Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Mitterrand við sjósetningu nýs kjarnorkukafbáts: Fyrirskipa kjarnorku- árás ef þörf krefur Ile Longue, Frakklandi, 28. maí. AP. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, var viðstaddur, er sjötta kjarnorkukafbáti Frakk- lands var hleypt af stokkunum á laugardag. Sagðist forsetinn vera þess albúinn að fyrirskipa kjarn- orkuárás „ef þörf krefur“. „Það er hluti embættisskyldu Veit ekki hvað « fyrir þeim vakir — sagði andófsmaðurinn Jacek Kuron, sem var sýknaður af opinberri ákæru Varejá, 28. maí. AP. JACEK KURON, menntamanninum og andófsmanninum pólska, var sleppt úr fangelsi á sunnudag en daginn áður hafði áfrýjunardómstóll í Varsjá sýknað hann af ákæru um að hafa ekki hlýtt lögreglunni þegar hún skipaði honum og öðrum að hætta þátttöku í mótmælagöngu 1. maí sl. „Vissulega kom það mér á óvart, ástæðulausa, mánaðarlanga að ég skyldi sýknaður," sagði Kur- on í símaviðtali, „og ég veit satt að segja ekki hvað vakir fyrir þeim.“ Kuron sagði, að engin skýring hefði verið gefin á því hvers vegna hann var ekki látinn laus um leið og hann var sýknaður og dómi undirréttar hrundið, en hann hljóðaði upp á þriggja mánaða fangelsi. Sonur Kurons, Maciej, sagði, að lögfræðingur föður síns hygðist krefjast skaðabóta fyrir fangavist. Dómarinn, sem sýknaði Kuron, sagði, að sú fullyrðing sakborn- ingsins hefði ekki verið hrakin, að hann hefði ekki heyrt þegar lög- reglan skipaði göngumönnum að hafa sig á brott. Bendi hann líka á, að þær skipanir hefðu verið gefnar þegar Kuron var að ræða við lög- reglumennina um að binda enda á gönguna. minnar," sagði forsetinn við fréttamenn eftir sjósetninguna. Skipið er búið 15.000 kilótonna kjarnahleðslu og verður tvo mán- uði í fyrstu ferð sinni. „Meginmarkmið fráfælingar- stefnunnar er að slík árás sé óhugsandi," sagði Mitterrand. Á kafbátnum eru 16 M4-eld- flaugar með sex kjarnaoddum hver, og draga flaugarnar 4.500 kílómetra. Hingað til hefur Frakkland getað haldið þremur kjarnorku- kafbátum úti hverju sinni, en með hinu nýja skipi fjölgar þeim í fjóra. Fyrirhugað er að sjöundi kjarnorkukafbátur Frakka verði tekinn í notkun árið 1994. AP/Simamynd Öttast er aö tugþúsundir manna hafi týnt Iffi í fellibylnum í Bangladesh á laugardaginn. Hér hughreystir ungur piltur konu á leið þeirra til hjálpar- stöðvar á Urir Char-eyju, en bæði urðu þau heimilislaus eftir hamfarirnar. Náttúruhamfarir í Bangladesh: Hvirfilbylurinn sópaði íbúum eyjanna á haf út Gen farv iðræðurn- ar vita gagns- lausar til þessa — segir Mikhail Gorbachev Mo»kvu, 28. maí. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi sovézka kommúnistafiokksins komst svo að orði í morgun í viðræð- um við Willy Brandt, fyrrum kansl- ara Vestur-Þýzkalands, að afvopnun- arviðræðurnar í Genf heföu verið „algerlega gagnslausar". Var þetta haft eftir Egon Bahr, sem á sæti ásamt Brandt í sendinefndinni er ræddi við sovézka leiðtogann. Bahr er einn helzti sérfræðingur vestur-þýzka jafnaðarmanna- flokksins í afvopnunarmálum. Sagði hann eftir viðræðurnar við Gorbachev í Kreml í morgun, að ljóst væri af yfirlýsingum Banda- ríkjamanna og Sovétmanna um Genfarviðræðurnar, að fyrsta samningalotan hefði í rauninni engan árangur borið. Pravda, blað sovézka kommún- istaflokksins, fjallaði einnig um af- vopnunarviðræðurnar og kom þar fram gagnrýni Sovétmanna í garð Bandaríkjamanna fyrir afstöðu þeirra. Er Bahr var spurður að því, hvort rætt hefði verið um hugsanlegan fund þeirra Gorbachevs og Reagans Bandaríkjaforseta, svaraði Bahr, að Gorbachev hefði gefið í skyn, að hann væri reiðubúinn til þess að eiga fund með Reagan og að und- urbúningur „undir slíkan fund og viðræður við Bandarikjamenn þar að lútandi væru í gangi". Angólæ Skæruliðar segjast hafa fellt 203 hermenn stjórnarinnar LÍHsabon, Portúgal, 28. nuu. AP. Angólskir uppreisnarmenn sögðu í dag, að þeir hefðu fellt 203 stjórnarber- menn og 21 Kúbumann í árásaraðgerðum, sem staðið hefðu 17. til 25. maí og náð til sjö béraða. I tilkynningu skæruliðahreyf- ingarinnar UNITA, sem gefin var út í Lissabon, sagði, aö i árásunum hefðu uppreisnarmenn eyðilagt járnbrautarlest, tvo bryndreka og 18 herbíla. í tilkynningunni sagði, að 19 stjórnarhermenn hefðu verið teknir höndum og mikið af vopnum og skotfærum tekið herfangi. Tíu menn féllu af liði skæruliða og 27 voru sárir. UNITA-hreyfingin hefur barist gegn marxistastjórninni í Angóla allt frá því að landið hlaut sjálf- stæði frá Portúgal árið 1975. Dhaka, Bangladesh, 28. maí. AP. HVIRFILBYLURINN, sem gekk yfir suðurströnd Bangladesh á laug- ardag, hinn mesti sem þar hefur komið í fimmtán ár, kann að hafa leitt til dauða allt að 25 þúsund manna. Yfirvöld í Dhaka, höfuðborg landsins, segja aö um 1.300 lík hafi fundist, en starfsmenn Rauða krossins segja, að vitað sé um 3.000 sem hafi látiö lífið. Fellibylurinn kom frá Beng- alflóa árdegis á laugardag og fór meðfram suðurströnd Bangla- desh á 160 km hraða á klukku- stund. Hann hreif með sér flóð- bylgju, sem náði 4,5 metra hæð, og sópaði bókstaflega íbúum eyj- anna við ströndina á haf út. „Eyðileggingin á flóðasvæðun- um er hrikalegri en orð fá lýst,“ var haft eftir Hussain Mo- hammed Ershad, forseta Bangla- desh, eftir að hann heimsótti Sandwip-eyjar, sem eru fyrir vestan hafnarborgina Chitta- gong. „Margar af eyjunum við strönd Bangladesh eru í auðn eftir ham- farirnar," segir George Reid, talsmaður Rauða krossins. „Allir íbúarnir, byggingar og húsdýr hafa skolast burt í flóðbylgj- unni.“ Hin opinbera fréttastofa Ind- lands segir í frétt frá Dhaka í dag, að 25 þúsund manns hafi látið lífið í náttúruhamförunum á laugardaginn og 30 þúsunda til viðbótar sé saknað. Onnur ind- versk fréttastofa kvaðst hafa heimildir fyrir því, að 20 þúsund hefðu látist og 40 þúsund manna væri saknað. í nóvember 1970 fór hvirfilbyl- ur, sem náði 222 km hraða á klukkustund, yfir Bangladesh og austurhluta Indlands. Sam- kvæmt opinberum upplýsingum lét þá hálf milljón manna lífið, en samkvæmt öðrum heimildum voru fórnarlömb hamfaranna ein milljón að tölu. Endir bundinn á einok- un Rainbows Warrior? Endurskoðun í gangi á lögunum frá 1904 FIMMTÁN þingmenn á Bandaríkjaþingi rituðu snemma í apríl bréf, þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum yfir framkomnum ásökunum um að utanríkis- og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefðu látið undan þrýstingi frá íslenzku ríkisstjórninni varðandi farmfiutninga til varnar- stöðvarinnar í Keflavík. Þingmenn þessir tilheyra kaupskipa- og fiski- málanefnd fulltrúadeildarinnar og var bréf þeirra stílað til utanríkis- og varnarmálaráðuneyta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í grein i tímaritinu „Seatrade", sem út kom núna í maí. Er greinin rituð af Peter Goldmann í New York, sem segir þar, að Eimskip og Hafskip — tvö helztu íslenzku skipafélögin í farmflutningum til og frá Bandaríkjunum — hafi verið orðin því vön að fá í sinn hlut tekjurnar af flutningunum til Keflavíkur. Greinarhöfundur hefur það jafnframt haft eftir heimildum á Bandaríkjaþingi, að einhver breyting kunni að vera nauð- synleg á lögunum frá 1904 til þess að draga úr spennunni, sem komið hafi upp í tengslum við þessa farmflutninga. Þessi 80 ára gömlu lög eru enn í gildi og samkvæmt þeim verða allir farmflutningar á vegum banda- ríska varnarmálaráðuneytisins að fara fram með bandarískum skipum, ef þau bjóða sig fram til slíkra flutninga. í greininni í Seatrade er því haldið fram, að á vegum undir- nefndar hermálanefndar full- trúadeildarinnar fari nú fram endurskoðun á þessum lögum, sem feli í sér tillögu um undan- þágu frá þeim, ef rétt þyki með tilliti til öryggi Bandaríkjanna. Þá segir þar ennfremur, að slík lagabreyting muni auðveldlega fá stuðning bæði frá bandaríska utanríkisráðuneytinu og frá Hvíta húsinu. NEYTENDUR ATHUGIÐ @ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtök íslands vilja minna neytendur á aö samkvæmt kjarasamningi veröa verslanir lokaðar á laugardögum, yfir sumarmánuöina, frá 1. júní til 31. ágúst. Á sama tíma er heimilt aö hafa verslanir opnar sem hér segir: Mánudaga, þriöjudaga og miövikudaga til kl. 18.30. Fimmtudaga til kl. 20.00. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Föstuda9a«'kl 21 00 KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.