Morgunblaðið - 21.03.1985, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985
Utanríkisráðherra Ítalíu:
Gagnrýninn á
David Lange
Wellington, Nýja-8jáUndi, 20. mars. AP.
BRUNO CORTI, aöstoðarutanríkisráðherra Ítalíu, gagnrýndi í dag bann
stjórnvalda á Nýja-Sjálandi við því,
orkuvopnum kæmu þar í höfn.
Sagði hann, að í Evrópu óttuð-
ust margir, að þessi afstaða yrði
vatn á myllu þeirra hreyfinga þar,
sem vilja hernaðarlega samstöðu
vestrænna lýðræðisþjóða feiga.
Corti, sem nú er í þriggja daga
heimsókn á Nýja-Sjálandi, ræddi í
gær við David Lange, forsætisráð-
herra, og Frank O’Flynn, varnar-
aö bandarísk herskip búin kjarn-
málaráðherra, um deilurnar innan
Anzus-bandalagsins og önnur mál.
Á fréttamannafundi síðar sagði
hann, að afstaða stjórnvalda á
Nýja-Sjálandi kynni að vekja von-
ir þeirra Evrópumanna, sem vilja
sundra samstöðu lýðræðisríkj-
anna.
Samkomulag Kanada og Bandaríkjanna:
Nýtt kerfi ratsjár-
varna í N-Ameríku
BRIAN Mulroney, forsætisráðherra Kanada, og Ronald Reagan, forseti
Bandaríkjanna, undirrituðu á mánudag samkomulag um samstarf við að
endurnýja loftvarnakerfí Kanada. Talið er að kostnaður við þetta fyrirtæki
nemi um fímm milljörðum bandaríkjadala.
í endurnýjuninni felst m.a. að
reistar verða 52 ratsjárstöðvar á
svæði, sem nær yfir Labrador,
kanadíska heimskautasvæðið og
norðurhluta Alaska. Verða marg-
ar eldri stöðvar þá lagðar niður. í
13 þessara nýju stöðva, þar af 11 í
Kanada, verða langdrægar ratsjár
og fámennt starfslið, en í 39
þeirra, þar af 36 í Kanada, verða
skammdrægar ratsjár og ekkert
fast starfslið.
Þessi hluti nýja ratsjárvarna-
kerfisins á að gefa viðvörun um
yfirvofandi árás sovéskra stýri-
flauga eða sprengjuflugvéla, sem
færu um norðurheimskautið.
Samkvæmt samkomuiaginu
verður einnig sett upp í Banda-
ríkjunum ratsjárkerfi, sem fylgst
getur með ferð hvers kyns loftfara
er nálgast Norður-Ameríku úr
vestri, austri og suðri. Þá er í sam-
komulaginu gert ráð fyrir frekara
flugi ratsjáreftirlitsvéla, ’ svo-
nefndra AWACS-véla, á varnar-
svæði Bandaríkjanna og Kanada.
Stærstum hluta hins nýja varn-
arbúnaðar verður komiö fyrir í
Kanada, en Bandaríkjamenn
standa að mestu undir kostnaði
við uppsetningu hans og rekstur.
Nicaraguæ
Fyrrum varnarmála
ráðherra flýr land
Panamaborg, Panama, 20. mars. AP. ^
FYRRUM varnarmálaráðherra
sandinistastjórnarinnar í Nicaragua,
sem setið hefur í þrjú ár í fangelsum
stjórnarinnar, hefur flúið land með
14 handteknir
fyrir njósnir
Seoul, Suður-Kóreu, 20. mars. AP.
Öryggislögregla Suður-Kóreu til-
kynnti í dag, að hún hefði handtekið
14 manns og ákært fyrir njósnir í
þágu Norður-Kóreu og starfsemi
fjandsamlega Suður-Kóreu og
Bandaríkjunum.
Sagði ennfremur í tilkynningu
lögreglunnar, að þeim, sem þarna
hefðu átt hlut að máli, hefði einn-
ig verið gert að safna upplýsingum
um iðnaðarmálefni og hernaðar-
mannvirki.
aðstoð skæruliða undir stjórn Eden
Pastora, sem frægur varð fyrir fram-
göngu sína gegn Somoza, fyrrum
einræðisherra.
Jose Davila, talsmaður Arde,
Lýðræðislegu byltingarhreyf-
ingarinnar, sagði að Bernardino
Larios, hefði verið komið til lítils
flugvallar á yfirráðasvæði skæru-
liða í suðurhluta landsins og það-
an flogið með hann úr landi. Lar-
ios var gerður að varnarmálaráð-
herra eftir að sandinistar komust
til valda en þegar hann gerðist
gagnrýninn á stefnu stjórnvalda
var hann sakaður um samsæri
gegn þeim og settur í fangelsi.
Aldrei var greint nákvæmlega frá
sakargiftum en við embætti hans
tók Humberto Ortega, bróðir nú-
verandi forseta, Daniels Ortega.
Eftir að Larios var látinn laus var
hann hafður í stofufangelsi og
meinað að fara úr landi.
New York Times:
Oskaplegt mann-
fall í liði írana
New York, 20. mars. AP.
HÁTTSETTIR, bandarískir emb-
ættismenn eru þeirrar skoðunar, að
írakar hafí valdið írönura óskap-
legu tjóni í síðustu átökum ríkj-
anna. Er það haft eftir þeim í New
York Times í dag.
Embættismennirnir, sem ekki
eru nafngreindir, segja, að
30—50.000 íranskir hermenn og
illa þjálfaðir „sjálfboðaliðar" hafi
ráðist inn í Suður-írak og að
flestir þeirra hafi verið felldir,
særðir eða teknir höndum. „Ég
efast um, að íranir viti það sjálfir
hve marga menn þeir hafa
misst," sagði einn embætt-
ismannanna, „en þar er vafalaust
um að ræða tugþúsundir manna."
írakar voru viðbúnir innrás-
inni, sem hófst 11. mars og síð-
ustu þrjá dagana greiddu þeir
innrásarhernum rothöggið. „Inn-
rásin snerist upp í hreint
sjálfsmorð enda áttu íranir ekk-
ert svar við loft- og stórskotaliðs-
árásum f rakshers," sagði einn
embættismannanna og bætti þvi
við, að átökin hefðu verið dæmi-
gerð um yfirburði vel búins hers
yfir margfalt fjölmennara herliði
en illa búnu.
Svíþjóð:
Falldin fylgj-
andi auglýsing-
um í sjónvarpi
Thorbjöm Fálldin, formaður Mið-
flokksins I Svíþjóð, hefur lýst yfír,
að hann sé fylgjandi, að auglýsingar
verði leyfðar í sjónvarpi og útvarpi.
„Það verður að skapa þann
grundvöll, sem nauðsynlegur er,
til að unnt verði að fjármagna
dagskrárgerð í sjónvarpi og út-
varpi með auglýsingatekjum,"
sagði Fálldin í sjónvarpsþætti.
Flokkur hans hefur enn ekki tekið
afstöðu til málsins.
„Við höfum sett á laggirnar
vinnuhóp til að kanna, hvaða áhrif
þetta muni hafa á hinum ýmsu
sviðum,“ sagði Fálldin, „og t.d.
hvort unnt verði að fjármagna
rekstur sænska útvarpsins að
hluta til með auglýsingatekjum.
Niðurstöður hópsins ættu að
liggja fyrir í apríllok."
Ferðamönnum
til Japan fjölgar
Tókýó, 18. marz. AP.
Ferðamannastraumur til Jap-
ans á árinu 1984 jókst um 7,1
prósent frá árinu á undan og
komu samtals 2.036.488 erlendir
gestir til Japans árið 1984.
Fjölmennastir voru Bandaríkja-
menn eða rösklega 430 þúsund,
síðan Taiwanbúar um 350 þús.
talsins og 290 þúsund frá Suður-
Kóreu. Af Evrópubúum gerðu
Bretar sér tíðförlast til Japans eða
um 167 þúsund. Ferðamönnum frá
Kína fjölgaði langmest eða um
91,7 prósent, að sögn AP í kjölfar
aukinnar samvinnu á hinum ýmsu
sviðum. Þá er tekið fram i frétt-
inni að alls hafi um 4,5 milljónir
Japana farið utan á þessu sama
tímabili, þar af langflestir til
Bandaríkjanna.
BÓKAMARKADUR FÉL. fSL. BÓKAÚTGEFENDA
í VÖRUMARKAÐNUM EIÐISTORGI