Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 63

Morgunblaðið - 29.05.1985, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1985 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS Orka og fiskur Pálmi Stefánsson skrifar: Kaeri Velvakandi. í matvælaframleiðslunni er orkuþátturinn stundum afgerandi um afkomuna. Sé litið á fisk sem orkugjafa, má auðveldlega sjá, hve þáttur orkunnar getur verið mis- munandi stór. í rauninni erum við bara að eyða einni tegund orku til að framleiða eða afla annarrar. Orkan er í ýmsu formi, þar á meðal efnabundin í kolum, olíu eða mat (fiski). Orkumagn er mælt eftir þeim hita, sem leysist úr læðingi við bruna eða sameiningu orkugjaf- ans við súrefni andrúmsloftsins, þ.e. í svokölluðum hitaeiningum. Er við borðum fisk, brennur hluti hans með súrefni frá öndun- inni líkt og olían í vélum fiskiskip- anna. Það er því auðvelt að bera sam- an orkunotkun við að framleiða eða afla fiskmetis. T.d. notar skuttogari 10—15 sinnum meiri orku en er í fiskinum, sem hann aflar. Við handfæraveiðar notast á hinn bóginn minna af orku en skil- að er að landi af orku í úrvals matfiski. Fiskeldi í sjó notar 3—4 sinnum meiri orku, þ.e. fóðrið, en fram- leitt er af matarorku, svo sem laxi. Fiskeldi á landi notar meiri orku en sjóeldið, þar sem hitun eldisvatnsins bætist við. En það er fleira talið góðgæti en lax og er í því sambandi skeljaeldi mjög áhugavert, því að þá fæst 10 sinnum meiri orka í skelfiski en notuð er. Skelfiskurinn sér nefni- lega um fæðuöflun sína sjálfur. f þessu sambandi væri ræktun kræklings kjörið tækifæri, enda er hann hið mesta lostæti. Seljum börnum ekki tóbak Að marggefnu tilefni vill Tób- aksvarnanefnd vekja athygli foreldra og annarra vanda- manna barna á því að bann tób- aksvarnarlaga við því að selja börnum tóbak er án undantekn- inga. Þannig er óheimilt að selja börnum 15 ára og yngri tóbak þó að afgreiðslumaður þykist þess fullviss að þau séu ekki að kaupa fyrir sjálf sig heldur einhverja fullorðna. Vottorð frá foreldrum eða öðrum fullorðnum breyta engu um þetta. Áríðandi er að allir sem eiga hlut að máli virði þetta laga- ákvæði og framfylgi því eftir megni. Það styðst við veigamikil rök og er í samræmi við álits- gerð sem sérfræðingar Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar hafa samið og stofnunin sent að- ildarríkjunum til leiðbeiningar um mikilvægustu lagaúrræði til að draga úr reykingum. Það er þegar komin reynsla á samskon- ar ákvæði í nokkrum löndum. Þykir það hafa stuðlað að minnkandi reykingum ungs fólks. Gleymum því ekki heldur að mörgum börnum er þvert um geð að kaupa tóbak, sérstaklega fyrir foreldrana, vegna þess að þau vita að tóbaksneysla er hættuleg. Bann við að selja börnum tóbak léttir af þeim leiðri kvöð. TÓBAK MAEKKISEIIA KIMSEMERU YNGRIEN 16ÁRA Límmiði sem ætlað er að vekja athygli á banni við sölu tóbaks til barna. Námsferð kennara til Danmerkur Norræna félagiö í Danmörku býöur 20 íslenskum kenn- urum til námsdvalar í Danmörku dagana 19. ágúst til 1. september í haust. Frá 19. ágúst til 25. ágúst veröur námskeið í Stauninggárden í Helsingor en þann 26. ágúst er farið í heimsókn til félagsdeilda Norræna fé- lagsins á Vestur-Sjálandi. Gist veröur á einkaheimilum, skólar heimsóttir svo og söfn og uppeldismiðstöðvar. Heimsókninni lýkur meö dvöl í Kaupmannahöfn frá 30. ágúst til 1. september. Þátttakendur þurfa aö greiöa far sitt fram og til baka til Kaupmannahafnar en allan annan kostnaö greiða gest- gjafar. Norræna félagiö á íslandi mun aöstoöa viö far- gjaldamálin. Umsóknir sendist til skrifstofu Norræna félagsins, Nor- ræna húsinu, 101 Reykjavík fyrir 15. júní nk. en þar liggur einnig frammi dagskrá heimsóknarinnar. Norræna félagiö. Þýzkir prentara- hljóödeyfar Vandaöir Ódýrir E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIROI — SIMI 51888 Nú í sumar munu þjónustu- og sölufulltrúar Bíla- borgar h/f gera víðreist um landsbyggðina til skrafs og ráðagerða við MAZDA eigendur og þjónustuaðila. 30. maí fyrir hádegi verða þeir hjá Bifreiðaverkstæði KÁ á Selfossi. 30. maí eftir hádegi í Keflavík hjá Bílaverkstæði Kristófers Þorgrímssonar. MAZDA eigendum og þeim sem eru í bílakaups- hugleiðingum er bent á að hafa samband við ofangreinda aðila varðandi nánari tímasetningar. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23, sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.