Morgunblaðið - 29.05.1985, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 29.05.1985, Qupperneq 66
MORGUNBLAÐID, MIÐVTKUÐAGUR 29. MAÍ 1986 66> Humarvertfðin á Höfn: Tæp 36 tonn bárust á land fyrstu tvo dagana Hofn, HonuTirOi, 25. nuí. '—* Humarvertíð er hafin á Horna- firði. Á fimmtudaginn komu að landi 14,156 tonn, eða rúm 141 tunna. Aflahæstir voru bátarnir ' "’Þinganes SF 25 með 2,480 tonn, Freyr SF 20 2,456 tonn. Sá sem hafði minnstan afla þennan dag var með 1,470 tonn. Á fimmtudag- inn bárust 2,148 tonn af fiski á land. Á föstudaginn landaði Æskan SF 140 3,732 tonnum af humri og 3,621 tonnum af fiski og er Æskan jafnan aflahæsti báturinn á hum- arvertíð. Sigurður ólafsson SF 44 var með 3,355 tonn, Lyngey SF 61 með 3,336 tonn, Bjarni Gíslason ~^8F 90 með 3,076 tonn, Haukafell SF 111 með 3,008 tonn. Neðsti bát- urinn á föstudaginn kom með 2,054 tonn að landi. Samtals bár- ust að landi 21,481 tonn af humri þennan dag og 26,269 tonn af fiski. Atvinnuástand hefur verið þokkalegt á Höfn í vetur en þessa fyrstu daga humarvertíðarinnar hafa allir sem vettlingi geta valdið fengið vinnu. Unnið var til kr. 10 bæði kvöldin og einnig í allan dag, laugardag. Unnið verður á annan í hvítasunnu svo unnt verði að ljúka við að vinna aflann áður en bátar koma inn til löndunar á þriðju- daginn. Alls landa 14 bátar humri á Höfn. Togarinn Þórhallur Daníelsson SF 71 landaði 1.003,198 tonnum á netavertíð, samkvæmt aflaskýrsl- um frá 1. janúar til 15. mai. Skiptaverðmæti aflans eru 10.438.244 kr. Aflahæsti bátur á netavertíðinni er Garðey SF 22 með 668,641 tonn úr 35 róðrum. Skiptaverðmæti kr. 6.261.487. Næstur kemur Erlingur SF 65 með 605,438 tonn úr 49 róðrum. Erlingur hefur mesta aflaverð- mæti eða kr. 6.587.847. Þá var Þór- ir SF 77 með 583,526 tonn og afla- verðmæti kr. 6.364.622, Freyr SF 20 með 579,840 tonn og aflaverð- mæti kr. 6.165.624. Heildarfiskaflinn á netavertíð- inni var 8.475,862 tonn. Haukur. Laxastigi gerður í Glanna í Norðurá SUfbolti, 22. maí. EIN AF mörgum góðum laxveiði- ám í Borgarfirði er Norðurá sem Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur haft á leigu í fjölda ára. í ánni eru þó tveir fossar, Laxfoss og Glanni, sem hindrað hafa göngu laxins upp ána. Fyrir mörgum árum var settur laxastigi í Laxfoss, sem dugað hefur vel, en er nú orðinn lélegur og þarfnast lagfæringar. Glanni hefur hingað til reynst meiri þröskuldur fyrir laxinn. Fyrir löngu var gerð skora í hann við suðurlandið og hún svo dýpkuð síðar meir. Upp þessa skoru hefur laxinn svo gengið nokkuð, einkum þó er líða tekur á sumar, en þó hefur það farið eftir vatnsmagni og hitastigi vatnsins, hversu mikið það hefur verið. Nú í vor var svo ákveðið að hefj- ast handa um laxastiga fram hjá fossinum og á þeirri framkvæmd að vera lokið fyrir laxveiðitímann, sem hefst 1. júní. Stigi þessi er allmikið mannvirki, liggur inni í hrauni við norðurlandið, bak við klett á fossbrúninni og kemur í ána rétt fyrir ofan fossinn. Er hann vart sýnilegur frá venju- legum útsýnisstað við fossinn. Mannvirki þetta verður sýnilega nokkuð dýpra en ráð var fyrir gert, meðal annars hefur reynst nauðsynlegt að steypa meira vegna þess hve bergið hefur reynst sprungið. Þá spratt fram undan hrauninu töluvert vatnsmagn, sem leiða verður fram hjá stigan- um. Stigann teiknaði Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur en verkið er unnið af Loftorku sf. í Borgarnesi, undir stjórn Gylfa Hallgrímssonar verkstjóra. Svo er bara að bíða og sjá hvort laxinn vill nokkuð með þetta mannvirki hafa ... PréttariUri Morgunbladid/ Þórhallur Bjarnason. Fri framkvæmdum við gerð laxastigans í Glanna. Þjóðleikhúsið: Frumsýnir „Með lífið í hikunum" á Blönduósi ÆFINGAR hjá Þjóðleikhúsinu á gamanleiknum „Með vífið í lúkun- um“ eða „Run for your life“ eftir Bretann Ray Cooney eru að hefj- ast á ný og er fyrirhugað að frum- sýna verkið á Blönduósi í byrjun júlí. Upphaflega átti að sýna leik- ritið á miðnætursýningum í Þjóð- leikhúsinu í vetur, en þau áform urðu að engu vegna verkfalls opinberra starfsmanna. Verkið verður sýnt á Norður- og Austur- landi í júlí. Leikarar í „Með vífið í lúkun- um“ eru örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Pálmi Gestsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Magnes Magnúsdóttir, Sigurður Skúlason og Randver Þorláksson. Verkið er um leigubílstjóra, sem hefur gerst sekur um tvíkvæni og tilraunir hans til að koma í veg fyrir að upp um hann komist. Leikstjóri er Benedikt Árnason, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir gerir leikmynd og Árni Ibsen þýddi verkið. „Með vífið í lúkunum" verður sýnt á miðnætursýningum í Þjóð- leikhúsinu næsta vetur. . Oíilt? « Carnegie. ÞJÁLFUN í RÆÐUMENNSKU OG MANNLEGUM SAMSKIPTUM Námskeiöiö stendur yfir í tvær og hálfa viku og hefst sunnudaginn 2. júní kl. 19:30. Kennsludagar eru þriöju- dags-, fimmtudags- og sunnudagskvöld, 8 skipti. Þetta er kjöriö tækifæri fyrir þá sem vilja þjálfa sig á stuttum tíma í ræöumennsku og mannlegum samskipt- um. Innritun og upplýsingar í síma 82411 Einkaleyli á islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráð Adolphsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.