Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 21.03.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1985 3 Einsöngvar- ar í H-moll- messu I KVÖLD munu Sinfóníuhljóm- sveit íslands og Pólýfónkórinn ásamt fjórum erlendum einsöngv- urum flytja H-moll-messu Bachs í Háskólabíói í tilefni af 300 ára af- mæli tónskáldsins. H-moll-messan þykir eitt hið mesta af verkum tón- skáldsins og verðugt viðfangsefni til heiðurs snillingnum. í fyrrakvöld komu til landsins erlendu einsöngvararnir fjórir sem taka þátt í flutningi verks- ins og tók Friðþjófur ljósmynd- ari mynd af þeim, en þau eru Jacquelyn Flugelle sópransöng- kona, Renzo Castellato tenór, altsöngkonan Bernadette Manca di Nissa og að lokum bassa- söngvarinn Carlo de Bortoli. Sjá nánar í blaðinu í dag bls. 20 grein Árna Kristjánssonar Andi Bachs, bls. 18 og 19 300 ára minning, Johann Sebastian Bach eftir Ingólf Guðbrands- son og að lokum bls. 26 viðtöl við nokkra kórfélaga í Pólý- fónkórnum. Kveðst ekki muna hvað olli deilunum SIGURÐUR Adolf Frederiksen hefur lýst því við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins með hvaða hætti hann réð Jósef Liljendai Sigurðssyni bana í kaffistofu trésmíðaverk- stæðisins við Smiöjuveg í Kópa- vogi. Þeir hafi setið sitt hvorum megin við borð, þar sem Jósef heitinn hefði ætlað að hringja og hafi þá komið til átaka þeirra í millum. Sigurður kveðst ekki muna hvað olli deilum þeirra, en hann hefði ætlað að kveikja í húsinu til þess að afmá um- merki ódæðisverksins. Hann hefði kynnst Jósef heitnum á veitingastaðnum Ypsilon um eittleytið aðfaranótt fimmtu- dagsins 14. mars. Þeir hefðu farið yfir á trésmíðaverk- stæði Jósefs heitins, sem er skammt frá veitingastaðnum Ypsilon. Alþjóðlega skákmótið á Húsavík: Lein efstur með 4 vinninga Hnmvík, 20. mars Að lokinni 6. umferð Alþjóðlega skákmótsins hér á Húsavík er Lein efstur með 4 vinninga og eina bið- skák og Jón L. er í öðru sæti með 4 vinninga. Sjötta umferðin var tefld hér í dag og sigraði Jón L Sævar. Jafntelfi gerðu Áskell og Helmer, Tisdall og Zuckerman, Guðmundur og Lombardy og Helgi og Karl. Skák þeirra Páima og Lein fór f bið. Úrslit í 4. umferð, sem tefld var sl. mánudagskvöld, voru sem hér segir: Helgi vann Pálma, Lein vann Sævar, en skákum þeirra Áskels og Zuckerman, Helmer og Lombardy, Tisdall og Jóns L. og Guðmundar og Karls lyktaði með jafntefli. Fimmta umferðin var tefld í fyrrakvöld og þá vann Karl Sævar, en öllum öðrum skákum lyktaði með jafntefli. Lein er því efstur með 4 vinn- inga og biðskák, Jón L. í öðru sæti með 4 vinninga, Helgi er með 3% vinning og eina skák óteflda og Lombardy og Zuckerman með 3Vi vinning hvor. Á morgun (fimmtudag) verður frí, en þó tefla þeir Helgi og Guð- mundur skák þá sem frestað var, vegna þess að Helgi var ekki kom- inn, en 7. umferð vcrður svo tefld á föstudag. Fréttaritari. Áfram í gæzlu- varðhaldi vegna Grettis- götumálsins í GÆR var í Sakadómi Reykjavík- ur framlengt gæzluvarðhald yfir manni þeim, sem hefur játað að hafa lent í átökum við Sigurö Breiðfjörð Olafsson, sem fannst látinn á heimili sínu að Grettis- götu 19b þann 25. febrúar síðast- liðinn. Gæzluvarðhald var fram- lengt til 1. maí næstkomandi, en Rannsóknalögregla ríkisins gerði kröfu um gæzlu til 1. júní. Rannsóknalögreglu ríkisins hefur enn ekki borist niðurstaða krufningar, þannig að dánaror- sök Sigurðar heitins liggur enn ekki fyrir. Sigurður var tví- kjálkabrotinn og með áverka á andliti þegar hann fannst lát- inn. Við íslendingar eyðum miklum hluta ævinnar innandyræ^^ - skiptir því máli hvernig híbýli okkar eru innréttuð og höosntjp svo að plássið nýtist sem best. /jftp''' Innanhússarkitekt okkar hjálpar viðskiptavinui^áð skipu- leggja plássið með það fyrir augum að öllum líðfvel innandyra Það er sérsvið okkar að innrétta á smekklegan hátt þar sem hver lófastór blettur nýtist að fullu. Komdu til okkar með óskir þínar. Við teiknum fyrir þig, smíðum utan um hugmyndir þínar og gerum tilboð. BoM>aíti£íi 27 Sími 28450

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.