Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 14.05.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Stefnumót við áhorfendur Það tekur því vart þá ðrskots- stund er líf vort spannar frá fæð- ingu til grafar, að grufla stöðugt í flísinni er ku standa úr auga bróðurins. Að ekki sé talað um bjálkann sem við burðumst víst flest með um táradalinn. Því bregð ég nú á það ráð hér í dálki að hæla því dagskrárefni, sem öðru fremur hefir losað um gallið í penna mínum. Hér á ég við blessaðar íþróttirnar sem að sumra mati ríða vart við ein- teyming á skjánum, rétt eins og fsland sé bara byggt íþrótta- áhugamönnum og engilsöxum. En nú á laugardaginn bregður svo við að íþróttaþátturinn fékk á sig þjóðlegt og afar skemmti- legt yfirbragð. Ég á hér við prýðilegt spjall Bjarna Felix- sonar við fyrrum fótboltakappa, þá Jóhannes Eðvaldsson, Mar- tein Geirsson og Inga Björn Al- bertsson. Lét Bjarni ekki duga að spjalla við þá félaga, heldur brá hann og upp svipmyndum frá ferli þeirra. Bar þar fyrir sjón- varpsglápara ýmiss gullin augnablik knattspyrnusögunnar, eins og þá Jóhannes skoraði hið glæsilega „sigurmark" í leiknum gegn A-Þjóðverjum um árið. Tíminn skiptir máli: Um leið og ég þakka Bjarna Felixsyni fyrir þennan ágæta viðtalsþátt, vil ég minna á þá staðreynd, að það skiptir máski ekki höfuðmáli fyrir íþrótta- áhugamenn að lopinn sé teygður von úr viti. Slíkt slævir ekki að- eins áhuga íþróttaunnenda held- ur ergir og hina er hafa ekkert fyrir snúð sinn á laugardagseft- irmiðdögum. Það er miklu nær að vanda til þeirra íþróttafrétta er fylgja í kjölfar hinnar klass- ísku ensku knattspyrnu. En þær fréttir teygja sig nú yfir 100 mín- útur í laugardagsdagskránni eða nánar tiltekið frá klukkan 17.45 til klukkan 19.25, er barnatíminn hefst. Væri ekki nær að deila þessari síðdegisstund réttlátar milli sjónvarpsáhorfenda, þannig að í stað langloku fengju íþrótta- unnendur vandaða dagskrá, slíka er ég gat um fyrr í pistli, en síðan yrði svo sem 50 mínútum varið í þágu ýmiss tómstundagamans, af öðrum toga. Til móts við fjöldann: Ég hef raunar engar sérstakar hugmyndir varðandi þessar fimmtíu mínútur er hæglega má skera af íþróttaþætti laugar- dagsins, en þó dettur mér í hug, hvort ekki mætti hér koma til móts við alla þá er nú hyggja að görðum sínum. Ég heyri ekki bet- ur en að hlustendur láti mjög vel af garðyrkjuþætti Hafsteins Hafliðasonar í morgunútvarpinu. Og hvað um þá sjónvarpsglápara er hafa áhuga til dæmis á frí- merkjasöfnun eða bridge? Nú, og svo er fólk að byggja út um borg og bi. Hefir blessaður húsbyggj- andinn gleymst í þessu öllu sam- an? Ég hefði nú talið það íþrótt að byggja hús eða reisa við aldna byggingu. Og hvað um þá íslend- inga er hafa áhuga á þjóðlegum fræðum og bókmenntaarfinum? Það skyldi þó aldrei vera að áhugamenn um slíka hluti slagi upp í fjölda þeirra er horfa að staðaldri á ensku knattspyrnuna. Eða hvað segja menn um þá staðreynd að 18% íslensku þjóð- arinnar horfa að meðaltali £ ensku knattspyrnuna á sama tíma og vel yfir 20% hlýða á Stefnumót við Sturlunga? Ólafur M. Jóhannessson „Mörk láös og lagar“ — þáttur um náttúruvernd þar sem fjallað er um manninn og vatnið Páll Líndal ■■ Þátturinn um 30 náttúruvernd, „Mörk láðs og lagar“ er á dagskrá út- varpsins, rásar 1, klukkan 20.30. í kvöld. í þættinum talar Páll Líndal, lögmað- ur, um manninn og vatn- ið. Páll sagði í samtali við Mbl. að hann legði út af því sem hinn gríski Pind- aros hefði hugsað um þeg- ar hann orti fyrsta ólymp- íska óðinn sem hófst á orðunum: „Vatnið er best." „Meiningin er að fara nokkrum orðum um hvernig vatnsöfluninni hafi verið hagað á Islandi á fyrri tíð og um þann undrakraft, sem talið er að hafi fylgt vatnsvígslum Guðmundar góða. Rætt verður um framræslu á mýrum, um veiðirétt og fiskeldi, sem hófst reynd- ar vestur í Þorskafirði fyrir 1100 árum. Einnig fjalla ég nokkuð um raf- orkuframleiðsluna. Sam- anburður verður á kvæð- um skáldanna Steins Steinars annars vegar og Steingríms Thorsteins- sonar hins vegar, og talað verður um tónskáld. verður til umfjöllunar. Margir mun þekkja Eyr- byggjasögu þar sem segir frá þegar berserkirnir á Snæfellsnesi voru kæfðir í eins konar baðhúsi á Hrauni í Helgafellssveit. Svo er það gamla baðstof- an, sem í raun var upp- runalega baðstofa en ekki vistarvera. Svo eru það laugarnar í Reykjavík. Notkun vatns í stór- borgum getur verið með ýmsu móti. T.d. í New York var gerður foss í þeim tilgangi einum að fossniðurinn yfirgnæfi umferðarhávaðann, og í Freiburg í Þýskalandi hefur verið gerð tilraun með að hafa rennur f göt- um þar sem er stöðugt vatnsrennsli til að niður- inn frá því dragi verulega úr umferðarhávaðanum. „Hættum að reykja“ — sjónvarpsnámskeið til leiðbeiningar og uppörvunar þeim sem vilja hætta reykingum ■■^H Þáttaröð um OA 40 reykingar og skaðsemi reyk- inga hóf göngu sína i sjón- varpinu í gærkvöldi og verður annar þátturinn á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Þættirnir verða einnig eftir fréttir á mið- vikudag og föstudag. Þeir bera nafnið „Hættum að reykja“. Sjónvarpið efnir nú til námskeiðs í samráði við tóbaksvarnarnefnd til leiðbeiningar og uppörv- unar þeim sem vilja hætta reykingum. Umsjónar- maður er Sigrún Stef- ánsdóttir, fréttamaður. Hún sagði í samtali við Mbl. að þættirnir væru í svipuðu formi og þættir hennar um þetta efni árið 1977. „Sex manns koma í sjónvarpssal og ætla að hætta reykingum, og drápu þau í síðustu sígar- ettunum í gærkvöldi og fylgjumst við með þeim áleiðis í þeirra baráttu. Við fáum ýmsa sérfræð- inga í heimsókn f sjón- varpssal, sem ætla að gefa fólki, sem vill hætta, góð ráð í sambandi við auka- kílóin, sem oft vilja hlað- ast upp er fólk hættir reykingum; einnig ráð varðandi heilsufar og annað. Meiningin er sfðan að hittast aftur í sjónvarps- sal eftir tvær vikur og síð- an eftir fjórar vikur til að fylgja þessu eftir. Þætt- irnir nú f vikunni verða allir f beinni útsendingu og er hver þeirra 10 til 15 mínútur. Við vonumst auðvitað til að sem flestir reykingamenn taki sig nú á og hætti reykingum, en það er aðaltilgangurinn með þáttunum,“ sagði Sigrún. Eins og alþjóð veit ef- laust tóku gildi ný lög um áramótin sfðustu sem eiga að hamla gegn reyking- um. Áhorfendum gefst nú kostur á að læra af reynslu þátttakenda f sjónvarpssal, jafnframt því sem þeir sem heima sitja geta hagnýtt sér leiðbeiningar sérfróðra gesta i þáttunum. Sl. föstudagskvöld fengu sjónvarpsáhorfend- ur eiginlega forsmekkinn af þáttum Sigrúnar, en þá var sýnd mynd í sjónvarp- inu sem bar nafni „Ekki ég“ en hana lét tóbaks- varnarnefnd gera um skaðsemi tóbaksreykinga. Sigrún Stefánsdóttir, stjórnar nú í annað sinn þætti fyrir þá sem vilja hætta reykingum. ÚTVARP v ÞRIÐJUDAGUR 14. maí 74)0 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Afni Einars- son talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Bláa barniö" eftir Bente Lohne. Sigrún Björnsdóttir les pýðingu slna (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 .Man ég pað sem löngu leið." Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn. Umsjón: Ingimar Eydal. (R0- VAK.) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1520 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Krist- jánsdóttir. 1320 Lög eftir John Lennon og Paul McCartney. Peter Framton, David Bowie, Cleo Laine o.fl. 14.00 .Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guð- rún Jörundsdóttir les þýð- ingu slna (8). 1420 Miðdegistónleikar. a. .Adagio" fyrir strengja- sveit eftir Samuel Barber og b. Forleikur að .Candide" eftir Leonard Bernstein. Fll- harmónlusveitin I Los Angel- es leikur; Leonard Bernstein stjórnar. 14.45 Upptaktur. — Guömundur Benedikts- son. 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1620 Slðdegistónleikar. a. Sinfónia nr. 1 eftir Kurt Weill. Gewandhaus-hljóm- sveitin I Leipzig leikur. Edo de Waart stjórnar. b. Passacaglia op. 1 fyrir hljómsveit eftir Anton Web- ern. Sinfónluhljómsveit út- varpsins I Kðln leikur. Hiroshi ÞRIÐJUDAGUR 14. ma( 1925 Vinna og verðmæti — hagfræði fyrir byrjendur Þriöji þáttur Breskur fræðslumyndaflokk- ur I fimm þáttum sem kynnir ýmis atriöi hagfræöi á Ijósan og lifandi hátt, m.a. meö teiknimyndum og dæmum úr daglegu llfi. Guðni Kol- beinsson þýðir og les ásamt Lilju Bergsteinsdóttur. Wakasugi stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slödegisútvarp. Tilkynn- ingar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.59 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 A framandi slóðum. Oddný Thorsteinsson segir frá Japan og leikur þarlenda tónlist. Seinni hluti. (Aður út- varpað 1981.) 20.30 Mörk láðs og lagar — Þáttur um náttúruvernd. Páll Lfndal lögmaður talar um manninn og vatniö. 20.50 .Vorið góða grænt og hlýtt". Höskuldur Skagfjörö les vorkævöi. 1920 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 2020 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Hættum að reykja Annar þáttur Námskeiö til uppörvunar og leiðbeiningar þeim sem vilja hætta að reykja. Umsjónar- maður Sigrún Stefánsdóttir. 20.55 Heilsað upp á fólk 14. Guöni (Skaröi Ingvi Hrafn Jónsson heilsar upp á Guðna Kristinsson, stórbónda og hreppstjóra I 21.00 Islensk tónlist. a. Forleikur og fúga um nafniö BACH fyrir einleiks- fiðlu eftir Þórarin Jónsson. Björn Ólafsson leikur. b. Sónata op. 23 fyrir tromp- et og pianó eftir Karl O. Run- ólfsson. Björn Guðjónsson og Glsli Magnússon leika. 2120 Otvarpssagan: .Langferö Jónatans" eftir Martin A. Hansen. Birgir Sig- urösson rithöfundur les þýö- ingu slna (7). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. w 3<s Frá tónleikum Islensku hljómsveitarinnar I Bústaöa- kirkju 8. þ.m. Stjórnandi: Thomas Baldner. Einleikari: Joseph Ka Cheung Fung. Kynnir: Asgeir Sigurgests- son. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Skaröi I Landsveit. 2125 Verðir laganna — Rofin heit Bandarlskur framhalds- myndaflokkur um lögreglu- störf I stórborg. Aöalhlutverk: Daniel J. Trav- anti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 2225 Þingsjá Umsjónarmaður Páll Magn- ússon. 23.05 Fréttir I dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 14. mal 1020—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 144)0—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Gisli Sveinn Loftsson. 154)0—16.00 Með sinu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 174)0—184» Frlstund Unglingaþáttur. i Stjórnandi: Eövarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20.00—22.00 Flautað til leiks. Stakur þáttur er geröur var I tilefni af upphafi knatt- spyrnuvertlöarinnar. Bein lýsing verður frá fyrstu leikj- um fyrstu deildarinnar | knattspyrnu, en I kvöld verö- ur keppt á Laugardalsvelli, Akureyrarvelli og I Garöin- um. Umsjónarmenn þáttar- ins eru Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson nýráðnir Iþróttafréttamenn hjá útvarpinu. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.