Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 Utanríkisráðherra Ítalíu: Gagnrýninn á David Lange Wellington, Nýja-8jáUndi, 20. mars. AP. BRUNO CORTI, aöstoðarutanríkisráðherra Ítalíu, gagnrýndi í dag bann stjórnvalda á Nýja-Sjálandi við því, orkuvopnum kæmu þar í höfn. Sagði hann, að í Evrópu óttuð- ust margir, að þessi afstaða yrði vatn á myllu þeirra hreyfinga þar, sem vilja hernaðarlega samstöðu vestrænna lýðræðisþjóða feiga. Corti, sem nú er í þriggja daga heimsókn á Nýja-Sjálandi, ræddi í gær við David Lange, forsætisráð- herra, og Frank O’Flynn, varnar- aö bandarísk herskip búin kjarn- málaráðherra, um deilurnar innan Anzus-bandalagsins og önnur mál. Á fréttamannafundi síðar sagði hann, að afstaða stjórnvalda á Nýja-Sjálandi kynni að vekja von- ir þeirra Evrópumanna, sem vilja sundra samstöðu lýðræðisríkj- anna. Samkomulag Kanada og Bandaríkjanna: Nýtt kerfi ratsjár- varna í N-Ameríku BRIAN Mulroney, forsætisráðherra Kanada, og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, undirrituðu á mánudag samkomulag um samstarf við að endurnýja loftvarnakerfí Kanada. Talið er að kostnaður við þetta fyrirtæki nemi um fímm milljörðum bandaríkjadala. í endurnýjuninni felst m.a. að reistar verða 52 ratsjárstöðvar á svæði, sem nær yfir Labrador, kanadíska heimskautasvæðið og norðurhluta Alaska. Verða marg- ar eldri stöðvar þá lagðar niður. í 13 þessara nýju stöðva, þar af 11 í Kanada, verða langdrægar ratsjár og fámennt starfslið, en í 39 þeirra, þar af 36 í Kanada, verða skammdrægar ratsjár og ekkert fast starfslið. Þessi hluti nýja ratsjárvarna- kerfisins á að gefa viðvörun um yfirvofandi árás sovéskra stýri- flauga eða sprengjuflugvéla, sem færu um norðurheimskautið. Samkvæmt samkomuiaginu verður einnig sett upp í Banda- ríkjunum ratsjárkerfi, sem fylgst getur með ferð hvers kyns loftfara er nálgast Norður-Ameríku úr vestri, austri og suðri. Þá er í sam- komulaginu gert ráð fyrir frekara flugi ratsjáreftirlitsvéla, ’ svo- nefndra AWACS-véla, á varnar- svæði Bandaríkjanna og Kanada. Stærstum hluta hins nýja varn- arbúnaðar verður komiö fyrir í Kanada, en Bandaríkjamenn standa að mestu undir kostnaði við uppsetningu hans og rekstur. Nicaraguæ Fyrrum varnarmála ráðherra flýr land Panamaborg, Panama, 20. mars. AP. ^ FYRRUM varnarmálaráðherra sandinistastjórnarinnar í Nicaragua, sem setið hefur í þrjú ár í fangelsum stjórnarinnar, hefur flúið land með 14 handteknir fyrir njósnir Seoul, Suður-Kóreu, 20. mars. AP. Öryggislögregla Suður-Kóreu til- kynnti í dag, að hún hefði handtekið 14 manns og ákært fyrir njósnir í þágu Norður-Kóreu og starfsemi fjandsamlega Suður-Kóreu og Bandaríkjunum. Sagði ennfremur í tilkynningu lögreglunnar, að þeim, sem þarna hefðu átt hlut að máli, hefði einn- ig verið gert að safna upplýsingum um iðnaðarmálefni og hernaðar- mannvirki. aðstoð skæruliða undir stjórn Eden Pastora, sem frægur varð fyrir fram- göngu sína gegn Somoza, fyrrum einræðisherra. Jose Davila, talsmaður Arde, Lýðræðislegu byltingarhreyf- ingarinnar, sagði að Bernardino Larios, hefði verið komið til lítils flugvallar á yfirráðasvæði skæru- liða í suðurhluta landsins og það- an flogið með hann úr landi. Lar- ios var gerður að varnarmálaráð- herra eftir að sandinistar komust til valda en þegar hann gerðist gagnrýninn á stefnu stjórnvalda var hann sakaður um samsæri gegn þeim og settur í fangelsi. Aldrei var greint nákvæmlega frá sakargiftum en við embætti hans tók Humberto Ortega, bróðir nú- verandi forseta, Daniels Ortega. Eftir að Larios var látinn laus var hann hafður í stofufangelsi og meinað að fara úr landi. New York Times: Oskaplegt mann- fall í liði írana New York, 20. mars. AP. HÁTTSETTIR, bandarískir emb- ættismenn eru þeirrar skoðunar, að írakar hafí valdið írönura óskap- legu tjóni í síðustu átökum ríkj- anna. Er það haft eftir þeim í New York Times í dag. Embættismennirnir, sem ekki eru nafngreindir, segja, að 30—50.000 íranskir hermenn og illa þjálfaðir „sjálfboðaliðar" hafi ráðist inn í Suður-írak og að flestir þeirra hafi verið felldir, særðir eða teknir höndum. „Ég efast um, að íranir viti það sjálfir hve marga menn þeir hafa misst," sagði einn embætt- ismannanna, „en þar er vafalaust um að ræða tugþúsundir manna." írakar voru viðbúnir innrás- inni, sem hófst 11. mars og síð- ustu þrjá dagana greiddu þeir innrásarhernum rothöggið. „Inn- rásin snerist upp í hreint sjálfsmorð enda áttu íranir ekk- ert svar við loft- og stórskotaliðs- árásum f rakshers," sagði einn embættismannanna og bætti þvi við, að átökin hefðu verið dæmi- gerð um yfirburði vel búins hers yfir margfalt fjölmennara herliði en illa búnu. Svíþjóð: Falldin fylgj- andi auglýsing- um í sjónvarpi Thorbjöm Fálldin, formaður Mið- flokksins I Svíþjóð, hefur lýst yfír, að hann sé fylgjandi, að auglýsingar verði leyfðar í sjónvarpi og útvarpi. „Það verður að skapa þann grundvöll, sem nauðsynlegur er, til að unnt verði að fjármagna dagskrárgerð í sjónvarpi og út- varpi með auglýsingatekjum," sagði Fálldin í sjónvarpsþætti. Flokkur hans hefur enn ekki tekið afstöðu til málsins. „Við höfum sett á laggirnar vinnuhóp til að kanna, hvaða áhrif þetta muni hafa á hinum ýmsu sviðum,“ sagði Fálldin, „og t.d. hvort unnt verði að fjármagna rekstur sænska útvarpsins að hluta til með auglýsingatekjum. Niðurstöður hópsins ættu að liggja fyrir í apríllok." Ferðamönnum til Japan fjölgar Tókýó, 18. marz. AP. Ferðamannastraumur til Jap- ans á árinu 1984 jókst um 7,1 prósent frá árinu á undan og komu samtals 2.036.488 erlendir gestir til Japans árið 1984. Fjölmennastir voru Bandaríkja- menn eða rösklega 430 þúsund, síðan Taiwanbúar um 350 þús. talsins og 290 þúsund frá Suður- Kóreu. Af Evrópubúum gerðu Bretar sér tíðförlast til Japans eða um 167 þúsund. Ferðamönnum frá Kína fjölgaði langmest eða um 91,7 prósent, að sögn AP í kjölfar aukinnar samvinnu á hinum ýmsu sviðum. Þá er tekið fram i frétt- inni að alls hafi um 4,5 milljónir Japana farið utan á þessu sama tímabili, þar af langflestir til Bandaríkjanna. BÓKAMARKADUR FÉL. fSL. BÓKAÚTGEFENDA í VÖRUMARKAÐNUM EIÐISTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.