Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 29

Morgunblaðið - 04.06.1985, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚNÍ 1985 29 Suöur-Afríka: Shcharansky í skiptum fyrir njósnara Rússa Jóhanncsarborg, 3. júni. AP. Blaðið Sunday Times í Suður-Afríku heldur því fram að farið geti svo að sovézki andófsmaðurinn Anatoly Shcharansky hljóti senn frelsi. Segir blaðið að nú eigi sér stað samningaviðræður háttsettra manna. Þar er m.a. rætt um hugsanleg skipti á suður-afríska sjóliðsforingjanum Dieter Gerhardt, sem afhjúpaður var sem njósnari Sovétmanna, og Shcharansky. Blaðið segir gyðingaleiðtogann Ronald Greenwald í New York, sem er fulltrúi suður-afrískra yfirvalda, taka þátt í samningaviðræðunum. Hefur hann reynst ófáanlegur til að skýra frá gangi viðræðnanna. Reyndi hann árangurslaust að semja um skipti á sovézkum njósn- ara í S-Afríku og Shcharansky 1981. Shcharansky er einn kunnastur andófsmanna úr röðum sovézkra gyðinga. Hann var árið 1978 dæmd- ur í 13 ára nauðungarvinnu. Ger- hardt var dæmdur í ævilangt fang- elsi í janúar fyrir njósnir fyrir Rússa. Hann var yfirmaður flota- stöðvarinnar í Simonstown, nærri Höfðaborg. Suður-afrískir embætt- ismenn telja að Sovétmenn sé um- jög áfram um að fá Gerhardt til Sovétríkjanna til að geta gengið úr skugga um hversu miklu hann hafi Ijóstrað upp um umsvif sovézku leyniþjónustunnar, KGB. Leyni- þjónustur Bretlands og Bandaríkj- anna komu við sögu er hann var afhjúpaður sem sovézkur njósnari. Alþjóðaólympíunefndin: Samaranch rekur framkvæmdastjórann Berlín, 3. júní. AP. Frú Monique Berlieux, framkvæmdastjóri Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um 14 ára skeið, hefur verið rekin úr starfl, sem fól í sér mikil völd innan ólympíuhreyfingarinnar. Ástæðan er sögð ágreiningur hennar og Juan Antonio Samaranch forseta (IOC). Berlieux var ráðin framkvæmda- stjóri IOC til ársloka 1988 og hefur nefndin nú skipað þriggja manna nefnd til að ganga frá málalokum við hana. Ágreiningur hefur verið með Berlieux og Samaranch nær allt frá því hann var kosinn forseti IOC 1980. Hefur þetta verið opin- bert leyndarmál, en upp úr sauð ný- lega er Samaranch ákvað að flytj- ast búferlum til Lausanne í Sviss, þar sem höfuðstöðvar IOC eru. Gngin yfirlýsing hefur verið út gefin um uppsögnina af hálfu IOC og frú Berlieux neitar að láta nokk- uð eftir sér hafa. lótió okkur visa leióina meóoes ósviknum gceóingi ÞEKKING- REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Verslunin hættir — Allt á aö seljast — brautir & ^gluggatjöld hf 1 KJÖRGARÐI, SÍMI 22207 Stórisar í öllum breiddum Millistykki í eldhús frá kr. Urval af baðherbergisefnum Sængurfatnaður — dúkar — hand- klæði — diskaþurrkur — diskamottur Tilbúnar gardínur frákr. 280 Bómullarefni frá kr 100 Kjörgarði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.