankans í gær. Bæjarstjórn hefur boðað til almenns fundar með starfsfólki BÚH i dag. Frá Hafnarfirði. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Suður Kórea: Chun forseta er líklega áfram um að sýna samstarfsvilja við stjórnarandstöðuna Nýjum manni, Roh Tae Woo, hefur skotið upp á politiskan himin Suður-Kóreu og bendir ýmislegt til þess að Chun forseti hyggist fela honum æ ábyrgðarmeiri störf á næstunni, meðal annars vegna þess að stjórnarandstöðuleiðtogar í landinu treysta Roh betur en forsetanum eða kannski væri réttara að orða það svo, að þeir vantreysti Roh ekki jafnmikið og Chun forseta. oh Tae Woo er 52 ára, fyrr- verandi hershöfðingi í s-kóreska hernum. Roh átti drjúgan þátt í að koma Chun í forsetastól í ágúst árið 1980, tæpum mánuði eftir morðið á þáverandi forseta, Park Chung Hee. Þeir Roh og Chun voru saman í herskólanum i Seoul og síðar tók Roh við forstöðu öryggis- og varnarnefndar landsins. Margir hafa orðið til að spá því, að Roh muni verða eftirmaður Chuns. Um það er að vísu of snemmt að spá, þar sem með öllu er óljóst að svo stöddu hvernig framvind- an verður í stjórnmálum í land- inu. Kjörtímabili Chun lýkur ár- ið 1988. breytingar á stjórnarskrá lands- ins, sem gætu rutt brautina fyrir beinar lýðræðislegar kosningar í landinu. En þar sem DJP verður að hafa í huga að stjórnarand- stöðuleiðtogar hafa verið mjög í sviðsljósinu að undanförnu og að alþýða manna hefur óhikað látið í sér heyra, verða leiðtogar DJP því einnig að gæta meiri varúðar en um langa hríð. Kim Dae Jung og Kim Young Sam hafa nú gerzt forystumenn Nýja lýðræð- isflokksins í Suður-Kóreu og Chun forseta og Roh er áreiðan- lega fullkomlega ljóst, að þeir verða að taka nokkurt tillit til starfa þessara samtaka, ekki sizt vegna þess hversu athyglin hef- ur beinzt að Suður-Kóreu upp á nema síður sé. Lee Hong nokkur Chan, fyrrverandi háttsettur starfsmaður s-kóresku leyni- þjónustunnar mátti til dæmis sæta því, að vera hafnað sem þingflokksformaðnni flokksins og þóttu þetta allmerk tíðindi. Nýi þingflokksformaður DJP er Lee Sang Ik. Hann er raunar fyrrverandi starfsmaður örygg- isþjónustu landsins og sagður vera harðskeyttur stjórnmála- maður og var á sínum tíma ein- dreginn stuðningsmaður Parks heitins forseta. En ýmsir nýir menn, auk Rohs, eru að koma fram í sviðs- ljósið meira en áður og þeir eiga það sameiginlegt að hafa dálítið hófsamari yfirbragð en Chun forseti. Þar með er náttúrulega ekki sagt, að Chun forseti ætli að gefa eitthvað eftir til stjórnar- andstöðunnar. En rök hníga að því, að hann hyggist fara gæti- lega í sakirnar. Roh er einnig formaður ólympíunefndar S-Kóreu, sem undirbýr nú af miklu kappi næstu sumarólympíuleika í Seoul. Það starf er í augum S-Kóreumanna ákaflega mikil- vægt og skiptir öllu hvemig nefndin leysir verkefnið af hendi. Ríkisstjóm Chun forseta leggur mikinn metnað í að leik- arnir verði glæsilegir og hún leggur einnig kapp á að fá sem flest ríki til þátttöku og þarf i því skyni að stunda viðkvæma jafnvægislist á næstu árum. Roh tók við formennsku stjórnarflokksins, Lýðræðislega réttlætisflokksins, DJP í febrú- armánuði síðastliðnum og nefur það svo enn aukið áhrif hans og völd, eins og liggur náttúrulega augum uppi. Chun forseti hefur upp á síðkastið sýnt að nann er fús að sýna ögn meiri sveigjan- leika i samskiptum við pólitiska andstæðinga. En hann er engu að síður ófáanlegur til að fallast á þær kröfur þeirra, að gera síðkastið. Roh hefur lagt til að íafnar yrðu alvarlegar viðræður við stjórnarandstöðuflokk Kim Dae .Tung með hliðsjón af þeirri fylgisaukningu sem flokkurinn fékk . febrúarkosningunum. Roh áttar sig ennfremur á, að þar sem ungt fólk hefur fylkt sér um Nýja lýðræðisflokkinn skuli sinna því eins og verðugt sé. Roh ilkynnti þetta nýlega og bætti því við að DJP myndi ekki líta á Nýja lýðræðisflokkinn, sem ein- diða andstæðing sem ekki væri íægt að eiga viðræður við, tals- menn flokkanna ættu að tala saman af fullkomnum neilindum og nispursleysi og sýna nægilegt traust svo að viðræður af því tagi eiddu til gagnlegrar niður- stöðu. Sumir stjórnmálaskýrendur höfðu haft það á orði eftir íebrúarko8ningarnar, að herfor- ngjar og ieynilögreglumenn myndu verða atkvæðameiri en áður — vegna þess að ríkis- stjórnin óttaðist um sinn hag. Ekki hefur pað orðið raunin Velvildarmenn Suður-Kóreu munu án efa fagna því, og enn- fremur ef það leiðir smátt og smátt til þess að Suður-Kóreu verði beint að nýju inn á lýðræð- islegri brautir. Það skiptir land- ið ekki sízt máli með tilliti til ólympíuleikanna. Það skiptir ekki síður máli vegna samskipta Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Sú gagnrýni, sem hefur verið höfð uppi í Bandarikjunum á stjórnarstefnu Chuns, er pað al- varleg að forystumenn Suður- Kóreu munu ekki láta hana eins og vind um eyru pjóta. Þótt vest- rænt iýðræði eins og Evrópubú- ar skilgreina það verði ekki kom- ið á i einu vetfangi í löndum Suð- austur-Asíu, er 'pað Suður-Kóreu til hagsbóta að samskiptin við Bandarfkin haldist í góðu ,agi og það verður foringjum .andsins til álitsauka ef sjálfsögð mann- réttindi ná fótfestu . Suður- Kóreu. 'Byftít á grein Shim Jae Ho- on í Far Eastern Kconomic Review.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.