Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 64
KEILUSALURINN OPINN 10.00-00.30 BTT MNU AII5 SHMR FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Stjóm HKÍ: Undirbýr launa- greiðslur um mánaðamótin AÐ SÖGN Kristjáns Thorlacius, formanns HÍK, undirbýr stjórn félagsins að greiða kennurum laun úr vinnudeilusjóði um næstu mánaðamót. „Helst af öllu viljum við geta greitt mönnum full laun, svo þeir beri engan skaða af að hafa gengið úr störfum sínum. Um þessar mundir er verið að dreifa umsókn- areyðublöðum til kennara og það gæti skýrst um næstu helgi hversu margir vilja notfæra sér þetta," sagði Kristján. „HÍK á kost á láni frá félagi framhaldsskólakennara á Norðurlöndum, NORDLÆR, og þeir peningar verða notaðir til launagreiðslna.“ Fjármálaráðherra lítur svo á, að við kjararannsóknir eigi að taka tillit til allra kjaraatriða, þ.á m. til samanburðar á launum fyrir dagvinnu, eftir því sem hald- bærar upplýsingar liggi fyrir um það efni. Þetta kom fram á fundi fjármálaráðherra með tals- mönnum Hins íslenska kennarafé- lags í gær. Gunnlaugur Ástgeirs- son, varaformaður HÍK, sagði í samtali við blm. MbL, að þessi yf- irlýsing fjármálaráðherra væri skref í rétta átt, en sagði kennara ætla að fylgjast með málflutningi ríkisins fyrir Kjaradómi i dag, áð- ur en þeir ákveði hvernig taka beri þessa yfirlýsingu ráðherra. „Fyrst verðum við að sjá hvernig þeir túlka þetta," sagði Gunnlaugur. Nokkrir tugir framhaldsskóla- nema settust að í anddyri og á göngum Arnarhvols í gærmorgun og afhentu fjármálaráðherra bréf, þar sem þeir kröfðust þess að gengið yrði að kröfum kennara strax. Síðdegis var lögreglan kvödd á vettvang til að fjarlægja nemana, sem hugðust dvelja í hús- inu í nótt. Sjá fréttir á bls. 2 Þetta er spenn- andi verkefni — segir Ólafur Rögnvaldsson um „surimi“-fram- leiösluna, sem hófst í gær á Hellissandi Sverrir sagði: „Mér segir svo hugur um, að íslendingar eigi stórkostlega möguleika á aö hag- nýta sér upplýsingatæknina á nokkrum vel vðldum sviðum. Jafnvel ekki ofætlan að íslend- ingar yrðu sérfræðingar heims á vissum sviðum, og vil ég þar til nefna hagnýtingu upplýsinga- tækninnar í sjávarútvegi og við nýtingu jarðvarma." Taldi Sverrir að bankar, trygg- ingafélög, olíufélög og fíeiri máttarstólpar gætu verið aflögu- færir með fé, þegar til fjárfest- inga á þessu sviði kæmi. Varpaði ráðherra þvi fram að stefnt yrði að því, sem lágmark, að 10 þús- und manns störfuðu í upplýsinga- iðnaði árið 2000. „Fyrir því er það að ég hefi ákveðið að bjóða fram beina aðstoð iðnaðarráðuneytis- Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra flytur ræðu á ársþingi Félags íslenzkra iðnrekenda í gær. MorgunblaMð/RA: „Surimi" er eins konar kæfa unnin úr þorskfiski og bragðbætt með kryddi eða öðru fiskmeti, t.d. krabba, rækju eða humri. „Sur- imi“ hefur verið vinsæll matur í Japan í um níu alda skeið, en fæst nú víða í bandarískri útgáfu i veit- ingahúsum og kjörbúðum þar i landi. Ólafur sagði að afskurður úr flakaframleiðslunni væri notaður sem hráefni, en æskilegast væri að nota gulllax eða kolmunna. Það hráefni væri hins vegar ekki á boðstólum og því yrði fyrst í stað að minnsta kosti notast við af- skuröinn og smáufsa. Tæki voru fengin að láni frá Noregi vegna þessarar framleiðslu, hakkavélar, þvottavélar, pressur og fleira. Aðspurður sagði Ólafur að ekki væri ljóst hve margt fólk ynni við þessa tilraunavinnslu og ekki heldur hve lengi hún stæði. Hvort tveggja færi eftir þvi hvernig gengi. „Markaðurinn virðist vera mikill fyrir þessa afurð og við er- um því bjartsýnir á að framtíð geti verið í þessu," sagði ólafur Rögnvaldsson. Sjá Viðskipti og atvinnulíf — B1 og B8. Ljóam. Mbl./ Friöþjófur Framhaldsskólanemar settust að í húsnæði fjármálaráðuneytisins í gærmorgun og afhentu Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra yfirlýsingu þess efnis að strax beri að ganga að kröfum kennara. „HINGAÐ eru komnir tveir menn frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins og framleiðsla á „surimi“ hefst hjá okkur í dag. Það er óhætt að segja að þetta sé spennandi verkefni og vonandi gengur þetta vel,“ sagði Ólafur Rögnvaldsson hjá Frystihúsi Hellissands á Rifi í samtali við Morgunblaðið í gær. Sverrir Hermannsson iönaðarráðherra: Vill 10 þúsund manns í upp- lýsingaiðnað fyrir aldamót Telur aö hagnýting upplýsingatækninnar í sjávarútvegi og við nýtingu jarðvarma eigi eftir að reynast íslendingum auðlind SVERRIR HERMANNSSON iðnaðarráðherra teiur að ís- lendingar geti orðið sérfræðingar heims á sviði hagnýtingar uppiýsingatækninnar í sjávarútvegi og við nýtingu jarövarma, og hefur hann boðið iðnrekendum beina aðstoð iðnaðarráðu- neytisins til þess að svo megi verða. Þetta kom fram í ræðu Sverris á þingi Félags íslenskra iðnrekenda í gær. ins í þessum efnurn," sagði Sverr- ir, „ég hef ákveðið að stofna deild í iðnaðarráöuneytinu sem hefði með höndum skipulag kynningar á íslenskum aðstæðum í öðrum löndum þar sem við teljum álit- legast að bera niður. í öðru lagi skipulag þekkingarsóknar í önn- ur lönd.“ Iðnaðarráðherra lagði áherslu á það í máli sínu að þetta væri boð um aðstoð, þar sem nákvæm samvinna við iðnrekendur og for- svarsmenn þeirra væri frumskil- yrði þess að þetta mætti að gagni koma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.