Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 45 Minning: Ólafía Pálsdóttir Fædd 25. desember 1903 Dáin 12. mars 1985 ólafía Ingibjörg Ragnheiður, eins og hún hét fullu nafni, fædd- ist á Efri-Steinsmýri á hátíð jóla- barnsins. Móðir hennar var Mar- grét Ólafsdóttir frá Seglbúðum í Landbroti en faðir hennar Páll Eyjólfsson bóndi á Efri-Steins- mýri. Á þessum slóðum, á þessum timum, unnu menn hörðum hönd- um að því að sjá sér farborða. Börn voru almennt látin vinna eins og þrek þeirra leyfði og stundum talsvert fram yfir það. óla frænka var þar engin undan- tekning. Faðir hennar, sem var föðurbróðir okkar, dó þegar hún var á sjöunda ári og eftir það var hún í skjóli móður sinnar og móð- urbróður á Efri-Steinsmýri. Um það leyti sem Margrét og Ingi- bergur, bróðir ólu, fluttust til Reykjavíkur árið 1926, var óla vinnukona á æskuheimili móður sinnar í Seglbúðum uns hún flutt- ist til Reykjavíkur á eftir þeim ár- ið 1930. Margrét og Ingibergur settust að uppi á lofti hjá pabba og mömmu á Sólvallagötu 5 og bjuggu þar við þröng húsakynni. Annað höfðu foreldrar okkar ekki upp á að bjóða, sjálf höfðu þau eitt herbergi og eldhús til afnota fyrir sig. Þegar óla frænka bættist í hópinn þrengdist enn í litlu vist- arverunum en aldrei varð árekst- ur með þessu fólki. Enda var Margrét móðir þeirra systkina einstaklega blíð og barngóð. Marga ferðina fórum við systur upp á loft til „Möggu" og þáðum hjá henni vatnsgraut með kanil út á eftir að hafa sofið dagdúrinn okkar undir sængurhorninu henn- ar. Líklega höfum við aldrei síðan bragðað mat sem smakkast á við vatnsgrautinn hennar Möggu. Þá gerðum við okkur enga grein fyrir því að efnin leyfðu ekki mjólkur- kaup. Eftir nokkur ár fluttust þau mæðgin í litla leiguíbúð á Hverf- isgötunni, þar sem svolítið rýmra var um þau en á loftinu á Sólvalla- götu 5. óla á hinn bóginn leigði sér herbergi þar til hún af miklum dugnaði og forsjálni réðst í íbúð- arkaup. óla frænka vann aðallega í fisk- vinnu fyrstu árin sín í Reykjavík, en 1941 hóf hún að starfa í sund- laugunum, þeim sem nú ganga undir nafninu Laugardalslaugin. Þar vann hún húsbændum sínum af dyggð fram til ársloka 1973, er hún varð sjötug, en lagði þá ekki árar í bát heldur tók að sér ræst- ingavinnu í Sjóklæðagerðinni. Ólafía var alla tíð létt á sér og heilsuhraust. Allt víl var henni ógeðfellt, en ríkustu þættirnir í skapgerð hennar voru dyggðir þeirrar kynslóðar sem hún til- heyrði, vinnusemi, skyldurækni og trúmennska. Þannig munu líka starfssystur og húsbændur muna hana. Svo er og um okkur frænkur hennar, auk þess sem við kynnt- umst ræktarsemi hennar og vel- vilja í okkar garð. Móðir okkar, Þuríður Pálsdótt- ir, þakkar Ólafíu góð og löng kynni. Ennfremur komum við hér með á framfæri kveðju frá bróður hennar, Ingibergi, sem nú dvelst í Hafnarbúðum. Við systur minnumst ólu frænku með hlýhug. Halldóra og Ingibjörg Elíasdætur. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu vegna fráfalls dóttur minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, KRISTÍNAR MARÍU SIQÞÓRSDÓTTUR, Klappsvegi 38. 8igrföur Jónsdóttir, Höröur Sigurjónsson, Sigþór Sigurjónsson, Rannveig Ingvarsdóttir, Kristfn Sóphusdóttir, Hjörvar Haraldsson, Sóphus Auöun Sigþórsson, Thelma Haröardóttir, Kristfn Marfa Sigþórodóttir. GLERBORG HF. Verksmiöjan veröur lokuö eftir hádegi í dag vegna útfarar ÞÓRHILDAR BRYNJÚLFSDÓTTUR. GLERBORG HF. Dalshrauni 5, Hafnarfiröi. Lokað Vegna útfarar EÐVALDS B. MALMQUIST, yfirmats- manns garöávaxta, veröur skrifstofa, vörugeymsla og grænmetismarkaöurinn lokaöur eftir hádegi ! dag, 21. mars. Grænmetisverslun landbúnaöarins. Lokaöí dag, fimmtudaginn 21. mars, vegna jaröarfarar ÞÓRHILDAR BRYNJÓLFSDÓTTUR. G. Pálsson og co. Skeifan 3A. í Grænmetismarkaðinum, homi Síðumúla og Fellsmúla, föstudaginn 22. mars. íslenska kartaflan er sannkallaður veislumatur ef hún er rétt matreidd. Nú veitum við upplýsingar um matreiðslu hátíðarrétta úr kartöflum og gómsætu meðlæti, kynnum uppskriftir og gefum að smakka. Einnig kynning á sérlega Ijúffengu hvítkálssalati. Grœnmetisverslun I landbúnaðarins r Sfðumúla 34 - Sími 81600 AUGLVSINGAÞJÖNUSTAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.