Morgunblaðið - 14.05.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 14.05.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Stefnumót við áhorfendur Það tekur því vart þá ðrskots- stund er líf vort spannar frá fæð- ingu til grafar, að grufla stöðugt í flísinni er ku standa úr auga bróðurins. Að ekki sé talað um bjálkann sem við burðumst víst flest með um táradalinn. Því bregð ég nú á það ráð hér í dálki að hæla því dagskrárefni, sem öðru fremur hefir losað um gallið í penna mínum. Hér á ég við blessaðar íþróttirnar sem að sumra mati ríða vart við ein- teyming á skjánum, rétt eins og fsland sé bara byggt íþrótta- áhugamönnum og engilsöxum. En nú á laugardaginn bregður svo við að íþróttaþátturinn fékk á sig þjóðlegt og afar skemmti- legt yfirbragð. Ég á hér við prýðilegt spjall Bjarna Felix- sonar við fyrrum fótboltakappa, þá Jóhannes Eðvaldsson, Mar- tein Geirsson og Inga Björn Al- bertsson. Lét Bjarni ekki duga að spjalla við þá félaga, heldur brá hann og upp svipmyndum frá ferli þeirra. Bar þar fyrir sjón- varpsglápara ýmiss gullin augnablik knattspyrnusögunnar, eins og þá Jóhannes skoraði hið glæsilega „sigurmark" í leiknum gegn A-Þjóðverjum um árið. Tíminn skiptir máli: Um leið og ég þakka Bjarna Felixsyni fyrir þennan ágæta viðtalsþátt, vil ég minna á þá staðreynd, að það skiptir máski ekki höfuðmáli fyrir íþrótta- áhugamenn að lopinn sé teygður von úr viti. Slíkt slævir ekki að- eins áhuga íþróttaunnenda held- ur ergir og hina er hafa ekkert fyrir snúð sinn á laugardagseft- irmiðdögum. Það er miklu nær að vanda til þeirra íþróttafrétta er fylgja í kjölfar hinnar klass- ísku ensku knattspyrnu. En þær fréttir teygja sig nú yfir 100 mín- útur í laugardagsdagskránni eða nánar tiltekið frá klukkan 17.45 til klukkan 19.25, er barnatíminn hefst. Væri ekki nær að deila þessari síðdegisstund réttlátar milli sjónvarpsáhorfenda, þannig að í stað langloku fengju íþrótta- unnendur vandaða dagskrá, slíka er ég gat um fyrr í pistli, en síðan yrði svo sem 50 mínútum varið í þágu ýmiss tómstundagamans, af öðrum toga. Til móts við fjöldann: Ég hef raunar engar sérstakar hugmyndir varðandi þessar fimmtíu mínútur er hæglega má skera af íþróttaþætti laugar- dagsins, en þó dettur mér í hug, hvort ekki mætti hér koma til móts við alla þá er nú hyggja að görðum sínum. Ég heyri ekki bet- ur en að hlustendur láti mjög vel af garðyrkjuþætti Hafsteins Hafliðasonar í morgunútvarpinu. Og hvað um þá sjónvarpsglápara er hafa áhuga til dæmis á frí- merkjasöfnun eða bridge? Nú, og svo er fólk að byggja út um borg og bi. Hefir blessaður húsbyggj- andinn gleymst í þessu öllu sam- an? Ég hefði nú talið það íþrótt að byggja hús eða reisa við aldna byggingu. Og hvað um þá íslend- inga er hafa áhuga á þjóðlegum fræðum og bókmenntaarfinum? Það skyldi þó aldrei vera að áhugamenn um slíka hluti slagi upp í fjölda þeirra er horfa að staðaldri á ensku knattspyrnuna. Eða hvað segja menn um þá staðreynd að 18% íslensku þjóð- arinnar horfa að meðaltali £ ensku knattspyrnuna á sama tíma og vel yfir 20% hlýða á Stefnumót við Sturlunga? Ólafur M. Jóhannessson „Mörk láös og lagar“ — þáttur um náttúruvernd þar sem fjallað er um manninn og vatnið Páll Líndal ■■ Þátturinn um 30 náttúruvernd, „Mörk láðs og lagar“ er á dagskrá út- varpsins, rásar 1, klukkan 20.30. í kvöld. í þættinum talar Páll Líndal, lögmað- ur, um manninn og vatn- ið. Páll sagði í samtali við Mbl. að hann legði út af því sem hinn gríski Pind- aros hefði hugsað um þeg- ar hann orti fyrsta ólymp- íska óðinn sem hófst á orðunum: „Vatnið er best." „Meiningin er að fara nokkrum orðum um hvernig vatnsöfluninni hafi verið hagað á Islandi á fyrri tíð og um þann undrakraft, sem talið er að hafi fylgt vatnsvígslum Guðmundar góða. Rætt verður um framræslu á mýrum, um veiðirétt og fiskeldi, sem hófst reynd- ar vestur í Þorskafirði fyrir 1100 árum. Einnig fjalla ég nokkuð um raf- orkuframleiðsluna. Sam- anburður verður á kvæð- um skáldanna Steins Steinars annars vegar og Steingríms Thorsteins- sonar hins vegar, og talað verður um tónskáld. verður til umfjöllunar. Margir mun þekkja Eyr- byggjasögu þar sem segir frá þegar berserkirnir á Snæfellsnesi voru kæfðir í eins konar baðhúsi á Hrauni í Helgafellssveit. Svo er það gamla baðstof- an, sem í raun var upp- runalega baðstofa en ekki vistarvera. Svo eru það laugarnar í Reykjavík. Notkun vatns í stór- borgum getur verið með ýmsu móti. T.d. í New York var gerður foss í þeim tilgangi einum að fossniðurinn yfirgnæfi umferðarhávaðann, og í Freiburg í Þýskalandi hefur verið gerð tilraun með að hafa rennur f göt- um þar sem er stöðugt vatnsrennsli til að niður- inn frá því dragi verulega úr umferðarhávaðanum. „Hættum að reykja“ — sjónvarpsnámskeið til leiðbeiningar og uppörvunar þeim sem vilja hætta reykingum ■■^H Þáttaröð um OA 40 reykingar og skaðsemi reyk- inga hóf göngu sína i sjón- varpinu í gærkvöldi og verður annar þátturinn á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Þættirnir verða einnig eftir fréttir á mið- vikudag og föstudag. Þeir bera nafnið „Hættum að reykja“. Sjónvarpið efnir nú til námskeiðs í samráði við tóbaksvarnarnefnd til leiðbeiningar og uppörv- unar þeim sem vilja hætta reykingum. Umsjónar- maður er Sigrún Stef- ánsdóttir, fréttamaður. Hún sagði í samtali við Mbl. að þættirnir væru í svipuðu formi og þættir hennar um þetta efni árið 1977. „Sex manns koma í sjónvarpssal og ætla að hætta reykingum, og drápu þau í síðustu sígar- ettunum í gærkvöldi og fylgjumst við með þeim áleiðis í þeirra baráttu. Við fáum ýmsa sérfræð- inga í heimsókn f sjón- varpssal, sem ætla að gefa fólki, sem vill hætta, góð ráð í sambandi við auka- kílóin, sem oft vilja hlað- ast upp er fólk hættir reykingum; einnig ráð varðandi heilsufar og annað. Meiningin er sfðan að hittast aftur í sjónvarps- sal eftir tvær vikur og síð- an eftir fjórar vikur til að fylgja þessu eftir. Þætt- irnir nú f vikunni verða allir f beinni útsendingu og er hver þeirra 10 til 15 mínútur. Við vonumst auðvitað til að sem flestir reykingamenn taki sig nú á og hætti reykingum, en það er aðaltilgangurinn með þáttunum,“ sagði Sigrún. Eins og alþjóð veit ef- laust tóku gildi ný lög um áramótin sfðustu sem eiga að hamla gegn reyking- um. Áhorfendum gefst nú kostur á að læra af reynslu þátttakenda f sjónvarpssal, jafnframt því sem þeir sem heima sitja geta hagnýtt sér leiðbeiningar sérfróðra gesta i þáttunum. Sl. föstudagskvöld fengu sjónvarpsáhorfend- ur eiginlega forsmekkinn af þáttum Sigrúnar, en þá var sýnd mynd í sjónvarp- inu sem bar nafni „Ekki ég“ en hana lét tóbaks- varnarnefnd gera um skaðsemi tóbaksreykinga. Sigrún Stefánsdóttir, stjórnar nú í annað sinn þætti fyrir þá sem vilja hætta reykingum. ÚTVARP v ÞRIÐJUDAGUR 14. maí 74)0 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Afni Einars- son talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Bláa barniö" eftir Bente Lohne. Sigrún Björnsdóttir les pýðingu slna (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 .Man ég pað sem löngu leið." Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Við Pollinn. Umsjón: Ingimar Eydal. (R0- VAK.) 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1520 Barnagaman. Umsjón: Sigrún Jóna Krist- jánsdóttir. 1320 Lög eftir John Lennon og Paul McCartney. Peter Framton, David Bowie, Cleo Laine o.fl. 14.00 .Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgardson. Guð- rún Jörundsdóttir les þýð- ingu slna (8). 1420 Miðdegistónleikar. a. .Adagio" fyrir strengja- sveit eftir Samuel Barber og b. Forleikur að .Candide" eftir Leonard Bernstein. Fll- harmónlusveitin I Los Angel- es leikur; Leonard Bernstein stjórnar. 14.45 Upptaktur. — Guömundur Benedikts- son. 1520 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1620 Slðdegistónleikar. a. Sinfónia nr. 1 eftir Kurt Weill. Gewandhaus-hljóm- sveitin I Leipzig leikur. Edo de Waart stjórnar. b. Passacaglia op. 1 fyrir hljómsveit eftir Anton Web- ern. Sinfónluhljómsveit út- varpsins I Kðln leikur. Hiroshi ÞRIÐJUDAGUR 14. ma( 1925 Vinna og verðmæti — hagfræði fyrir byrjendur Þriöji þáttur Breskur fræðslumyndaflokk- ur I fimm þáttum sem kynnir ýmis atriöi hagfræöi á Ijósan og lifandi hátt, m.a. meö teiknimyndum og dæmum úr daglegu llfi. Guðni Kol- beinsson þýðir og les ásamt Lilju Bergsteinsdóttur. Wakasugi stjórnar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Slödegisútvarp. Tilkynn- ingar 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.59 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 A framandi slóðum. Oddný Thorsteinsson segir frá Japan og leikur þarlenda tónlist. Seinni hluti. (Aður út- varpað 1981.) 20.30 Mörk láðs og lagar — Þáttur um náttúruvernd. Páll Lfndal lögmaður talar um manninn og vatniö. 20.50 .Vorið góða grænt og hlýtt". Höskuldur Skagfjörö les vorkævöi. 1920 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 2020 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Hættum að reykja Annar þáttur Námskeiö til uppörvunar og leiðbeiningar þeim sem vilja hætta að reykja. Umsjónar- maður Sigrún Stefánsdóttir. 20.55 Heilsað upp á fólk 14. Guöni (Skaröi Ingvi Hrafn Jónsson heilsar upp á Guðna Kristinsson, stórbónda og hreppstjóra I 21.00 Islensk tónlist. a. Forleikur og fúga um nafniö BACH fyrir einleiks- fiðlu eftir Þórarin Jónsson. Björn Ólafsson leikur. b. Sónata op. 23 fyrir tromp- et og pianó eftir Karl O. Run- ólfsson. Björn Guðjónsson og Glsli Magnússon leika. 2120 Otvarpssagan: .Langferö Jónatans" eftir Martin A. Hansen. Birgir Sig- urösson rithöfundur les þýö- ingu slna (7). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. w 3<s Frá tónleikum Islensku hljómsveitarinnar I Bústaöa- kirkju 8. þ.m. Stjórnandi: Thomas Baldner. Einleikari: Joseph Ka Cheung Fung. Kynnir: Asgeir Sigurgests- son. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Skaröi I Landsveit. 2125 Verðir laganna — Rofin heit Bandarlskur framhalds- myndaflokkur um lögreglu- störf I stórborg. Aöalhlutverk: Daniel J. Trav- anti, Veronica Hamel og Michael Conrad. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 2225 Þingsjá Umsjónarmaður Páll Magn- ússon. 23.05 Fréttir I dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 14. mal 1020—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 144)0—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Gisli Sveinn Loftsson. 154)0—16.00 Með sinu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 174)0—184» Frlstund Unglingaþáttur. i Stjórnandi: Eövarð Ingólfs- son. Þriggja mlnútna fréttir klukk- an: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. 20.00—22.00 Flautað til leiks. Stakur þáttur er geröur var I tilefni af upphafi knatt- spyrnuvertlöarinnar. Bein lýsing verður frá fyrstu leikj- um fyrstu deildarinnar | knattspyrnu, en I kvöld verö- ur keppt á Laugardalsvelli, Akureyrarvelli og I Garöin- um. Umsjónarmenn þáttar- ins eru Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson nýráðnir Iþróttafréttamenn hjá útvarpinu. SJÓNVARP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.