Morgunblaðið - 17.04.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 17.04.1985, Síða 2
2 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 Stofnlánadeild og Veðdeild Búnaðarbankans: 7 % bænda eiga yfir þriðj- ung heildarskuldanna Skuldir bænda hafa hækkað að raungildi um 240%frá 1976 UM SÍÐUSTU áramót skuldaði 341 bóndi yfir eina milljón hjá Stofnlána- deild landbúnaðarins og Veðdeild Búnaðarbanka íslands. Þessir bsndur eru aðeins um 7% bsnda í landinu en bera um 34% heildarskulda bsnda við þessar stofnanir. 64 bsndur skulduðu yfir 2 milljónir við Stofnlánadeild og Veðdeild, þar af 11 yfir 3 milljónir kr. Mál þessara skuldugu bænda og fjárhagsstaða bænda almennt verður eitt aðalumræðuefndi aukafulltrúafundar Stéttarsam- bands bænda, sem haldinn verður í Bændahöllinni í Reykjavík í dag. Fundurinn verður settur klukkan 9 og mun Ingi Tryggvason, for- maður stéttarsambandsins, þá flytja fundinum skýrslu sína og Jón Helgason, landbúnaðarráð- herra, ávarpa fundinn. Auk af- komumálanna verða fyrirætlanir stjórnvalda um breytingar á Framleiðsluráðslögunum og lána- málum landbúnaðarins aðalmál fundarins. í yfirliti sem Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur tekið saman um skuldir bænda við sjóði land- búnaðarins, og vitnað er til hér í upphafi, kemur fram að heildar- skuldir bænda við þessa sjóði eru 1,6 milljarður kr. og hafa þær hækkað að raungildi um 48% á árinu 1984 og um 240% frá árinu 1976. Að meðaltali skuldar hver einasti bóndi í landinu því tæpar 340 þúsund krónur í þessum sjóð- um, en skuldirnar dreifast mjög ójafnt, eins og fram kemur hér að ofan. Nefnd sem landbúnaðarráð- herra skipaði vinnur nú að athug- un á fjárhagsvanda bænda, eink- um þeirra sem ekki fengu úrlausn við skuldbreytinguna á sl. ári, at- huga búrekstur þeirra, veita þeim ráðgjöf og gera tillögur um úrbæt- ur eftir því sem könnunin gefur tilefni til. Nefndin hefur haldið þrjá fundi og heimsótt nokkra bændur, en formaður nefndarinn- ar, Sveinbjörn Eyjólfsson í land- búnaðarráðuneytinu, bjóst við að mál 10 til 20 yrðu athuguð til að byrja með. 80 tonn af stofnútsæði skemmdust í flutningum SKEMMDIR af völdum frosts og sjóbleytu urdu á sendingu af stofn- útsæðiskartöflum sem fiuttar voru með flóabátnum Drangi frá Eyjafirði til Reykjavíkur í síðustu viku. í sendingunni voru um 80 tonn af sér- staklega ræktuðu stofnútsæði, sem er um helmingur þess útsæðis sem koma átti að norðan, og er verðmæti sendingarinnar um 3 milljónir kr. Ekki er vitað hvað tjónið er mikið en Ijóst að þessar kartöfiur verða ekki seldar sem útsæði. Grænmetisverslun landbúnað- arins gerir árlega samninga við nokkra bændur í Eyjafirði um ræktun stofnútsæðis. Eru gerðar sérstakar kröfur um heilbrigði kartaflnanna og gæði og er þetta útsæði síðan selt til almennings og Oliver Steinn Jóhannesson látinn Oliver Steinn Jóhannesson, bóka- útgefandi, lést í Landakotsspítala mánudaginn 15. aprfl síðastliðinn, á 65. aldursári. Oliver Steinn hafði átt við vanheil.su að stríða um skeið. Oliver Steinn var fæddur 23. mai 1920 í ólafsvík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Magn- ússon sjómaður og Guðbjörg Oliv- ersdóttir. Oliver lauk gagnfræða- prófi frá Flensborgarskóla í Hafn- arfirði árið 1936 og stundaði síðan verslunarstörf hjá KRON í Hafn- arfirði og Reykjavík á árunum 1936 til 1942 og hjá Bókaverslun fsafoldarprentsmiðju í Reykjavík frá 1942 til 1955, þar af sem versl- unarstjóri frá 1944. Hann var sölustjóri Sameinuðu verksmiðju- afgreiðslunnar í Reykjavík 1956. Oliver Steinn rak eigin bókaversl- un í Hafnarfirði 1957 til 1978 og jafnframt sitt eigið forlag, Skuggsjá. Hann var framkvæmda- stjóri Skuggsjá og Bókabúðar Olivers Steins sf. frá 1979. Oliver Steinn tók virkan þátt í félagsmálum. Hann var í stjórn Félags íslenskra bókaverslana 1953—1955. f stjórn Bóksalafélags fslands sem nú heitir Félag is- lenska bókaútgefenda, frá 1959 og formaður þess 1964 til 1969 og frá 1980 til 1984. í stjórn Styrktarfé- lags aldraðra í Hafnarfirði frá stofnun þess 1968. í stjórn Fim- leikafélags Hafnarfjarðar um ára- bil. f fyrstu stjóm FRf. Oliver Steinn var afreksmaður og met- hafi í frjálsum íþróttum á árunum 1939 til 1947. Hann var varabæj- arfulltrúi í Hafnarfirði 1970 til 1974 og bæjarfulltrúi þar 1974 til 1978. I fræðsluráði Hafnarfjarðar 1970 til 1978. f stjórn Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar 1978. Oliver Steinn kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Sigríði Þórdísi kartöflubænda sem endurnýja hjá sér kartöflurnar með stofnútsæði á ákveðnu árabili. Sigurgeir Ólafsson, plöntu- sjúkdómafræðingur hjá RALA, sem hefur eftirlit með stofnút- sæðisræktuninni sagði, að út- breiðsla skemmdanna í sending- unni hefði ekki verið könnuð, en sagði að ekki væri hægt að líta lengur á þetta sem stofnútsæði og því töluvert tjón hefði því átt sér stað, þar sem hærra verð er greitt fyrir stofnútsæðið en aðrar útsæð- iskartöflur. Hann sagði að þetta væru ágætis kartöflur og hugsan- legt að flokka þær upp og selja til neyslu. Hann sagði að Grænmet- isverslunin hefði boðið flutn- ingana út og taldi líklegast að flutningsaðili bæri ábyrgð á tjón- inu. Hann sagði að ekki væri víst að skortur yrði á útsæði í vor vegna þessa atburðar, þar sem stofnræktendurnir ættu meira magn en farið hefði suður. MorgunblaftiA/Júlfus Borinn Jötunn við Nesjavelli, Þingvallavatn í baksýn. Á innfelldu mynd- inni eru Ásgrímur Guðmundsson, jarðfræðingur og Dagbjartur Sigur- steinsson, borstjóri, fyrir framan borinn. Jötunn borar við Nesjavelli UM SÍÐUSTU helgi var hafist handa við að bora eftir heitu vatni fyrir Reykvíkinga á Nesja- völlum í Grafningi. I gærkvöld var búið að bora með Jötni um 80 metra niður og miðaði heldur hægt, skv. upplýsingum bor- manna, enda er bergið gisið efst og hraunlögin víða kurluð. Jöt- unn var fluttur austur fyrir páskana og er áætlað að bora sex holur á Nesjavöllum í sumar, sem hver um sig gæti orðið allt að tveggja kílómetra djúp. Gaukur Jörundsson lagaprófessor: Kísilnám við Mývatn háð leyfi Náttúruverndarráðs Oliver Steinn Jóhannesson Bergsdóttur Jónssonar bæjarfóg- eta í Hafnarfirði, árið 1946. Börn þeirra eru Guðbjörg Lilja, Jó- hannes Örn og Bergur Sigurður. SAMKVÆMT niðurstöðu lög- fræðilegrar greinargerðar Gauks Jörundssonar lagaprófessors er nám kísilgúrs úr botni Mývatns háð leyfi Náttúruverndarráðs og ákvæðum laga númer 36 frá 1974, en þau taka til verndunar Mý- vatns og Laxár í Suður-Þingeyj- arsýslu. Að ósk Menntamálaráðu- neytisins, sem Náttúruverndar- ráð heyrir undir, var Gaukur „Þessi bifreiða- kaleikur verði frá okkur tekinn“ Aóalfundargestir Vinnuveitend- asambands íslands skemmtu sér hið besta er til orðahnippinga kom i milli Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Sverris Her- mannssonar iðnaðarráðherra í panelumræðum fundarins í gær. Tilefnið var fyrirspurn um bflafríð- indi ýmissa ráðamanna þjóðarinn- ar, og hvort ekki væri ástæða til þess að nema ákvæði úr gildi er heimiluðu slík fríöindi. Sverrir sagði: „Ég bið og segi að þessi bifreiðakaleikur verði frá okkur tekinn." Steingrímur svaraði: „Þú keyrir nú á góðum bíl, sem ríkið á.“ Sverrir sendi boltann til for- sætisráðherra á nýjan leik með orðunum: „Það hefðir þú líka átt að gera. Þá hefðir þú ekki lent í þessum vandræðum." Steingrímur lét þessu ekki ósvarað: „Það er miklu dýrara fyrir ríkið að eiga bílinn, heldur en að ráðherrarnir eigi bíla sína sjálfir." Enn svarar Sverrir: „Það skiptir ekki nokkru máli. Það er almenningsálitið sem dæmir í þessu máli.“ Forsætisráðherra hafði svo síðasta orðið í þessari uppákomu því hann spurði: „Eigum við ekki að láta skynsemina ráða?“ Jörundsson prófessor fenginn til að gera úttekt og skila grein- argerð um réttaráhrif námu- leyfis við Mývatn, sem iðnaðar- ráðuneytið gaf út í janúar síð- astliðnum. Náttúruverndarráð og iðnaðarráðherra hafa ekki verið sammála um lagalegan rétt ráðherra til að framlengja starfsleyfi Kísiliðjunnar við Mývatn um 15 ár. í áliti laga- prófessorsins kemur m.a. fram, að samkvæmt áðurgreindum lögum númer 36 frá 1974 þarf leyfi Náttúruverndarráðs til hvers konar mannvirkjagerðar og jarðrasks á landsvæði þvi, sem lögin taka til. „Þar sem einn megintilgangur umræddra laga er verndun lífríkis Mý- vatns, er að mínum dómi ekki neinum vafa bundið, að nám kísilgúrs úr botni Mývatns fell- ur undir jarðrask í skilningi nefnds ákvæðis 3. greinar," seg- ir m.a. í álitinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú unnið að gerð samkomulags um málið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.