Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.06.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚNl 1985 Walesa neitar samvinnu við saksóknarann Varsjá, 19. júní. AP. LE(’H Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, neitaði í gær að svara spurningum saksóknara í Gdansk. Saksóknari sagði, að Walesa ætti GENGI GJALDMIÐLA Lundúnum, 19. júní. AP. GENGI dollarans féll í dag á gjaldeyrismörkuðum sökum vaxtalækkunar bandarískra banka. Hins vegar hækkaði verð á gulli lítillega í Ziirich, en stóð í stað í Lundúnum. Fyrir breska pundið fengust í kvöld 1,3105 dollarar, og hef- ur það ekki verið verðmeira frá því í ágúst 1984. 1 gær fengust 1,2972 dollarar fyrir pundið. Þegar gjaldeyrismarkaðir lokuðu í Tókýó síðdegis fengust 246,95 yen fyrir dollarann. Það er lækkun frá því í gær, en þá kostaði dollarinn 247,90 yen. í Lundúnum fengust hins vegar 247,30 yen fyrir dollara. Gengi annarra helstu gjald- miðla gagnvart dollara er sem hér segin 3,0190 vestur-þýsk mörk (í gær 3,0340), 2,5272 svissneskir frankar (2,5507), 9,2150 franskir frankar (9,2765), 3,4045 hollensk gyllini (3,4275), 1.931,25 ítalskar lírur (1.939,90), 1,3645 kanadískir dollarar (1,3678). Engin breyting varð á verði gulls í Lundúnum í dag; fyrir hverja únsu fengust 324,75 dollarar. í Ziirich fengust 325,50 dollarar fyrir únsu af gulíi. Er það hækkun frá því í gær, en þá fengust 323,50 doll- arar fyrir únsuna. fangelsisdóm yfir höfði sér ef hann léti ekki af „ólögmætri starfsemi." Walesa var kvaddur til yfir- heyrslu fimm dögum eftir að þrír félagar hans í forystusveit óháðu verkalýðshreyfingarinnar, Adam Michnik, Bogdan Lis og Wladysl- aw Frasyniuk, voru fundnir sekir um að spilla almannafriði og leggja á ráð um ólöglegt verkafall. Þeir hlutu allir fangelsisdóma. Walesa, er sætir rannsókn fyrir svipaðar sakir, afhenti saksóknar- anum skrifað blað, þar sem sagði að hann mundi ekki bera vitni. „Réttarhöldin yfir Frasyniuk, Lis og Michnik hafa styrkt mig í þeirri sannfæringu, að það sé að- eins ein leið til að halda virðingu sinni frammi fyrir dómi, saksókn- ara og lögreglu: að neita að bera vitni og svara spurningum," sagði í yfirlýsingu Walesa. Saksóknari hvatti Walesa til að hætta „ólögmætri starfsemi", þ.á m. að hætta að senda frá sér yfir- lýsingar sem andstæðar væru stjórnvöldum, á meðan rannsókn færi fram á sakargiftum gegn honum. Varaði hann Walesa við því að aðstæður hans gætu breyst og er talið að með því hafi hann verið að hóta Samstöðuleiðtogan- um gæsluvarðhaldi. Walesa var leyft að yfirgefa skrifstofu saksóknara hálftíma eftir að hann kom þangað. Hann hélt þá þegar til starfa sinna í Lenín-skipasmíðastöðinni í borg- inni. { símasamtali við AP-frétta- stofuna á þriðjudagskvöld kvaðst Walesa vera reiðubúinn að fara í fangelsi eins og félagar hans. Fulltrúadeildin fækkar MX í 40 Washington, 19. júní. AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti með 233 atkvæðum gegn 184 að takmarka heildarfjölda MX-kjarnaflauga við 40. Deildir þingsins eni ekki á einu máli um fjölda flauganna og samþykkt fulltrúadeildarinnar er einnig á skjön við óskir Hvíta hússins. Samþykktin um MX-flaugarnar atkvæðum gegn 182. Miklar deilur var gerð við ákvörðun útgjalda til varnarmála á næsta ári. Uppruna- lega vildi Reagan Bandaríkjafor- seti að framleiddar yrðu 100 MX-flaugar, en hann féllst síðar á ákvörðun öldungadeildarinnar um helmings fækkun þeirra í 50. Rétt áður en fulltrúadeildin ákvað að þeim skyldi fækkað enn frekar felldi deildin tillögu um að MX-áætlunin skyldi lögð á hilluna með 230 atkvæðum gegn 185. Deildin felldi einnig tillögu um að flaugarnar skyldu vera 50 með 234 hafa verið á Bandaríkjaþingi um MX-flaugarnar undanfarin þrjú ár. Fulltrúadeildin reynir nú að af- greiða frá sér tillögu um 292 millj- arða útgjöld til varnarmála á næsta ári. Var samþykktin um MX-flaugarnar liður í þeirri af- greiðslu og er ákvæðið um 40 flaugar nú komið inn í frumvarp- ið. Allt stefnir í að engin aukning verði á útgjöldum til varnarmála á næsta ári og í tölunni er ekki gert ráð fyrir neinni verðbólgu. Systkini Roberts Stethem, sem flugræningjar TWA-farþegaþotunnar í Beirút myrtu, sjást hér syrgja bróður sinn er komið var með lík hans til Andrew-herflugvallarins í Maryland-fylki á þriðjudag. Flugránið: „Andrúmsloftið í IU þotunni þrúgandi — sagði bandaríski námsmaðurinn sem var sleppt Aþena, 19. júní. AP. 18 ára bandarískur námsmaður, sem flugræningjar TWA-farþegaþot- unnar létu lausan í Beirút ásamt gríska söngvaranum Demis Roussos og einkaritara hans, sagðist ekki hafa hugmynd um hvers vegna honum var sleppt. Námsmaðurinn, Athannassios Targontisidis, sem stundar nám í viðskiptafræði við Ameríska háskólann í Aþenu, kvaðst hafa orðið mjög hræddur þegar farið var með hann sl. þriðjudag úr húsi því sem honum var haldið föngnum, enda hefði hann ekki vitað að láta ætti hann lausan. Targontsidis var á leið til Rómar og Boston síðasta föstu- dag þegar þotunni var rænt, en hann ætlaði að dveljast í Mass- achusetts-fylki í Bandaríkjunum í sumar hjá foreldrum sínum. „Andrúmsloftið í flugvélinni var mjög þrúgandi," sagði hann, „enda hlupu flugræningjarnir fram og aftur. Farþegunum var skipað að halda kyrru fyrir í sætunum, og ég sá engan bæra á sér,“ sagði Targontsidis. Hann kvaðst hafa orðið verulega hræddur þegar flugræningjarnir byrjuðu að kalla upp nöfn ákveð- inna farþega þegar vélin var í Alsír. í fyrstu hefði hann haldið að hér væri um að ræða nöfn þeirra sem ætti að myrða, en sið- an hefði hann gert sér grein fyrir því að eingöngu Grikkir voru kallaðir upp. Hann bætti því við að flugræningjarnir hefðu kailað upp fornafn sitt, en þar sem hann væri venjulega nefndur Artúr en ekki Athann- assios hefði hann ekki gefið sig fram. Grísku farþegarnir voru látnir lausir í skiptum fyrir einn vit- orðsmann flugræningjanna. Eftir að vélin lenti í Beirút var síðan ekið með Targonsidids í jeppa-bifreið til þess húss þar sem hann dvaldist ásamt fjórum öðrum gíslum. „Andrúmsloftið var gjörólíkt þar,“ sagði hann, „maturinn var góður og komið var vel fram við okkur." Targontsidis var síðan sleppt á þriðjudag, og sigldi hann með bát til Kýpur og þaðan til Aþenu á miðvikudag. Agca bendlar þriðja manninn við tilræðið Kómabori;, 19. júni. AP. Tilræðismaður páfa, Mehmet Ali Agca, breytti framburði sínum enn einu sinni og hélt því fram við yfir- heyrslur í dag, að þriðji Tyrkinn heföi tekið þátt í tilræðinu á Péturstorginu 13. maí 1981. Hingað til hefur Agca aðeins haldið því fram að Tyrkinn Oral Celik hafi verið í vitorði með sér á Péturstorginu. Agca sagði einnig Wesley MacDonald, yfirmaður herstjórnar NATO á Atlantshafi: w Virði ákvörðun Islendinga um ferðir skipa með kjarnorkuvopn WESLEY MacDonald, flotaforingi, yfirmaður herstjórnar NATO á Atl- anlshafi, en ísland er innan varnarsvæðis hennar, segist virða ákvörðun íslenskra stjórnvalda um ferðir skipa með kjarnorkuvopn og verði starfi flotastjórnarinnar hagað í samræmi við hana. Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, lýsti því yfir á Alþingi fyrir skömmu, að bann við kjarnorku- vopnum næði til íslenskrar lögsögu og skipa sem um hana fara og koma til hafna hér á landi. Flotaforinginn sat fyrir svör- um blaðamanna frá ýmsum að- ildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins hinn 13. júní sl. og vísaði þá einn fyrirspyrjenda til banns stjómvalda á Nýja Sjálandi við ferðum skipa með kjarnorku- vopn. Sagt hefði verið að það hefði líklega engin áhrif á Atl- antshafi en nýlega hefðu Islend- ingar hins vegar tekið mjög svip- aða ákvörðun og það væri stefna margra Evrópuþjóða að banna kjarnorkuvopn í löndum sínum á friðartímum. Síðan var Wesley MacDonald spurður, hvort þetta gerði herstjórninni á Atlants- hafi erfitt fyrir. MacDonald sagði, að vissulega skapaði það vandkvæði við venjulegar aðstæður að slíkar tálmanir væru í gildi, en sem herforingi og aðili að bandalagi bæri sér að virða fullveldi þeirra þjóða sem hann þjónaði. Ákvörðun stjórnvalda á Nýja Sjálandi um að banna ferðir kjarnorkuknúinna skipa eða skipa sem ef til vill flyttu kjam- orkuvopn hefði vissulega haft mikil áhrif á Kyrrahafi. Hins vegar sagðist hann ekki telja þetta alvarlegt mál innan Atl- antshafsbandalagsins við núver- andi aðstæður. „Ég virði full- komlega ákvörðun íslensku rík- isstjórnarinnar," sagði flotafor- inginn „og mun starfa með hana í huga.“ Geir Hallgrímsson, utanrík- isráðherra, hefur sagt að ekki beri að líkja afstöðu íslenskra stjómvalda við ákvörðun ríkis- stjórnar Nýja Sjálands, Islend- ingar fylgi sömu stefnu og Norð- menn í þessu efni. við yfirheyrslur í dag að hann hefði átt fund með ítölskum leyniþjón- ustumanni eftir að hann var grip- inn. Leyniþjónustumaðurinn hefði fengið sig til að bera vitni gegn sökunautum sínum gegn því að fá sakaruppgjöf. Agca neitaði því hins vegar að hafa verið fenginn til að bendla Búlgaríu við samsærið. Agca sat í dag undir orrahrfð spurninga frá Severino Santiaap- ichi dómara og breytti þá fyrri framburði sínum um fjölda tilræð- ismanna á torginu. Sagði hann þriðja mannin heita Akif, en síðar Omer Ay, og átti hann að sprengja minniháttar sprengjur til að valda skelfingu meðal mannfjöldans og auðvelda þannig undankomu skot- mannanna. Agca hefur hingað til sagt Celik hafa verið með sprengj- urnar, en kveðst nú hafa logið þar um. Þegar dómarinn sýndi Agca mynd af Omer Ay, sem er tyrknesk- ur öfgamaður, neitaði hann að sá væri vitorðsmaðurinn. Ay var yfir- heyrður vegna tilræðisins en engin ákæra gefin út á hendur honum. Agca benti síðar á mann á annarri mynd, sem tekin var af túrista á torginu, og sagði hann Akif. Maður- inn horfir á þann stað sem Celik átti að hafa staðið, en allir aðrir á myndinni horfa í átt til páfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.