Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 35

Morgunblaðið - 29.05.1985, Síða 35
Egilsstaðir: MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 29. MAÍ 1,985 35 Opnun Iðnsýningar Austurlands ’85 EgilsHtödum, 25. maí. IÐNSÝNING Austurlands ’85 var opnuð í dag við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu hér á Egilsstöðum. Þar sýna og kynna um 70 fyrirtaeki í þjónustu- og framleiðsluiðnaði á Austurlandi starfsemi sína. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, opnaði iðnsýninguna með stuttu ávarpi. 1 ávarpi sínu rakti ráðherra þróun atvinnumála hér á landi og lagði áherslu á að við héldum vöku okkar á örfleygri öld tæknivæðingar og nýjunga hvers konar. „Mig dreymir um það að við finnum atvinnufæri, iðnað- arfæri, á öðrum löndum — eins og í Vesturálfu — á leið hráefnisins til markaðarins í Evrópu — þar sem við eigum tollabandalag; að við finnum viðráðanleg fyrirtæki fyrir landsbyggðina, 40—100 manna fyrirtæki — þar sem við getum stundað nýtískuiðnað með nýtískutækni — og komið þeim fyrir hringinn í kringum landið — af því sem margt af þessum iðnaði kallar ekki á dýra flutninga,” — sagði ráðherra m.a. „Það er tím- anna tákn að austfirskir iðnað- armenn taki höndum saman og sýni mönnum mátt sinn og megin eins og þeir gera á þessari fallegu sýningu. — Ég óska fyrirsvars- mönnum þessarar sýningar til hamingju með þetta fallega verk. Þessi verk lofa meistara sína,“ sagði iðnaðarráðherra um leið og hann lýsti opnun Iðnsýningar Austurlands ’85. Fjöimenni var á iðnsýningunni í dag þrátt fyrir leiðindaveður og ófærð á fjallvegum vegna snjóa. Kór frá Fáskrúðsfirði söng og Lúðrasveit Tónskóla Fljótsdals- héraðs lék. Iðnsýning Austurlands '85 hefur lengi verið í undirbúningi — en Iðnþróunarfélag Austurlands gekkst fyrir sýningunni og skipaði sérstaka sýningarnefnd til skipu- lags- og undirbúningsstarfa. í henni eiga sæti: Orri Hrafnkels- son, framkvæmdastjóri Trésmiðju Fljótsdalshéraðs; Guðmundur Benediktsson, frkamvæmdastjóri. Prjónastofunnar Dyngju, og Björn Kristleifsson, arkitekt. Starfs- maður nefndarinnar hefur verið Bergsteinn Gunnarsson, iðnráð- gjafi Austurlands. Framkvæmd Iðnsýningar Aust- urlands ’85 virðist hafa tekist með ágætum og raunar ótrúlega vel þegar til heildarinnar er litið og „lofar meistara sína“ — eins og iðnaðarráðherra komst að orði við opnunina í dag. Bergsteinn Gunnarsson býður gesti velkomna. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra, opnar iðnsýninguna. Orri Hrafnkelsson afhendir iðnaðarráðherra áletraðan tréskjöld til minn- ingar um iðnsýninguna. Sýningin ber með sér að fyrir- tækjum í þjónustuiðnaði hvers konar vex óðfluga ásmegin hér í fjórðungi og framleiðslufyrirtæk- in koma sjálfsagt mörgum sýn- ingargestinum á óvart, t.d. mat- vælaiðnaðurinn sem hér virðist dafna og aukast ár frá ári. Þá vek- ur fjölbreytni og nýjungar iðnað- arframleiðslunnar ekki siður at- hygli sýningargesta. Á sýningunni gefur ekki einungis að lita hefð- bundna iðnaðarframleiðslu heldur einnig mjög sérhæfða auk listiðn- aðar. Sýningin verður opin fram á mánudag og opnar síðan aftur föstudaginn 31. maí og verður þá opin til 2. júní. Ýmislegt er til gamans gert sýningardagana, t.d. verður sýningin opnuð á föstudag með lúðraþyt Lúðrasveitar Nes- kaupstaðar og síðar þann dag flytja nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Reyðarfjarðar leik- þátt. Á laugardaginn verður fund- ur um iðnaðarmál fjórðungsins og Björgunarsveitin Gró sýnir björg- unarstörf. Síðasta opnunardag iðnsýningarinnar kemur fram leikhópur frá Egilsstöðum og har- mónikkuunnendur af Héraði munu þenja nikkur sínar. Þá skal þess getið að Póstur og Frá iðnsýningunni. Frá iðnsýningunni. Morgunblaðið/ólafur Skólahljómsveit Tónskóla Fljótsdalshéraðs lék við opnunina. sími er með sýningu sína „Sím- tæki ’85“ á iðnsýningarsvæðinu. Bergsteinn Gunnarsson gat þess við opnunina í dag að sveitar- stjórn Egilsstaðahrepps og rekstr- arnefnd íþróttahússins hefðu greitt götu sýningarinnar með ýmsum hætti, t.d. hefði íþrótta- húsið verið látið í té til sýningar- innar endurgjaldslaust auk þess sem sveitarstjórnin hefði styrkt sýninguna á einn eða annan hátt, beint og óbeint. - Ólafur Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins: Fiskverð hækkar um 5 % frá 1. júní Fulltrúi sjómanna á móti ákvörðuninni YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum sl. laugar- dag nýtt fiskverð er gilda skal frá 1. júní til 30. semptember. Ákvörðunin felur í sér um 5% meðalhækkun frá núgildandi verði. V’erðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns, fulltrúa útgerðarmanna og annars fulltrúa fiskkaup- enda, gegn atkvæði fulltrúa sjómanna en hinn fulltrúi fiskkaupenda sat hjá við afgreiðsluna. í frétt frá Verðlagsráðinu segir að einstakar fisktegundir hækki i verði sem hér segir. Verð á þorski hækkar um 4%, verð á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu um 7% og verð á öðrum fisktegundum um 5%, nema steinbít sem breytist ekki. Verðið var ákveðið með atkvæðum Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, sem var oddamað- ur yfirnefndarinnar, Kristjáns Ragnarssonar, fulltrúa útgerð- irmanna, og Árna Benediktsson- ar, annars fulltrúa fiskkaupenda. Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, hinn fulltrúi fiskkaupenda, greiddi ekki atkvæði. óskar Vigfússon, fulltrúi sjó- manna, greiddi atkvæði gegn ákvörðuninni. Lét hann bóka mót- mæli sín gegn ákvörðuninni. Þar greinir hann frá því að haldnir hafi verið þrír fundir í yfirnefnd- inni á einni viku og að hann hafi á öðrum fundi nefndarinnar óskað eftir því að verðlagningu yrði frestað um eina viku til að forystumönnum sjómanna gæfist kostur á því að meta stöðuna með tilliti til breyttra aðstæðna varð- andi þróun launamála almennt í þjóðfélaginu. En því hafi ekki ver- ið sinnt af hálfu meirihluta yfir- nefndarinnar. „Tel ég að þar með hafi meirihlutinn sýnt af sér yfir- gang, sem ég tel að samrýmist ekki lögunum um Verðlagsráð sjávarútvegsins, þar sem ráðinu er gert skylt að taka tillit til al- mennrar launaþróunar í landinu. Sú verðhækkun, sem nú hefur ver- ið ákveðin er í engu samræmi við þær launahækkanir, sem fyrir- sjáanlegar eru á næstu mánuð- um,“ segir í bókun óskars Vig- fússonar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.