Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 37 Lóósm. Haukur. Frú Stefanía Gissurardóttir afhendir Bjarna Dagssyni Rjöfina frá Gísla Sigurbjörnssyni og frú. Sr. Sigurður Sigurðarson sóknarprestur t.v. Minningargjöf frá Gísla Sigurbjörns- syni og frú afhent Selfosskirkju SelÍ08si, 19. mars. GÍSLI Sigurbjörnsson og kona hans hafa sent Selfosskirkju kr. 50.000 að gjöf til minningar um sex forystumenn hér austan fjalls. Nöfn þeirra eru Dagur Brynjólfsson, Egill Thorarensen, Guðjón A. Sigurðsson, Jörundur Brynjólfsson, Teitur Eyjólfsson og Þorsteinn Sigurðsson. Gísli og Helga kona hans sendu frú Stefaníu Gissurardóttur, eig- inkonu sr. Sigurðar Pálssonar vígslubiskups, gjöfina ásamt bréfi þar sem tilteknar eru ástæður gjafarinnar. Frú Stefanía afhenti gjöfina síðan Bjarna Dagssyni, formanni sóknarnefndar, í lok messu 10. mars sl. { bréfi sínu til frú Stefaníu segir Gisli: ,Um nokkuð langt árabil áttum við allir samleið, en nú eru þeir farnir á undan. Þeir vissu vel hvað við vorum að reyna að gera. Þeir voru allir vinir mínir og skildu mig betur en margir aðrir. Öllum á ég þeim margt að þakka. Dagur Brynjólfsson í Gaul- verjabæ var góður kennari minn. hann hafði mikla reynslu að baki, forystumaður og forvígismaður bænda í áratugi. Egill Thorarensen, kaupfélags- stjóri, stórbrotinn og framsýnn framkvæmdamaður. Þar átti ég góðan hauk í horni. Ég sakna hans oft. Til hans var gott að leita, hann var ótrúlega hugkvæmur og úrræðagóður og hann var vinur vina sinna. Guðjón A. Sigurðsson í Gufudal átti frumkvæðið að starfi Grundar og elliheimilanefndar Árnessýslu. Hann hafði áhuga á framgangi þess máls og kom því í höfn, ásamt skilningsgóðum dugandi sam- starfsmönnum. Jörundur Brynjólfsson, alþing- ismaður, þessi siungi öldungur, sem kom stundum til mín á Grund þegar hann hafði látið af störfum eftir áratuga þrotlaust starf í þágu fólksins. Ég dáðist að áhuga hans á framfaramálum, sem enn eru svo mörg óleyst. Brúin yfir Ölfusá hjá Óseyri átti hug hans allan. Teitur Eyjólfsson frá Eyvind- artungu. Þau ár, sem hann var oddviti, voru góð ár fyrir mig. Hann skildi starfið og var ávallt reiðubúinn til þess að styðja það með ráðum og dáð. Þorsteinn Sigurðsson á Vatns- leysu var mikilhæfur forystumað- ur bænda sunnanlands, reyndar í landinu öllu. Við hittumst fyrst í Búnaðarfélagshúsinu við Tjörn- ina, þá var eitt áhugamála hans, eitt af ótalmörgum, í burðarlið- num. Ýmislegt hef ég átt við um dagana en samstarfið við þennan stórmerka, orðheldna og trausta mann var mér hvatning oft síðar. Ég stend í mikilli þakkarskuld við alla þessa menn og minningu þeirra. Ég man þá alla og minnist þeirra ætíð með þakklæti og virð- ingu.“ Við afhendinguna þakkaði Bjarni Dagsson þessa höfðinglegu gjöf og tók fram að Gísli hefði áð- ur gefið kirkjunni gjafir, m.a. passíusálma fyrir nokkrum árum. Sig. Jóns. Leiðrétting í FRÉTT um 30 ára söngafmæli Sigurðar Demetz Franzsonar í Morgunblaðinu i gær misritaðist nafn Svanhvítar Egilsdóttur pró- fessors í Vinarborg. Morgunblaðið biður hlutaðeig- andi aðila velvirðingar á þessum mistökum. fltargiittfrlgifeife Áskriftarsíminn er 83033 FALCONCREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310. 85 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.