Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.05.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1985 Heiðarskóli í Borgar- firði 20 ára Akranesi, 20. maí. HEIÐARSKÓLI í BorgarHrði hélt hátíðlegt 20 ára afmæli sitt dagana 25.-27. apríl sl. Fyrsta daginn komu í heimsókn um 100 nemendur úr svokölluðum samstarfsskólum en það eru sam- tök skólanna á Kleppjárnsreykj- um, Varmalandi og Laugagerð- isskóla ásamt Heiðarskóla. Dvöldu börnin daglangt við leiki og störf. Skólanefnd Heiðarskóla hafði boð inni fyrir hreppsnefndir þeirra hreppa sem standa að skól- anum og ýmsa aðra sem tengjast byggingu og starfi hans. Var þar samankomið um 80 manns. Þar voru margar ræður haldnar og skólanum færðar gjafir. M.a. færðu Skilmannahreppur og ís- lenska járnblendifélagið skólanum að gjöf sjö tölvur. Hreppsnefndir Innri-Akraneshrepps, Hvalfjarð- arstrandarhrepps og Leirár- og Melasveitar gáfu peningaupphæð kr. 100.000 í minningarsjóð Hall- fríðar Helgadóttur frá Leirá, einn- ig færðu synir Hallfríðar og Júlí- usar Bjarnasonar á Leirá, þeir Bjarni, Kristinn, Helgi og Þórður, minningarsjóðnum kr. 25.000 en hlutverk sjóðsins er að efla hljóð- færa- og tækjaeign skólans. Auk þess bárust skólanum fleiri gjafir og góðar óskir. Sama dag var opið hús fyrir almenning og fjöl- menntu þá íbúar hreppanna til skólans til að skoða hann og sýn- ingar sem tengdar voru afmælis- Sigurður Guðmundsson skólastjóri Heiðarskóla hefur verió skólastjórí hans frá upphafi. haldinu, jafnframt var á dagskrá skemmtun nemenda og árshátíð sem sameinaðar voru þessum há- tíðarhöldum. Síðasta dag hátíðarhaldanna hélt Tónlistarskóli Borgarfjarðar tónleika og voru þeir vel sóttir. Síðdegis streymdu gamlir nem- endur að skólanum, skoðuðu hann og rifjuðu upp gamlar minningar og vakti sérstaka athygli þeirra myndasýnir frá þeirra dögum í skólanum. Um kvöldið var borð- hald og skemmtidagskrá þessara gömlu nemenda svo og starfs- manna skólans fyrr og nú. Þar voru mættir um 160 manns. Ræð- ur voru fluttar svo og skemmti- þættir og lagið tekið hressilega. Sigurður Sigurðsson fyrrum nemandi skólans afhenti skólan- um að gjöf upptökutæki fyrir myndbönd frá gömlum nemend- um. Þá færði hann skólastjóra- hjónunum Sigurði Guðmundssyni og Katrínu Árnadóttur málverk að gjöf, mynd af Heiðarskóla sem þakklætisvott. Að lokum var stig- inn dans fram eftir nóttu. Að lok- um má geta þess varðandi afmæl- isgjafir að núverandi nemendur gáfu skólanum mjög athyglisverða gjöf en það er fullkominn leikvöll- ur utan skólans sem þau hafa unn- ið að gerð hans undanfarnar vik- ur. Sérstaka athygli vekur þar stökkbretti sem líklega á sér ekki hliðstæðu á barnaleikvöllum á Is- landi. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar skólastjóra er nemenda- fjöldinn nú rösklega 100 börn og fastráðnir kennarar átta talsins. Ginnig starfa við skólann þrír stundakennarar, þrjár stúlkur í eldhúsi og ein við ræstingarstörf, þrír bílstjórar sjá um keyrslu skólabarna. Ginn fastráðinna kennara hefur húsvörslu skólans með höndum. Áhersla hefur verið lögð á gott samstarf við foreldra og hefur skólinn jafnan verið opinn fyrir foreldra sem koma í heimsókn og líta í kennslustundir. Haldnir eru foreldrafundir í hverjum aldurs- flokki þar sem foreldrarnir ræða nám barna sinna, skoða bækur viðkomandi námi þeirra og fá svör við fyrirspurnum. Auk þess eru foreldrar boðaðir til funda eða þá Spegfcgf hafá vértÁtf fra oírófi alda i margs- konar mynd og alltaf þótt ómissandi, enda notkun okkar á þeim venð margbreytíleg. Erfitt er aö gera sér i hugarlund hvernig heimurinn liti út ef ekki væru til speglar Nú hefur ISPAN aukið þjónustu sína-vlð landsmenn og komið upp fullkominni að- Stöðu til speglagerðar og glersplípunnar. ISPAN þýður fjölbreytt úrval af speglum i ýmsum litum 3ja, 4ja og 6mm og hvort sem þú þarft smá spegilbrot eöa heilan speglasal er þjónustan jafn góð. Víð slípum lika allar tegundir af gleri frá 2 mm uppi 15 mm og í hvaða formi sem er. kringtótt, sporöskjulagað, ferkantað eða eftir þínum teikningum. Spáðu í okkar spegla! Spegill, spegill, herm þú mér... -einföldöruge liming ISPAN HF. ElhANGRUb /- RGLEP GLERSUfW SPEGLAGERD - SPEGLASAu. Smiójuvegi7 200Kópavogi Sími 43100 Horgunblaðið/Jón Uunnlaugsaon Yngstu nemendurnir æfðu leikrit sem fhitt var á skemmtidagskránni í tilefni afmælisins. kennarar heimsækja þá þegar ástæða þykir til. Alla tíð hefur verið lögð mikil áhersla á gott félagslíf og íþrótta- starf í skólanum. Meðan heima- vist var við skólann störfuðu fjöl- margir klúbbar af krafti. Strax i upphafi komst sú regla á að hafa skemmtisamkomur á fimmtudög- um en hin síðari ár hefur verið lögð áhersla á ýmiss konar til- breytingu í félagsmálatímum. íþróttastarfsemi komst á verulegt skrið þegar skólinn eignaðist að- stöðu í félagsheimilinu Heiðar- borg og hefur oft náðst mjög góð- ur árangur í keppni við aðra skóla. Tvær samkomur setja sérstakan svip á skólastarfið og félagslíf nemenda en það eru 1. des.-hátíð og árshátíð skólans. Hafa þær skemmtanir verið fjölsóttar af foreldrum, gömlum nemendum og öðrum sem áhuga hafa haft. Ferðalög eru ríkur þáttur í starfi skólans og má nefna að ár- lega er farin leikhúsferð sem allir eiga kost á að fara í ásamt yngri systkinum sínum og foreldrum. 7.-9. bekkur fara í skólaferð hvert vor og á veturna er farin skíðaferð sem venjulega stendur í 3 daga og er ætluð elstu nemend- unum. Gins og áður segir á Heiðarskóli samstarfsskóla sem leitt hefur af sér fjölþætt samstarf og sam- skipti milli þessara skóla. í upp- hafi voru það Laugagerðisskóli, Varmalandsskóli og Kleppjárns- reykjaskóli sem stóðu að þessu samstarfi auk Heiðarskóla en nú hafa bæst við Laugaskóli, Lýsu- hólsskóli, Andakílsskóli og Búð- ardalsskóli. Fyrst í stað var mest um bekkjarheimsóknir að ræða en hin síðari ár hefur sérstaklega verið hist á íþróttakeppni og eins er haldin samkoma, svokallaður „Litli dagur“. Ginnig hefur Heið- arskóli ágæt samskipti við Víði- staðaskóla í Hafnarfirði þar sem skipst er á heimsóknum. Frá upp- hafi hefur skólinn verið mjög opinn fyrir hverskonar fræðslu, íþrótta- og félagsstarfi. Hafa því margir aðilar fengið aðstöðu til skóla- eða námskeiðahalds um lengri eða skemmri tíma. Þannig hefur Tónlistarskóli Borgarfjarð- ar haft deild við skólann allt frá 1966. íþróttaskóli Sigurðar Guð- mundssonar starfaði á sumrin fram til 1981. Kennarasamband Vesturlands hefur oft haft fundi, ráðstefnur og námskeið og mörg fleiri samtök sömuleiðis. Aðspurður um frekari fram- kvæmdir og uppbyggingu skólans, sagði Sigurður að mikil áhersla væri nú lögð á viðhald skóla- mannvirkjanna. Sett hefur verið nýtt þak á skólabygginguna og i sumar verður skólinn klæddur að utan, haldið verður áfram með breytingar á heimavist skólans en hana er smám saman verið að taka undir venjulegt kennslurými. Varðandi frekari uppbyggingu sagði Sigurður að á teikniborðinu væru nú búningsklefar fyrir sundlaug sem jafnframt yrðu not- aðir fyrir íþróttasal. Gins er mikill áhugi fyrir frágangi lóðar og gerð iþróttavallar. Hreppsnefndir og SKÓianefnd eru mjög jákvæðar fyrir því að hlúa vel að þessari menntastofnun. í greinargerð um starf skólans í 20 ár og send hefur verið fjölmiðl- um segir skólastjórinn Sigurður Guðmundsson að aðalatriðið sé að skólinn fylgist vei með nýjungum til að geta boðið börnum sínum upp á góða aðstöðu, fullkomna tækni og góða handleiösiu um ókomin ár. Það er afmælisósk skóiastjórans til skólans sins. Heiðarskóli fékk tölvur mð gjöf frá tslenska járnbiendifélaginu og Skil- mannahrcppi. Hér sjist Guðlaugur Hjörleifsson verkfræðingur hjá járn- blendifélaginu og frú ásamt einum kennara skólans. MorjjunbiaAiö 'Jón Gunniaugasoi Unnið að gerð leikvallar en nuverand nemenrtui gáfu skólanum hann í tilefní afmælisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.