Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1985 37 MMHaaBMMHHMg Keynt til þrautar í Norðuri. Nú eru menn þar um slóðir með von í hjarta á nýjan leik, smálax er farinn að festa sig í netum jökulvatnsbænda. Reytingur í Laxá í Þing. Það reytist upp úr Laxá í Aðaldal. í gærmorgun komu 4 fiskar á land og hafði þá veiðst 41 lax sfðan veiðin hófst 10. júní sl. eftir því sem Anna Skúladóttir í veiðihúsinu Vökuholti sagði í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Flestir hafa laxarnir veiðst fyrir neðan Æðarfossa og Kistukvísl og eru þeir á bilinu 5—16 pund. Stærsta laxinn, 16 punda fisk, veiddu þeir Þórður Pétursson og Hilmar Valdemarsson Húsvíkingar f „Kistu austan". Treg veiöi í Biöndu Heldur hafa laxagöngurnar i Blöndu verið rýrar það sem af er hvert svo sem framhaldið kann að verða. f gær hafði Morgunblaðið haft spurnir af rúmlega 10 löxum sem veiðst höfðu, en veiðin hófst 5. júní. Fremur vatnslítið hefur verið þarna um slóðir, hlýtt og gera margir sér vonir um að laxinn geti fyrir vikið gengið greiðlega upp fyrir laxastigann og rakleiðis fram í Svartá. Líflegt í Flóku „Mér lýst prýðilega á þetta, það er drjúgmikill lax genginn í ána og þeir fengu 6 laxa fyrsta daginn á 3 stangir, það telst gott í opnun hér,“ sagði Ingvar Ingvarsson bóndi á Múlastöðum, er hann var inntur eftir aflabröðgum í Flóku í gærdag. Veiði hófst þar 18. júní. „Þeir sáu lax furðuvíða og fengu meira að segja einn, þann stærsta í Múlastaðafossi. Þetta var 12 punda fiskur og það er óvenjulegt að fiskur sé genginn svo ofarlega þetta snemma. Hann er sjaldan kominn upp fyrir Hjálmsfossinn á þessum tíma. Auk þess sagði Ingv- ar, að tveir laxanna hefðu verið 10 punda, tveir 8 punda og einn 4,5 punda. Smálaxinn aö koma? Frést hefur, að vel gangi hjá netabændum í Hvitá í Borgarfirði þessa dagana og þeir eigi óvenju- lega auðvelt að ná laxinum nú vegna þess hve Hvítá er vatnslítil og tær. Hefur. að sögn fróðra manna vel aflast, mjög vel og hef- ur fiskurinn farið smækkandi síð- ustu daga miðað við þá fiska sem veiðst hafa til þessa. Þetta gefur von um að það fari að glæðast í þeim Borgarfjarðarám sem lítinn afla hafa gefið, Norðurá og Þverá. Skýrsla um líklega þróun sauðfjárræktar: Hrun blasir við nema að gert verði til lækkunar SAUÐFK landsmanna mun þurfa að fækka úr 714 þúsund í 400—460 þús- und á næstu 5 árum miðað við líklega minnkun kindakjötsneyslu lands- manna og aukna afurðasemi fjárins, að því gefnu að kindakjöt verði ekki flutt út. Er þetta 35—45% fækkun sauðfjár frá því sem nú er og um það bil helmingsfækkun frá 1978, þegar fé varð sem flest hér á landi. Þetta kem- ur fram í skýrslu sem hópur sérfræð- inga samdi fyrir „nefnd um framtíð- arkönnun“ sem forsætisráðherra skipaði og landbúnaðarráðherra, um líklega þróun sauðfjárræktarinnar á næstu árum. Telja nefndarmenn nauðsynlegt að lækka verð dilkakjöts til að gera það samkeppnisfært við aðrar kjöttegundir, þannig að sala á því minnki ekki of ört. Það telja þeir mögulegt með því að auka afurða- semi fjárins og nefna dæmi um ein- staka bændur sem náð hafa betri árangri í sauðfjárræktinni en geng- ur og gerist. Höfundar skýrslunnar eru Guðmundur Stefánsson búnað- arhagfræðingur hjá Stéttarsam- bandi bænda, dr. Jón Viðar Jón- mundsson ráðunautur hjá Búnaðar- félagi íslands, dr. Sigurgeir Þor- geirsson sérfræðingur hjá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Egill Bjarnason héraðsráðunautur á Sauðárkróki. Hér á eftir eru rakin helstu efnis- atriði skýrslunnar en nefndarmenn taka skýrt fram að í henni felist ekki tillögur heldur sé einungis um að ræða líklega þróun sauðfjár- ræktar á íslandi miðað við þá stefnu stjórnvalda að hverfa frá út- flutningi kindakjöts. Aðeins 280 fjárbú raeð yfir 400 fjár Á landinu öllu var ásett fé haust- ið 1984 talið 714.429, sem er ná- kvæmlega 20% færra en haustið 1978. Flest er féð í Múlasýslum, lið- lega 101 þúsund, en fæst á Reykja- nessvæðinu, um 9.600. Utan Reykjanessvæðisins hefur fé fækk- að mest í Barðastrandarsýslum, 36%, en þar vegur þungt niður- skurður vegna riðuveiki, þá i Ár- nessýslu, 29% og Eyjafjarðarsýslu, 25%. Minnst hefur fækkunin orðið í Austur-Skaftafellssýslu, 6%, Strandasýslu, 7% og Dalasýslu, 10%. Fé hefur fækkað mest á helstu mjólkurframleiðslusvæðunum. Haustið 1984 voru 279 fjárbú með yfir 400 fjár, 1.261 bú með 200—400 fjár og 2.022 bú með færra en 200. Á þessum 2.022 minnstu búunum er hins vegar aðeins um 29% fjárins, 51% á miðlungsbúunum og 20% á búum með fleira en 400 fjár. Stærstu búin eru hlutfallslega flest í Norður-Þingeyjarsýslu, Dalasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Utan Reykjaness er hæst hlutfall smæstu fjárbúanna í Eyjafirði, Rangár- vallasýslu og Árnessýslu. í Strandasýslu og Norður-Þing- eyjarsýslu eru svo til öll búin hrein sauðfjárbú, ennfremur meirihluti búanna í Dalasýslu, Barðastrand- arsýslu, Isafjarðarsýslum, Húna- vatnssýslum, Skagafjarðarsýslu og í Múlasýslum. I öðrum héruðum er kúaeign meiri með sauðfjárbú- skapnum, einkum í Eyjafjarðar-, Árnes- og Rangárvallasýslum. Á landinu í heild eru 63,9% alls fjár á hreinum sauðfjárbúum, 25,8% á blönduðum búum , en 10,3% á búum sem teljast hrein kúabú. Allt að 50% munur á afurðasemi eftir héruðum Mikill munur er á afurðasemi sauðfjár eftir landshlutum. Á árinu 1983 voru lögð inn 17,6 kg. af dilka- kjöti eftir hverja vetrarfóðraða kind í Strandasýslu, 16,7 í N-Þing- eyjarsýslu, 16,2 í Eyjafjarðarsýslu og 15,9 kg. í S-Þingeyjarsýslu. Minnstar afurðir voru á Reykjanes- svæðinu 11,7 kg. eftir hverja vetr- arfóðraða kind, 11,8 kg. í Árnes- sýslu, 12 kg. í Mýrasýslu og 12,9 kg. í Snæfells- og Hnappadalssýslu. Þannig var lagt inn 50% meira dilkakjöt eftir á í Strandasýslu haustið 1983 heldur en á Suð-Vest- urlandi. Þessi mikli munur stafar fyrst og fremst af mismunandi landgæðum, þótt eðlileg afurðasemi fjárins og almennt búskaparlag sé vafalaust einnig breytilegt eftir héruðum. Talið er og fullvíst að munur á milli héraða hafa verið enn meiri sl. haust, en var 1983, því í haust var vænleiki fjár óvenju- mikill, einkum í landbestu sveitun- um. Útlit fyrir enn minnk- andi kindakjötsneyslu Hópurinn vitnar til spár sem gerð hefur verið um kjötneyslu ís- lendinga til aldamóta. Því er spáð að neysla kindakjöts pr. íbúa fari niður fyrir 40 kg. árið 1986 (á móti 42 kg. áætluðum 1985), verði komin í 34 kg. árið 1990 en haldist síðan í 33—34 kg. tíunda áratuginn. Á sl. ári dróst neysla kindakjöts saman um 10% og útlit er fyrir svipaðan samdrátt í ár, sem þýðir að neyslan verði þá í fyrsta skipti undir 40 kg. á íbúa. Samkvæmt þessu verður árleg neysla kindakjöts 10.135 tonn í ár, 9.535 tonn á næsta ári og fer síðan niður fyrir 9.000 tonn á árinu 1988 og verður á bilinu 8.400 til 9.000 fram til aldamóta. Aftur á móti er gert ráð fyrir að neysla annars konar kjöts aukist, nauta- og hrossakjötsneysla lítillega, neysla svínakjöts tæplega tvöfald- ist, svo og alifuglakjöts. í skýrslunni segir orðrétt um ástæður þessa: „Til þessa liggja ef- laust nokkrar ástæður, en þó er enginn vafi á, að þyngst vegur hversu verðhlutföll kindakjöts ann- ars vegar og svína- og fuglakjöts hins vegar hafa breyst, kindakjöti í óhag, eftir því sem dregið hefur verið úr niðurgreiðslum. Kjötneysla íslendinga er að því leyti ólík neyslu annarra Evrópuþjóða, að enn er hér borðað margfalt meira kindakjöt en þar og minna af öðr- um kjöttegundum. Síaukin ferðalög og samskipti við aðrar þjóðir hafa haft og munu hafa áhrif á neyslu okkar í þá átt sem lýst hefur verið. Sú þróun verður ekki stöðvuð, en hversu ör hún verður mun velta öllu öðru fremur á verðhlutföllum kind- akjöts og annarra kjöttegunda, en einnig á því hvernig til tekst með vöruþróun og markaðssetningu kindakjöts í síharðnandi sam- keppni." I skýrslunni er því spáð að inn- lagt kjöt eftir kind árið 1990 verði 20—23 kg. Sé gert ráð fyrir 35 kg. neyslu á íbúa, þá mun þurfa 400—470 þúsund fjár til að full- nægja íslenska markaðinum eftir 5 ár. Hér er um að ræða 35—45% fækkun fjár frá því sem nú er eða u.þ.b. helmings fækkun frá árinu 1978, þegar fé var sem flest hér á landi. „Þetta er sú þróun sem menn verða að vera tilbúnir að horfast í augu við um leið og þeir gefa upp vonina um arðbæran útflutning kindakjöts og lýsa sig reiðubúna til að aðlaga framleiðsluna að innlend- um markaðsþörfum," segja fjór- menningarnir í skýrslunni. Möguleikar á verulegri lækkun dilkakjöts 1 framhaldi af þessu velta þeir fyrir sér framleiðslukostnaði og arðsemi og segja að ekki verði kom- ist hjá stórátaki til að lækka fram- leiðslukostnað og vinnslu- og dreif- ingarkostnað kindakjöts á næstu árum, eigi markaðshlutdeild þess ekki að minnka stórkostlega og sauðfjárræktin í landinu að hrynja. Þetta verði að gerast með aukinni afurðasemi og/eða lækkun kostnað- ar. Telja þeir fyllilega raunhæft að gera ráð fyrir stóraukinni afurða- semi sauðfjár á íslandi á næstu 5—10 árum. I fyrsta lagi muni sú fækkun fjár, sem boðuð er, létta á sumarhögum, og jafnframt verði að ætla, að framleiðslan haldist best við, þar sem landkostir eru bestir. í öðru lagi hljóti fækkunin að beinast gegn afurðaminnsta hluta fjár- stofnsins, og í þriðja lagi megi ætla að vaxandi áhersla verði lögð á þá þekkingu, sem fyrir liggi um kyn- bætur og fóðrun búfjár. Þessu til sönnunar stilla þeir upp samanburði á „kjörbúi" og „meðal- búi“, annars vegar með 400 fjár en hins vegar með 800 fjár. Kemur í ljós mikill munur, sem eingöngu byggist á afurðasemi og gæðum, en tilkostnaður reiknaður sá sami. Meðalbúið er reiknað út með afurð- ir áþekkar núverandi landsmeðal- tali en kjörbúið með afurðir eins og þær gerast mestar og bestar hjá einstökum bændum. Við þennan samanburð kemur í ljós að sú aukning sem gert er ráð fyrir í afurðamagni á kjörbúinu, skilar 29% hærri heildartekjum og 51% meiri framlegð en á meðal- búinu. Það vekur sérstaka athygli að miðað við afurðastig meðalbús- ins er lítil hagnaðaraukning að stækkun búsins úr 400 í 800 fjár, eða um helming, það er aðeins 43 þúsund krónur. Aftur á móti skilar stækkun kjörbúsins 390 þús kr. hagnaði. „Það er ljóst, að sá sem hefur þann tilkostnað, sem reiknað er með og ekki hærri afurðir en meðalbúið, hlýtur að berjast í bökk- um, jafnvel þótt búið sé stórt. Kjör- búið skilar hins vegar umtalsverð- um hagnaði", segja skýrsluhöfund- ar. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að hægt væri að lækka hvert kíló af dilkakjöti um 30 krónur, það er 26,5% miðað við grundvallarverð, ef allur hagnaður af kjörbúinu, umfram vinnulaun og eðlilega vexti af eigin fé, væri nýtt- ur til verðlækkunar á dilkakjöti. Vert er að taka fram að þessi lækk- un kemur öll til vegna aukinna af- urða eftir hverja kind, og er miðað við afurðamagn sem þegar þekkist hjá einstaka bændum. Þá benda þeir á leiðir til sparnaðar fóður- kostnaðar sem einnig gæti leitt til lækkunar á framleiðslukostnaði. Nauðsynlegt að auka hagræði í slátrun Þeir velta fyrir sér hugmyndum um lágmarkskostnaðarbú en kom- ast að þeirri niðurstöðu að ekki sé hagkvæmt að hverfa frá hámarks- afurðastefnu og byggja búskapinn í staðinn á lágmarks tilkostnaöi, en það eru hugmyndir sem viðraðar hafa verið af og til að undanförnu. Bent er á þá staðreynd að slátur- og heildsölukostnaður er um það bil 25% af óniðurgreiddu heildsölu- verði og telja þeir nauðsynlegt að auka hagræðingu á því sviði til að tryggja samkeppnisstöðu dilka- kjöts. Telja þeir nauðsynlegt að halda uppi ströngu gæðamati í slát'4 urhúsunum og stuðla að aukinni vöruþróun, sem beinist að því að auka markaðshlutdeild dilkakjöts. Markaðsfærslu kindakjöts þurfi að aðlaga betur breyttum neysluvenj- um, þróa rétti sem hæfa matreiðslu skyndibitastaða, o.fl. Þeir segja sjálfsagt að stuöla að aukinni fjölbreytni í sauðfjárfram- leiðslunni, ef fyrir því reynist vera fjárhagslegur grundvöllur. Telja þeir sérstakt athugunarefni, hvort unnt sé í auknum mæli að dreifa kjötframleiðslunni á fleiri mánuði* ársins. Þá leggja þeir t.d. til að at- hugað verði hvort fjárhagslegur grundvöllur gæti verið fyrir kara- kúlpelsrækt hér á landi, þar sem slík framleiðsla mundi falla vel að þekkingu og reynslu íslenskra bænda í sauðfjárrækt. Til eru fjárhús fyrir 2-3- faldan líklegan fjárfjölda I skýrslunni kemur fram að í landinu eru til byggingar fyrir 1.142 þúsund fjár sem er meira en tvö- faldur sá fjárfjöldi sem útlit er fyrir að þörf verði á. Af þessum byggingum eru 1330 fjárhús, fyrir 296 þús. fjár byggð 1970 eða síðar, Ef teknar eru allar byggingar sem' byggðar eru 1960 eða síðar er skráð rými þeirra 557 þúsund fjár eða all- mikið umfram þann fjárfjölda sem nefndin telur að verði í landinu að nokkrum árum liðnum, verði fram- leiðslan að öllu leyti sniðin að þörf- um innanlandsmarkaðar. Þegar litið er á ástand þessara mála í einstökum sýslum þá kemur umtalsverður munur í ljós. Nýjast- ar virðast byggingarnar vera í N-ísafjarðarsýslu, Strandasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu. Þá virðist einnig vera verulega hátt hlutfall nýrra bygginga í Þingeyjarsýslu, á Snæfellsnesi og í Austur-Skafta- fellssýslu. I Vestur-Barðastrand- arsýslu og Reykjanesi er mikið ónotað rými í fjárhúsum vegna verulegs samdráttar í fjárfjölda á síðustu árum. Bágast virðist ástand bygginga, þegar litið er til aldurs þeirra, í Vestur-Skaftafellssýslu, Vestur-Isafjarðarsýslu og Mýra- sýslu. Á grundvelli framangreindra upplýsinga er spáð í líklega þróun sauðfjárræktar í einstökum lands- hlutum. Leggja höfundar áherslu á, að komi til þess samdráttar sem út- lit er fyrir, þá hljóti landkostir, fyrirliggjandi fjárfestingar og al- mennt atvinnuástand að ráða mestu um framtíð sauðfjárræktar f einstökum héruðum landsins á næstu árum. Til dæmis benda höf- undar á að ekki sé grundvöllur fyrir samdrætti í sauðfjárrækt á Vest- fjörðum eða í strjálbýlustu héruð- um norðaustanlands og samdrátt- urinn hljóti því að koma fram sunn- anlands og vestan og í öðrum mestu mjólkurframleiðsluhéruðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.