Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MAR21985 Úr björgunarsögu SVFÍ FYRIR réttum tíu árum, hinn 21. mars 1975, strandaði breski tog- arinn D.B. Finn, H 334, viA suður- strönd íslands. Björgunarsveitir Slysavarnafélags fslands í Vík í Mýrdal og Alftaveri björguðu áhöfn togarans, 21 manni. Síðan atburður þess varð hefur breskur togari ekki strandað hér við land þótt aðrir kaflar hafi vissulega veríð skráðir í sjóslysa- og björg- unarsögu íslands á þeim tíu árum sem liðin eru. Hér verður í stuttu máli rifjuð upp saga þessa skipsstrands og framganga Is- lenskra björgunarsveitamanna við björgun skipbrotsmanna. Staðurinn þar sem breski tog- arinn strandaði var á milli Blautukvislar og Dýralækjar- kvíslar, skammt austan Hjör- leifshöfða. Á þessum slóðum hafa orðið mörg skipsströnd og lætur nærri, að þau hafi öll orðið á sama stað eða rétt austan ósa Blautukvíslar. Hinn 13. febrúar 1941 strandaði belgíski togarinn George Edwards, sem þá var gerður út frá Fleetwood, á sama stað. Þegar skipið tók niðri á ysta sandrifinu, eyðilagðist loftnet þess, svo að talstöðin varð óvirk og skipverjar gátu ekki komið frá sér boðum um strandið. Á togaranum voru 12 menn og drukknaði einn, en hin- ir náðu landi af eigin rammleik. Náðu sjö til bæja eftir mikla hrakninga, en hinir urðu úti á sandinum. Togarinn grófst fljótt i sandinn. Hálfum mánuði síðar, 28. febrúar 1941, strandaði belg- íska vöruflutningaskipið Presier, 8200 tonn að stærð, á sömu slóð- um. Áhöfnin, 44 menn, var dreg- in í land I björgunarstól af björgunarsveitum SVFÍ úr Vík í Mýrdal og Álftaveri. Skipið náð- ist út og var dregið til Reykja- víkur, en þar ónýttist það. Hinn 23. apríl 1946 strandaði breski togarinn Grimsby Town á sama stað. Togarinn var að veið- um, þegar hann strandaði og skipverjar því við vinnu á þil- fari. Brotsjóarnir, sem gengu yf- ir skipið, tóku fimm menn fyrir borð, og var tveimur bjargað en hinir drukknuðu. Björgunarsveit SVFÍ úr Vík í Mýrdal bjargaði 15 manns til lands og flutti þá í skipbrotsmannaskýlið við Hjör- leifshöfða, þar sem hlúð var að þeim, áður en farið var með þá til Víkur. Togarinn grófst í sand- inn og mátti sjá framsiglu hans upp úr sandinum tæpum 30 ár- um síðar, þegar D.B. Finn strandaði á næstum því sama stað. Hinn 17. febrúar 1962 strandaði vélbáturinn Hafþór frá Vestmannaeyjum á sömu slóðum I suðvestanstormi og for- áttubrimi. Björgunarsveitar- menn úr Vík björguðu skipverj- um, fimm talsins, þótt aðstæður allar væru hinar erfiðustu vegna veðurs og færðar, en báturinn gereyðilagðist. Var björgunar- sveitin Víkverji sæmd afreks- launum Sjómannadags það ár. Þótt hér sé aðeins tekinn einn afmarkaður staður á landinu, af mörgum þar sem unnin hafa verið frækileg björgunarafrek, má af þessu glögglega sjá gildi þess starfs, sem unnið hefur ver- ið af hálfu björgunarsveita SVFÍ í gegnum árin, oft við erfiðar og lífshættulegar aðstæður. Áhafn- ir ofangreindra skipa voru sam- tals 100 manns og var 85 þeirra bjargað á land I björgunarstól, 11 náðu landi af eigin rammleik, þótt 4 yrðu úti á leið til byggða, en 4 drukknuðu. Skal nú vikið að strandi breska togarans D.B. Finn. Siglt í strand Það var um 12 á hádegi hinn 21. mars 1975 að Hannes Þ. Haf- stein, framkvæmdastjóri Slysa- Morgunblaðið/Ól.K.H. Breski togarinn D.B. Finn i strandstað. Á myndinni má sjá framsiglu Grimsby Town, sem strandaði þarna tæpum þrjátíu árum áður. SKIPSSTRAND VIÐ H J ÖRLEIFSHÖFÐ A Tíu ár liðin frá síðasta strandi bresks togara hér við land Björgunarsveitarmenn lögðu sig í mikla hættu við að bjarga gúmmí- bátnum í land. Skipbrotsmennirnir dregnir í land. Örin bendir á einn skipverja í björgunarstól. Gúmmíbátur hefur verið blásinn upp og áhöfnin tilbúin til að stökkva í hann. Myndin er sérstæð að því leyti að hún sýnir einn skipverja í lausu loftí. varnafélags Islands, hringdi austur I Vík og tilkynnti að breski togarinn D.B. Finn væri strandaður austan við Hjör- leifshöfða. Aðeins fimmtán mín- útum síðar var björgunarsveitin Víkverji farin úr Vík áleiðis á strandstað. Skömmu síðar barst um talstöðina nánari staðar- ákvörðun á strandinu, sem var rétt austan Blautukvíslar. Kom þarna vel í ljós gildi talstöðva- sambands við björgun, þegar lagt er af stað eins fljótt og unnt er eftir útkall, en nákvæm stað- arákvörðun berst oft ekki fyrr en síðar. Við suðurströndina skipti miklu máli að koma að skips- strandi réttu megin við útfallið, þegar björgunarsveitir höfðu ekki yfir að ráða farartækjum, sem geta ekið yfir þau eða árnar, hvar sem er, og er raunar svo víða enn. f þetta skipti höfðu björgunarsveitarmenn heppnina með sér. Staðarákvörðun reynd- ist rétt og togarinn var rétt aust- an við Blautukvíslarútfallið. Ef rangur staður hefði verið til- kynntur og togarinn hefði verið hinum megin við útfallið, hefði það tekið þrjár klukkustundir að aka upp fyrir upptök kvíslarinn- ar og slðan niður sandinn aftur. Um sama leyti og Víkverji kom á strandstað kom björgunarsveit Álftveringa á staðinn og samein- uðust sveitirnar því um björgun- ina. Fjarlægð togarans fullmikil Yfirleitt stranda skip þarna skamma stund á rifjunum úti fyrir ströndinni og berast fljót- lega inn fyrir þau og upp að, þannig að auðvelt er að skjóta línu um borð. Þessi togari stóð þó enn fastur á rifinu um 200 metra frá landi. Gekk erfiðlega að skjóta línu út í hann vegna fjarlægðar og rosa af suðvestri. Eftir þrjú árangurslaus línuskot frá björgunarsveitarmönnum kom skot frá togaranum, sem hafnaði í flæðarmálinu, og tókst að handsama það. Erfiðleikarnir voru samt ekki leystir, þar sem hinum bresku gekk illa að ganga frá tildráttartauginni og líflín- unni um borð hjá sér. Þegar því var loks lokið, reyndist skipið það langt frá landi, að líflínan náði rétt í flæð- armálið og urðu björgunar- sveitamenn að hnýta við hana þar. Þetta hafði I för með sér, að ekki var hægt að draga björgun- arstólinn nema að hnútunum og taka varð skipbrotsmenn úr stólnum undir ágjöfum. Einnig var óhjákvæmilegt að strekkja líflinuna svo mikið, að skipbrots- menn drægjust ekki mest alla leiðina í sjÓ. Þetta hefur hinum bresku um borð ekki litist á, þvi að þeir hurfu allir af hvalbak skipsins, þegar fyrsti maðurinn hafði verið dreginn i land þaðan. Settu þeir út gúmmíbjörgunar- bát miðskips og stukku fimm menn i hann, en siðan var hon- um sleppt frá skipinu og haldið við hann með taug. Björgunarbátinn rak frá landi Hugmynd skipbrotsmanna hefur líklega verið sú að leysa liflinuna úr skipinu og binda hana við gúmmíbátinn, en hafi svo verið hefur það mistekist, þvi skyndilega urðu björgun- arsveitamenn þess varir, að líf- línan var laus frá skipinu og rak bátinn fyrir veðri og sjó austur með landinu. Björgunarsveita- menn fylgdu bátnum á rekinu austur með landinu og lögðu sig í mikla hættu við að koma líflínu um borð og bjarga mönnunum i land. Tókst það að lokum eftir langa og erfiða baráttu. Talsambandslaust var við tog- arann, meðan á þessum tilraun- um stóð, en þegar báturinn hafði tekið land, náðist aftur samband fyrir milligöngu Vestmanna- eyjaradíós, og voru skipbrots- menn beðnir fyrir alla muni að gera ekki fleiri tilraunir með gúmbátana. Að þessu loknu tókst að koma líflínu um borð frá björgunar- sveitinni Ver í Álftaveri og reyndist hún nokkrum metrum lengri, svo að auðveldara var að ná mönnunum úr stólnum í fjör- unni. Eftir um það bil eina og hálfa klukkustund hafði tekist að draga aila skipbrotsmenn í land, 21 að tölu. Voru þeir komn- ir til Vfkur um klukkan 22.00 um kvöldið. Afskiptum björgunarsveita Víkverja og Vers af strandinu var þó ekki lokið við þetta, þar sem menn sveitanna skiptu á sig strandvakt og aðstoðuðu við björgun skipsins næstu daga. Varðskipið Ægir dró síðan tog- arann á flot þann 27. mars. Þá höfðu sumir af mönnum Vík- verja verið á strandstað nær óslitið alla vikuna, á þess að fara úr fötum og höfðu þeir ekki ann- að skjól en jeppa til að hlýja sér og hvílast í. Afdrif togarans urðu þau, að hann var dreginn til Englands og dæmdur þar til niðurrifs. Björgunarsaga breska togar- ans D.B. Finn er aðeins ein af mörgum, sem bera fagurt vitni því mikilvæga og ósérhlífna starfi, sem unnið er af slysa- varnafélögum um allt land. Er vel við hæfi að minnast þess ein- mitt nú, þegar tíu ár eru liðin frá síðasta strandi bresks togara hér við land. — Sv.G/Heimild: Árbók SVFÍ 1976.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.