Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 7 Fasteignakaup ungs fólks hafa dregist saman um fimmtung Fasteignakaup ungs fólks á höfuð- borgarsvæðinu drógust saman um 20% á árunum 1980 til 1984 og stærð húsnæðis, sem ungt fólk hyggir, hefur minnkað um 10% í fermetrum á sama tímabili, aö mati fasteignamats ríkis- ins, byggðu á könnun sem félagsmál- aráðuneytið lét gera nýlega. Með ungu fólki er átt við fólk á aldrinum 22 til 26 ára, en 50% af öllum fast- eignakaupendum eru á aldrinum 22 til 32 ára. Þetta kom m.a. fram í máli Stef- áns Ingólfssonar verkfræðings sem starfar hjá fasteignamati ríkisins, er hann og Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri Kaupþings hf., voru frummælendur á fjörugum fræðslufundi, sem Kaupþing stóð fyrir og bar yfirskriftina „Geta verðtryggð lán étið upp eign þína?“ Fundurinn var haldinn á Hótel Loftleiðum sl. þriðjudagskvöld og tók talsverður hópur fundarmanna til máls, auk frummælendanna. Nær allir ræðumenn voru þeirrar skoðunar að ófremdarástand ríkti nú á fasteignamarkaðnum en greindi á um ástæðurnar. Stefán Ingólfsson taldi misgengi lánskjaravísitölu og launa á sfðustu árum eiga einna stærstan hlut að máli, þó að ekki væri það eini vand- inn. Hann sagði einnig að áherslur i húsnæðismálum væru rangar og gagnrýndi það sem hann kallaði nýbyggingastefnu, sem fælist m.a. í því að of stórt væri byggt. „Árið 1983 nam stækkun húsnæðis á ís- landi andvirði tíu skuttogara," sagði Stefán. „Og meðan þetta gengur yfir, eru byggðar of fáar íbúðir.” Stefán svaraði þeirri spurningu, hvort verðtryggðu lánin væru að éta upp eignir manna, játandi. Hann sagði að um 15% fasteigna væru nú greidd eingöngu með verð- tryggðum lánum og að fólk gætti þess ekki nægilega hvort það væri að taka verðtryggð eða óverðtryggð lán. „Lán til húsnæðiskaupa og bygg- inga verða að byggja á grundvallar- atriðinu, sem er sambandið milli greiðslugetu og greiðslubyrðar og allar breytingar á lánum breyta þeim forsendum, sem þar er farið eftir. Einn aðalvandinn er, að helm- ingur byggingarvísitölu eru laun. Þegar þau eru skert lækkar bygg- ingarvísitalan," sagði Stefán og bætti því við, að vandinn, sem hlyt- ist af verðtryggðu lánunum, yrði ekki leystur með hefðbundnum leið- um, eins og að lengja lánstfmann. „Sú lenging þyrfti að skipta öldum,“ sagði hann. „Sú röskun sem hefur orðið á fasteignamarkaðnum hefur m.a. orðið til þess að ungt fólk þarf ótrúlega mikið fjármagn til þess að kaupa eða byggja fasteign," sagði Stefán. „Verðið á tveggja herbergja íbúð er nú 20% hærra á hvern fer- metra en á fjögurra herbergja íbúð og 50% hærra ef um einstaklings- íbúð er að ræða. 1 fyrra var hægt að fá þrjú góð einbýlishús í Kaupmannahöfn fyrir sama verð og 55 fermetra tveggja herbergja íbúð í Reykjavík." Pétur Blöndal lýsti hins vegar þeirri skoðun, að það væri verðfall- ið á fasteignamarkaðnum, sem fyrst og fremst orsakaði vandann. „Óverðtryggð eign sem kostaði tvær milljónir í fyrra kostar það sama í dag,“ sagði hann og taldi að lausnin Geir Hallgrímsson hjá SVS og Varðbergi: Frumkvæði íslend- inga í öryggis- og varnarmálum GEIR Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, flytur ræðu á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs, sem hald- inn verður í Víkingasa) Hótels Loftleiða í hádeginu laugar- daginn 23. mars næstkomandi. Káðherrann ætlar að ræða um frumkvæði íslendinga í örygg- is- og varnarmálum. Það vakti verulega athygli fyrir tæpu ári, þegar Geir Hallgrímsson flutti Alþingi fyrstu skýrslu sína sem utan- ríkisráðherra, hve ítarlega hann ræddi þar um virkan þátt íslendinga í varnarsam- starfinu innan Atlantshafs- bandalagsins. Ráðherrann greindi meðal annars frá því, að íslendingar myndu taka þátt í störfum hermálanefndar bandalagsins. Þá ræddi ráð- herrann einnig um hlutverk Landhelgisgæslunnar í eftir- litsstarfi umhverfis ísland og eflingu varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins. Ræðan á fundinum á laug- fælist í því að hækka verð fast- eigna, þannig að menn, sem seldu íbúðir upp í stærra húsnæði, töpuðu ekki öllu eigin fé og stæðu ekki í nákvæmlega sömu sporum, ef ekki verr fjárhagslega, árið eftir. „Lánakerfið eys út niðurgreidd- um lánum, en það ætti að skilyrða lán húsnæðismálastjórnar, þannig að sömu mennirnir geti ekki fengið lánað aftur og aftur.“ Pétur sagði að ástæðan fyrir því að í Sig- túnshópnum svokallaöa væri lítið af ungu fólki, væri sú, að unga fólk- ið væri í svo ömurlegri stöðu á fast- eignamarkaðnum í dag, að það hefði hreinlega ekki haft tök á því að koma sér í hann. „En það er verðfallið á fasteigna- markaðnum en ekki verðtryggðu lánin, sem er að éta upp eignir rnanna," sagði Pétur Blöndal að lok- um. ardaginn snertir þessa þætti eins og heiti hennar gefur til kynna. Víkingasalurinn verður opnaður klukkan 12 á hádegi en fundurinn er opinn fyrir fé- lagsmenn í SVS og Varðbergi og gesti þeirra. FIAT127 STA.TION FRAMH JÓL ADRIF Nú búinn aflmikilli 1050 cm vél framhjóladrifinn meö fimm gíra. Verulega vandaðar innréttingar. Sérstaklega styrktur fyrir erfiðar aöstæöur. Aksturseiginleikar FIAT 127 fólksbílsins eru auðvitað al- þekktir í gegnum árin og STATION 127 hefur þá alla og kannski ögn betur. Vegna ótrúlega lágs innkaupsverðs og hagstæöra samninga getum viö boðið FIAT 127 STATION á þessu frábæra veröi eða á aðeins kr. 239.000.- m/ryðvörn og skráningu á götuna. FIAT 127 STATION sameinar þægindi fólksbílsins og flutningsgetu sendibílsins á sérstaklega smekklegai hátt. Heil ósköp af plássi til flutninga, afturhuröin opnast alveg niöur aö gólfi og me< því að leggja aftursætið fram er hægt að flytja mikið magn af plássfrekum varningi. EGILL vilhjAlmsson HF. Smidiuvegi 4, Kópavogi Simar 77200 - 77202 VERÐ SEM SLÆR ALLT ÚT •Jísm iáÉfckjfe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.