Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1986 7 „Eins trúlegt að ég verði tvö hundruð ára“ — spjallað við Herdísi Jónsdóttur Sitt hundraðasta afmæli á Herdís Jónsdóttir, frá bænum Gottorp í Vestur-Húnavatnssýslu, á annan hvítasunnudag. Blm. Mbl. heimsótti hana á Hrafnistu þar sem hún hefur dvalist undanfarin 12 ár og átti við hana stutt spjall skömmu fyrir afmælið. „Ég er fædd 27. maí 1885 í Þver- árhreppi í Vestur-Húnavatns- sýslu. Ég er Húnvetningur í húð og hár og verð alltaf — nú og svo Hafnfirðingur því þangað fluttist ég 10. október 1910 og bjó ég þar í 63 ár. Við fórum til Hafnarfjarðar til að þefa eftir vinnu handa köllun- um, en ég sjálf hafði nóg að gera við fatasaum. Ég var í kvenna- skólanum á Blönduósi í þrjú ár og lærði þar fatasaum og í Hafnar- firði hafði ég nóg að gera og var með fimm stúlkur í læri frá átta á morgnana til 5 á daginn. Mér hefur alltaf líkað vel í Hafnarfirði. Við vorum fyrst í leiguhúsnæði og fluttum nokkrum sinnum. Allir húseigendurnir frá þeim tíma eru vinir mínir og eru hver öðrum indælli og betri, karl- arnir alveg eins og konurnar. Svo komum við upp húsi við Öldugötu ellefu. Maður minn var Guðmund- ur Jónsson frá Súluvöllum á Vatnsnesi, hann var ekki heilsu- hraustur uppfrá þrjátíu og fimm ára aldri og dó 1940. Við áttum einn son, Emil, og dóttur, Ölmu. Þegar sonur minn gifti sig gerði hann sér íbúð á efri hæðinni í hús- inu á Öldugötunni og bjó þar alla tíð, en það er enginn friður með neitt og einn daginn var hann bráðkvaddur þar heima. Þá datt ég nú niður og var lengi á spítal- anum í Hafnarfirði og hef ekki verið með heilli há síðan eins og sagt er, ég var nú ekki sterkari en það. Sonur minn var mér mikils virði en dóttir mín og sonarsonur koma nú í hans stað.“ — Ég hef heyrt að þú hafir haldið fallegan garð við húsið í Öldugötu. „Já, ég get sýnt þér myndir af garðinum, mér voru eitt sinn veitt verðlaun fyrir hann. Ég verð að segja að ég var alltaf mikið fyrir blóm — síðan ég man eftir mér var ég að reyna að kom baldurs- brám í rækt heima.“ — Varstu nokkurn tíma í póli- tík? „Nei, ég blandaði mér aldrei í neina pólitík, hafði hana bara Herdís Jónsdóttir fyrir mig. Bæði hafði ég engan smekk fyrir að rífast og svo hafði ég líka annað að gera.“ — Hvernig líkar þér á Hrafn- istu? „Ég hef verið hér í tólf ár og fann bara ekkert til þess meðan ég var á róli og gat farið þetta fram að borðinu og svona." Herdís vill nú fara að hvíla sig svo blm. sýnir á sér fararsnið. „Þetta er nú meira sýslið, þessi blaðamennska," segir hún. „Ein- tómt þras ... og útvarpið, það er ekki hægt að hlusta á það lengur, það er svo leiðinlegt. Áður var iðu- lega söngur og ljóðalestur en nú hlusta ég í mesta lagi á tilkynn- ingarnar og veðrið og svo er ein- staka góður þáttur þar sem lesin eru ljóð en maður getur oft ekki haldið út að bíða eftir þeim fram yfir þessar fréttir. Þetta eru ein- tómar upptalningar á bankarán- um, víxlafalsi, manndrápum og stríði og er öllu lýst í smáatriðum, eldur settur i hús og síðan er það sprengt í loft upp þegar fólkið reynir að forða sér undan eldinum upp á þak. Svona er þetta allt. Ég hlusta á fréttayfirlitið og finnst það alveg nóg. Það á bara að segja í stuttu máli hvað gerst hefur án þess að lýsa öllu í smáatriðum. Okkur kemur þetta bara ekkért við og getum heldur engu breytt“ (löng þögn). Hvað heldurðu að þú verðir gömul Herdís? Hún hlær og segir: „Ætli ég verði ekki 200 ára, mér finnst það eins trúlegt eins og ég sé orðin 100 ára.“ Sigurlaug Helgadóttir Sigurlaug Helgadótt- ir 100 ára 100 ára varð á hvítasunnu- dag Sigurlaug Helgadóttir frá Borgarfírði eystra. Hún er fædd í Njarðvflt við Borg- arfjörð 26. maí 1885, en bjó lengstan hluta ævinnar í Bakkagerðisþorpi. Foreldrar hennar voru hjónin í Njarðvík, Sesselja Sigurðardóttir og Helgi Jónsson, og er hún elst sex systkina sem komust til full- orðinsára. Af þeim lifa nú tvær systur, afmælisbarnið og yngsta systirin 86 ára. Mann sinn, Jón Jóhannesson bú- fræðing og kennara, missti Sigur- laug árið 1958. Þau eignuðust tvo syni og ólu auk þess upp einn fóst- urson. Fyrir allmörgum árum fluttist Sigurlaug til Reykjavíkur með syni sínum og tengdadóttur og dvelur nú að Hátúni 10 b, lang- legudeild, blind og farin að kröft- um, enda aldrei hlíft sér á langri ævi. Sigurlaug Helgadóttir er mikill höfðingi í sjón og raun og vel gerð til sálar og líkama. í fjöldamörg ár nutu Borgfirðingar hinnar frábæru gestrisni hennar og góð- vildar og minnast þess nú jafn- framt með þakklæti hve skjót hún var ávallt til hjálpar og aðstoðar, hvenær og hvar sem þess gerðist þörf. Enginn átti fleiri spor í kirkj- una okkar en hún og nú senda gömlu sveitungarnir henni hlýjar heillaóskir, þakka liðnu árin og biðja henni Guðs blessunar. Sverrir. GAP BILASIMINN VEITAÍ SAMEININGU FRÁBÆRA MÓNUSTU Allir þeir sem notað hafa bílasíma á undan- förnum árum hafa kynnst hinni frábæru þjónustu sem veitt er á afgreiðslunni hjá 002. Stúlkumar þar taka starfið alvarlega, — þeirra hlutverk er umfram allt að koma á sambandi milli akandi símnotenda og annarra næstum hvar sem er á landinu — og það gera þær svo sannarlega. Þær koma skilaboðum, sjá um að reyna aftur þegar viðkomandi bíll eða númer svara ekki og eru að auki ein allsherjar símaskrá fyrir bílasímanotendur. AP bílasíminn kostar aðeins 56.900,- krónur. ÞAÐ FÆST ALDREI AFTUR BÍLASÍMI Á ÞESSU VERÐI! Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf Tæknideild — Sætúni 8. Simi 27500.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.