Morgunblaðið - 28.04.1985, Síða 61

Morgunblaðið - 28.04.1985, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUgjg. APR1U1986 «1 Vahir með fjölskyldu sinni og eiganda gistihússins TÍð Bláa lónið, Þórði Stefánssyni. Við klið Þórðar er kona Vals, Birna Sigurðardóttir, en milli Vals og Birnu eru börn þeirra, Asta Halifríður og Jón Margeir. húðarsýkingu og sjúklinga sem þjást vegna beina- og liðameiðsla. Þannig mineralvatn er til víða um heim og heyrir vatnið í Dauða haf- inu til dæmis undir þennan flokk." Sigurður taldi þó líklegt að fleiri efni tæmu við sögu, og nefndi í því sambandi ýmis snefil- efni, fjölliðaðan og ófjölliðaðan kísil, en kísillinn er eitt af aðal- einkennum vatnsins i Bláa lóninu. JARÐVARMl OG FERÐA- MANNAIÐNAÐUR Lækningarmáttur Bláa lónsins vekur upp þá spurningu hvort ís- lendingar séu á réttri leið í nýt- ingu jarðvarmans. Væri hægt að nýta heita vatnið í stórum stíl í heilsubótarskyni og gera að undir- stöðu í ferðamannaþjónustu? Sig- urður Rúnar er ekki í neinum vafa um það: „Eg tel miklar líkur á því að tslendingar geti laðað til landsins nýja tegund ferðafólks með þvi að bjóða upp á fullkomna aðstöðu til hvíldar og heilsubótar. Þetta er möguleiki sem við höfum ekki fært okkur i nyt enn sem komið er. Fram til þessa hefur nýting jarð- hita hérlendis snúist mest um upphitun húsa og ylrækt, enda liggur það kannski beinast við vegna veðurfarsins. En ef við lít- um til annarra þjóða sem nýta jarðhita sjáum við allt aðrar áherslur. Bæði Japanir og Ung- verjar gera til dæmis mikið af því að byggja upp heilsuhæli og heilsuræktarstöðvar við heitar lindir, og þá ekki síst með móttöku erlendra gesta í huga. Tæplega 30% af nýtingu jarðvarma í heim- inum fer til þessara hluta, það er að segja til heilsuræktar og ferða- mála. Og verömætasköpunin á þessu sviði er langmest, eða rúm- lega 50% af heildarverðmæta- sköpun alls jarövarmaiðnaðar í heiminum. Til samanburðar má nefna að rúmlega 33% þess jarð- varma sem nýttur er fer til raforkuframleiðslu, en sú fram- ieiösla gefur aðeins af sér rúmlega 27% heildarverðmæta í þessum iðnaði. Tölurnar tala sínu máli. En ég er ekki bara að hugsa um útlendingana. Við íslendingar höf- um líka þörf fyrir góðar heilsu- ræktarstöðvar, eins og við sjáum best af mikilli ásókn í dvöl á heilsuhæli Náttúrulækningarfé- lagsins í Hveragerði. Þar er ávallt langur biðlisti og komast færri að en vilja.“ - GPA Að lokinni hálfs mánaðar böðun {Bláa lóninu. Eins og sjá má er hrúður hvergi sjáanlegt á líkama Vals. Valur hafði stundað Bláa lónið í tæpa viku þegar Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari Morgunblaðsins, kom á vettvang og tók af honum myndir. „Strax á þessum fyrstu dögum fór mesta hrúðrið af bakinu og bringunni, en ég var enn slæmur í fótleggjum og lærum," sagði Valur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.