Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 67. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hóta árásum á farþegaþotur Muuma, Bahrain, og Nikósíu, 20. man. AP. ÍRAKAR réðust úr lofti á sex borgir í íran og olíuútflutningsmiðstöð frana i Kharg-eyju. Hæfðu þeir íranskt skip við Kharg og fórust sex úr áhöfn þess í árásinni. Olíumannvirki löskuðust ekki og heldur ekki tvö skip, sem lestuðu olíu. Hundruð útlendinga voru fluttir með sérstökum flugvélum Luft- hansa og tyrknesks flugfélags frá Teheran til Evrópu í dag. Var sel- flutningurinn skipulagður eftir hótanir fraka um að skjóta niður allar flugvélar á flugi í lofthelgi frans. Treysta útlendingar tak- markað á ríkisflugfélag íran, sem flýgur enn áætlunarferðir að degi til og hagnast hefur á því að önnur flugfélög hafa hætt flugi til Teheran. Hussein Musavi forsætisráð- herra íran sagði hótun fraka að granda öllum flugvélum vera til marks um sturlun. Ef írakar gerðu alvöru úr hótun sinni yrði flugvöll- urinn i Bagdað eyðilagður í eld- flaugaárás og höfuðborgin lögð í rúst. frakar gerðu loftárásir á „valin skotmörk" í borgunum Tabriz, Hamadan, Dezful, Bushehr, Kerm- anshah og Isfahan. Ráðist var á hinar þrjár fyrsttöldu í kvöld en hinar í morgun. Fregnir hafa ekki borist um afleiðingar árásanna. Þá kváðust frakar hafa fellt 4.000 hermenn á fenjasvæðinu á suðurhluta landamæranna og manntjón írana næmi því 27.200 mönnum frá því 11. marz. Segjast írakar hafa hrundið innrás frana á svæðinu og vera að „hreinsa til“ þar um slóðir. Einnig sögðust frak- ar hafa skotið niður íranska orr- ustuþotu yfir íran í dag. Að sögn fraka héldu franir uppi árásum á Basra í suðurhluta frak og landamæraborgirnar Mandali og Khanaqin. Sögðu þeir lítið tjón hafa hlotizt, en sendingar útvarps- ins í írak, sem heyrðust í London, voru rofnar og sagt að loftárás væri yfirvofandi. Lukkunar pamfílar Bretarnir Graham Barwell og David Gully höfðu ástæðu til að fá sér snúning meÖ dönsurunum í söngleik, sem nú er sýndur í Lundúnum, því þeim voru afhentar í gær ávísanir fyrir vinning í knattspyrnugetraun Littlewoods. Unnu þeir hvor um sig tæp 800 þúsund sterlingspund, eða um 40 milljónir króna. AP/ Símamynd ísraelskir hermenn á eftirlitsferð við yfirgefnar byggingar á suðurbakka Litani-árinnar í suðurhluta Líbanon, þar sem róstusamt hefur verið síðustu daga. Reynt að grafa unaan Gemayel Beirvt, 20. nn AP. Harðir bardagar voru háðir þriðja daginn í röð í hafnarborginni Sídon í suðurhluta Líbanons og hafa 10 manns a.m.k. týnt lífi og 40 særst. Þar eigast við stjórnarhermenn og bardagasveitir kristinna manna, sem er aðskilnaðarhreyfing úr flokki falangista. Leiðtogi andróðursmanna í flokki Amins Gemayel forseta, Samir Geagea, var skipaður yfir- maður bardagasveitanna i dag í stað Abu Nader frænda Gemayels, sem gerður var að leiðtoga löggjafarsamkomu aðskilnaðar- samtakanna. Tilgangurinn er að grafa undan forsetanum og efla ítök samtakanna á svæðum krist- inna. Sveitir Geagea náðu mestum hluta landsvæða kristinna norðan við Beirút úr hendi stjórnarhers- ins í síðustu viku. Talsmenn að- skilnaðarmanna segja tilgang sinn ekki að sækjast eftir sjálfs- forræði kristinna manna í Líban- on. Gemayel sagði á ríkisstjórnar- fundi í dag að hann teldi uppreisn bardagasveitanna vera svar við myndun öfgahópa múhameðstrú- armanna í Beirút. Uppreisn sveita kristinna hófst 12. marz og kvörtuðu aðskilnað- armenn yfir því að Gemayel léti stjórnast af Sýrlendingum og hann hefði verið of undanlátssam- ur við múhameðstrúarmenn. Stýriflaugarnar í Belgíu: Sigur fyrir stjórn Belgíu og NATO Braasel, 20. marz. AP. Ríkisstjórn Belgíu og Atlantshafsbandalagið unnu sigur er þing Belgíu studdi ákvörðun stjórnarinnar að hefja uppsetn- ingu stýriflauga í landinu, í samræmi við samþykktir Atl- antshafsbandalagsins. Atkvæði féllu þannig að 116 þingmenn studdu uppsetningu flauganna og 93 voru á móti. Einn þing- maður sat hjá og tveir voru fjarverandi. Niðurstaða fékkst ekki fyrr en eftir 15 klukkustunda langar um- ræður, sem á stundum urðu all snarpar. Voru sérfræðingar á báð- um áttum um afstöðu þingsins, þar til Luc van den Brande, for- sprakki andstæðinga stýriflaug- anna í flokki Maertens forsætis- ráðherra , ákvað á síðustu stundu að styðja ákvörðun stjórnarinnar. Kvað hann einingu í flokknum Tónlistin yfir- gnæfði lestarskrölt Stokkhólmi, 20. nurz. AP. Nítján ára frjálsíþróttakona, Anita Sundberg, sem var efnilegur lang- hlaupari, lézt samstundis er hún varð fyrir járnbrautarlest á æfingu í dag. Var hún með hlustunartæki á höfði (vasadiskó) og heyrði ekki í lestinni og hljóp í veg fyrir hana. Sundberg var úti að skokka nærri heimaborg sinni, Sollefteá í Norður-Svíþjóð, er hún hljóp yfir brautamót járnbrautar akvegar, sem ekkert hlið er við. sama mund kom farþegalest eft- ir teinunum og skipti engum tog- um að lestin ók á stúlkuna. Segulbandstækið, af gerðinni Walkman, var stillt eins hatt og unnt var. Að sögn lögreglu- stjórans í Sollefteá var enginn möguleiki á að hún heyrði í lest- inni nálgast. Sagði hann það áhyggjuefni að stöðugt fjölgaði skokkurum með slík tæki á höfði og lýsti hann sig fylgjandi banni við notkun slíkra tækja á al- mannafæri. mikilvægari en persónulegan metnað sinn. Embættismenn í höfuðstöðvum NATO segja stuðning þingsins við flaugarnar kunna að hvetja stjóm Hollands til að ákveða uppsetn- ingu 48 stýriflauga þar í landi. Bú- ist er við ákvörðun stjórnarinnar fyrir 1. nóvember. Mikil gremja ríkti meðal leið- toga hreyfingar, sem barist hefur gegn uppsetningu flauganna í Belgíu. Efndi hreyfingin til mik- illa mótmælaaðgerða á sunnudag í Brussel. Segjast forsprakkar hennar munu einbeita sér að kosn- ingunum 8. desember nk. og stuðla að falli stjórnarinnar þá. Stjórnin ákvað í síðustu viku að hefja uppsetningu fyrstu 16 flaug- anna af 48 í flugstöð í suðurhluta landsins. Ákvörðunina studdu 111 stjórnarþingmenn af 113 og 5 þingmenn flokka íhaldsmanna og óháðra, sem eru í stjórnarand- stöðu. Atkvæði gegn ákvörðuninni greiddu þingmenn Jafnaðar- flokksins, umhverfissinnar, kommúnistar og þingmenn frönskumælandi þjóðernissinna. Stýriflaugarnar, sem settar verða upp í Belgíu, eru hluti af 572 stýriflaugum og Pershing-2- flaugum, sem NATO ákvað 1979 að setja upp í Evrópu til að vega upp á móti miklum fjölda SS-20- flauga, sem Sovétmenn beina á skotmörk í Evrópu. Stækkun EB: Leysist deilan í dag? Braaœl, 20. marz. AP. Utanríkisráðherrar ríkja Evr- ópubandalagsins (EB) luku fjórða fundardeginum án þess að ná samkomulagi um skil- mála fyrir inngöngu Spánar og Portúgals og framlengdu fund sinn um einn dag. Ráðherrarnir hafa setið á fundum frá þvi á sunnudag og reynt að höggva á hnútinn. Bú- ist er við að einhverjum ágreiningsefnanna verði vísað til leiðtogafundar EB i næstu viku. Helztu ágreiningsefnin eru kröfur Spánverja um aðgang fiskveiðifiota síns að fiskveiði- lögsögu EB. Jaeques Delors, forseti framkvæmdastjórnar EB, sagðist i dag sjá þess merki að árangur hefði náðst á fundunum og batt 'nann vonir við að á morgun tækist að út- kljá óleyst ágreiningsefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.