Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 5

Morgunblaðið - 29.05.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 5 Veður fer hlýnandi og flestir vegir færir HVÖSS norðaustanátt var enn nt af Vestfjörðum um miðjan dag í gær en ágætis veður víðast hvar á landinu. Næsta sólarhringinn er gert ráð fyrir norðan- eða vestanátL Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er búist við aðgerðalitlu og hlýnandi veðri á fimmtudag. Um hvítasunnuhelgina tepptust heiðar á Vestfjörðum og þurfti t.d. að moka Steingrímsfjarðar- og Breiðadalsheiði samkvæmt upp- lýsingum Vegagerðarinnar. Þá var þungfært í Kerlingarskarði og á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Fyrir norðan lokaðist Lágheiðin, vegirn- ir um Möðrudalsöræfi og um Hólssand voru þungfærir. Snjóföl var á heiðum á Austurlandi og mikil hálka. Allir þessir vegir eru nú færir, nema e.t.v. Lágheiðin. Nú eru þungatakmarkanir óðum að falla úr gildi. Vegir um hálend- ið eru þó alveg lokaðir enn og fer það eftir tíðarfari næstu vikurnar hvenær þeir verða opnaðir fyrir umferð. 'ijfc' ''' ' *. ./- *^v.v ■\A’. - Y .v'i ;:4.V- Eldur í skógarkjarri við Sogsbrú Morgunblaðiö/ RAX Á Fjarðarheiði sl. fostudag var snjór yfír öllu og mikil hálka myndaðist Seirossi, 26. m*í. SLÖKKVILIÐIÐ á Selfossi var í dag kvatt að Sogsbrú þar sem eld- ur var í skógarkjarri í landi Al- viðru, austan árinnar. Eldurinn kviknaði út frá gastæki og breidd- ist ört út undan strekkingsvindi. Miklar annir voru hjá slökkvilið- Ólafur Guðmundsson á Hvanneyri látinn JÓN ÓLAFUR Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Bútæknideildar Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins á Hvanneyri, lést að morgni hvíta- sunnudags, 57 ára að aldri. Hann var búsettur á Báreksstöðum í Anda- kflshreppi. Ólafur fæddist 10. nóvember 1927 í Reykjavík, sonur Guðmund- ar Jónssonar skólastjóra á Hvann- eyri og Ragnhildar Ólafsdóttur, konu hans. Hann varð búfræðing- ur frá Hvanneyri 1946, stúdent frá MR 1949, búfræðikandídat frá Hvanneyri 1951 og stundaði síðan sérnám í búvélafræði við búnað- arháskólann í Ultuna í Svíþjóð 1951-53. Ólafur var framkvæmdastjóri Verkfæranefndar ríkisins 1954—66 og frá árinu 1966 framkvæmdastjóri Bútæknideild- ar Rannsóknastofnunar landbún- aðarins á Hvanneyri. Hann var stundakennari í búvélafræði við Bændaskólann á Hvanneyri frá árinu 1956. Hann var söngkennari og kirkjuorganisti á Hvanneyri frá 1956 og virkjur þátttakandi í söngmálastarfi og tónlistarlífi í Borgarfirði. Hann var skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar 1978-83. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Sigurborg Ágústa Jónsdóttir frá Gestsstöðum í Kirkjubólshreppi. Þau eignuðust 5 börn sem öll eru uppkomin. Ólafur Guðmundsson inu vegna sinu- og kjarrelda í Grímsnesi. Það var um hádegisbilið sem lögreglumenn í eftirlitsferð und- ir Ingólfsfjalli létu vita að eldur væri laus í skógarkjarri í landi Alviðru, austan Sogsins. Landið var mjög þurrt og eldurinn breiddist ört út og um tíma log- aði glatt í kjarrinu. Það tók slökkviliðið á Selfossi rúman klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins. Engin mannvirki voru í hættu en akbraut sem liggur um landið hindraði útbreiðslu eldsins sem annars hefði átt greiða leið niður að Sogi þar sem sumarbústaðir eru. Að sögn lögreglunnar kviknaði eldurinn út frá gastæki tveggja barna sem tjaldað höfðu í kjarr- inu. Þegar slökkviliðsmenn höfðu ráðið niðurlögum eldsins gaus upp eldur í sinu og kjarri neðan við skálann í Þrastarlundi. Nokkru síðar kviknaði eldur við Álftavatn og síðasta útkallið þennan dag var vegna sinu og kjarrelda í landi Miðfells. í gær, laugardaginn 25. maí, var slökkviliðið kvatt út vegna elds í Vaðneslandi í Grímsnesi þar sem tveir sumarbústaðir voru í stórhættu og litlu munaði með bíla sem þar voru en vindátt snerist og eldurinn leitaði í aðra átt. Þar höfðu sumarbústaðaeig- endur leyft unglingum að tjalda og óvarleg meðferð gastækja í þurru landinu orsakaði brunann. Sig. Jóns Fyrirlestur um efni úr sögu læknisfræði FYRIRLESTUR verður fluttur í Odda, hugvísindahúsi HÍ, stofu 101 föstudaginn 31. maí 1985 og hefst kl. 17.30. Fyrirlesari er pró- fessor Öivind Larsen, Osló, og nefnist erindi hans: „De skjulte linjer í medicinens historie". Ollum er heimill aðgangur. Sumarföt á öll börn! I® Vörymarkafinrinn bf. Armula 1a — simi 686113 KENWOOD TRAUST MERRI MEÐ ÁRATUGA REYNSLU Á ÍSLANDI Fullkomin varahluta- og viðgerdaþjónusta BESTA ELDHÚSHJÁLFm THORN HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD VISA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.