Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 35
Egilsstaðir: MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 29. MAÍ 1,985 35 Opnun Iðnsýningar Austurlands ’85 EgilsHtödum, 25. maí. IÐNSÝNING Austurlands ’85 var opnuð í dag við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu hér á Egilsstöðum. Þar sýna og kynna um 70 fyrirtaeki í þjónustu- og framleiðsluiðnaði á Austurlandi starfsemi sína. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, opnaði iðnsýninguna með stuttu ávarpi. 1 ávarpi sínu rakti ráðherra þróun atvinnumála hér á landi og lagði áherslu á að við héldum vöku okkar á örfleygri öld tæknivæðingar og nýjunga hvers konar. „Mig dreymir um það að við finnum atvinnufæri, iðnað- arfæri, á öðrum löndum — eins og í Vesturálfu — á leið hráefnisins til markaðarins í Evrópu — þar sem við eigum tollabandalag; að við finnum viðráðanleg fyrirtæki fyrir landsbyggðina, 40—100 manna fyrirtæki — þar sem við getum stundað nýtískuiðnað með nýtískutækni — og komið þeim fyrir hringinn í kringum landið — af því sem margt af þessum iðnaði kallar ekki á dýra flutninga,” — sagði ráðherra m.a. „Það er tím- anna tákn að austfirskir iðnað- armenn taki höndum saman og sýni mönnum mátt sinn og megin eins og þeir gera á þessari fallegu sýningu. — Ég óska fyrirsvars- mönnum þessarar sýningar til hamingju með þetta fallega verk. Þessi verk lofa meistara sína,“ sagði iðnaðarráðherra um leið og hann lýsti opnun Iðnsýningar Austurlands ’85. Fjöimenni var á iðnsýningunni í dag þrátt fyrir leiðindaveður og ófærð á fjallvegum vegna snjóa. Kór frá Fáskrúðsfirði söng og Lúðrasveit Tónskóla Fljótsdals- héraðs lék. Iðnsýning Austurlands '85 hefur lengi verið í undirbúningi — en Iðnþróunarfélag Austurlands gekkst fyrir sýningunni og skipaði sérstaka sýningarnefnd til skipu- lags- og undirbúningsstarfa. í henni eiga sæti: Orri Hrafnkels- son, framkvæmdastjóri Trésmiðju Fljótsdalshéraðs; Guðmundur Benediktsson, frkamvæmdastjóri. Prjónastofunnar Dyngju, og Björn Kristleifsson, arkitekt. Starfs- maður nefndarinnar hefur verið Bergsteinn Gunnarsson, iðnráð- gjafi Austurlands. Framkvæmd Iðnsýningar Aust- urlands ’85 virðist hafa tekist með ágætum og raunar ótrúlega vel þegar til heildarinnar er litið og „lofar meistara sína“ — eins og iðnaðarráðherra komst að orði við opnunina í dag. Bergsteinn Gunnarsson býður gesti velkomna. Sverrir Hermannsson, iðnaðarráð- herra, opnar iðnsýninguna. Orri Hrafnkelsson afhendir iðnaðarráðherra áletraðan tréskjöld til minn- ingar um iðnsýninguna. Sýningin ber með sér að fyrir- tækjum í þjónustuiðnaði hvers konar vex óðfluga ásmegin hér í fjórðungi og framleiðslufyrirtæk- in koma sjálfsagt mörgum sýn- ingargestinum á óvart, t.d. mat- vælaiðnaðurinn sem hér virðist dafna og aukast ár frá ári. Þá vek- ur fjölbreytni og nýjungar iðnað- arframleiðslunnar ekki siður at- hygli sýningargesta. Á sýningunni gefur ekki einungis að lita hefð- bundna iðnaðarframleiðslu heldur einnig mjög sérhæfða auk listiðn- aðar. Sýningin verður opin fram á mánudag og opnar síðan aftur föstudaginn 31. maí og verður þá opin til 2. júní. Ýmislegt er til gamans gert sýningardagana, t.d. verður sýningin opnuð á föstudag með lúðraþyt Lúðrasveitar Nes- kaupstaðar og síðar þann dag flytja nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Reyðarfjarðar leik- þátt. Á laugardaginn verður fund- ur um iðnaðarmál fjórðungsins og Björgunarsveitin Gró sýnir björg- unarstörf. Síðasta opnunardag iðnsýningarinnar kemur fram leikhópur frá Egilsstöðum og har- mónikkuunnendur af Héraði munu þenja nikkur sínar. Þá skal þess getið að Póstur og Frá iðnsýningunni. Frá iðnsýningunni. Morgunblaðið/ólafur Skólahljómsveit Tónskóla Fljótsdalshéraðs lék við opnunina. sími er með sýningu sína „Sím- tæki ’85“ á iðnsýningarsvæðinu. Bergsteinn Gunnarsson gat þess við opnunina í dag að sveitar- stjórn Egilsstaðahrepps og rekstr- arnefnd íþróttahússins hefðu greitt götu sýningarinnar með ýmsum hætti, t.d. hefði íþrótta- húsið verið látið í té til sýningar- innar endurgjaldslaust auk þess sem sveitarstjórnin hefði styrkt sýninguna á einn eða annan hátt, beint og óbeint. - Ólafur Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins: Fiskverð hækkar um 5 % frá 1. júní Fulltrúi sjómanna á móti ákvörðuninni YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum sl. laugar- dag nýtt fiskverð er gilda skal frá 1. júní til 30. semptember. Ákvörðunin felur í sér um 5% meðalhækkun frá núgildandi verði. V’erðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns, fulltrúa útgerðarmanna og annars fulltrúa fiskkaup- enda, gegn atkvæði fulltrúa sjómanna en hinn fulltrúi fiskkaupenda sat hjá við afgreiðsluna. í frétt frá Verðlagsráðinu segir að einstakar fisktegundir hækki i verði sem hér segir. Verð á þorski hækkar um 4%, verð á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu um 7% og verð á öðrum fisktegundum um 5%, nema steinbít sem breytist ekki. Verðið var ákveðið með atkvæðum Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, sem var oddamað- ur yfirnefndarinnar, Kristjáns Ragnarssonar, fulltrúa útgerð- irmanna, og Árna Benediktsson- ar, annars fulltrúa fiskkaupenda. Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, hinn fulltrúi fiskkaupenda, greiddi ekki atkvæði. óskar Vigfússon, fulltrúi sjó- manna, greiddi atkvæði gegn ákvörðuninni. Lét hann bóka mót- mæli sín gegn ákvörðuninni. Þar greinir hann frá því að haldnir hafi verið þrír fundir í yfirnefnd- inni á einni viku og að hann hafi á öðrum fundi nefndarinnar óskað eftir því að verðlagningu yrði frestað um eina viku til að forystumönnum sjómanna gæfist kostur á því að meta stöðuna með tilliti til breyttra aðstæðna varð- andi þróun launamála almennt í þjóðfélaginu. En því hafi ekki ver- ið sinnt af hálfu meirihluta yfir- nefndarinnar. „Tel ég að þar með hafi meirihlutinn sýnt af sér yfir- gang, sem ég tel að samrýmist ekki lögunum um Verðlagsráð sjávarútvegsins, þar sem ráðinu er gert skylt að taka tillit til al- mennrar launaþróunar í landinu. Sú verðhækkun, sem nú hefur ver- ið ákveðin er í engu samræmi við þær launahækkanir, sem fyrir- sjáanlegar eru á næstu mánuð- um,“ segir í bókun óskars Vig- fússonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.