Morgunblaðið - 17.04.1985, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985
Aðalfundur Vinnuveitendasambands (slands
VSÍ ályktar um samningamál:
„Sókn til bættra lífskjara“
„VINNUVEITENDASAMBANDIÐ vill vinna að nýrri leið, sittmála vinnu-
markaðarins um atvinnuuppbyggingu og sókn til bættra lífskjara,“ segir m.a.
í áiyktun aðalfundar Vinnuveitendasambnds íslands 1985.
Þar segir jafnframt: „Slíkur markaðarins um atvinnumál og
sáttmáli hlýtur að byggja á friði á væntir þess að árangur þeirra leiði
vinnumarkaði og samstöðu um til aukinnar hagsældar og geti lagt
langtíma markmið um uppbygg- grundvöll að gagnkvæmum skiln-
ingu íslensks atvinnulífs. Aðalfund- ingi á sameiginlegum hagsmunum
ur Vinnuveitendasambands Islands launþega og vinnuveitenda."
fagnar því viðræðum aðila vinnu-
Gunnar J. Friðriksson
kjörinn formaður VSÍ
Panelumræður hjá VSÍ:
Nýsköpun
í atvinnu-
rekstri
„Nýsköpun í atvinnurekstri" var
yfirskrift pallborðsumræðna á að-
alfundi VSÍ, þar sem tóku þátt
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra, Þorsteinn Pálsson,
formaður _ Sjálfstæðisflokksins,
Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, og Sverrir Her-
mannsson, iðnaðarráðherra. Hörð-
ur Sigurgestsson, forstjóri Eim-
skips, stýrði umræðunum.
Þátttakendur gerðu grein fyrir
því í hverju þeir teldu að nýsköp-
un atvinnulífsins ætti að vera
fólgin. Voru þeir sammála um að
það væri fyrst og fremst einstakl-
ingurinn eða samtök einstaklinga
sem ættu að vera ábyrg í nýsköp-
unaruppbyggingu, og hafa frum-
kvæði. Þó töldu þeir að vel kæmi
til greina að ríkið greiddi götu
nýrra leiða, a.m.k. til að byrja
með, og legði til fjármagnskostn-
að til rannsókna og þróunar.
Meðal fyrirspurna, sem bárust
frá fundarmönnum, var fyrir-
spurn þess efnis hvort þingmenn-
irnir væru tilbúnir til þess að
beina því fjármagni, sem ætlað
væri í Þróunarfélag íslands, til
bankanna í landinu og þeir sæju
síðan um að lána féð til þeirra
sem vildu reyna uppbyggingu
nýrra atvinnutækifæra. Halldór
Ásgrímsson sagðist telja að slíkt
gengi ekki, þar sem bankarnir
væru ekki reiðubúnir til þess að
lána áhættufé, og aðrir tóku í
sama streng.
króna,“ sagði Páll, „og til saman-
burðar má upplýsa að tekjur af
útflutningi þorskafurða voru á
sama tíma 6 til 7 milljarðar, sem
þýðir að um það bil tvær af hverj-
um þremur krónum sem fást fyrir
þann gula fara í vaxtagreiðslur og
þá eru afborganir eftir.“
Undir lok ræðu sinnar sagði
Páll að hann hefði nú gegnt for-
mannsstarfinu hjá VSÍ um sjö ára
skeið, og hann hefði tekið þá
ákvörðun að gefa ekki kost á sér
til endurkjörs.
— vegna sjö vikna verkfalls þeirra sl. haust
AÐALFUNDUR Vinnuveitendasambands íslands var haldinn að Hótel Sögu
í gær að viðstöddu fjölmenni. Páll Sigurjónsson, formaður VSÍ flutti fundin-
um yfirlitserindi í upphafi fundarins og þar kom fram að meðaltalskaupmátt-
ur bókagerðarmanna skertist um 13 til 14%, vegna sjö vikna verkfalls þeirra
sl. haust, og miðar Páll þá við tímabiliö frá upphafi verkfallsins og út
samningstímann, eða til ársloka þessa árs. Sagði Páll að þessi útreikningur
miðaði við að kaupmáttur bókagerðarmannanna yrði 13 til 14% lægri en
orðið hefði að öllum samningum óbreyttum.
Er Páll ræddi skattalækkunar- Hann sagði að ef skattalækkun-
leið þá sem kom til greina á tíma-
bili sl. haust sagði hann að form-
legum viðræðum um þá leið hefði
lokið er fjármálaráðherra gerði
samning við BSRB um launa-
hækkun upp á þriðja tug prósenta.
arleiðin hefði verið farin, þá hefði
verðbólga á þessu ári að líkindum
orðið undir 10 prósentustigum.
Þegar Páll ræddi fjárfestingu
liðinna ára sagði hann m.a.: „Ef
hver fjárfest króna í þjóðarauðn-
um skilaði jafnmiklum arði nú
eins og árið 1974 væri þjóðar-
framleiðsla í dag 25 til 35% meiri
en hún er. Þetta er visbending um
hvað hefði getað orðið ef arðsemi
hefði ráðið fjárfestingaákvörðun-
um á liðnum 10 árum, og þá væru
lífskjör þjóðarinnar jafnvel 25%
betri en þau eru nú.“
í ræðu Páls kom fram að erlend-
ar skuldir á mann hafa þrefaldast
á undanförnum 10 árum: „Nettó-
vaxtagreiðslur af lánum þjóðar-
búsins voru í fyrra 3,5 milljarðar
Við upphaf aðalfundar VSf i Hótel Sögu I gær.
Páll Sigurjónsson, fráfarandi formaður VSÍ:
Kaupmáttur bókagerðar-
manna skertist 13—14 %
MorgunblaðiA/Július
Pill Sigurjónsson frifarandi formaður VSÍ í ræðustól i aðalfundi VSÍ í gær. Sitjandi fri vinstri eru Davíð Scheving
Thorsteinsson, sem var fundarstjóri, Einar Benediktsson, sendiherra, sem flutti erindi i fundinum, Friðrik Pilsson,
forstjóri, sem einnig flutti erindi, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Grétar Br. Kristjánsson, sem var
fundarritari.
Ályktun VSÍ:
Beina til samgönguráðherra
að nema leigubflalög úr gildi
GUNNAR J. Friðriksson var i aðai-
fundi Vinnuveitendasambands ís-
lands í gær kjörinn formaður VSÍ og
Gunnar J. Friðriksson
Ólafur B. Ölafsson, varaformaður.
Pill Sigurjónsson, frifarandi for-
maður gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs, né heldur Davíð Scheving
Thorsteinsson frifarandi varafor-
maður.
Aðrir í stjórn sambandsins voru
kjörnir Ágúst Hafberg, Árni Brynj-
ólfsson, Gísli Ólafsson, Guðjón
Tómasson, Guðlaugur Björgvins-
son, Gunnar Birgisson, Gunnar
Snorrason, Haraldur Sturlaugsson,
Jón Páll Halldórsson, Magnús Vig-
fússon, Sigurður Helgason, Víg-
lundur Þorsteinsson og Þórhallur
Helgason.
Úr stjórn gengu auk Páls og Dav-
íðs þeir Brynjólfur Bjarnason, Har-
aldur Sveinsson og Jón Ingvarsson.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar fram-
kvæmdastjórnar var kjörið í samn-
ingaráð og það skipa: Gunnar J.
Friðriksson, ólafur B. ólafsson,
Hörður Sigurgestsson, Magnús
Gunnarsson og Víglundur Þor-
steinsson.
AÐALFUNDUR Vinnuveitendasam-
bands íslands beinir því til sam-
gönguriðherra að hann beiti sér
fyrir því að löngu úrelt lög um leigu-
bifreiðir verði þegar felld úr gildi, og
skorar fundurinn jafnframt i Al-
þingi að fylgja eftirleiðis þeirri
stefnu sem því er mörkuð 169. grein
stjórnarskrir lýðvcldisins, sem mæl-
ir fyrir um að atvinnufrelsi skuli
ríkia i fslandi.
I þessari ályktun aðalfundarins
er gerð grein fyrir ástæðum þess-
arar áskorunar og segir þar að til-
efni hennar sé að í sakadómi
Húsavíkur hafi tveir forsvars-
menn eins aðildarfyrirtækis VSÍ,
Skipaafgreiðslu Húsavíkur hf.,
verið dæmdir sekir, fyrir þá yfir-
sjón eina að starfrækja skipaaf-
greiðslufyrirtæki. Það hafi saka-
dómur talið varða við lög frá 1970
um leigubifreiðir, með því að vöru-
bifreiðir fyrirtækisins hafi verið
notaðar við akstur milli skips og
vörugeymslu á hafnarsvæðinu.
■