Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1985 Tekjuskatturinn lækk- aður um tæp 20 % í ár — eftir Gunnar G. Schram Annað skrcf til afnáms hans á næsta ári. — 35 þús. kr. hjónatekjur þá skattfrjálsar. Þegar ríkisstjórnin var mynduð fyrir tæpum tveimur árum var það eitt af helstu stefnuskrárat- riðum hennar að fella niður tekju- skattinn á almennum launatekj- um. Á það hafði Sjálfstæðisflokk- urinn lagt mikla áherslu í kosn- ingunum og raunar einnig á það að lækka bæri tolla á innfluttum vörum. Það er þess vegna tímabært að spyrja hver staðan sé nú í þessum málum og hvað hafi þar áunnist. Fyrstu skrefin til lækkunar Skömmu eftir að rikisstjórnin var mynduð voru gerðar víðtækar efnahagsráðstafanir eins og mönnum er í fersku minni. Einn liður þeirra var m.a. lækkun á tekjuskattinum sem framkvæmd var að mestu með hækkun barna- bóta og auknum persónuafslætti árin 1983 og 1984. Samtals nam lækkun skatta þessi tvö ár kr. 380 millj. Tekjuskatturinn hefur á seinni árum breyst frá þvi að vera sanngjörn skattaleið í það að verða ranglátur launamanna- skattur. Hann kemur æ misjafnar niður og hefur þvi að miklu leyti tapað upphaflegum tilgangi sín- um, þeim að jafna tekjur manna. Jafnframt hefur hann skipt æ minna máli fyrir tekjuöflun ríkis- sjóðs. Nú koma aðeins um 8% af tekjum rikisins frá tekjuskattin- um. Þorri teknanna er óbeinir skattar svo sem söluskatturinn. En það hefur ekki breytt þeirri staðreynd að fyrir fjölda launa- manna er þessi skattur þung byrði, ekki síst eftir að kaupmátt- ur fór rýrnandi á síðustu þremur árunum. Það er því engin tilviljun að samtök launþega svo sem BSRB, BHM og félög innan ASÍ hafa hvað eftir annað undirstrik- að nauðsyn þess að afnema þenn- an skatt á almennum launatekj- um. Jafnframt hefur verið bent á það hver kjarabót myndi í slíku verki felast — kjarabót sem engin verðbólguáhrif hefur í för með sér. 600 millj. kr. lækkun í ár í september á síðasta ári lýsti ríkisstjórnin því yfir að hún myndi afnema tekjuskattinn á al- mennum launatekjum í þremur áföngum. Hraðar treysti hún sér ekki að standa að því verki og þótti mörgum miður. í samræmi við það var á fjárlög- unum í ár gert ráð fyrir lækkun tekjuskattsins um 600 millj. króna. Það samsvarar þriðjungs lækkun á tekjuskattinum, miðað við áætlaðar tekjur af honum, þegar þessi ákvörðun var tekin. Alls var hann áætlaður 1800 millj. króna nettó í fjárlögum. Þessi lækkun kemur til fram- kvæmda við álagningu skatta á þessu ári. Verður kr. 400 millj. varið til þess að lækka skattinn beint, en 200 millj. króna til þess að lækka skatta hjá hjónum þar sem fyrirvinnan er aðeins ein. Reiknað hefur verið út af fjár- málaráðuneytinu hvað þessi skattalækkun muni þýða í fram- kvæmd fyrir almenning í landinu. Niðurstöðurnar eru þessar: Meðallækkun á álögðum tekju- skatti mun á þessu ári verða 17—18% frá því sem verið hefði að óbreyttum skattalögum. Sumir gjaldendur fá meiri lækkun en þetta, aðrir nokkru minni. í öðru lagi hefur þessi lækkun það í för með sér að hin Svonefndu skattfrelsismörk tekjuskattsins hækka allverulega. Skattfrelsis- mörk eru þau tekjumörk þar sem viðkomandi gjaldandi, sem ein- ungis hefur fastan frádrátt, byrj- ar að greiða tekjuskatt við álagn- ingu 1985. Sem dæmi um þessa hækkun skattfrelsismarksins má nefna að hjón, þar sem annað afl- ar allra teknanna, byrja nú að greiða tekjuskatt við 370 þús. kr. tekjur, en ella hefði skattgreiðslan hafist við tekjur að upphæð kr. 322 þúsund. 900 millj. kr. lækkun næsta ár Að óbreyttum lögum er gert ráð fyrir því að tekjuskattur einstakl- inga nemi nettó alls 1,7 millj. króna á næsta ári miðað við verð- lagsforsendur fjárlaga 1985. I samræmi við afnám hans á þrem- ur árum þarf því að lækka þessa upphæð um 800—900 millj. króna með lögum nú í haust. Eftir þá breytingu munu nettó tekjur ríkisins af þessum skatti alls hafa lækkað um tæpa tvo þriðju hluta frá því sem var árið 1984. Þessi breyting mun hafa það í för með sér, samkvæmt upplýsing- um fjármálaráðuneytisins, að strax í þessum áfanga munu sam- eiginlegar tekjur hjóna 30—35 þús. kr. á mánuði verða tekju- skattfrjálsar. Er þess vegna veru- legum áfanga náð að því takmarki sem upphaflega var stefnt að. Um þessar mundir eru að hefj- ast viðræður aðila vinnumarkað- arins um nýja kjarasamninga. í þeim viðræðum mun efalaust verða lögð áhersla á það að staðið verði við áframhaldandi lækkun á tekjuskattinum. Engum dylst hvaða kjarabætur eru í því fólgn- ar fyrir launþega almennt í land- inu. í slíkum skattalækkunum felst bein kaupmáttaraukning. Og það sem meira er, sú kaupmáttar- aukning hefur ekki í för með sér neina kollsteypu nýrrar verðbólgu sem allt of oft hefur þurrkað út árangur kjarasamninga. Hags- muna þeirra tekjuiægstu, sem ekki hafa greitt neina tekjuskatta, verður jafnframt að gæta með aukningu tryggingabóta, þannig að þeir beri hér ekki skarðan hlut frá borði: Beinir skattar þegar lækkaðir um 1 milljarð Hér hefur sérstaklega verið rætt um tekjuskattinn. En ef allt er talið þá hafa beinir skattar alls verið lækkaðir um 1 milljarð og 70 milljónir króna á síðustu tveimur árum. Auk 600 millj. króna lækk- unar tekjuskattsins hefur þegar verið minnst á 380 millj. kr. lækk- un persónuskatta skömmu eftir að ríkisstjórnin tók við. Þá hafa skattar verið felldir niður það ár sem menn hætta störfum. Sú lækkun nemur 30 millj. króna. Ákveðin var lækkun á sköttum sjómanna á þessu ári vegna lausn- ar kjaradeilu þeirra, sem nemur 45 millj. kr. Og loks var erfðafjár- skatturinn lækkaður um 15 millj. króna. Alls hafa því beinir skattar ver- ið lækkaðir um rúman einn millj- arð króna á síðustu tveimur árum. 500 millj. kr. lækkun óbeinna skatta Hér hefur verið gerð grein fyrir því hvern árangur baráttan fyrir lækkun tekjuskattsins hefur þegar Gunnar G. Schram „Tekjuskatturinn hefur á seinni árum breyst frá því að vera sanngjörn skattaleið í það að verða ranglátur launamanna- skattur. Hann kemur æ misjafnar niður og hef- ur því að miklu leyti tap- að upphaflegum tilgangi sínum.“ borið og hver munu verða næstu skrefin í því efni. En það vill stundum gleymast að óbeinir skattar hafa einnig ver- ið lækkaðir allverulega á síðustu tveimur árunum. Fyrir skattborg- arana skiptir það líka máli. Sam- tals nemur lækkun óbeinna skatta 592 millj. króna. Þar vegur þyngst endurgreiðsla til sjávarútvegsins á kr. 430 millj. sem var uppsafnað- ur söluskattur. Tollar og vörugjald af ýmsum nauðsynjavörum voru lækkuð um 90 millj. króna og toll- ar og vörugjald voru lækku um 104 millj. kr. af landbúnaðartækjum og tölvubúnaði. Loks var 10% álag á ferðamannagjaldeyri afnumið Auglýsingar Tryggingarstofnunar um gjaldskrá læknæ Vantar þó nokkuð á að þær gefí fulla vitneskju — segir Gunnar Ingi Gunnarsson formaður samninganefndar Læknafélags íslands I TILEFNI af auglýsingum Tryggingastofnunar ríkisins um kostnaðarþátt- töku fólks vegna læknisþjónustu heimilislækna hafði Gunnar Ingi Gunnars- son heimilislæknir og formaöur samninganefndar Læknafélags íslands sam- band við Mbl. og óskaði eftir að fram kæmi, að læknar væru sammála um það að mikilvægt væri að fólk hefði fulla vitneskju um, hvað því bæri að greida. Aftur á móti vantaði þó nokkuð á að auglýsing Tryggingastofnun- arinnar gæfi fólki fulla vitneskju um þær greiðslur sem því bæri að inna af hendi fyrir breytilega þjónustu og óskaði hann því að eftirfarandi kæmi fram. Hann tók þó fram að hér væri engan veginn um tæmandi upptainingu að ræða: „Varðandi stofuviðtalsgjaldið Álafoss lengdur um rúma 13 metra ÁLAFOSS, skip Eimskipafélags íslands, kom í gærmorgun til Reykjavíkur eftir að hafa verið lengdur um 13,1 metra í Vestur-Þýskalandi. Tók ekki nema tólf vinnudaga að lengja skipið og styrkja, bæta í það Ijósavél og skipta um bógskrúfu, að sögn Þórðar Sverrissonar, fulltrúa framkvæmdastjóra EÍ. þá mega heimilislæknar bæta við það gjald fyrir einnota áhöld og lyf sem þeir útvega sjálfir. Síma- viðtalsgjald sjúklings hækkar um 60% á kvöldin og 100% um nætur og helgar. Þar er þó hámarks- greiðsla sjúklings 75 kr. Trygg- ingastofnun greiðir lækni mis- muninn. Fulltrúar Trygginga- stofnunar hafa hingað til ekki samþykkt að greiða símaviðtals- gjöld og verður þvi að benda fólki á þetta yfirvinnu- og næturvinnu- álag, sem því ber að greiða sam- kvæmt ákvörðun Tryggingastofn- unar. Greiðsla sjúklings vegna vitjun- ar heimilislæknis er kr. 140.00 þegar læknirinn vitjar sjúklings frá heilsugæslustöð eða lækna- stofu. Komi hins vegar heimilis- læknir í vitjun sem vakthafandi á bæjarvakt skal sjúklingur greiða lækninum kr. 160 fram til mið- nættis en eftir það og um helgar kr. 270. Sjúklingur greiðir lækni þessar upphæðir en fær hluta end- urgreiddan. Nýja ljósavélin um borð í Ála- fossi mun gera mögulegt að vera með fleiri frystigáma um borð auk þess sem nýju bógskrúfunni nýtist aukið rafmagn. Flutningsgeta skipsins eftir breytinguna er 325 gámaeiningar og 150 bilar á neðsta dekki. „Þessi breyting er mjög hag- kvæm og hefur til dæmis reynst vel á Eyrarfossi," sagði Þórður Sverr- isson. „Skipið tapar mjög litlum hraða á lengingunni og er jafnvel enn betra í sjó á eftir." Álafoss var lengdur hjá skipa- smíðastöðinni Howaldtswerke Deutche-Werft í Hamborg, eins og Eyrarfoss. Einnig má geta þess að sjúkl- ingur getur átt von á því, þegar hann kemur á stofu heimilislækn- is, að þurfa að greiða, auk stofu- viðtalsgjalds, fyrir þjónustu sem læknirinn hefur veitt viðkkom- andi í gegnum síma frá því sjúkl- ingurinn kom á stofu læknisins síðast." Morgunblaðið/Fríftþjófur Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvimyndagerðarmaður, tekur við verð- launum úr hendi borgarstjóra fyrir bók sína, „100 ára afmælið“. Verðlaun Fræðsluráðs: „100 ára afmælið“ besta frumsamda barnabókin VERÐLAUNUM Fræðsluráðs Reykjavíkur til barnabókarhöfunda var út- hlutað í gær. Þráinn Bertelsson hreppti verðlaunin fyrir bestu frumsömdu bókina, „100 ára afmælið", Gunnar Stefánsson fékk verðlaun fyrir bestu þýddu barnabókina, „Paradís", og Brian Pilkington fékk sérstaka viður- kenningu fyrir myndskreytingu bókar Þráins. Davíð Oddsson, borgarstjóri, af- henti verðlaunin og sagði hann m.a. að þau bæri að líta á sem hvatningu til þeirra sem fengjust við að skrifa barnabækur. „Því miður verða þeir, sem hér eru verðlaunaðir, ekki auð- menn í einni svipan, en vonandi líta þeir á þetta sem viðurkenningu á góðu starfi." f úrskurði dómnefndar sagði m.a. að bók Þráins, sem fjallar um tröllabarn og mennska vini þess, sé skemmtileg, jákvæð og listræn og snilldarlegar myndskreytingar Bri- ans Pilkington veiti bókinni enn frekara gildi. Bókin „Paradís", sem Gunnar Stefánsson þýddi, er eftir finnska skáldið Bo Carpelan og fjallar um samskipti tveggja drengja, en ann- ar þeirra er andlega vanheill. Áleit dómnefndin bókina gædda mann- legri hlýju, sem gerði hana að ákjósanlegri lesningu fyrir börn. Dómnefndina skipuðu þau Jenna Jensdóttir, Sigríður Ragna Sigurð- ardóttir og Bragi Jósepsson og er þetta í 10. sinn sem barnabókarhöf- undar eru verðlaunaðir af Fræðslu- ráði. Á síðasta ári komu út 20 frum- samdar bamabækur hér á landi og jafn margar voru þýddar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.