Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ1985
17
„Hvað ertu að skrifa um þessar
mundir?“
„Ég er að skrifa nýtt leikrit. Það
fjallar um manninn í tæknivæddu
þjóðfélagi og um ofurvald aka-
demískra stétta. Það er ætlun mín
að akademiskur hugsunarháttur
sé bundinn á klafa. Imyndunarafl-
ið kemur þar ekki nema að mjög
litlum notum. Það er algengast að
menn sjái það sem þeir eiga að sjá,
— það sem þeir vita fyrir, og lítið
annað. Lika hefur það vakið
spurningar hjá mér hvort nútíma-
þjóðfélagið sé að fara þannig með
manninn að honum gangi sífellt
verr að njóta nokkurs hlutar. Ef
grunur minn reynist réttur þá er
það stóralvarlegur hlutur. Þar
með er forsendan fyrir því að fólk
geti lifað góðu lífi brostin, þrátt
fyrir það að likamlegum þörfum
þess sé fullnægt. Þó held ég að
unnt sé að hafa á það töluverð
áhrif með uppeldi barns og ungl-
ings hvort hann getur er fram liða
stundir notið einhvers.
Annað umfjöllunarefni mitt
tengist þvi sem ég fæst við i minu
daglega starfi, þ.e. frumurann-
sóknum. Það er komið i ljós að
frumstæðustu lifverur, s.s. ger-
frumur, hafa furðulik gen og er að
finna i mönnum, þ.e. þau sem sjá
um grundvallarvirkni i frumun-
um. Framhald sögunnar er það að
ef litið er á þróunarsögu dýra i
seinni tið, t.d. hryggdýra, virðast
þau endurtaka þessa gömlu sögu.
Það sést t.d. skýrt með þvi að lita
á mannsfóstur. Framan af þroska-
skeiði sínu er það með hala og
tálkn. Ályktunin er e.t.v. sú að
fóstrið sé að endurtaka þessa
gömlu sögu. Það sem gerir tegund
mannsins frábrugðna öðrum teg-
undum er það að hún kemst auð-
vitað langtum lengra en aðrar teg-
undir á ferli sínum. Hin elzta
frumustarfsemi virðist varðveit-
ast upp allan þróunarstigann, —
t.d. má nefna að frumuskipting er
furðulík í genum manna og gers.
Því er unnt að skoða t.d. krabba-
meinsger með þvf að nota ger, en
það er bæði ódýr og fljótleg leið.
Endurtekning fóstursins á þróun-
arstiginu finnst mér vera mesta
drama allra tíma og þess virði að
segja frá því i Mogga eða í bók-
menntum. Það kemur m.a. við
sögu i leikritinu Dags hríðar spor
og öðru sem ég er að fást við,“
segir Valgarður Egilsson.
- Á.R.
Akureyrí:
Sérfræðing-
ar rannsaka
heyrn og tal
EINAR Sindrason, háls-, nef- og
eyrnalæknir og heyrnarfræðingur,
ásamt öðrum sérfræðingum
Heymar- og talmeinastððvar ís-
lands, verður í Heilsugæslustöð-
inni, Hafnarstræti 104, Akureyri,
dagana 22. og 23. mars nk.
Rannsökuð verður heyrn og tal
og útveguð heyrnartæki.
Tekið á móti pöntunum á
Heilsugæslustöðinni á Akureyri
alla virka daga.
(FrétUtilkynning)
VJterkurog
kl hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Vélskóli íslands 70 áræ
Hátíðarfundur
á skrúfudegi
MIKIÐ fjölmenni aótti árlegan
kynningardag Vélskóla íslands,
skrúfudaginn, sem haldinn var í
23ja sinn sl. laugardag.
Á þessu ári eru liðin sjötíu ár
frá stofnun skólans og var sér-
staklega vandað til dagsins. Hald-
inn var hátiðarfundur og flutti
Ragnhildur Helgadóttir mennta-
málaráðherra ávarp og Andrés
Guðjónsson skólastjóri Vélskólans
rakti sögu skólans frá upphafi. Á
þessum tímamótum bárust skól-
anum gjafir og árnaðaróskir frá
velunnurum hans.
SIGURVEGARINKR
Nú annað árið í röð kusu lesendur hins virta þýska bílatímarits ,,AUTO MOTOR
UND SPORT“ MAZDA 626 bíl ársins 1985 í flokki 1800 cc innfluttra bíla.
MAZDA 626 sigraði með miklum yfirburðum í sínum flokki, því að allir vita að Þjóð-
verjar gera afar strangar kröfur til innfluttra bíla um gæði, öryggi og góða aksturs-
eiginleika.
Það er bví engin furða að MAZDA er langmest seldi iapanski bíllinn í Þýskalandi.
Þessi verðlaun eru aðeins ein í röð fjölmargra viðurkenninga, sem MAZDA 626
hefur hlotið, því að hann hefur meðal annars verið kjörinn ,,BÍLL ÁRSINS“ í
Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku.
Þú getur nú eignast þennan margfalda verðlaunabíl á sérstöku verði, eða frá
kr. 426.300 — til öryrkja ca. kr. 326.300
Opið laugardaga
frá kl. 10—4
MEST FVRIR PENINGANA
BILABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99