Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 Friðarfræðsla _ friðaruppeldi — eftirSigurd Pálsson Á ný hefur verið lögð fyrir Al- þingi tillaga til þingsályktunar um friðarfræðslu. í greinargerð með tillögunni segir m.a. svo um markmið friðarfræðslunnar: „ ... að skilja þýðingu og hlutverk frið- ar og rækta hæfileika til að leita friðar í samskiptum einstaklinga, hópa og þjóða; að glæða ábyrgð- artilfinningu fyrir eigin ákvörðun- um og gerðum, að þroska skilning á því hve einstaklingar, hópar og þjóðir eru háð hvert öðru; að skilja eðli og orsakir deilna og at- huga, skilja, meta og nýta aðferðir til að leysa deilur; að þekkja ýmsa líffræðilega og félagslega þætti sem hafa áhrif á mannlega hegð- un; að rækta skilning á réttlæti og velferð meðal einstaklinga og þjóðfélaga; að glæða virðingu og ábyrgðartilfinningu einstaklinga fyrir frelsi einstaklingsins og mannréttindum, menningarlegum fjölbreytileika, umhverfinu, sam- vinnu, bæði innan bekkjarins og utan, hugsun sem skfrskotar til viðmiðunar við heiminn, þjóðar- einingu, bæjarsamfélag eða smærri hópa; að þróa sjálfsvitund, skilning á öðrum og þá hæfileika sem nauðsynlegir eru til að gera einstaklingum kleift að taka vir- kan þátt í að mynda réttlát og friðsamleg tengsl við aðra ... “ Ég hyggst ekki leggja orð í belg varðandi þessi efni almennt. Hins vegar hefur mér ítrekað verið bent á og reyndar sjálfur rekið mig á að jafnvel þeir, er láta sig þessi mál mest varða og hvetja til virkari þátttöku skólans í friðarfræðslu og friðaruppeldi, hafa næsta takmarkaða vitneskju um það sem þegar er gert í þessum efnum á vettvangi skólans. Mig langar því að gera í örstuttu máli grein fyrir því hvernig sú námsgrein sem ég er hvað kunnugastur, kristin fræði, leggur lóð á þessar vogar- skálar, enda fæ ég ekki betur séð en það rími ágætlega við fyrr- nefnda greinargerð. Við setningu grunnskólalaga ár- ið 1974 var svo kveðið á í 2. gr.: „Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristi- legu siðgæði og lýðræðislegu sam- starfi." í kjölfar þessara laga var svo gefin út námskrá í kristnum fræð- um árið 1976. Þar er markmiðum kristinfræðikennslunnar svo lýst: Nám í kristnum fræðum á að efla trúarlegan, siðferðilegan og félagslegan þroska nemenda með því að: 1) veita þeim þekkingu á Jesú Kristi og kenningu hans, Biblf- Sigurdur Pálsson „Hins vegar hefur það valdið undrun minni og nokkrum vonbrigðum hve seint gengur að fá skólana til að taka í notkun námsefni í sið- fræði handa 8. bekk, þrátt fyrir skýr ákvæði námskrár og tilgreindar stundir á viðmiðunar- stundaskrá.“ unni og sögu kristninnar og glæða skilning þeirra á mikil- vægi trúarinnar fyrir einstakl- inga og samfélög, Viðfangsefni úr kennsluleiðbeiningum. Engin tvö börn eru eins: Markmiðið er að hjálpa nemendum til að sjá að menn eru ólfkir og hver og einn hefur sín sérkenni. Æfa þá í að virða sérkenni og hæfileika annarra. Hvetja til ábyrgðartilfinningar og umhyggju fyrir meðbrcðrum. Við getum orðið vinir á ný. Jesús segir að svo getum við beðið til Guðs: Fyrir gefðu okkur eins og við fyrirgefum hvert öðru. Hvernig getur farið þegar við reiðumst? Er nauðsynlegt að hefna sín? Hvað er hægt að gera til að stilla skap sitt? Háskólabíó sýnir Tortímandann HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á bandari.sk ri bíómynd sem ber nafnið Tortímandinn. Með aðalhlut- verk fara Arnold Schwaraenegger, Michael Biehn og Linda Hamilton en James Cameron leikstýrði. Hand- ritið er eftir Gale Anne Hurd og James Cameron. Sögusvið myndarinnar er Los Angeíes nútímans segir í sýn- ingarskrá. Þar birtist dag einn óskapnaður nokkur, Tortímand- inn, að hluta mennskur, að hluta vél, sem er sending úr framtíðinni. Hann á að vinna á konu, sem herrrar jarðarinnar á ári myrk- ursins 2029 vilja feiga, þar sem dauði hennar breytti fortíðinni þeim i vil. En önnur framtíðar- Arnold Schwaraenegger í hlutverki sinu vera kemur til að vernda fórnar- lamb Tortímandans og hefst nú sturlungaöld hin mesta í borginni. Teikni- myndas- saga frá Forlaginu FORLAGIÐ mun brátt senda frá sér fyrstu teiknimyndasöguna í flokki teiknimyndasagna sem fjalla um japönsku stúlkuna Yoko Tsuno. Höfundur bókanna er Roger Leloup. Þorvaldur Krist- insson þýddi þessa fyrstu bók sem ber nafnið Kastaladraugur- inn. Söguþráður bókarinnar er á þá leið að Yoko er á ferð í Skot- landi ásamt vinum sínum, Villa og Palla. Þau gista í kastala á leið sinni og þar virðist vera reimt. En Yoko trúir ekki á yf- irnáttúrleg fyrirbæri og telur að brögð séu í tafli, enda reynd- ist svo vera. í fréttatilkynningu frá For- laginu segir að bækurnar um Yoko Tsuno hafi hlotið verðlaun á sínu sviði og verið gefnar út í stórum upplögum. Kastala- draugurinn er prentaður i sam- vinnu við Interpresse á Italíu. 2) kynna þeim starf íslensku þjóð- kirkjunnar, eigin safnaðar og annarra kirkjudeilda og beina athygli þeirra einkum að sam- eiginlegum arfi og hlutverki kristinna manna, 3) leiða hug þeirra að siðrænum viðfangsefnum, glæða ábyrgð- artilfinningu þeirra gagnvart Guði og mönnum, öllu lífi og umhverfi og efla siðferðilega dómgreind þeirra og hæfni til heillavænlegra ákvarðana og athafna, 4) hjálpa þeim að tileinka sér þær samskiptareglur er byggja á mannhelgi og félagslegu rétt- læti, glæða með þeim um- hyggju fyrir öðrum mönnum og þakklæti til Guðs og manna, 5) stuðla í hverri bekkjardeild og hverjum skóla að mótun þess félagsanda er virðir einstakl- inginn án tillits til getu hans, hæfileika og aðstöðu og efla þannig andlega heilbrigði og sjálfsvirðingu hvers nemanda, 6) hjálpa þeim að skynja fegurð í lífi og listum, fræða þá um líknar- og mannúðarstörf og þroska með þeim hugsjónir friðar, bræðralags og sam- ábyrgðar, 7) fræða þá um helstu trúarbrögð heims og mun á þeim og krist- indómi, innræta þeim umburð- arlyndi og virðingu fyrir rétti manna til mismunandi trúar- og lífsskoðana og fræða þá um sameiginleg réttindi og skyldur allra manna. Undanfarin ár hefur svo verið að koma út nýtt námsefni í kristn- um fræðum í samræmi við fyrr- greind markmið. Auk trúfræðsl- unnar eru hverskonar siðrænum viðfangsefnum gerð ítarleg skil. Þegar er komið út nýtt námsefni handa 1,—4. bekk og að hluta handa 7.-8. bekk. Því námsefni sem út er komið handa yngri bekkjunum hefur verið afar vel tekið. Hins vegar hefur það valdið undrun minni og nokkrum von- brigðum hve seint gengur að fá skólana til að taka í notkun náms- efni í siðfræði handa 8. bekk, þrátt fyrir skýr ákvæði námskrár og til- greindar stundir á viðmiðunar- stundaskrá. Einn kafli í þessu hefti er sérstaklega helgaður mannréttindum, og mannrétt- indayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna tekin til umræðu. Ég hyggst ekki fjölyrða um hvernig á þessum málum er tekið í nýja námsefninu en læt hér fylgja nokkur dæmi sem sýna hvernig leitast er við að byggja undir grundvallaratriði í gagnkvæmri virðingu og friðsamlegum sam- skiptum manna. Að öðru leyti vísa ég til námsefnisins sem áhugafólk á auðvelt með að nálgast og kynna sér. Höfundur er deildarstjóri hjí Nímsgagnastofnun og fyrrverandi nímstjóri í kristnum íræóum. í Kaupmannahöfn i FÆST í BLAÐASÖLUNNI A JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.